Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. febrúar 1975 TÍMINN Vaxandi þátttaka í starfi Norræna sumarháskólans hér Námshópar að hefja starfsemi SJ-Reykjavik. Norræni sumarháskólinn er nú að hef ja vetrarstarf sitt. 1 vetur starfa sjö námshópar i Reykjavlk og 2 utan R.vikur. Norræni sum- arháskólinn hefur, starfað i 24 ár og hafa námshæopar innan hans yfirleitt valiö sér viðfangsefni, sem hafa veriö ofarlega á baugi hverju sinni. Þátttaka hér á landi er vaxandi. Nokkur efnanna, sem nú eru á dagskrá ættu aö vera sérstaklega áhugaverð fyrir Is- lendinga. Vistfræði var tekin til umræðu innan Norræha sumar- háskólans áður en sú grein komst á allra varir og var lengi á verk- efnaskránni, en nú hafa náms- hópar um landbúnað og orku- málastefnu á Norðurlöndum komið sem óbeint framhald þessa viöfangsefnis. Þá fjölluðu náms- hópar um stöðu konunnar i auð- valdsþjóðfélagi sl. tvö starfsár, en það verkefni hefur nú vikiö fyrir nýjum, sem fjallar um Hlut fjölskyldunnar i viðhaldi rikjandi þjóðskipulags. Námshópar Norrænna sumar- háskólans eru starfandi á 20 stöð- um á Norðurlöndum. Ellefu vip- fangsefni eru tekin fyrir að þessu sinni, en aðeins sjö þeirra hér á íslandi. 1 sumar koma saman fulllrúar allra starfshópanna og bera saman bækur slnar um vetr arstarfið. Þetta sumarmót verður að þessu sinni i Ábo i Finnlandi. Næsta haust verður svo unnið á- fram I hópunum til áramdta. Sum efnin eru raunar I gangi i tvö ar. Starf námshópanna hér hefst með fundi I Norræna húsinu nú á laugardaginn kl. 14. Þangað eru allir velkomnir, sem vilja gerast þátttakendur i námshópunum. Það skal tekið fram að náms- hópastarf Norræna sumarháskól- ans er ekki einungis ætlað há- skólafólki, heldur geta allir, sem áhuga hafa tekið þátt I þvl. Það hefur alla tlð verið mark- mið starfs Norræna sumarhá- skólans að gefa mönnum i hinum ýmsu fræðigreinum frá Norður- löndunum öllum tækifæri til að bera saman bækur sinar sem og að leggja áherzlu á að tekiö væri Útboo Tilboð óskast i innrétting^r Skeiðalaugar i Árnessýslu. Útboðsgagna má vitja á arkitektsstofu Jes Einars Þorsteinssonar, Grettisgötu 3, Reykjavik, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð skulu hafa borist á sama stað kl. 14,00 4. mars 1975. Bygginganefnd Skeiðalaugar. tillit til allra hliða mala hinna ýmsu viðfangsefna með þvi að stefna saman sérfróðu í'ólki 1 ólik- um greinum, sem snerta þau. Eftirtaldir námshópar verða starfandi I vetur: 1) Orkumálastefna á Norður- löndum, stjórnendur: Hrafn Hallgrimsson, Fálkagótu 5, simi 26926, og Vikar Pétursson, Asparfelli 2, simi 71739. 2) Heilsugæzla og félagsmála- stefna, stjórnandi: Sigrún Júliusdóttir, Blönduhllð 23, slmi 21428. 3) Saga visindanna, stjórnendur: Páll Skúlason, Drápuhlið 28, simi 20269. og Þorsteinn Vil- hjálmsáon, Reynimel 40, simi 25596. 4) Saga verklýðshreyfingarinn- ar, stjórnandi: ólafur Einars- son, Þverbrekku 2, Kópavogi, slmi 40009. 5) Félagsmótun, mál og stétta- skyn, stjórnandi: Jón Gunnars- son, Hólavallagötu 7, simi 21965. 6) Alþýðlegar bókmenntir og opinbert bókmenntamat, stjórnandi: Ólafur Jónsson, Háaleitisbraut 17, simi 83887. 7) Hlutur fjölskyldunnar i við- haldi rikjandi þjóðskipulags, stjórnandi: Þórhannes Axels- son, Kársnesbraut 111, Kópa- vogi, simi 44307. Ennfremur verða nú I fyrsta skipti starfræktir hópar utan Reykjavikur, eða á Akureyri og Hvanneyri. Hópurinn á Akureyri tekur til meðferðar Orkumála- stefnu á Norðurlöndum, stjórn- andi: Katrln Friðjónsdóttir, Ein- holti 2 A, simi 22323, og Hvann- eyrarhópurinn Landbúnað á Norðurlöndum, stjórnandi Jón Viðar Jónmundsson, bændaskól- anum á Hvanneyri. Já! Þetta fæst allt í byggingavöru- kjördeildinni. Hér verzla þei sem eru að byggja eða þurfa að endurnýja. Opið til kl. 7 á föstudögum Lokað á laugardögum. Einangrun — Frysti- og kæliklefar Tökum að okkur að einangra frysti- og kæliklefa. Skiptum ura jeinangrun i eldri klefum. Notum eingöngu sprautaða polyurethane einangrun. Tökum að okkur hvers konar húsneði. EINANGRUNARTÆKNI H.F. Pósthólf 9154 — Reykjavík — Simi 7-21-63 á kvöldin. Steypuhrærivél og holsteinavél til húsagerða er til sölu. Upplýsingar hjá Sigurði Magnússyni Stóru-Fellsöxl Akranesi, og i sima 2-63-95. ÚTSALA NÆSTU DAGA AUGUYSINGADEILD TIMANB ÞVOTTEKTA veggfóður frá Opið til 10 á föstudögum Lokao á laugardögum •*¦ . •- 15% afsláttur af málningu YIRILM í Veggfóður- og málningadeild Ármúla 38 — Reykjavik Símar 8-54-66 og 8-54-71

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.