Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.02.1975, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 6. febrúar 1975 TÍMINN 15 /i Framhaldssaga i íFYRIR ÍBÖRN 5 Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla mjög glöð yfir að sjá okkur aftur og við skemmtum okkur hið bezta með þeim i morgunverðarhléinu. Hendersons-drengirn- ir höfðu gengið fram hjá þessum nýkomna, daufdunba manni, þegar þeir voru á leið- inni i skólann, og höfðu siðan sagt hin- um frá honum, svo að öll skólabörnin gátu ekki um annað hugsað en þennan undarlega aðkomumann. Þau voru öll mjög sólgin i að sjá hann, þvi að þau höfðu aldrei á ævi sinni séð daufdumban mann, og þetta var náttúrlega mjög spennandi allt saman. Málið vakti hina stór- kostlegustu athygli meðal þeirra. Tuma fannst sár- grætilegt að við skyld- um þurfa að þegja núna, þvi að við mundum hafa verið heiðraðir sem hetjur, ef við hefðum sagt allt, sem við vissum. En þegar alls var gætt, var það i raun- inni ennþá hetjulegra að geta þagað. Vafa- laust gátu það ekki einu sinni tveir af hverjum milljón strákum. Þetta ® var að minnsta kosti skoðun Tuma á málinu, og ég held lika, að hún hafi verið alveg rétt. Ellefti kafli Á næstu tveim eða þrem dögum varð hinn daufdumbi vel Fétaq bókasiitnsKaxíiix).) Félag bókasafnsfræðinga gefur út plaköt: Hvað ungur nemur gamall temur A EINS árs afmæli sinu, 10. nóv. s.l., gaf Félag bókasafnsfræðinga út plakat, teiknað af hinni kunnu listakonu, Barböru Arnason. Myndin sýnir fróðleiksfýsn litils barns, og mætti ef til vill kalla hana Hvað ungur nemur, gamall temur. Þetta er fyrsta veggspjaldið af sjö, sem félagið hefur látið gera og mun gefa út á skömmum tima. Hin sex eru teiknuð af nemendum i auglýsingadeild Myndlista- og handíðaskólans. Plakötin eru mjög ólik hvert öðru að gerð, en eiga öll það sameiginlegt, að þau minna á bækur og bóklestur. Þau henta til skreytinga i bókasöfn, skóla, ýmsar stofnanir og ekki siður i barna- og unglingaher- bergi. Félag bókasafnsfræðinga, sem er stéttarfélag lærðra bókavarða, hefur nú starfað I rúmt ár, eins og áður er sagt. Félagið vinnur nú að ýmsum verkefnum, m.a. útgáfu uppsláttarrita, og mun ágóði af sölu plakatanna renna til þeirrar starfsemi. Plakötin verða til sölu i Safn- arabúðinni við Bókhlöðustig, Bóksölu stúdenta, Völuskrini, Laugavegi 27, og hjá félagsmönn- um. r iii— BI ffl Kópavogur Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Kópavogi heldur fund fimmtudaginn 6. febrúar næstkomandi kl. 20,30 i Félagsheimili Kópavogs. Fundarefni: Fjárhagsáætlun Kópavogskaupstaðar 1975. Framsögu hefur Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri. Stjórn- in. r ; á Borgarnes — ndgrenni Framsóknarvist verður spiluð i Samkomuhúsinu i Borgarnesi föstudaginn 7. febrúarkl. 9. Fyrsta kvöld i þriggja kvölda spila- keppni, tvenn kvöldverðlaun, glæsilegur lokavinningur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Framsóknarfélagið Borgar- vJ!í_____________________________________J Lundúnaferð Framsóknarfélögin i Reykjavik minna á Lundúnaferðina þann 11. febrúar n.k. og heim aftur aðfaranótt 18. febrúar. Vegna sér- stakra ástæðna gefst fólki kostur á mjög ódýrri utanlandsferð. Vissara er fyrir fólk að tryggja sér sæti sem fyrst þar sem allt útlit er fyrir að færri komist i þessa ferð en vildu, miðað við reynslu fyrri ferða. Nánari upplýsingar á skrifstofunni i sima 24480. Fró Hverfasamtökum framsóknarmanna í Breiðholti Akveðið hefur verið að einhver úr stjórn félagsins verði til við- tals og starfa fyrir félagið á skrifstofu flokksins Rauðarárstig 18 alla þriðjudaga og fimmtudaga á milli kl. 17 og 19,slmi skrifstof- unnar er 24480. Stjórnin. Þjóðháttakvikmyndin Hér sjáum viö konu við rakningsgrind, og er hún að rekja þráð i vefinn, sem er undirbúningsvinna fyrir sjálfan vcínaöinn. frumsýnd gébé Reykjavik — Föstudaginn 7. febrúar kl. 21:00 veröur þjóð- háttakvikmyndin islenzka, ,,i dagsins önn”, frumsýnd á þrem- ur stöðum á landinu samtimis. Margir hafa beðið með óþreyju eftir þessari mynd, en gerð henn- ar seinkaði af ýmsum orsökum. Méð sýningu myndarinnar er dagskrá þjóöhátiðarnefndar 1974 tæmd, og störfum nefndarinnar þar með lokið. Kvikmyndin er unnin upp úr stærra verki, sem gert hefur ver- ið uin þjóðhætti i landinu af ýms- um félagasamtökum i Arnes- og Rangárvallasýslu. Það var á ár- inu 1972, sem þessir aðilar sneru sér til þjóðhátiðarnefndar 1974, með ósk um samvinnu við gerð myndarinnar, og yrði hún byggð á þeim efniviði, sein þeir áttu þegar á kvikmynd og verið var að kvikmynda. Þjóðháttakvikmyndin hefur átt sér langan aðdraganda, en það var á Selfossi, 11. nóveinber 1956, sem fyrst var efnt til fundar um myndina. Myndin var öll tekin á 16 mm filmu, en siðan var ráðizt i, að frumkvæði þjóðhátiðarnefndar 1974, að stækka myndina i svo- nefnda breiðfilmu. Var það gert hjá Universal Film i London, og hafði Jón Hermannsson umsjón með staékkun myndarinnar og sá jafnframt um frágang hennar i sainráði við höfunda. Myndin er i lituin, hljóðupptöku annaðist Oddur Gústafsson, og tónlist og flutning hennar annaðist Halldór Pálsson flautuleikari. Inngansorð kvikmyndarinnar flytur formaður þjóðhátiðar- nefndar 1974, Matthias Johannes- sen, og varsá hluti tekinn á breið- filinu af Jóni Hermannssyni og Þrándi Thoroddsen. 1 þessari þjóðháttakvikmynd gefur að lita aldagamla verk- menningu, — skyrgerð, ullar- vinnu, heyskap, ferðalög, eldivið- aröflun og sinalamennsku, svo að eitthvað sé nefnt. Leikarar eru yfir sextiu i myndinni og eru allir sjálfboðaliðar. MMWtHMM* : Tíminn er peningar AuglýsicT i Tímanum Jörðin Eystri-Dalbær Kirkjubæjarhreppi, Vestur-Skaftafells- sýslu, er laus til ábúðar og sölu á komandi vori. Upplýsingar gefa Sigriður Jónsdóttir, Eystri-Dalbæ. og Jón Helgason, Seglbúð- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.