Tíminn - 07.02.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.02.1975, Blaðsíða 1
HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATUNI 6 - SIMI (91)19460 Skaðabótamái fyrir hæstarétti: Læknar neituðu fóstureyð- ingu, sem leyfð hafði verið — barnið fæddist vanheilt FB-Reykjavlk A miðvikudaginn var flutt skaöabótamál fyrir hæsta- rétti, þar sem kona fór fram á skaöabætur vegna þess aö ekki var framkvæmd á henni fóstureyðing eftir aö henni hafði verið heimiluð fóstur- eyðing á grundvelli þess, að liúii hafði fengið rauða hunda á meðgöngutlmanum. Konan, sem hér um ræðir, fór í skaðabótamál við stjórnarnefnd rlkisspítal- anna, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra, vegna þess að hún fékk rauða hunda skömmu eftir að hún varð þunguð. Konan sótti um fóstureyðingu og fékk hana samþykkta, en þegar til kom, neituðu læknar að framkvæma fóstureyð- inguna og töldu, að konan væri of langt gengin með. Þegar barniB fæddist, reynd- ist það vera vanheilt, og er ' það talið stafa af þvl, að móðirin fékk rauðu hundana á meðgöngutlmanuin. Þetta gerðist I byrjun árs 1964. Framhald á 19. slðu Rækjumál- ið til sak- sóknara gébé-ReykjavIk — Blaðið hafði i gær samband við Sigurð H. Stefánsson, setu- dómara í rækjumálinu svo- kallaða. Sagði Sigurður, að hann hefði nú sent öll gögn viðvíkjandi málinu til Rlkis- saksóknara.og væri nú undir hans ákvörðun komið, hve- nær og hvað gert yrði I mál- inu. Sigurður kvaðst hafa sent fyrir spurnarlista til sjá vartitvegsráðuney tisins, varðandi málið og væri þar aðallega fjallað um leyfis- sviptingu rækjuveiðibátsins Nökkva. Sem kunnugt er liggur báturinn nú á Hvammstanga, en bann var sett við þvl að hann stundaði rækjuveiðar, þangað til dæmt hefði verið I málinu. Eigendur og skipstjórnar- menn Nökkva telja, að engin rök styðji leyfissviptinguna, en þar er sjávartitvegsráðu- neytið á öndverðri skoöun. Skipstjórnarmenn bátsins fóru fram á að sjávartitvegs- ráðherra yrði yfirheyrður i máli þessu, en Sigurður sagðist ekki hafa séð ástæðu til að það yrði gert, enda hefði ráðuneytið svarað öll- um slnum fyrirspurnum. 'ÆfíGIR? Áætlunarstaöir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 t? ALLSHERJARVATNSVEITA A ALLA BÆlI FLÓANUM Samningar undirritaoir og framkvæmd hefst í vor SG-Túni I Hraungerðishreppi — Stórframkvæmd er I aðsigi f Fló- anum, og hefur nú verið fastráðið að leiða þar vatn heim á hvern bæ. Munu Hraungerðishreppur, Villingaholtshreppur og Gaul- verjabæjarhreppur sameinast um eina vatnsveitu úr lind við Urr iðafoss, en Sandvlkurhreppur fá vatn frá vatnsveitu Selfyssinga. Voru samningar við Reykjalund um kaup á vatnsleiðsluplpum undirritaðir i gær, og var samn- ingurinn við eystri hreppana þrjá hinn stærsti, er Reykjalundur hefur gert. Mun efni til vatnsveitu þeirra kosta sextlu milljónir króna. Vatniö verður tekið úr lindinni við Urriðafoss i átta þumlunga víöa stofnæð, sem kvislast síðan er tit I sveitirnar kemur. Alls munu plpur þessarar vatnsveitu verða á annað hundrað kílómetr- ar á lengd, og alls er áætlað, að verkið kosti um hundrað milljónir króna. Hundrað og þrjátiu til hundrað og fjörutlu heimili munu tengjast veitukerfinu, og er meðalvatnsþörf bæja á svæðinu talin tiu smálestir á dag. Kemur þar til, að vlða er margt ktia I þessum hreppum, Kostnaður á hvern bæ verður átta til nlu hundruð þtisund krónur. 1 Sandvikurhreppi mun kostn- aður verða tiltölulega minni, þar eð vegalengdir eru ekki miklar um þá sveit frá Selfossi. 1 Flóa er sums staðar erfitt um vatn, enda hefur grunnvatnsstaða lækkað slðan framræsla jókst. Hefur farið saman á sumum bæj- um, litið vatn og ekki gott. Verður mikil framför að vatnsveitunni, þegar hún kemst i gagnið. Aður hafa verið gerðar sveita-vatns- veitur I llkingu við þessa á Skeið- um og í Landeyjum i sambandi viö vatnsöflun Vestmannaeyingja af landi ofan. Framleiðsla á pípunum er hafin á Reykjalundi, og gröftur skurða hefst I vor, þegar kleift er vegna þela. Sums staðar er talið, að unnt verði að plægja plpurnar niður, en meginhlutann verður að grafa með skurðgröfum. Er viða grunnt á hrauni, en vonir standa til, að gröfur vinni á því víðast hvar, svo að ekki þurfti að sprengja það að ráöi. Framtak til fyrirmyndar í Ólafsvík GISTIHUS AF BEZTA TAGI HANDA VERTÍÐARFÓLKI Nýjar verbúðir, þar sem beitt er í upphituoum herbergjum, er mest líkjast þokkalegum skrifstofum JS-Ólafsvfk — Verbúðir eru nafn- gift, sem leiðir hugann að þröng- um og óhugnanlegum vistarver- um, sem sjóinönnum og vertíðar- fólki hafa verið boðnar til iveru — allt frá lélegum hreysum með hörðum bálkum á fyrri tfð til alls konar skúra og kumbalda á seinni áratugum. En nú er öldin önnur — að minnsta kosti i Ólafsvík — þar sem siðasta dag janúarmánaðar var opnuð ný „verbúð", sem ekki verður við annað likt en prýðileg- asta gistihúsi. Þetta er þtisund fermetra htis með þrjátlu og átta tveggja manna herbergjuin, matsal og setu- og sjónvarpssal, ætlað sjó- mönnum og verkamönnuin. Eig- andi er hlutafélag, sem nefnist Sjóbúðir, stofnað af tólf titgerðar- mönnum og þrein fiskvinnslu- stöðvum, og er Ólafur Kristjáns- son formaður þess. Þetta nýja htisnæði er i alla staði til fyrirmyndar, teppalagt út I hvert horn, og herbergi svo vönduð og vel tit garði gerð á all- an hátt, að sæma mætti bezta hóteli, enda fyrirhugað að reka þarna gistihtis sumarmánuðina, frá því i júnimánuði og fram I september. Með tilkomu þessa húss er þannig brotið I blað I tvennum skilningi — komiö upp góðu sumargistihúsi, er vantað hefur á utanverðu Snæfellsnesi, og aðkomufólki, sein dvelst á ver- tið i Ólafsvik við erfið og hættu- leg, en mjög mikilvæg störf, séð fyrir eins aðlaðandi vistarverum og hugsazt getur. Eru það mikil viðbrigði, þvi að hingað til hefur margt sjómanna orðið að búa i bátunum, oft við afarslæman og niðurlægjandi aðbtinað. En sagan er ekki öll sögð. Ver- búðir h.f. heita samtók Olafs vfkurhrepps og útgerðarmanna i Olafsvik, og hefur hlutafélag þetta nýlokið við byggingu seytján samfastra tveggja hæða húsa. í hverju húsi eru á neðri hæð beitingarstofa, kaffistofa og frystigeyinsla fyrir bjóð, en á efri hæðinni geymsla fyrir net og ann- aö, sem netaveiöi fylgir. Þetta ntivirki gerbreytir einnig allri aðstöðu sjómanna i Ólafsvik, þvi að ínikill munur er að geta beitt lóðirnar i björtum og hlýjum htisakynnum, sem enna helzt má likja við þokkalega skrifstofu, eða igöinlu sktirunum, þar sem menn urðu að standa I jökulkulda oft og tiðum. Með þessu framtaki hafa ólsar- ar stigiö mikiö framfaraspor og btiið þannig að sjómönnum og verkafólki, aðtil fyrirmyndar er. 10 toaarar skipta yfír i svartolíu Gsal-Reykjavik — Allir eigendur japanskra skuttogara af minni gerðinni hafa mikinn áhuga á að breyta vélum togaranna, þannig að þeir brenni svartolfu. Nii eru gerðir út 10 slikir skuttogarar hér á landi, og hefur verið ákveðið að hefja þessar breytingar svo fljótt sem unnt er, en á þessu stigi hefur þó ekki verið ákveðið, I hvaða röð togararnir verða teknir. Þeir 10 togarar, sem hér um ræðir eru: Vestmannaey VE-54, Páll Páls- son tR-102, Bjartur NK-121, Brettingur NS 50, Ljósafell SU-70 Ráðherrar ræða hús næðismál við ASÍ Halldór E. Sigurðsson, sam- göngu- og landbiinaðarráðherra og Gunnar Thoroddsen, félags- mála- og iðnaðarráðherra, héldu fund hinn 31. jamiar s.l. með hús- næðismálanefnd Alþ.sambands- islands. Auk ráðherranna og nefndarmanna tóku þátt f þessum fundi formaður húsnæðismála- stjórnar, ráðuneytisstjórinn I fé- lagsmálaráðuneytinu og aðstoð- armaður iðnaðarráðherra. Htisnæðismálanefnd A.S.l. ræddi við ráðherrana um fram- kvæmd yfirlýsingar þeirrar, sem fyrrverandi rikisstjórn gaf 26. febrtiar á fyrra ári, um byggingu Ibtiða á félagslegum grundvelli. Einnig var rætt almennt um htis- næðisvandamál. Viðræðum þessum verður fram haldið mjög bráðlega. Ólafur bekkur ÓF-2, Drangey SK- 1, Hvalbakur SU-300 og Arnar HU-l, — en Rauðinúpur ÞH-140 hefur, sem kunnugt er, brennt svartoliu frá þvl I júni I fyrrasum- ar, og reynslan, sem þegar hefur fengizt, er mjög góð. Eins og frá hefur verið greint i fréttum Timans, hafa athuganir svonefndrar svartollunefndar, sem skipuð var af sjávartitvegs- ráðuneytinu, leitt i ljós, að með þvl að nota svartoliu I stað gasoliu i skuttogurum, má við ntiverandi aðstæður spara árlega sem svar- ar 12.8 ínillj. á hvert skip, og mið- ast sú tala við minni skuttogar- ana, sem keyptir eru frá Japan, — en nefndarmenn i svartoliu- nefndinni hafa talið þessa gerð skuttogara sérlega heppilega til þessara breytingá. Eigendur áðurnefndra skuttog- ara hafa rætt viö svartoliunefnd- ina, og i viðtali, sem Timinn átti við Gunnar Bjarnason, formann hennar, koin frain, að togaraeig- endur hefðu sýnt þessu mjög mik- inn áhuga, og myndu breyting- arnar verða gerðar svo fljótt sem unnt væri. Kostnaður við þessa breytingu er mjög litill i samanburði viö sparnaðinn, sem af breytingun- um myndi leiða, en áætlaður kostnaður er um ein milljón króna á hvern skuttugara af þess- ari gerð. Miöað við núverandi eyðslu þessara togara hefur kom- ið i ljós, að hún er 29,7 milljónir árlega, en væri aðeins 16,9 ínilljónir, ef sömu togarar brenndu svartoliu. Hér er vissulega um þjóðhags- lega mikilvægt mál að ræða, og má nefna, að reiknað hefur veriö út, hver árlegur sparnaður yrði, ef allir 53 skuttogarar Islendinga brenndu svartoliu. Talan, sem r.efnd hefur verið i þvi sambandi er 7-800 milljónir kröna. Til fróðleiks birtuin viö hér töflu um kostnaðinn og hvernig hann skiptist i skuttogara, er brennir gasoliu, annars vegar, og skut- togara, sem brennir svartollu, hins vegar. Gasolia Svartolia Kostn.útg. 14.5millj. 6.6inillj. Kostn.rikis 15.2millj. 10.3 millj. 29.7 ínillj. 16.9millj. Gunnar Bjarnason, formaður svartoliunefndarinnar, sagðist hafa heyrt, að nokkrir aðrir, sein ættu togara I smlðum, heföu fullan hug á þvi aö fá I togarana vélar, sem brenndu svartollu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.