Tíminn - 06.02.1975, Qupperneq 2

Tíminn - 06.02.1975, Qupperneq 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 6. febrúar 1975 Fimmtudagur 6. febrúar 1975 Vatnsberinn: (20. jan. - 18. febr) Þú munt sannreyna það i dag, að það gengur aldrei eins vel og þegar þú hefur gert góða áætl- un og vinnur siöan eftir henni, alveg út i hvert smáatriði. Þú skalt vera vel á verði gegn upp- Íi ljóstrunum i ótima — og hugsaöu um heilsuna. Fiskarnir: (19. febr. - 20. marz) Það litur út fyrir, að ýtni þin hafi verið einum of mikil, og að þú hafir gengið einum of langt. Þú skalt taka þér smáhvild og lita aftur yfir stöð- una. Þegar þú hefur gert það gaumgæfilega skaltu endurskoða afstöðu þina. Hrúturinn: (21. marz — 19. april) Það eru útgjöldin, sem þú skalt halda i lág- marki. Útgjaldaáætlunin stenzt, eins og þú hafð- ir sett hana upp, en frávik þolir hún ekki, alls ekki á þann veg, sem þú hafðir hugsað þér. Nautið: (20. april - 20. mai) Það má heita, að næstum hvað sem er, geti or- sakað deilur, leiðindi og jafnvel óþægindi i dag. Þú ættir að halda þig fjarri sliku, — og alls ekki hella oliu á bálið. Þolinmæði þin gæti hins vegar unnið þér virðingu annarra. Tviburamerkið: (21. mai - 20. júni) Það litur út fyrir, að eitthvað komi þér á óvart með morgninum. Það er aldrei að vita, nema það sé i þá áttina að bæta eitthvað það, sem þú byrjaöir á fyrr i vikunni. Kvöldið er alveg stór- upplagt til starfa. Krabbinn: (21. júni - 22. júli) Þú átt i einhverri samkeppni, og það er aldrei að vita, nema einhverjar óvenjulegar aðferðir geti orðið þér hjálplegar til þess að ná yfirhöndinni. Þú ert uppfullur af baráttuhug, og það er bara gott. Ljónið: (23. júli - 23. ágúst) Þér heppnast eitthvað, ef þú ferð nýjar leiöir og beitir aðferðum, sem þú hefur ekki þorað að leggja út i áður. En samverkamenn eiga að fá að segja álit sitt. 1 kvöld ættir þú aö vera félags- lyndur. Jómfrúin: 23. ágúst - 22. sept.) Það er fleira ógert en þig hafði órað fyrir, svo að þú skalt taka til höndunum við þau verkefni, sem fyrir liggja, og slepptu þvi alveg að malda I mó- inn. Ef einhver er að flýta sér, hleyptu honum framúr. Þér liggur ekkert á. Vogin: (23. sept. - 22. okt.) Þetta er mikill annadagur hjá þér, og þú ættir að gera þér grein fyrir þvi, en það er alveg eins vist, að enginn bregðist við á þann hátt, sem þú kysir helzt. Það er lika ýmislegt, sem gengur úr- skeiðis. Láttu það verða sem minnst. Sporðdrekinn: (23. okt. - 21. nóv.) Það kemur eitthvert viðkvæmt mál upp i dag. Að likindum er það ekki stórvægilegt, og jafnvel eitthvað i sambandi við skemmtun eða tóm- stundir. Hitt er annaö mál, að það er ekki sama, hvernig svona mál þróast. Bogmaðurinn: (22. nóv. - 21. des.) Það litur út fyrir, að samstarf og samvinna verði ekki hagkvæm I dag, einnig skaltu vera við öllu búinn I umferðinni. En þú þarft að sýna tilfinn- ingum einhvers, sem þér er mjög nákominn, mikinn skilning. Steingeitin: (22. des. - 19. jan.) Þér veitir ekkert af þvi að bæta sambandið við fjölskyldu þina og vini. Vandræði skapast af þvi, ef þú ferð að reiða þig of mikið a aðra, sérstak- lega aðstoð i mikilvægu máli, sem þú ert i raun- inni einn fær um að leysa af hendi. Til umboðsmanna Tímans Þeir umboðsmenn sem ekki hafa nú þegar sent lokauppgjör fyrir árið 1974 eru vinsamlega beðnir að gera fullna^ar skil nú þegar. Skrifstofustjóri. m sfSffl. i nfffliif. Kreppuórin illræmdu! Sumir, sem ungir eru að ár- um, undrast það, er þeir fara að svipast um i þjóðfélaginu hverju var I verk komið á f jórða áratug aldarinnar, kreppuárunum illræmdu. Það er staðreynd, að á kreppuárunum var og mikið gert, lagður grundvöllur að viðtækum iðnaði, sem vann úr innlendum hráefnum og smá- iðnaði margvislegum, sem veitti fjölda handa mikla at- vinnu og sparaði gjaldeyri, þótt nú sé svo komið, að sumt af honum stendur höllum fæti. Þá var ráöizt i margvislegar fram- kvæmdir, sem vissulega má telja vitnisburð um þrek og at- orku fátækrar þjóðar i mjög örðugu árferði. Um þetta hefur Jóhann Hjaltason sent blaðinu bréf, að gefnu tilefni I útvarpserindi: „Margt I sambandi við fyrri kreppuár rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég leit yfir Vlðavangsþátt „Timans” s.l. þriðjudag 21. þ.m. Þar eru gerð að umtalsefni nokkur atriði úr Dags- og vegarerindi, sem Bryndís Schram, skóla- meistarafrú á Isafirði, flutti I rikisútvarpinu fyrr I þessum mánuði, og kvað siðar hafa ver- ið birt I „Þjóðviljanum”. Ég hlustaði nú á þetta erindi, þegar það var flutt og gazt vel að hvoru tveggja, efni og flutningi. En það er eins og einu GOODj^EAR Amerískir GOODfÝEAR m ÍH: hjólbarðar fyrir Land-Rover komnir aftur Verð kr. 9609 HJÓLBARÐA- ÞJÓNUSTAN, Laugavegi 1 72- simi 21245 EKLAH.F SJ4IST með endurskini sinni var sagt: „Máliö laust úr minni fer”. Þó að maður hafi nokkurn hug á að fylgjast með þvi, sem birt er i tiltækum fjölmiðlum, þá er skollans mikl- um örðugleikum bundið að kaupa fimm dagblöð á hverjum degi allan ársins hring. , enda hefur birting þessa erindis á prenti farið fram hjá mér. Samkvæmt fyrrnefndum Vfðavangsþætti, eða liklega réttara sagt Viðavangsdálki, kemst frú Bryndís, m.a. svo að orði: „Það er svolitið skrýtið, að á árunum milli 1930-40, þegar allir vasar voru tómir, voru byggð stórhýsi á Isafirði. Félagsheimili alþýðunnar, (þ.e. Alþýðuhúsið), höll, undir starf- semi kaupfélagsins (þ.e. verzlunarhús K.l.) og nokkru fyrr glæsilegasta sjúkrahús þess tima á landinu. Já, vist væri eðlil., að þetta sé töluvert skrýtið i augum þeirra, sem voru annað hvort ófæddir eða I bemsku á árunum milli heimsstyrjaldanna, þar eð allur almenningur, er þá var full- aldra, fannst bygging fyrr- nefndra stórhýsa meira I ætt við óskhyggju og ævintýri en raun- sæi. En hvað um það, óskirnar rættust og ævintýrið varð að veruleika. Þau ánægjulegu málalok voru þó mest eða nærfellt eingöngu að þakka framkvæmdadug og baráttugleði fáeinna framsýnna hugsjónamanna á þeim árum vestur þar. Mig minnir, að i kvæði eftir Davið segi svo: „Sé við ekkert illt að striða, er ekki sigur neinn að fá Þannig er það enn. Ekki er nóg að vilja vel og hefur aldrei veriðnóg. Fáir draumar rætast, og engin ævintýri gerast án fyrirhafnar og baráttu, sem iðu- lega hefur ýmis vonbrigði i för með sér, meðan á henni stend- ur. Ekki efa ég, að hin ungu og glæsilegu skólameistarahjón, Jón Baldvin Hannibalsson og frú Bryndis Schram, hafi þegar veitt menningarlifi tsafjarðar- bæjar aukinn styrk og fjöl- breytni, þótt e.t.v. hafi enn ekki rætzt allar óskir þeirra og vonir I þvi sambandi”. «i Permobel f Blöndum bílalökk ----BIiClSSEI-------------- Skipholti 35 • Simar: *8-13-50 verzlun • 8-13-51 vertcstæöi • 8-13-52 skrifstofa Kveikjuhlutir i flestar tegundir bíla og vinnuvéla _ frá Evrópu og Japan. ÍILOSSK— Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 vertcstæöi • 8-13-52 skritstofa Látið lekastraums- liða lengja lífið SAMVIRKI beitir sér fyrir framgangi nýjunga í rafmagnsiðnaði og rafbúnaði: LEKASTRAUMSLIÐAR. Helstu kostir: 1. Hann getur varnað slysum (raflost) 2. Hann kemur upp um útleiðslu á rafkerfinu og kemur í veg fyrir óæskilega rafmagnseyðslu. 3. Hann tilkynnir bilun með útleysingu. 4. Hann er eldvörn og öryggistæki í sérhverju húsi, þar sem rafmagn er notað — sé hann fyrir hendi í kerfinu. Samvirki mælir með Lekastraumsliða og setur þá upp. SAMVIRKI Ármúla 21 — Sími 8 20 23 Rauðarárstígur 18 — Sími 1 54 60

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.