Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Fimmtudagur 6. febrúar 1975 92oa Sá í blaði ad lögreglan hafi myrt hana Ástralska fyrirsætan Nancye Cridland, sem er 24 ára gömul, búsett I London, var ekki lítið hissa þegar mynd af henni birt- ist I blaöi og sagt var aö hun hefði veriö skotin til bana á grimmilegan hátt af fasistalög- reglunni í Grikklandi. Þetta áreiöanlega fréttablaö er gefið út í Aþenu og heitir Avghi, sem útleggst Morgun- roöi, og er málgagn kommún- ista. A forslöu blaösins var mynd af Nancye og var sagt, aö hiin hefoi verið nemandi i tækni- skólanum I Aþenu og hefði lög- reglan skotiö hana til bana af mikilli grimmd. Heimildarmað- ur blaðsins, var unnusti stúlk- unnar, Jhon Illiopulos. En Nancye Cridland hefur aldrei áður heyrt á þennan unn- usta sinn minnzt, aldrei verið i Grikklandi og aldrei stigið fæti sinum inn fyrir dyr neins tækni- skóla. Myndin sem kommablað- ið birti af henni var tekin til að auglýsa hárþvottaefni. ítalska forsetafrúin þykir bera af í klæðaburði Þeir, sem skrifa um tizkufatnað gera stundum hálfgert grln að þeim konum, sem þeim finnst ekki hafa góðan smekk til að velja sér föt við sitt hæfi. Stund- um nefna þeir þá einhverjar frægar konur sem dæmi um ósmekklegan klæðaburð, eins og t.d. Elizabeth Taylor, Margréti prinsessu I Bretlandi, systur Elizabethar drottningar (sem þykir vlst ekki klæða sig sérlega „smart" heldur). En i nýlegu blaði rákumst við á upp- talningu á þeim forsetfriim (og forsætisráöherrafrúm), sem þykja sérstaklega vel klæddar. Þar var efst á blaði sem bezt klædda „fyrsta frú" eiginkona Leone, Italska forsetans. Donna Vittoria Leone er 46 ára gömul, og hér á myndinni sjáum við hana I fallegri dragt, sem téiknuð er af frægum Itölskum tlzkuteiknara, sem meira að segja er lika prin- sessa, Irene Galitzine. Frú Leone segist alltaí' nota Itölsk föt, bæöi af þvl að þau falli henni bezt I geð, og svo auðvitað til að styðja Italskan iðnaö. Aðrir Italskir hönnuðir og fatafram- leiðendur, sem forsetafriiin skiptir mikið við, nefnast Pino Lancetti og einnig Renato Balestra. — A þessum lista voru næstar þær Anne Giscard d'Estaing forsætisráöherrafrú I Frakklandi og Imelda Marcos frá Filipseyjum, forsetafru. Fær nú að aka sjálf > Nýjasta fréttin af Liz Taylor er ekki um ástamál, auðlegð, á- hyggjur vegna barna eða um leiklist. Fréttin er sú, að leik- konan, sem nú er 42 ára, er biiin að taka bllpróf I fyrsta sinn á ævinni og stóðst.það með prýði og er búin að fá ökusklrteini. Til þessa hafa ýmist einkabllstjór- ar eða aðdáendur ekið Liz. — Ég er margbúinn að segja henni, að það er ekki það sama að vera I sólbaði hér á Kanari- eyjum og I Nauthólsvikinni heima. 4\? — Hvað er svona hlægilegt við að dansa rúmbu. <&g:z? 'U^*9 DENNI DÆAAALAUSI „Taktu þetta létt Wilson. Brátt verður þú farinn aft slá gras og reyta arfa aftur."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.