Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 6. febrúar 1975 — 2. umræða um útvarpslögin í neðri deild: Formaður mennta- málanefndar neðri deildar andvígur breytingunni i gær hófst I neöri deild 2. um- ræöa um frumvarp um breytingu á útvarpslögunum. Sem kunnugt er var málinu visaö til mennta- málanefndar, og klofnaöi hún i málinu. Meirihluti hennar mælti meö þvi, aö frumvarpiö yröi sam- þykkt óbreytt, en minnihiutinn lagöi til, aö þaö yröi fellt. Enn fremur hefur komiö fram ný breytingartillaga frá minnihluta- mönnum, Kjartani ólafssyni og Magnúsi Torfa ólafssyni. Gengur sú tillaga i stuttu máli út á þaö, aö enginn fastur starfsmaöur Itikis- útvarpsins né starfsmenn ann- arra fjölmiöla, sem uppfylla inn- tökuskilyröi Blaöamannafélags tslands, séu kjörgengir i útvarps- ráö. Ekki heldur aöiiar, sem at- vinnu hafa af þvi aö annast kynn- ingarstarfsemi eöa upplýsinga- Ingvar Gisiason. miölun fyrir fyrirtæki, samtök og stofnanir. Sama gildi um Islenzka starfsmenn erlendra sendiráöa eöa fjölþjóöasamtaka, er njóta friöinda gagnvart isienzkum lög- um vegna starfsins. Eyjólfur K. Jónsson (S) geröi grein fyrir áliti meirihluta menntamálanefndar, en Kjartan ólafsson (Ab) geröi grein fyrir áliti minnihlutans og breytinga- tillögu þeirri, sein aö framan greinir. Fátt eitt markvert kom fram, þrátt fyrir langa ræðu Kjartans Ólafssonar. Svaraði Vil- hjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra honum nokkrum orðuin og itrekaði fyrri uminæli sin i þessu máli. Ingvar Gislason, (F) formaöur menntamáianefndar neöri deild- ar, sem var fjarverandi, er nefndin fjallaði um málið, gerði grein fyrir afstöðu sinni. Sagði hann, að hann teldi ekki tímabært að breyta lögum uin útvarpsráð. Minnti hann á það, að gildandi út- varpslög væru tiltölulega nýsett (frá 1971) og ekki væri komin sú reynsla á þau, að réttlætanlegt væri að gera breytingar nú,i ann- an stað væri að sinu áliti mjög vafasamt að miða kjör útvarps- ráðs við Alþingiskosningar. Slikt bryti i bága við anda útvarpslag- anna um sjálfstæði stofnunarinn- ar. Þá minnti Ingvar á það, að engar deilur heföu átt sér stað uin núverandi skipan mála, er lögin voru sett fyrir fjórum árum. Þá vék Ingvar Gislason að á- sökunum um, að útvarpsráö mis- notaöi aðstöðu sina i pólitlskum tilgangi. Sagði hann, að engar sönnur hefðu verið færðar á slikt, hvorki I sambandi við núverandi útvarpsráö né þau, sem áður hefðu starfað, þó að stöku sinnum hefðu einstaklingar e.t.v. haft til- hneigingu til sliks. Framhald á 14. siðu. Fyrirspurn Heimis Hannessonar: Verður veittur afsláttur af afnotagjöldum? HEIMIR Hannesson (F) hafur lagt fram fyrirspurn i samein- uðu þingi um innheimtu af- notagjalda hljóðvarps og út- varps. Er fyrirspurnin fram komin vegna truflana á út- sendingu hljóðvarðs og sjón- varps og er svohljóðandi: ,,ViIl menntamálaráöherra beita sér fyrir þvi, aö eölilegt tillit veröi tekiö til alvariegra truflana á útsendingu hljóö- varös og sjónvarps, þegar af- notagjöld fyrir þá þjónustu veröa innheimt, gagnvart þeim aöilum, er fyrir slikum truflunum verða og hafa orö- iö?” Blaðið innti Heimi Hannes- son eftir þvi, hvert væri tilefni þessarar fyrirspurnar og hvaða tillögur hann myndi leggja fram I þessu sambandi. Heimir sagði, að það væri kunnara en frá þyrfti að segja, að alvarlegar truflanir hefðu fyrir nokkru verið á útsend- ingu hljóðvarps og sjónvarps, og mest hefði röskunin orðið á Austurlandi. Slikar truflanir hefðu veriö tiðar við erfiöar aðstæður, einkum þegar ill- viðri geisuðu og rafmagnsbil- anir yrðu. Fram hefði komið, að t.d. á Austurlandi hefði fólk ekki getað notið þjónustu þessara fjölmiðla langtimum saman, t.d. um siöustu jól og áramót. Eðlilegt væri að lita á þjónustu rikisútvarpsins sem hverja aðra þjónustu, sem greitt væri fyrir. En þegar hún væri ekki látin I té, væri eðli- legt, að sllkt yrði metið við innheimtu afnotagjalda og eðlilegt væri, að menntamála- ráðherra fæli yfirmönnum rikisútvarpsins að fram- kvæma slika stefnu. Heimir sagði að peninga- lega séð væri þetta ekki sér- lega stórt mál fyrir þá sem I hlut ættu. Miklu frekar væri hér um að ræða stefnumark- andi mál um afstöðu hins opinbera gagnvart þeim þegn- um þjóðfélagsins, er ekki nytu sambærilegrar þjónustu og aðstöðu og aðrir landsmenn, t.d. miðað við þá er i mesta þéttbýlinu búa. Hér yrðu allir að búá við fullt jafnrétti — að- stöðumunurinn væri nægur fyrir. Þess væri að vænta, að menntamálaráðherra tæki vel I þessa málaleitan, sagði Heimir Hannesson að lokum. Miðað við núgildandi verðlag hefur 31,5 millj. króna verið varið til rannsókna við Dettifoss sagði orkumdlarúðherra í svari sínu við fyrirspurn Inga Tryggvasonar Eins og sagt var frá I blaöinu i gær, svaraöi Gunnar Thoroddsen orku- og iönaöarráöherra fyrir- spurn frá Inga Tryggvasyni (F) um rannsóknir á virkjunarmögu- leikum i Skjálfandafljóti viö ts- hólsvatn. Á sama þingfundi svar- aöi ráöherrann annarri fyrir- spyrn frá Inga Tryggvasyni, en hún var á þá leiö, hve lengi rann- sóknir á virkjunarmöguleikum viö Dettifoss heföu staöiö og hve miklu fé heföi verið variö til þeirra. Enn fremur spuröi þing- maöurinn hverjar niöurstööurnar heföu oröiö. 1 framsöguræðu sinni sagöi Ingi Tryggvason m.a.: ,,A undanförnum árum hefur veriö variö miklu fé til rannsókna á virkjunarmöguleikum vatnsafls á Islandi. Eitt það landsvæði, sem rannsakað hefur verið, er við Dettifoss við Jökulsá á Fjöllum. Rannsóknir þessar hafa staðið árum saman. Oft hefur þess heyrzt getiö, bæði i ræðu og riti, að við Detti- foss væru ákjósanlegir möguleik- ar til stórvirkjunar. Eins og öllum er kunnugt, eru allar stórar vatnsaflsvirkjanir á landinu staö- settar á þvi sunnanverðu. Á suð- vestanverðu landinu eru einnig staðsett öll þau stóriðjuver, sem nýta mikið magn af raforku. Sú spurning, sem á undanförn- um árum hefur átt sér stað og er fyrirhuguð á næstunni i byggingu orkuvera og orkufrekra iðnaðar- vera, er einn þáttur i byggöamót- un, beinir fólki og fjármagni til þéttbýlisins I ákveðnum lands- hlutum. Þess vegna lita margir á það sem mikilvægt byggðamál, að hinum stærri orkuverum væri dreift um landið og nýting ork- unnar til iðnaðar og annarra þarfa verði hagað þannig, að til jöfnunar horfi I byggðaþróun landsins. Hér er ekki staður né stund til aö ræða þá möguleika sem stór- virkjun við Dettifoss býður til efl- ingar atvinnulifi á Norðurlandi. En menn þar fyrir norðan eru sumir orðnir langeygir eftir framkvæmdum, þykir sem lang- varandi rannsóknir án frekari at- hafna séu sem dúsa upp I óvært barn. Þess vegna er hér spurt um niðurstöður þessara rannsókna. Vel má drepa á það hér, að þarfir fyrir orkunotkun eru margvislegar. Ekki er sizt ástæða til þess að hyggja að upphitun húsa með hugsanlegri raforku- notkun, sem kæmi á móti orku- þörfinni til upphitunar. 1 sam- bandi við það er ástæða til að minna á, hversu dreifikerfi raf- magns er vanmegnugt þess aö fiytja þá raforku um byggðir landsins, sem fullnægir þörfum I nútið og næstu framtið. Eitt af þeim vandamálum, sem leysa þarf i sambandi við orku- málin, er undirbygging dreifi- veitnanna að meira eða minna leyti, og til þess þarf miklu meira fjármagn en það, sem Rafmagns- veitur rikisins hafa yfir að ráða. Þessi fyrirspurn um það, hversu langt sé komið orkurann- sóknum eða virkjunarrannsókn- um við Dettifoss, er fyrst og fremst fram komin til þess að fá almennan fróðleik um það, hvernig að þessum málum hefur verið staðið á undanförnum ár- um”. I svari Gunnars Thoroddsen kom fram, að rannsóknir við Dettifoss hefðu hafizt 1960 og staöið til 1962. Þá var gert hlé á þeim, en 1972 hófust þær aftur. Sagði ráðherrann, að miðað við núverandi verðgildi hefði 31,5 millj. króna verið varið til þess- ara rannsókna. í framhaldi af þvi sagði ráðherrann: „Niðurstöður rannsóknanna eru i stuttu máli á þá leið, að viö Dettifoss virðist mega gera hag- kvæma vatnsaflsvirkjun, um 165 metawött að afli að áætlun eða mati Orkustofnunar og með um 1200 gigawattstunda árlegri vinnslugetu. t þvi sambandi er rétt að taka þaðfram, að I þessari áætlun en gert ráð fyrir þremur vélasamstæðum. Það er ekki gert ráð fyrir skiptingu virkjunarinn- ar i áfanga umfram það, að fyrsta vélasamstæðan gæti að sjálf- sögðu komið i notkun á undan hin- um, en langsamlega mestur hluti stofnkostnaðar myndi koma sam- timis við virkjunarframkvæmdir. Þaöer rétt aðtaka það fram, að einnig hafa verið gerðar athugan- ir hjá Orkustofnun á öðrum virkj- unarmöguleikum i Jökulsá á Fjöllum. Það hefur veriö kannað- ur möguleiki á að nýta stærri hluta af vatnsorku Jökulsár á Fjöllum I einni virkjun, um það bil tvöfalt stærri en Dettifoss- virkjun. „Astæöan fyrir þessari könn- ur”, segir i umsögn Orkustofnun- ar, „er sú, að verði Dettifoss virkjaður, er hæpiö, að afgangur- inn af vatnsafli Jökulsár verði nýttur yfirleitt, og útilokað má telja að nýta hann á hagkvæmán hátt. Þessi stóra virkjun kynni að geta gefið álíka orkuverð og Dettifoss, en hún er mjög litið könnuö ennþá. Henni verður tæp- lega skipt I áfanga, heldur yrði að gera hana I einu lagi, og hún þarf þannig um tvöfalt stærri orku- markaö en Dettifoss og tilsvar- andi stærra fjárhagslegt átak”. A þessa lund segir i skýrslu Orkustofnunar um þennan mögu- leika, sem hefur þó verið litið kannaður ennþá. En það er rétt að skýra hér frá öðrum kafla i umsögn Orkustofnunar út af þessym fyrirspurnum. Þar segir I sambandi við Dettifoss: „t ljós hefur komið, að jarð- skorpuhreyfingar ættu ekki að hafa áhrif á byggingu stöðvar- húss virkjunarinnar, ef tillit er tekið til þeirra við staðsetningu þess. A hinn bóginn verður ekki fullyrt, að jarðskorpuhreyfingar geti ekki valdið tjóni á stiflu- mannvirkjun virkjunarinnar, sem liggja munu þvert á sprungustefnuna. Við hönnun virkjunarinnar er tekið tillit til þessa með þvi að gera hana þann- ig úr garði, að hún verði ekki meö öllu óstarfhæf, þótt stiflan skemmlst”. Svo segir I álitsgerð Orkustofn- Framhald á 14. siöu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.