Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 6. febrúar 1975 Fimmtudagur 6. febrúar 1975 TÍMINN 9 Halldór Sigfússon um skattskróna: „AÐ BAKI SKATT- SKRÁNNI LIGGUR LÍKA SKÁLDLEGT HUGARFLUG, INN- SÆIOG ANDAGIFT WÓÐARINNAR" 31. janúar 1975. Maður- inn með hattinn stend- ur upp við staur. Borg- ar ekki skattinn, þvi hann á engan aur. Við lögðum leið okk- ar i Skattstofu Reykja- vikur við Tryggvagötu og þar var margt um manninn. Einn af öðr- um komu borgararnir bláir i framan eftir erfiða nótt og lúnar hendur stungu skatta- skýrslunni i rifu. Sumir litu vel i kringum sig áður en þeir áræddu að láta skýrsluna i hólfið, aðrir gerðu þetta með kæruleysisbrag og við gáfum okkur á tal við fólkið. — Verða skattarnir háir? Verður tekinn upp staðgreiðsluskatt- ur? Sleppa þeir stóru? Menn voru ekki á einu máli, en allir voru þó vissir um að launþegar „færu verst út úr skött- unum”. A vissan hátt er það lærdóms- rikt að staldra ögn við og virða fyrir sér fólkið sem þarna kem- ur, menn og konur á öllum aldri hinn vinnandi maður, sem undanbragðalaust vinnur sinu landi — sinni þjóð. i marga daga hefur sumt af þessu fólki setið við langt fram á nótt og hcfur þá haft fyrir framan sig leiðbein- ingar i fjölmiðlunum, en aðrir fá sér aðstoð vina og kunningja, eða ieita til sérfræðinga á þessu sviði, en þeir eru fleiryen einn og fleiri en tveir. / i afgreiðslunni var troðfullt af fólki, menn að fá upplýsingar, menn að Tá frest, ipenn að fá þetta og hitt og menn sem voru að fá framtalsaðstoð hjá skatt- stofunni, en skattstofan veitir þá sjálfsögðu þjónustu þeim er það vilja þiggja, sem sé leggja höfuðog háls á búkkann, rúnir allri von um miskunn. Við tókum menn tali og rædd- um við nokkra yfirmenn skatt- stofunnar um skatta, möguieika fólks og réttindi hjá skattinum. Flestir töldu að staðgreiðslu- kerfi skatta hlyti að vera til bóta. Nokkur umræða hefur orðið um það mál að undanförnu og i tilefni af þvi aö nýtt skattár rennur upp á morgun og gamla skattaárið kveöur i kvöld, hitt- um við að máli Halldór Sigfús- son, skattstjóra I Reykjavik og spurðum fyrst um álit hans á staðgreiðslukerfi skatta, en þvi var nýlega haldið fram að emb- ættismenn tefðu fyrir stað- greiðsiukerfinu: — Ég lít þannig á, að blaða- maðurinn sé hér að vissu leyti i skemmtiheimsókn. Stað- greiösluskattur er alltof flókið og vandasamt mál til þess að ræða I augnabliksviðtali. Staö- greiösluskatturinn hefur ýmsa kosti og ýmsa galla,'enda hefur hann stundum verið kallaður sjö með og sjö á móti eða tiu með og tiu á móti skatturinn. Þessi nafngift er frá Danmörku, en mig langar til að vikja að þvi ágæta landi i sambandi við umræður um staðgreiðslukerfi skatta, (sem ég raunar nefni forskatt). — Fyrst og fremst ber aö foröast að hér endurtaki sig sagan frá Danmörku. Þar var um langt skeið búið að reka svo sterkan áróður fyrir stað- greiðslukerfinu, að fólkið — það er að segja launþegar — voru famir að sjá þetta í gullnum Halldór Sigfússon, skattstjóri Reykvikinga I 40 ár. Hann hefur gefið út 40 skattskrárbækur og „slagar upp I Laxness”, eins og hann orð- ar það. Hann telur sig nú hafa þjónað þrem „skattkynslóðum”, afa, pabba og unga manninum, og andað aö sér blæbrigðum kynslóö- anna. framtiðarbjarma. Ég minnist i þvi sambandi svohljóðandi um- mæla hjá kunnum manni, dönskum: „Staðgreiðsluskattur hefur sömu áhrif og ópium. Maður gleymir sársaukanum. Þaö fer um tekjuskattinn eins og er með hina ýmsu óbeinu skatta. Venjulegur borgari gleymir þeim. Mjög fáar húsmæður hugsa út i að þær greiða skatt þegar þær kaupa t.d. sykur og eitthvað álíka verður um tekju- skattinn þegar forskattskerfið er á komið”. — Þessu var trUað. 1 fram- kvæmdinni var raunin öll önnur. Afskipti skattyfirvalda og eftirgrennslanir minnkuðu ekki, jafnveh jukust. Þá sigldu von- brigði og óánægja i kjölfarið. Ýmsar orsakir komu þar til og juku óbeitina á skattinum. Voru sumar þeirra ranglegar færðar á syndafegistur staðgreiðslu- skattsins. Ég sleppi að ræða það nánar hér, en einu atriði má þó ekki gleyma: Þegar Sviar komu á stað- greiðslukerfi skatta hjá sér 1946 og Norðmenn árið 1957, skeði það i sléttum sjó. Efnahagskerfi þessara landa var þá i nokkru jafnvægi og skattaálögur voru hófsamar, enda gekk kerfis- breytingin þar fremur mjúklega yfir. Danir framkvæmdu á hinn bóginn kerfisumskiptin i rlsandi ólgusjó verðbólgu og hárra skatta. Það gerði gæfumuninn. Ýmis rök mæla með þvi, að ef staögreiðslukerfi verður tekið upp hér á landi, þá eigi að seil- ast til þess að gera það þegar jafnvægi rikir i efnahagsmálum og góðir hemlar eru á verðbólg- unni. Höfuðvandinn i fram- kvæmd staðgreiðsluskattsins er og unga manninn,andað að mér sá, að ákveða forskattsprósent- blæbrigðum kynslóðanna. Hefi una fyrirfram með nægjanleg- gefið út 40 skattskárbækur og um tekjusveiflum og það svo slaga þvi nokkuð upp eftir Lax- nærri lagi að ofgreiðslur, eða ness, en að baki skattskránni vangreiöslur verði ekki úr hófi liggur lika skáldlegt hugarflug, hjá hverjum og einstökum innsæi og andagift þjóðarinnar. gjaldanda. — Þetta er erfitt að gera i miklum öldugangi teknanna. Getur skapað ýfingar milli skattyfirvalda og skattgreið- enda. önnur rök eru einnig þung- væg, en ég vil ekki fara lengra út i þessa sálma, — enda allt á huldu um það hvers konar stað- greiðslukerfi yrði tekið upp hér á landi. — Er hugsanlegt að fella alveg niður skatta af lægri tekj- um og skattieggja aðeins há- tekjur með þessum hætti? — Fjármálaráðherra I vel- ferðarriki hefur ekki efni á þvi að gefa eftir einn einasta skatt, hvers eðlis sem hann er. — Bera menn skattana eins nú á timum og fyrr á árum. Er aimenningi ljóst sambandið miiii skattheimtu og þjónustu opinberra aöila? — Ég tel að skilningur fólks hafi aukizt á þvi hversu mikið rikið og sveitarfélögin þurfa til framfærslu. Með vaxandi verk- efnum og þjónustu hins opin- bera, þá vex skilningur almenn- ings á fjárþörfinni. Opinbera báknið er ávallt að verða meiri og meiri þáttur i þjóðfélagsrekstrinum. — Ber að skoða aö þú sért andvigur staðgreiðslu skatta? — Eins og ég sagði áðan er það naumast unnt i augnabliks- viðtali, að gera grein fyrir minni afstöðu. Ég tel mig ekki mótfallinn staðgreiösluskatti meö vissum skiiyrðum. — Hversu lengi hefur þú verið skattstjóri? — Ég hefi verið skattstjóri I fjörutlu ár og hefi þekkt þrjár skattkynslóðir, afann, pabbann Reykvíkingar greiða 1000 milljónir á mánuði í söluskatt — segir Haraldur Árnason, deildarstjóri 8 manns vinna í söluskattsdeildinni Haraldur Arnason, deildarstjóri I söluskattsdeiid s kattstofunnar. Haraldur hefur unnið 24 ár á skattstofunni. Hann var kunnur skiðamaður og „IR-ingur” á sinni tiö Haraldur Árnason, deildarstjóri sölu- skattsdeildar á Skatt- stofunni er 47 ára og hefur unniö á skattstof- unni i 24 ár. — Hvert er starfssviö sölu- skattsdeildarinnar? — Hún sér um útsendingu á öllum söluskattsskýrslum I Reykjavik og yfirfer allar sölu- skattsskýrslur, er koma frá Tollst jóranum I Reykjavik. Þar er leiðrétt ef um misreikning er að ræða og þess háttar. — Hversu margir aðilar eru söiuskattsskyldir I Reykjavik? — Það er ekki auðvelt að segja til um það, þetta er si- breytilegt. Söluskattsgjaldend- ur eru á fjórða þúsund talsins. — Er erfitt að fylgjast með skilum söiuskattsins? — Það má liklega orða eitt- hvaö svipað um alla skatta. Hinu er þó ekki að leyna, að þetta er að verða með þýðingar- mestu tekjustofnum ríkissjóðs. Söluskattur er nú 19%, eða gjöldin sem svo eru nefnd. Skiptingin segir okkur þó, aö 13% sé söluskattur, oliugjald 1%, viðlagasjóðsgjald 1% og söluskattsauki er 4%. — Margir telja að eftir þvi sem söluskattsprósentan er hærri, þeim mun stærri sé freistingin til undanbragða? — Þungir skattar, þungar skattálögur eru ávallt erfiðari I innheimtu, en léttari byrðar. Þó mun naumast ærin ástæða til þess að telja að þessi skattur innheimtist verr, en meðan hann var lægri. Við höldum ekki saman f jölda leiðréttinga frá ári til árs, frá mánuði til mánaðar. Segja má þó, að mjög óveruleg- ar breytingar séu gerðar á framtölum manna frá mánuöi til mánaðar, en þegar ársupp- gjör fyrirtækja liggur fyrir og skattframtöl hafa fengizt til skoðunar, þá verða oft breyting- á skattstofunni, ar á söluskatti, sem gert er að greiða. — Er nokkur munur á starfs- greinum og viðskiptaaðilum? — Þetta er svipað. Stórfyrir-' tæki eru auðveldari viðfangs en smárekstur, sem oft er ófull- kominn bókhaldslega, en ekki er þó unnt að gefa neina heildar- reglu um það hvar skórinn kreppir. Lika er við að fást innheimtuvandamál varðandi þennan skatt. Gripið hefur verið til þess að stytta söluskattstlmabilin og hefur það gefið góða raun. — Hversu mikið greiða Reyk- vikingar i söluskatt á mánuð? — Þeir greiöa um 900 milljón- ir á mánuði, eða gerðu á siðasta ári. Ætli það fari ekki að nálgast einn milljarð á mánuði núna, sagöi Haraldur Arnason að lok- um. JG. Skattstofa Reykja- víkur 50.000 framtöl „matreidd í tölvuna" Guðríður Júlíusdóttir hefur umsjón með skýrsluvélavinnu á Skattstofunni í Rvík Starfið er fólgið i þvi, að öll skattaframtöl eru tekin og færð yfir á gataspjöld. Þetta er tvitekið, til þess að komast hjá villum. Auðvitað slæðast villur inn, en er fremur fátitt, segir Guðriður Július- dóttir. — Það er talið að skýrslu- vélavinna hafi gjörbreytt allri skattstofuvinnu. Hvað gangið þið frá mörgum framtölum til vélavinnu? — Þaðeru rúmlega 49 þúsund framtöl. Það tekur tvær stúlkur um það bil tvo mánuði að setja þessi framtöl á gataspjöld. Slöustu framtöl einstaklinga i fyrra voru tilbúin fyrir skýrslu- vélamar i júni-mánuði, en auð- vitað hljóta framtölin meðferð áður en til götunar kemur. — Siöan er þetta keyrt I gegn- um skýrsluvélarnar og tekur úrvinnslan og útskriftin um þrjár vikur. — En nú verða breytingar á skattaiögunum á hverju ári, verður þá ekki að breyta skýrsluvélunum? — Það er gert hjá Skýrsluvél- um rlkisins og Reykjavikur- borgar. Það verður að breyta „programminu” og sá sem sér um þær breytingar er Jón Zophaniasson.iem vinnur þar og hefur með skattamál að gera þar. — En þegar búið er að vinna þetta I vélunum eru álagningar- seðlarnir þá sendir út eins og þeir koma fyrir, án skoðunar? — Það eru gerðar margar prufur, áður en þetta er fullgert. Það er unnt að fá alla álagningu Guöriður JúIIusdóttir, sér um að „mata tölvurnar hjá reiknings- stofnun rikis og bæja. 50.000 framtöl eru „þýdd” yfir á tölvu- mál á hverju ári. IReykjavik á einum sólarhring, og þá þarf að bera saman og sjá hvort nógu duglega hefur verið lagt á, eins og sumir orða það. Mesta hættan er fólgin I þvi, hvort reikningsskekkjur hafi komizt inn. Hvort allt sé rétt reiknað. Við vitum, að ef einn reikningur er ranglega reiknað- ur, þá eru þeir það allir. Unnt er að tryggja þetta rækilega áður en sjálf útskriftin kemur, sem send er borgurum og inn- heimtumönnum. Siðan er þetta skoðað á nýjan leik, eða endur- skoðað, þvi að villur geta slæðzt inn og sitthvað athugavert getur fundizt. Oftast er þarna um að ræða reikningsskekkjur i fram- tölunum, eða feil i götun, sem stafar þá af þvi að tölur eru vit- laust lesnar, 5 eru lesnir sem 8 og sv.frv. Þetta getur verið illa skrifað, og þá kemur fyrir að báðar stúlkurnar lesa eins, þótt um villu sé að ræða. — Hvað vinna margar stúlk- ur við þetta? — Við erum fjórar. — Hversu lengi hefur þú unn- ið á skattstofunni? — Ég hefi unnið hér i 20 ár. Geta menn fært einkaneyzlu á fyrirtækin? Rætt við Berg Guðnason, lögfræðing Bergur Guðnason, lögfræð- ingur á Skattstofunni er 33 ára og er meðal annars kunnur sem handboltamaður, eða „hand- boltastjarna”. Hann hefur unniö á skattstofunni i allmörg ár. • — Hversu lengi hefur þú unn- ið á skattstofunni spurðum við? • — Ég hefi verið hér allar göt- ur slðan árið 1962. Ég lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum I Reykjavik árið 1960 og hóf siðan nám i lögfræði. Ég vann allan timann með náminu, maður byrjaði snemma að hokra, svo þetta var nauðsynlegt, og þvi var ég heldur lengur við nám, en ella hefði orðið, en þetta gekk ágætlega. — Nú ertu lögfræðingur á skattstofunni. Hvað starfar þú við einkum og sér i lagi? — Það heitir vist á fina mál- inu að ég sé „löglærður fulltrúi hjá skattstjóranum i Reykja- vik”. Nú, starfið er bundið lögfræði. Það er alkunna, að skattalögin þykja oft með flóknari lögum, og kann það að byggjast á þvi, að það eru þau lög, sem oftast hitta almenning, sem þvi þyrfti nauðsynlega að kunna á þeim einhver skil. Hinu er svo ekki að neita, að jKattalögin eru full af undan- tekningum og sérreglum, sem gera málin oft flóknari. Þessi afbrigði er ýmist að finna i reglugerðum, eða i úr- skurðum. Mitt starf er einkum fólgið i þvi að skoða mál, sem upp koma á skattstofunni og gefa tilefni til sérstakrar skoð- unar frá sjónarmiði skattalaga. Umdeilanleg atriði koma mjög oft upp, þvi að skattþegnar reyna að sjálfsögðu að nota sér reglurnar og lögin út i yztu æs- ar, og þá þarf að komast að niö- urstööu um,hvort veriðsé innan ramma skattalaganna, hvort þetta og hitt sé heimilt, eða ekki. Þá er að leita af sér allan grun i lögum og reglugerðum og i úr- skuröum rikisskattanefndar. — Nú kemur það fram, aö framteljendum er skipt I tvo hópa. Þaðeru launþegar og hins vegar atvinnurekendur og fé- lög. Hvor hópurinn skapar fleiri verkefni fyrir löglærða starfs- krafta skattyfirvalda? — Það gefur auga leið, að framtöl atvinnurekenda eru miklu flóknari en framtöl hins almenna launþega. Orðið „flóknari” er i þessu sambandi notað um þá staðreynd, að at- vinnurekendur hafa mun rýmri heimildir til frádráttar á sínum tekjum, sem aðalléga er fólgið i þvi, að öll útgjöld, sem fara i að afla teknanna eru frádráttar- bær og þarna getur það oft verið Bergur Guðnason lögfræðingur á skattstofunni. Hann hefur starfað þar siðan árið 1962. Bergur las lögfræði að afloknu stúdentsprófi og vann á skattstofunni með náminu. Hann er kunnur handknattleiks- maður og hefur leikið fjölda landsleikja. umdeilanlegt, hvort útgjöld séu viðkomandi tekjuöflun eða ekki. — Þaö er sem sé verið að reyna að koma i veg fyrir að einkaneyzla sé færð á kostnað fyrirtækjanna og notuð þar til frádráttar? — Það má segja það, að fjöl- margir af þessum þáttum séu hvort tveggja i senn rekstrarút- gjöld og einkaneyzla. Þá verð- um við að reyna að skera mörk- in á einhverjum eðlilegum stað. — Hversu mörg mál koma til þinna kasta, og hvað er það einkum sem á bjátar varðandi framtöl almennings? — Eitt aðalstarfið er að fara yfir svonefnda kæruúrskurði, en skattyfirvöldum hefur verið gert það að skyldu að rökstyðja breytingar sinar á framtölum borgaranna, og við þurfum að reyna að tryggja samræmi i okkar úrskurðum. Má þvi segja að ég sé „flöskuhálsinn” I þvi kerfi, ég skoða alla slika úr- skurði. — Hvað getur borgarinn gert, ef hann ekki sættir sig við úr- skurði skattstjórans? — Um flest úrskurðaratriði i skattamálum er farið að mati skattstjórans. Hans mat er ekki endanlegt, þvi öllum úrskurðum skattstjórans má visa til rlkis- skattanefndar og i sumum til- vikum til rikisskattstjórnar. — Hvað hinu viövikur, hvað helzt komi til úrskurðar er al- mennan borgara varöar, þá man ég nú ekki eftir neinu öðru fremur. Oftast er þó um að ræða útgjöld, sem að mati framtelj- enda eru i beinu sambandi við hans starf. Skattstjóri reynir þá að meta það i hverju tilviki, hvort beri að taka slik aukaút- gjöld til greina. Það er ekkert launungarmál, að litið svigrúm er til þess að draga slik útgjöld frá skattskyldum tekjum. Aö borgarinn m.ö.o. hafi einhver útgjöld vegna vinnu sinnar, er hann greiði úr eigin vasa. — A hinn bóginn getur verið um aö ræða sérstakar greiðslur frá atvinnurekandanum, sem eru ætlaðar til þess að greiða sérstakan aukakostnað og þá gegnir öðru máli. Oft getur ver- ið erfitt að skilgreina slik atriði, og væri ef til vill rétt fyrir al- menning að leita upplýsinga, áöur en samið er um afbrigöi viö vinnuveitandann, svo kom- ast megi hjá vonbrigðum siöar, sagði Bergur Guðnason- Ragnar Ólafsson, deildarstjóri: Það ætti að vera metnaður sem flestra að gera framtal sitt sjálfir Ragnar ólafsson er deildarstjóri atvinnu- rekstrardeildar á Skattstofu Reykjavik- ur. Ragnar er 47 ára að aldri og hefur unnið hjá Skattstofunni i 26 ár. — Hvað gerir atvinnurekstr- ardeildin? — Það er álagning á framtöl atvinnurekenda, þeirra er stunda atvinnurekstur, og er þar um að ræða einstaklinga og félög. — Hvernig er það skilgreint hverjir eru „atvinnurekend- ur”? — Það eru allir, sem eru meö einhvern rekstur og allir, sem eru bókhaldsskyldir. Allir sem hafa einhverja sjálfstæða starfsemi á framtölum sinum eru þarna. Þetta er litrikur hóp- ur, atvinnubilstjórar, hlutafé- lög, kaupmenn, iðnrekendur, bændur, útgerðarmenn og ótal- margir fleiri. Sumir eru með þetta blandað, þiggja laun frá atvinnurekanda en eru jafn- framt með einhvern smárekst- ur. Alls eru þetta um 4000 ein- staklingar og um 3000 félög. — Eru meiri möguleikar að „hagræða” framtölunum fyrir atvinnurekendur en launþega? — Ég vil nú ekki tjá mig með það hér og nú. En það er farið yfir öll skattaframtöl þeirra, sem atvinnurekstur stunda. Það er fyrst farið yfir þetta svona lauslega áður en skattskráin kemur út, siðan er þetta endur- skoðað og verða þá oft miklar breytingar á niðurstöðum þeirra, frá þvi skattskrá kemur út. — Nú hefur komið fram fræg- ur skattahagræðingamaður i Danntörku, Glistrup, sem býr til fyrirtæki. Eru til Glistrupar hér á landi? — Það vona ég ekki. Annars erum við eiösvarnir hér og get- um ekki rætt um framtöl sam- borgaranna viö blöðin. — Rikisskattstjóri sendir fjölmiðlum ieiðbeiningar við skattaframtölin, Hefur þetta orðið til bóta. Telja menn betur fram en áöur? — Ég er ekki i vafa um að þetta hefur komið að góðu gagni. Þetta eru mjög itarlegar upplýsingar og augljóst hagræði fyrir almenning að styðjast við þær við gerð skattaframtalsins. Ragnar óiafsson, deildarstjóri I atvinnurekstrardeild. Ragnar hefur starfað á skattstofunni I 26 ár. Ég tel, að ef menn kynntu sér þessar leiðbeiningar nákvæm- lega, þá þyrftu færri en nú á framtalsaöstoö að halda, bæði hjá einstaklingum og eins hjá skattstofum, og það ætti að vera metnaður sem flestra aö geta gert skattframtal sitt sjálfur, ráða yfir nægjanlegri þekkingu á skattalögum til þess, sagði Ragnar Ólafsson að lokum. Rætt við Rögnvald Finnbogason, fulltrúa: Starfsfólkið á skattstofunum hefur stofnað félag Berst fyrir aukinni menntun starfsfólks Rögnvaldur Finnbogason, for- maður s tar f s m a nna féla gs skattstofufólks. Rögnvaldur Finn- bogason er 49 ára og er fulltrúi i atvinnu rekstrardeild skatt- stofunnar. Þar hefur hann starfað i fjögur ár. Vann áður á Sauð- árkróki, þar sem hann var umboðsmaður skattstjórans á Siglu- firði i 8 ár. — Er nokkur munur á fram- tölum Sunnlendinga og Norð- lendinga? — Ekki get ég nú séð það. Það er auövitað meiri atvinnurekst- ur hér og fjölbreyttari framtöl. Ég vinn nú við endurskoðun á skattframtölum fyrirtækja og eistaklinga, sem atvinnurekstur stunda. — Verður að gera breytingar á mörgum framtölum. Eða taka þau breytingum I endurskoðun? — Framtölin eru að visu mjög misfallin til endurskoðun- ar hvað frágang snertir og það er óhætt að fullyrða, að mörg framtöl taka breytingum. — Þú crt formaður Starfs- mannafélags skattstofunnar? Hvað eru margir félagsmenn og aö hverju starfiö þið? — Já, ég er formaður félags skattstofufólks á landinu, sem er nýstofnað félag og er ætlað að vinna að ýmsu er stéttina varð- ar, fyrst og fremst i launamál- um ennfremur væntum við þess að félagiö geti komið á aukinni fræðslu og menntun manna á skattstofunum. Vinna á skatt- stofu er dálitið sérstaks eðlis og gerum við ráð fyrir að komið verði á fót sérstökum námskeið- um fyrir starfsliðið. Miklar breytingar verða frá ári til árs á skattalögum og það er þvi ekki einasta nauðsynlegt að læra þetta i eitt skipti fyrir 611, heldur verður að viðhalda þekkingu manna og kynna nýj- ungar rækilega fyrir starfsfólk- inu. — Segja má að nokkuð sé gert að þessu. Við fáum i byrjun hverrar „vertiðar” nýjar regl- ur, sem við verðum að kynna okkur, smávægilegar eða stór- vægilegar breytingar eru gerð- ar, en við vonum i fraintiðinni að annað form verði tekið upp, efnt veröi til námskeiöa, þar sem nýjungar eru kynntar af sérfróðu fólki. — Það er ávallt veriö að tala um siaukið aðhald i skattamál- um. Ein leiðin til þess er að vinnubrögð séu samræmd og fræösla aukin á skattstofunum. 1 félaginu er nú um 120 manns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.