Tíminn - 06.02.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 06.02.1975, Qupperneq 1
Sanderson lyftarinn kominn HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATUNI 6 - SIMI (91)19460 ’ÆNGIR" Aætlunárstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 $2 í DAG Andagift þjóðar- innar að baki skattskróni Reykvíkingar greiða miiljarð d mdnuði ísöluskatt • Viðtöl við starfs- menn Skattstofu Reykjavíkur bls. 8 og 9 Brunnið ofan at einbúanum í Flafey á Skjálfanda gébé Reykjavik — Það er enginn hægðarleikur að ná i ■ slökkviliðið I Flatey á Skjálf- anda. Það varð Einar M. Jó- hannesson eini Ibúinn I Flat- ey, óþyrmilega var við þann 29. janúar sl. Eldur kviknaði i húsi Einars, Sólbakka, þá um kvöldið og magnaðist hann skjótt. Einar fékk ekki við neitt ráðið, og húsið brann til kaidra kola. Enginn simi er i Flatey, svo að ekki reyndist unnt að ná tali af Einari M. Jóhanns- syni. Hann hefur þó aðgang að tveim talstöðvum, önnur er f báti hans og hin er neyð- artalstöð, sem honum tókst að bjarga úr brennandi hús- inu að Sólbakka, og var það hiö eina sem honum tókst að bjarga, að sögn Þormóðs Jónssonar, fréttaritara blaðsins á Húsavik. Einar býr einn í Flatey og hefur þar nokkrar skepnur, — 18 kindur, 2 hesta og 1 naut. Einnig hefur hann haft þann starfa með höndum að kljúfa rekavið i girðingar- staura. Einar taldi, að kviknað hefði i Sólbakka út frá olfukyndingu. Versta veður var, þegar eldurinn kom upp i húsinu. Kona Einars, sem býr á Akureyri, fór að óttast um hann, er hún hafði ekki heyrt frá honum i nokkra daga, og hringdi hún til lögreglunnar á Húsavik og bað þess að at- hugað yrði um hann. Helgi Pálsson, lögregluþjónn á Húsavik, fór þá til Flateyjar og kom þangað aðfaranótt 4. febrúar. Hafði Einar þá búið um sig i skúr einum á eynni, og fór vel um hann. örfá hús eru i Flatey. Eig- endur þeirra nota þau nú oröið mest fyrir sumarbú- staði, en stundum hafa þeir dvalið i eynni og stundað hrognkelsaveiðar. Eins og í árdaga verzlunarviðskipta: HRÁEFNIÐ HÉÐAN — DANIR VINNA ÚR ÞVÍ DÝRA VÖRU FB-Reykjavik. Það hefur lengi viljað brenna við, að tslendingar flytji út hráefni til þess að gefa öðrum þjóðum kost á að fullvinna þá vöru, sem betur væri unnin hér á landi, og siðan flutt út. t bækl- ingi, sem nefnist Denmark Re- view og gefinn er út af danska utanrikisráðuneytinu, er skýrt Hér gefur að lfta nokkrar af hugmyndum Kirsten Holst, og neðst til vinstri er hún sjálf að kemhaeittaf sjölunum slnum. Flestar eru flikurnar og sjölin sem Danirnir framleiða úr lopanum, kembd, og þannig fæst mjög skemmtileg og falleg áferð, eins og tslending- ar ættu bezt að vita sjálfir. frá þvi, að I Danmörku hafi verið prjónaðar peysur og margs konar ullarfatnaður úr hvorki meira né minna en 30 tonnum af Islenzkum lopa, og þessar vörur siðan seldar bæði I Danmörku sjálfri og á er- lendan markað. í Denmark Review segir frá þvi, að Kirsten Holst, fyrrverandi blaðaljósmyndari, hefi löngum verið sérlega hugmyndarik og dugleg prjónakona. Hún fór i brúðkaupsveizlu sumarkvöld eitt fyrir tveim til þremur árum, og hafði með sér handprjónað sjal úr islenzkri ull. Einhverjum gest- anna var kalt, og hún lánaði sjalið sitt. Þarna var staddur fram- kvæmdastjóri Handarbejdets Fremme, sem er heimilisiðnað- arfélag Danmerkur. Hann rak augun i sjalið og þótti það dáindis fallegt, og það varð upphaf mikillar framleiðslu þessa sjals og fleiri ullarvara, sem Kirsten Holst hefur hannað og allar eru unnar úr islenzka lopanum. Margt af þvi, sem Kirsten hefur hannað fyrir Handarbejdets Fremme, er sett i sérstakar um- búðir efni mynztur og prjónar. Fólk getur svo keypt þessa pakka eða pantað þá, og eru þeir þá sendir vitt og breitt um alla Evrópu og Bandarikin. Arið 1973 voru seldir yfir 20 þúsund slikir pakkar til viðskiptavina HF viða um heim. Og I hverjum einasta pakka er islenzki lopinn aðaluppi- staðan. Fyrirtækið hefur gefið út tvo myndalista, sem hægt er að panta eftir, og einnig getur fólk fengið með listunum litasýnis- horn af lopanum. Ofan á allt þetta bætist svo það, að Danir sjálfir hafa prjónað úr 30 tonnum af lopa árið 1973, og sú framleiðsla hefur bæði verið seld á heimamarkaði i Danmörku og flutt úr landi. Þetta eru ófá plögg, þvi að i hverju sjali frá Kirsten Holst eru aðeins 700 grömm af lopa. Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstonunar á samningafundinum í gær: VIÐSKIPTAKJÖRIN MIKLU VERRI EN ÁÆTLAÐ VAR Ekki uppörvandi upplýsingar, sagði Björn Jónsson forseti ASÍ FB-Reykjavlk. t gær var haldinn fimmti fundur nlu manna samn- inganefndar Alþýðusambands tslands annars vegar og fulltrúa Vinnuveitendasambands tslands og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna hins vegar. A fundinum gerði Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar grein fyrir stöðu efnahagsmál- anna og afkomu hinna ýmsu greina atvinnuveganna. Að lok- inni greinargerð Jóns Sigurðsson- ar svaraði hann mörgum fyrir- spurnum, sem til nans var beint. Gert er ráð fyrir, að þjóðhags- stofnun sendi samningsaðilum nánari greinargerðir um afkomu hinna ýmsu atvinnugreina. Viö- ræður voru ákveðnar næstkom- andi föstudag. Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóö- hagsstofnunarinnar, sagðist ekki vilja mikiö um það segja, hvað hann hefði sagt á fundinum íneö samninganefndunum. Ég fór svolitið yfir helztu horfur I þjóð- Framhald á 14. sibu. Myndin var tekin, er Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þjóðhagsstofnunarinnar, skýrði samninganefndum vinnuveitenda og Alþýöu- sambands tslands frá niöurstöðum Þjóðhagsstofnunar. A myndinni eru, talið frá vinstri: Gunnar J. Friðriksson, Ólafur Jónsson, Gunnar Guöjónsson, Jón Sigurðsson, forsljóri Þjóðhagsstofnunar, Björn Jónsson, Snorri Jónsson og Jón Sigurðsson. (Timamynd Róbert.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.