Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. febrúar 1975 TÍMINN 11 Nýtt skip bætist í flota Vestfirðinga — Togskipið Dagrún fS 10 kom til heimahafnar i Bolungavfk kl. 2 aðfaranótt þriðjudagsins. Skipið, sem er 500 tonn að stærð, er smfðað i Este Malon I Frakklandi. Skipið er búið öllum fullkomnustu siglinga- og fiskileitartækjum, Einnig er það með veltitanka og tanka fyrir 70 tonn af sjókældum fiski, sem mun vera nýjung hér á landi. Enn fremur er tromla fyrir flottroll. Skipið er eign hf. Baldurs, en Baldur er eitt af hlutafélögum innan vébanda EG. Skipið sigldi frá Frakklandi til Bodö i Noregi, þar sem það tók fiskkassa fyrir útgerðina. Skip- stjórar verða tveir á Dagrúnu, og munu skiptast á um að vera með skipið. Eru það Hávarður 01- geirsson, sem sigldi skipinu hcim, og Vilhelm Annasson, sem fer með það I fyrstu veiðiferðina. Fyrsti vélstjóri verður Kjartan Bjarnason frá Þingeyri, annar vélstjóri Þorbergur Egilsson og fyrsti stýrimaður Sigurður Pétursson. Framkvæmdastjóri er Guðfinnur Einarsson. Miklar vonir eru bundnar við þetta nýja og glæsilega skip, enda kunna atvinnurekendur hér þvi betur, aðhráefnið sé jafnan nógtil úrvinnslu, og atvinnuleysi er óþekkt fyrirbæri hér. Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga er laust til umsóknar. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist for- manni félagsins Edvaldi Halldórssyni, Hvammstanga, eða Gunnari Grimssyni starfsmannastjóra Sambandsins, fyrir 1. marz n.k. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga. Þreyta færði mann í hendur lögreglu Gsal-Reykjavik — Fyrir skömmu var tslendingur nokkur handtek- inn á Keflavikurflugvelli fyrir aö reyna að smygla út af Vellinum ýinsum varningi, m.a. dýrum hljómburðartækjum. Það voru lögreglumenn I aðalhliði Kefla- vikurflugvallar, sem gómuðu manninn. Tildrög þessa voru þau, að ís- lendingurinn gisti skemmtistað einn á Vellinum, en áður en skemmtuninni lauk, sofnaði hann værum blundi og vaknaði eigi fyrr en allir aðrir sainkoinugestir voru farnir. Sá hann þá i kringum sig ýmis tæki, sem freistuðu hans mjög. Hann geröi sér slðan litið fyrir og bar þau út i bil sinn og ók beina leið niöur i aðalhlið, þar sem lögreglan gómaði hann. Maðurinn var ódrukkinn, þegar þetta gerðist, og gaf hann lög- reglumönnunum þá skýringu á hátterni sinu, að hann hefði verið þreyttur. Oft heyrist sagt manna á meoal, að ekki sé óalgengt, að ís- lendingar séu á skemmtunum hermanna á Vellinum. Tlminn spurði Ólaf Hannesson, fulltrúa lögreglustióra á Keflavikurflug- velli um þetta atriði i gær. — Það hefur tiðkazt að íslend- ingar fari i skemmtiklúbbana sem gestir Bandarikjamanna. Það á ekki að vera hægt fyrir ís- lendinga að skemmta sér I klúbb- um þeirra nema sem gestir Bandarikjamanna, sem bera þá ábyrgð á hegðuri viðkomandi, meðan hann dvelur i klúbbnum. Þarna er ekki notuð Islenzk ínynt, og þvi er það Bandarlkjamann- anna að bjóða og greiða fyrir við- -kcunandi tslendinga. MYNT- verðlistar Alheimslista r : 1900—1975 kr. 1550, 1800—1900 kr. 1218. Gullmynt Evrópu kr. 3540. Seðlar Evrópu eftir 1900 kr. 2100, Norðurlönd Sieg kr. 640 og Isl. myntir 1975 kr. 300. Sendum gegn póst- kröfu. Frímerkjahúsið Lækjargötu 6A. Sími 1-18-14. Skrifstofustúlka Rafveita Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða skrifstofustúlku til starfa. Laun eftir 14. launaflokki. Áhersla lögð á vélritunarkunnáttu og is- lenska stafsetningu. Umsóknum skal skila fyrir 18. febrúar n.k. til rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar. H i& m Aðstoðarlæknar \M 'M "'jV: 4 stöður aðstoðarlækna á Skurðlækningadeild Borgar- spftalans eru Iausar til umsóknar, frá 1. marz n.k. til allt að 12 mánaða. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykja- vikur við Reykjavfkurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf skulu sendar yfirlækni deildarinnar, fyrir 20. febrúar n.k. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn. Reykjavlk, 5. februar 1975. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar. m wl0^^^M^M^&M^W0M h I tet íi X Hafnarfjörður - ~~ Olíustyrkur Greiðsla oliustyrks samkvæmt lögum nr. 47/1974 fyrir timabilið sept/nóv. 1974 fer fram á bæjarskrifstofunum, Strandgötu 6. Styrkurinn greiðist þeim framteljendum til skatts, sem búið hafa við oliuupphitun ofangreint timabil. Framvisa þarf persónuskilrikjum til að fá styrkinn greiddan. Greiðslum verður hagað þannig: Til framteljenda hverra nafn byrjar á: A-F mánudaginn 10. febrúar kl. 10-12 og 13-16. G-H þriðjudaginn 11. febrúar kl. 10-12 og 13-16 I-M miðvikudaginn 12. febrúar kl. 10-12 og 13-16. N-S fimmtudaginn 13. febrúar kl. 10-12 og 13-16. T-ö mánudaginn 17. febrúar kl. 10-12 og 13-16. Bæjarritarinn Hafnarfirði. :;3|i;:;||i| ( i|;; | 1., :§wgi \ Í ff|||| Wffl Q.Ö0O «.390« $><m 9.000ÆQft;;i l1 :.........- ¦'¦'¦¦"¦' ¦¦"¦¦¦. ' ' ¦ ¦¦". ¦'¦'.¦ ."..". ¦'.•'•.¦.¦'¦/'¦ '.¦".¦'. '.-[¦.-''.\.'.\\-'.\ ¦:¦'.¦'.¦'.¦'.-'.¦'.¦'.:.":' "¦'¦¦.;-¦ '¦¦¦' ¦' ¦.......-¦-¦ milmm ):WM .....-]'»' ¦".:-.'''::::;-;:- W$$$3^^ffi%&& ¦*'¦¦¦ u - ¦:-: i i 111 n:::: fl.775 ¦;.:.;.>!.!.I.^i.;<*iw<is'iS'.'iViiivtvf :"-'"'"¦..... ""¦"/''" laAMDe'H ±1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.