Tíminn - 06.02.1975, Page 4

Tíminn - 06.02.1975, Page 4
TÍMINN Fimmtudagur 6. febrúar 1975 Sá í blaði að lögreglan hafi ^ myrt hana Astralska fyrirsætan Nancye Cridland, sem er 24 ára gömul, búsett i London, var ekki lítiö hissa þegar mynd af henni birt- ist i blaði og sagt var að hún heföi verið skotin til bana á grimmilegan hátt af fasistalög- reglunni i Grikklandi. Þetta áreiðanlega fréttablað er gefið út i Aþenu og heitir Avghi, sem útleggst Morgun- roöi, og er málgagn kommún- ista. A forsiðu blaðsins var mynd af Nancye og var sagt, að hún hefði verið nemandi i tækni- skólanum I Aþenu og hefði lög- reglan skotið hana til bana af mikilli grimmd. Heimildarmað- ur blaðsins, var unnusti stúlk- unnar, Jhon Illiopulos. En Nancye Cridland hefur aldrei áður heyrt á þennan unn- usta sinn minnzt, aldrei verið I Grikklandi og aldrei stigið fæti sinum inn fyrir dyr neins tækni- skóla. Myndin sem kommablað- ið birti af henni var tekin til að auglýsa hárþvottaefni. Þeir, sem skrifa um tizkufatnaö gera stundum hálfgert grin að þeim konum, sem þeim finnst ekki hafa góðan smekk til að velja sér föt við sitt hæfi. Stund- um nefna þeir þá einhverjar frægar konur sem dæmi um ósmekklegan klæðaburð, eins og t.d. Elizabeth Taylor, Margréti prinsessu i Bretlandi, systur Elizabethar drottningar (sem þykir vist ekki klæða sig sérlega „smart” heldur). En i nýlegu blaði rákumst viö á upp- talningu á þeim forsetfrúm (og forsætisráðherrafrúm), sem þykja sérstaklega vel klæddar. Þar var efst á blaði sem bezt klædda „fyrsta frú” eiginkona Leone, Italska forsetans. Donna Vittoria Leone er 46 ára gömul, og hér á myndinni sjáum við hana I fallegri dragt, sem teiknuð er af frægum itölskum tizkuteiknara, sem meira að segja er lika prin- sessa, Irene Galitzine. Frú Leone segist alltaf nota itölsk föt, bæöi af þvi aö þau falli henni bezt I geð, og svo auðvitað til að styðja Italskan iðnað. Aðrir Italskir hönnuðir og fatafram- leiðendur, sem forsetafrúin skiptir mikið við, nefnast Pino Lancetti og einnig Renato Balestra. — A þessum lista voru næstar þær Anne Giscard d’Estaing forsætisráðherrafrú i Frakklandi og Imelda Marcos frá Filipseyjum, forsetafrú. ★ Fær nú að ^ aka sjálf y Nýjasta fréttin af Liz Taylor er ekki um ástamál, auðlegð, á- hyggjur vegna barna eða um leiklist. Fréttin er sú, að leik- konan, sem nú er 42 ára, er búin aö taka bilpróf i fyrsta sinn á ævinni og stóðst.það með prýði og er búin að fá ökuskirteini. Til þessa hafa ýmist einkabilstjór- ar eða aðdáendur ekið Liz. Ítalska forsetafrúin þykir bera af í klæðaburði — Hvað er svona hlægilegt viö að dansa rúmbu. DENNI DÆMALAUSI „Taktu þetta létt Wilson. Brátt verður þú farinn að slá gras og reyta arfa aftur.”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.