Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 8
TiMINN Fimmtudagur 6. febrúar 1975 Halldór Sigfússon um skattskrána: „ AÐ BAKI SKATT- SKRÁNNI LIGGUR LÍKA SKÁLDLEGT HUGARFLUG, INN- SÆIOG ANDAGIFT WÓÐARINNAR" 31. janúar 1975. Maður- inn með hattinn stend- ur upp við staur. Borg- ar ekki skattinn, þvi hann á engan aur. Við lögðum leið okk- ar i Skattstofu Reykja- vikur við Tryggvagötu og þar var margt um manninn. Einn af öðr- um komu borgararnir bláir i framan eftir erfiða nótt og lúnar hendur stungu skatta- skýrslunni i rifu. Sumir litu vel i kringum sig áður en þeir áræddu að láta skýrsluna i hólfið, aðrir gerðu þetta með kæruleysisbrag og við gáfum okkur á tal við fólkið. — Verða skattarnir háir? Verður tekinn upp staðgreiðsluskatt- ur? Sleppa þeir stóru? Menn voru ekki á einu máli, en allir voru þó vissir um að launþegar „færu verst út úr skött- unum". A vissan hátt er þaö lærdóms- rikt aö staldra ögn við og viröa fyrir sér lólkio sem þarna kem- ur, menn og konur á öllum aldri hinn vinnandi maður, sem undanbragðalaust vinnur sinu landi — sinni þjóð. í marga daga hefur sumt af þessu fólki setiö viö langt fram á nótt og hefur þá haft fyrir framan sig leiöbein- ingar ifjölmiölunum, enaðrir fá sér aðstoð vina og kunningja, eða leita til sérfræöinga /þessu sviöi, en þeir eru fleiri/en einn og fleiri en tveir. t afgreiðslunni var troofullt af fólki, menn að fá upþlýsingar, menn aö lá frest, raenn að fá þetta og hitt og iiienii sem voru aö fá framtalsaostoo hjá skatt- stofunni, en skattstofan veitir þá sjálfsögöu þjónustu þeim er þaö vilja þiggja, sem sé leggja höfuo og liáts á búkkann, rúnir allri von um miskunn. Viö tókum menn tali og rædd-. um við nokkra yfirmenn skatt- stofunnar um skatta, möguleika fólks og réttindi hjá skattinum. Flestir töldu að staðgreiðslu- kerfi skatta hlyti að vera til bóta. Nokkur umræða hefur orðið um það mál að undanförnu og i tilefni af þvi að nýtt skattár rennur upp á morgun og gamla skattaárið kveður f kvöld, hitt- um við að máli Halldór SigfUs- son, skattstjóra i Reykjavik og spurðum fyrst um álit hans á staðgreiðslukerfi skatta, en þvi var nýlega haldið fram að emb- ættismenn tefðu fyrir stað- greiðslukerfinu: — Ég Ht þannig á, að blaða- maðurinn sé hér að vissu leyti I skemmtiheimsókn. Stað- greiðsluskattur er alltof f'lókið og vandasamt mál til þess að ræða I augnabliksviðtali. Stað- greiðsluskatturinn hefur ýmsa kosti og ýmsa galla,'enda hefur hann stundum verið kallaður sjö með og sjö á móti eða tiu með og tiu á móti skatturinn. Þessi nafngift er frá Danmörku, en mig langar til að vikja að þvl ágæta landi I sambandi við umræður um staðgreiðslukerfi skatta, (sem ég raunar nefni forskatt). — Fyrst og fremst ber að forðast að hér endurtaki sig sagan frá Danmörku. Þar var um langt skeið biiið að reka svo sterkan áróður fyrir stað- greiðslukerfinu, að fólkið — það er að segja launþegar — voru farnir að sjá þetta I gullnum Halldór Sigfússon, skattstjóri Reykvfkinga I 40 ár. Hann hefur gefið út 40 skattskrárbækur og „slagar upp I Laxness", eins og hann orð- ar það. Hann telur sig nú hafa þjónað þrem „skattkynslóðum", afa, pabba og unga manninum, og andað að sér blæbrigðum kynslóð- anna. framtlöarbjarma. Ég minnist I þvl sambandi svohljóðandi um- mæla hjá kunnum manni, dönskum: „Staðgreiðsluskattur hefur sömu áhrif og úpiuin. Maður gleymir sársaukanum. Það fer um tekjuskattinn eins og er með hina ýmsu óbeinu skatta. Venjulegur borgari gleymir þeim. Mjög fáar húsmæður hugsa út i að þær greiða skatt þegar þær kaupa t.d. sykur og eitthvað álika verður um tekju- skattinn þegar forskattskerfið er á komið". — Þessu var trúað; 1 fram- kvæmdinni var raunin öll önnur. Afskipti skattyfirvalda og eftirgrennslanir minnkuðu ekki, jafnveh jukust. Þá sigldu von- brigði og óánægja I kjölfarið. Ýmsar orsakir komu þar til og juku óbeitina á skattinum. Voru 'sumar þeirra ranglegar færðar á syndafegistur staðgreiðslu- skattsins. Ég sleppi að ræða það nánar hér, en einu atriði má þó ekki gleyma: Þegar Svíar komu á stað- greiðslukerfi skatta hjá sér 1946 og Norðmenn árið 1957, skeði það I sléttum sjó. Efnahagskerfi þessara landa var þá i nokkru jafnvægi og skattaálögur voru hófsamar, enda gekk kerfis- breytingin þar fremur mjúklega yfir. Danir framkvæmdu á tiinn bóginn kerfisumskiptin I rlsandi ólgusjó verðbólgu og hárra skatta. Það gerði gæfumuninn. Ýmis rök mæla með þvi, að ef staögreiðslukerfi verður tekið upp hér á landi, þá eigi að seil- ast til þess að gera það þegar jafnvægi rlkir I efnahagsmálum og góðir hemlar eru á verðbólg- unni. Höfuðvandinn I fram- kvæmd staðgreiðsluskattsins er sá, að ákveða forskattsprósent- una fyrirfram með nægjanleg- um tekjusveiflum og það svo nærri lagi að ofgreiðslur, eða vangreiðslur verði ekki úr hófi hjá hverjum og einstökum gjaldanda. • — Þetta er erfitt að gera I miklum öldugangi teknanna. Getur skapað ýfingar milli skattyfirvalda og skattgreið- enda. Onnur rök eru einnig þung- væg, en ég vil ekki fara lengra tít I þessa sálma, — enda allt á huldu um það hvers konar stað- greiðslukerfi yrði tekið upp hér á landi. — Er hugsanlegt að fella alveg niður skatta af lægri tekj- um og skattleggja aðeins há- tekjur með þessum hætti? ¦ — Fjármálaráðherra i vel- feröarfíki hefur ekki efni á þvl að gefa eftir einn einasta skatt, hvers eðlis sem hann er. — Bera menn skattana eins nú á tiniuin og fyrr á árum. Er almenningi ljóst sambandið niilli skattheimtu og þjónustu opinberra aðila? ¦ — Ég tel að skilningur fólks hafi aukizt á þvl hversu mikið rfkið og sveitarfélögin þurfa til framfærslu. Með vaxandi verk- efnum og þjónustu hins opin- bera, þá vex skilningur almenn- ings'á fjárþörfinni. Opinbera báknið er ávallt að verða meiri og meiri þáttur I þjóðfélagsrekstrinum. — Ber að skoða að þú sért andvigur staðgreiðslu skatta? — Eins og ég sagði áðan er það naumast unnt I augnabliks- viötali, að gera grein fyrir minni afstöðu. íog tel mig ekki mótfallinn staðgreiðsluskatti með vissum skilyrðum. — Hversu lengihefur þú verið skattstjóri? ¦ — Ég hefi verið skattstjóri I fjörutiu ár og hefi þekkt þrjár skattkynslóðir, afann, pabbann og unga manninn,andað að mér blæbrigðum kynslóðanna. Hefi gefið út 40 skattskárbækur og slaga þvi nokkuð upp eftir Lax- ness, en að baki skattskránni liggur llka skáldlegt hugarflug, innsæi og andagift þjóðarinnar. JG Haraldur Arnason, deildarstjóri I söluskattsdeild s kattstofunnar. Haraldur hefur unnið 24 ár á skattstofunni. Hann var kunnur sklðamaður og „ÍR-ingur" á sinni tið Haraldur Árnason, deildarstjóri sölu- skattsdeildar á Skatt- stofunni er 47 ára og hefur unnið á skattstof- unni i 24 ár. — Hvert er starfssvið sölu- skattsdeildarinnar? Reykvíkingar greiða 1000 milljónir á mánuði í söluskatt — segir Haraldur Árnason, deildarstjóri á skattstofunni, 8 manns vinna í söluskattsdeildinni — Hún sér um útsendingu á öllum söluskattsskýrslum I Reykjavik og yfirfer allar sölu- skattsskýrslur, er koma frá Tollst jóranum I Reykjavlk. Þar er leiðrétt ef um misreikning er að ræða og þess háttar. — Hversu margir aðilar eru söluskattsskyldir í Reykjavík? — Það er ekki auðvelt að segja til um það, þetta er si- breytilegt. Söluskattsgjaldend- ur eru á fjórða þúsund talsins. — Er erfitt að fylgjast með skilum söluskattsins? — Það má llklega orða eitt- hvað svipað um alla skatta. Hinu er þó ekki að leyna, að þetta er að verða með þýðingar- mestu tekjustofnum rfkissjóðs. Söluskattur er nú 19%, eða gjöldin sem svo eru nefnd. Skiptingin segir okkur þó, að 13% sé söluskattur, oliugjald 1%, viðlagasjóðsgjald 1% og söluskattsauki er 4%. — Margir telja að eftir þvi sem söluskattsprósentan er hærri, þeim mun stærri sé freistingin til undanbragða? — Þungir skattar, þungar skattálögur eru ávallt erfiðari i innheimtu, en léttari byrðar. Þó mun naumast ærin ástæða til þess að telja að þessi skattur innheimtist verr, en meðan hann var lægri. Við höldum ekki saman f jölda leiðréttinga frá ári til árs, frá mánuði til mánaðar. Segja má þó, að mjög óveruleg- ar breytingar séu gerðar á framtölum manna frá mánuði til mánaðar, en þegar ársupp- gjör fyrirtækja liggur fyrir og skattframtöl hafa fengizt til skoöunar, þá verða oft breyting- ar á söluskatti, sem gert er að greiða. — Er nokkur munur á starfs- greinum og viðskiptaaðilum? — Þetta er svipað. Stórfyrir-' tæki eru auðveldari viðfangs en sm'árekstur, sem oft er ófull- kominn bókhaldslega, en ekki er þó unnt að gefa neina heildar- reglu um það hvar skórinn kreppir. Lika er við að fást innheimtuvandamál varðandi þennan skatt. Gripið hefur verið til þess að stytta söluskattstlmabilin og hefur það gefið góða raun. — Hversu mikið greiða Reyk- vfkingar I söluskatt á mánuð? — Þeir greiöa um 900 milljón- ir á mánuði, eða gerðu á siðasta ári. Ætli það fari ekki að nálgast einn milljarð á mánuði núna, sagði Haraldur Árnason að lok- um. JG. 50.000 fra „matreidd Guðríður Júlíusdóttir skýrsluvélavinnu á S Starfið er fólgið i þvi, að öll skattaframtöl eru tekin og færð yfir á gataspjöld. Þetta er tvitekið, til þess að komast hjá villum. Auðvitað slæðast villur inn, en er fremur iatitt, segir Guðriður Július- dóttir. — Það er talið að skýrslu- vélavinna hafi gjörbreytt allri skattstofuvinnu. Hvað gangið þið frá mörgum framtölum til vélavinnu? — Þaðeru nímlega 49 þúsund framtöl. Það tekur tvær stúlkur um það bil tvo mánuði að setja þessi framtöl á gataspjöld. Síðustu framtöl einstaklinga I fyrra voru tilbúin fyrir skýrslu- vélarnar i juni-mánuði, en auð- vitað hljóta framtölin meðferð áður en til götunar kemur. — Siðan er þetta keyrt i gegn- um skýrsluvélarnar og tekur úrvinnslan og útskriftin um þrjár vikur. — En nú verða breytingar á skattalögunum á hverju ári, verður þá ekki að breyta skýrsluvélunum? • — Það er gert hjá Skýrsluvél- um rikisins og Reykjavlkur- borgar. Það verður að breyta „programminu" og sá sem sér um þær breytingar er Jón Zophaniasson,;em vinnur þar og hefur með skattamál að gera þar. — En þegar búið er að vinna þetta i vélunum eru álagningar- seðlarnir þá sendir út eins og þeir koma fyrir, án skoðunar? ¦ — Það eru gerðar margar prufur, áður en þetta er fullgert. Það er unnt að fá alla álagningu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.