Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 12
12 TíMINN Fimmtudagur 6. febrúar 197í> Sally Salminen KA TRIN Saga frá Alandseyjum 110 Með þessum sálmasöng lauk athöfninni/ og söfnuður- inn þyrptist út úr kirkjunni. Fólk staðnæmdist um hríð á kirkjuhvolnum að gömlum hætti. En í dag heyrðisf ekki hávært samtal. Menn tóku aðeins í höndina á syrgjend- unum, og handtökin voru hlý og innileg. Síðan hélt hver til sinnar byggðar. Margt ókunnugt fóik/ bæði karlar og kerlingar/ ungir menn og hefðarfrúr, réttu þeim Katrínu og Jóhanni höndina i hluttekningarskyni, þar sem þau stóðu á hvoln- um meðal annarra kirkjugesta. Á heimleiðinni gengu þau hlið við hlið og mæltu ekki orð f rá vörum. Þegar þau voru háttuð um kvöldið, grétu þau bæði í hljóði. Lífið hafði ennþá einu sinni samhæft þau í hinni miklu deiglu sinni. Einar og Gústaf safnaðist fólkið saman í kirkjunni, þöglara og alvörugefnara en venjulega. Allir vissu, að nú átti að fara fram minningarguðþjónusta, helguð skipshöfninni á„Sveu". Fólk vék hljóðlega undan, þegar dökkklæddir syrgjendurnir gengu inn kirkjugólfið. Katrín og Jóhann voru meðal kirkjugestanna, og einhver vísaði þeim til sætis innarlega í kirkjunni. Katrín settist án þess að gefa því nokkurn gaum í hvers bekk þau voru komin. Fyrst fór fram venjuleg messugerð, þó heldur styttri en títt var. Síðan steig presturinn í stólinn og horfði um hríð þegjandi yfir söfnuðinn. Allir vissu, hvað næst mundi koma. Svo las hann nöfn sjómannanna, aldur og heimilisf ang, hvert af öðru, og lýsti f ráf alli þeirra, sem enginn nema guð einn vissi hvar og hvenær hefði að borið. Síðan lagði hann út af orðunum: „Hafið skilaði aftur hinum dauðu". Það var undurhljótt i litlu steinkirkjunni, og lág, titr andi rödd prestsins snerti streng í hvers manns brjósti. Andspænis þessum þunga harmi þurrkaðist stéttar- og virðingarmunur út. Dauðinn hafði sameinað alla. Loks hjaðnaði beiskjan í hug Katrínar, og tárin brutust f ram í striðum straumum. Til annárrar hliðar sat Jóhann grátbólginn, hinum megin sat gamla kapteinsfrúin og grét sinn son. Þegar presturinn lauk ræðu sinni, var enginn sá í kirkjunni, sem ekki hafði tárazt, jafnvel hrukkóttar kinnar hans sjálfs voru tárvotar. „Látum oss biðja", mælti hann skjálfraddaður. Allur söfnuðurinn grúfði sig i bæn. Herðarnar kipptust til við ekkasogin. Að bæninni lokinni risu allir á fætur og sungu sálm — upprisusálm um sigur lífsins og Ijóssins yf ir dauðanum. Tónar orgelsins hljómuðu í kirkjunni, og fólkið tók undir. Fyrst voru raddirnar veikar og skjálf- andi, en styrktust eftir því, sem f leiri vers voru sungin, unz öldur söngsins flæddu af meira krafti, en nokkur dæmi voru til áður um hvitmálaða hvelf ingu kirkjunnar, þar sem litla skipslíkanið hékk. Gústaf kom að venju heim um haustið. En hann var orðinn þöglari og hljóðlátari en hann hafði verið. Hann ogforeldrarnir minntustsjaldan á bróðurinn, sem aldrei f ramar var von til að kæmi að landi í Bátvíkinni. Gústaf var vinnumaður hjá Norðkvist um veturinn. Jóhann haf ði of kælzt um haustið og var nú svo lasburða, að hann hafði ekki lengur fótavist. Hann þjáðist af þrálátum þurrahósta —sams konar hósta og Beta forðum, hugsaði Katrin. Jóhann var orðinn fáskiptnari og fámálli en hann haf ði þó verið í seinni tíð, og það var eins og hann væri með öllu viðskila orðinn við heiminn og mennina. Hann sat aðgerðarlaus í rúmi sínu með kodda við bakið og fylgdi Katrínu með augunum f ram og aftur um herberg- ið. Honum þótti mestgaman að skoða myndir í bókum og blöðum, sem þau gátu fengið handa honum til þess að blaða í. Annars var það helzta dægradvöl hans að leika sér að eldspýtum og búa til alls konar skrípi með þeim á brekáninu sínu. Hann var jafnvel hættur að vilja sætindi, og Katrín varð að gæla við hann eins og barn til þess að koma ofan í hann fáeinum munnbitum af mat. Einar kom heim að áliðnum vetri. Hann var sjálfum sér líkur, aðeins veðurbitnari og karlmannlegri en hann hafði verið og með lítið Ijóst yf irskegg. Hann byrjaði að vinna hjá Larsson strax daginn eftirheimkomuna. Hann var fámáll sem fyrr og ómannblendinn og sökkti sér nið- ur í bóknám í öllum tómstundum. Báðir sváf u drengirnir heima, en f óru til vinnunnar snemma á morgnana hvern dag sem unnið var. Ekki haf ði Einar verið marga daga heima, þegar hann fór niður í búðina og keypti hnífapör, diska og bolla og annað, sem þurfti til heimilishalds. Þegar heim kom, raðaði hann þessu öllu á borðið, svo að móðir hans gæti skoðað það, þögull og þungbúinn að vanda. „Ætlar þú aðgefa okkur allt þetta?" spurði Katrín hik- andi. „Já — hvaðannað?"rumdi hann. „Þaðer kominn tími til þess, að við f örum að drekka og matast eins og annað fólk". HVELL Vertu ekki i fýlu Geiri. ^*\^Þab veröur 'aman hérna /Ég veit ^ Það fer eftir þvl, hvort \það ekki.....j ég get startað honum. Fimmtudagur 6. febrúar 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttirkl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Sigrlður Eyþórsdóttir lýkur við aö lesa söguna „Selinn Snorra" eftir Frithjof Sælen i þýðingu Vil- bergs Júllussonar (3). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Viö sjóinnkl. 10.25: Halldór Gislason verk- fræbingur segir frá kynnis- för fiskmatsmanna til Bandarikjanna. Popp kl. 11.00: Gísli Loftsson sér um þáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frlvaktinni.Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Um aðstöðu fatlaora barna, — fjórði þáttur: Menntun og fleira Umsjónarmaður: GIsli Helgason. 15.00 Miðdegistónleikar. Marilyn Horne syngur arlu úr óperunni „Semiramide" eftir Rossini. Hljómsveit Covent Garden óperunnar leikur undir, Harry Lewis stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatlmi: Eirlkur Stefánsson stjórnar.Niu ára bekkur I Langholtsskóla flytur ýmislegt efni ásamt kennara sfnum, m.a. smá- leik eftir Orn Snorrason: Strlbib I kóngsgarði. 17.30 Framburðarkennsla I ensku 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt mál.Bjarni Einars- son flytur þáttinn. 19.40 Einsöngur I útvarpssal: Halldór Vilhelmsson syngur lög eftir Markus Kristjáns- son, Pál Isólfsson, Arna Thorsteinson og Karl O. Runólfsson, Guðrún Kristinsdóttir leikur á planó. 20.05 Framhaldsleikritið „Húsið" eftir Guðmund Danlelsson gert eftir sam- nefndri sögu. Fjórði þáttur: I eigin garði. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur auk höfundar, sem fer með hlutverk sögu- manns.: Aron Carl Henningsen: GIsli Halldórs- son. Ritstjórinn: Sigurður Karlsson. Tryggvi Bólstað: Guðmundur Magnússon. Katrln Henningsen: Val- gerður Dan. Frú Ingveldur: Helga Bachmann. Jóna Geirs: Kristbjörg Kjeld. Aðrir leikendur: Anna Kristln Arngrlmsd., Guð- björg Þorbjarnardóttir, Geirlaug Þorvaldsdóttir og Baldvin Halldórsson. 21.00 Kvöldtónleikara. Adagio og Allegro op. 70 fyrir horn og planó eftir Schumann. Georges Barboteu og Geneviéve Joy leika. b. „Miniatures" op. 75a fyrir tvær fiðlur og lágfiðlu eftir Dvorák. Félagar I Dvorák- kvartettinum leika. 21.30 Þjóðflutningarnir, sem sænskir sagnfræðingar gleymdu.Sveinn Asgeirsson hagfræðingur flytur þýð- ingu sína á grein eftir Vil- helm Moberg. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (10) 22.25 Kvöldsagan: „t verum", sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar. Gils Guðmundsson les (25). 22.45 Úr heimi sálarlifsins Þriðji þáttur Geirs Vil- hjálmssonar sálfræðings: Sállækningar. 23.15 Létt mdslk á sfðkvöldi 23.45 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.