Tíminn - 07.02.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.02.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 7. febrúar 1975 HVAÐA HAGSMUNI BERA ADILAR VINNUMARKAÐARINS FYRST OG FREMST FYRIR BRJÓSTI? Halldór Ásgrímsson A& undanförnu hafa aöilar vinnumarkaöarins látiö þaö i ljós viö fjölmiöla, aö skatta- lækkanir og úrbætur i skatta- málum myndu auövelda þá kjarasamninga sem framund- an eru. Ýmsir aöilar hafa tekiö undir þessar skoöanir og i leiöara Morgunblaösins þann 30. janúar segir m.a.: „Þá hefur þaö vakiö verö- skuldaða athygli aö skatta- málanefnd ASI hefur gengiö á fund fjármálafáöherra og rætt við hann hugmyndir um skatta- lækkanir sem þátt i samningum um kaupgjaldsmál. Forseti ASl hefur og gefið yfirlýsingu um, að Jaunþegar myndu meta skattalækkanir til jafns viö kauphækkanir. Fjármálaráð- herra hefur rætt þessa hliö málsins viö fulltrúa vinnuveit- enda og tjáö sig reiðubúinn til að hafa milligöngu um skoðana- skipti og uinræöur um þessi mál. Þaö frumkvæ&i skatta- málanefndar ASI, sem fram kemur i viðræöunum við fjár- málaráöherra, er lofsverö við- leitni til aö kanna nýjar og raun- hæfari leiöir i svokallaðri kjara- baráttu”. Hinir launahæstu fengu mest Morgunblaöið lætur i ljós mikla aödáun á þessum yfirlýs- ingum a&ila vinnumarka&arins, sem að vísu hafa talað mjög ó- ljóst um þessi mál, en gefið i skyn, að skattalækkanir yr&u vel þegnar, ef auövelda á heild- arlausn kjarasamninga. Þaö viðurkenna allir, sem um efnahagsmál fjalla, aö mikl- ir erfiðleikar steöja nú aö I efna- hagslifi þjóðarinnar. Þaö hefur veriö lögö á það megináherzla aö tryggja beri kjör hinna lægst launuðu i þjóöfélaginu, sem ekki eru þess uinkomnir aö þola kjaraskerð- ingu. Slikar raddir voru einnig uppi s.l. vetur, er gengið var frá kjarasamningum. Niðurstaöa þeirra kjara- samninga varö I reynd sú, aö ýmsar stéttir, sem vart teljast til láglaunastétta, fengu mestar kjarabætur. Þessir samningar hafa veriö gagnrýndir innan verkalýös- hreyfingarinnar og utan og skal þaö ekki rakið frekar hér. Láglaunastéttirnar eiga aðsitja í fyrirrúmi Þegar þrengir aö I islenzku efnahagslifi, hlýtur þaö að vera krafa láglaunastéttanna, aö laun þeirra verði það siðasta, sem skert veröur I þjóöfélaginu. Þetta viöurkenndi rikisstjórnin i alþingismaður: lögunum uin launajöfnunarbæt- ur, þar sem kveðið er m.a. á um greiðslu láglaunabóta, sem skulu endurskoöaöar, ef fram- færsluvisitalan fer fram úr á- kveönu marki. Allar likur benda nú til aö slik endursko&un fari fram. Þegar aðilar vinnumarkaöar- ins láta það I ljós, að skatta- lækkanir muni auövelda gerö kjarasamninga, er þess aö vænta, að með þvi séu fyrst og fremst haföir i huga hagsmunir láglaunastéttanna. Ef betur er aö gáö, kemur i ljós að svo er ekki. Sem dæmi má taka hjón meö tvö börn. Persónufrádráttur þessarar fjölskyldu er 687.100,-. Flest allir hafa einhver frá- dráttarbær gjöld, svo sem kostnaö vegna húsnæ&is, vaxta- gjöld, lifeyrissjóösgjöld, stétt- arfélagsgjöld o.fl. Slikur frádráttur er mjög misjafn, en mjög algengt er 100—150 þús. 1 mlnu dæmi hef ég reiknað meö 125 þús. Ef viö tökum dæmi, að skatt- skyldar tekur þessarar fjöl- skyldu séu 1 millj., þá reiknast skattur fjölskyldunnar þannig: þús. kr. Brúttótekjur (þar af eigin húsaleiga 50þús.) 1.000 -r persónufrádráttur 687 + annar frádráttur 125 Skattskyldar tekjur 178 Skattur af þessari upphæð reiknast 20% af 151 þús. og 30% af næstu 151 þús. Eftir þaö verð- ur skatthlutfallið 40%. Samkvæmt þessu ber fjöl- skyldunni að greiöa um 38 þús. i skatt. Skattafsláttur er 28 þús. fyrir hjón og 5 þús. fyrir hvert barn, þannig aö tekjuskattur þessarar fjölskyldu veröur 0. • Þess ber að geta, aö skattaf- sláttur þessi er endurgreiddur I öllum tilfellum, en það breytir ekki þeirri staöreynd, aö lækkun skatta kemur þeim bezt, er hærri tekjur hafa. Þessi fjölskylda hefur u.þ.b. 80 þús. kr. mánaðarlaun og margur verður aö láta sér nægja minna. Skattalækkanir koma þessari fjölskyldu og þeim fjölskyldum, sem lægri laun hafa, að litlu sem engu gagni. Þau ummæli, sem ég vitnaöi til hér aö framan I leiöara Morgunbla&sins, eru þvi mjög vafasöm. Ef skattalækkunarleiöin verö- ur valin, er hætt viö þvi aö lág- launastéttirnar beri enn einu sinni skertan hlut I kjarasamn- ingum. Það veröur að gera þá kröfu til aðila vinnumarkaðar- ins, að þeir láti slikt ekki henda og ætti reynsla siðustu kjara- samninga aö vera þeim nægileg varnaðarorö i þessu sambandi. Varhugavert að blanda saman kaup- samningum og skattreglum. Ég vil taka fram, að ég taldi mjög varhugavert, er farið var inn á þá braut, að meginatriöi I skattastefnu rikisins væru samningsatriði viö aöila vinnu- markaöarins, en viö siðustu kjarasamninga var fariö inn á þá braut i nokkrum mæli, og sama viröist eiga aö endurtaka sig nú. Islenzka skattkerfiö hefur ýmsa stóra galla og einn af ínegingöllunum, er, hversu seinvirkt það er, ef jafna þarf hagsveiflur, enda hefur það i fremur litlum mæli verið notaö sem hagstjórnartæki. Ef skatt- hlutfall, persónufrádráttur o.fl. á að vera samningsatriöi við aöila vinnumarkaöarins, er vart um það aö ræða lengur, að nota skattkerfið til að jafna hag- sveiflur. Það er hlutverk Alþingis og rikisstjórnar aö ákveða skatt- álögur á landsmenn meö tilliti til ástands efnahagsmála hverju sinni. Alþingi þarf á þvi að halda, ef bæta á stjórn efna- hagsmála, aö hafa þennan rétt óskertan. Hins vegar ef það er ósk landsmanna aö leggja stjórn þessara mála og annarra, i hendur hinna ýmsu hagsmuna- hópa i landinu, þá er komin rétt lausn. Þaö hefur boriö allmikiö á þvi að undanförnu, aö stjórnmála- menn treysta sér ekki til aö taka ákvaröanir, nema þeir hafi fyrst leitað álits ýmissa hags- munahópa, og sýnir þaö i reynd ósjálfstæöi Alþingis. Ég vil sérstaklega taka þaö fram, að ég tel aö verkalýösfé- lögin eigi að láta sig skattamál varöa, einkum á sviði skattjafn- aöar, þótt ég telji, að hvorki þau né aðrir aöilar utan Alþingis eigi að ákveöa skatthlutfall með samningum. Skattjöfnuður Skattjöfnuöur veröur sifellt viðfangsefni og eilift deilumál, en ég get ekki látið hjá liöa, að nefna nokkur atriöi I islenzkri skattalöggjöf, sem aö minu mati falla ekki undir hugtakiö skattjöfnuöur, og væri full á- stæða fyrir verkalýösfélögin að taka þau til athugunar: 1. Meöferö söiuhagnaöar: Söluhagna&ur lausafjármuna er aö fullu skattfrjáls, er viö- komandi eign hefur verið I eigu skattþegns i 4 ár. Þannig getur eigandi skips eða vinnu- véla skipt um atvinnutæki á 4 ára fresti og skapaö sér nýjan fyrningarstofn, án tillits til þess söluhagnaðar, sein varö á fyrra atvinnutækinu. Dæmi: Aöili kaupir bát fyrir 10 millj. kr. Fyrnir hann siðan um 10% árlega I 4 ár og selur hann þá fyrir 20 millj. Sölu- hagnaður veröur 16 millj. og erhannskattfrjáls. Sami aöili kaupir nýjan bát fyrir 40 millj. og getur hann þá byrjað að fyrna á nýjan leik. Að minum dómi ætti sölu- hagnaöur i þessu tiifelli að vera skattskyldur, en ef viö- komandi aöili kaupir nýja eign I staö þeirrar gömlu, þá sé honum heimilt aö skeröa nýja - fyrningarstofninn sem svarar söluhagnaöinum. Ef þessi aðili er ekki tilbú- inn aö festa sitt fé i atvinnulifi þjóðarinnar, er ekki neina réttlátt að hann greiði skatt af söluhagnaði. Sömu sögu mætti segja um verðhækkunargróöa á landi og ýmsum ö&rum eignum. Meðferö söluhagnaöar er eitt ljósasta dæmiö um ójöfnuö i Islenzku skattakerfi. 2. Helmingur af launatekjum eiginkonu. Nauösynlegt er að endurskoöa ákvæöi og lækka frádráttar- heimild þessa. Ástæða er þó til að athuga hvort einstakar atvinnugreinar eigi ekki að njóta sérréttinda, t.d. fisk- vinnsla. 3. Húsnæöiskostna&ur. Húsnæöiskostnaður þeirra sem eiga húsnæði er frádrátt- arbær, þ.e. fasteignagjöld, fyrning, vi&hald og vextir. Eigin húsaleiga er hins vegar skattskyld, en I mörgum til- fellum er hún a&eins brot af frádráttarheimild. Rikiö greiöir þvi i reynd 40% af meginhluta húsnæöiskostnað- ar þeirra er hærri tekjur hafa. Ef um leigjanda er að ræða, tekur rikið engan þátt i þeim kostnaöi, þar sem hann er ekki frádráttarbær. 4. Bifreiðakostnaður. Kostnaöur við feröalög milli heimilis og vinnustaðar, eru þvi aöeins frádráttarbær, fái launþegi bifreiðastyrk. Allir sem stunda vinnu ættu að hafa sama rétt i þessum efn- um. Mörg fleiri dæmi mætti nefna, en þetta látið nægja sein dæmi um ójöfnuö i skattkerfinu. Láglaunastéttirnar I landinu hafa verulegra hagsmuna að gæta, að dregið veröi úr skatt- frelsi og frádráttarheimildum, þar sem slikar heimildir nýtast einkum hátekjumönnum. Ef menn hafa hug á að lækka heild- arskattbyrði láglaunastéttanna, veröur það ekki gert með þvi aö lækka beina skatta rlkissjóðs. Hins vegar mætti gera það meö þvi aö lækka skatta sveit- arfélaganna, eöa réttara sagt meö þvi aö breyta álagningar- reglum útvarps, þar sem vara- samt er að lækka tekjústofn sveitarfélaganna. Slikar breyt- ingar gætu verið I þvi fólgnar, að hækka álagningarhlutfall út- svars og hækka jafnframt per- sónufrádrátt frá útsvari. Búist er við aö útsvar verði 11% af brúttótekjum. Fjölskyld- an hér að framan fengi samkv. þvi 950x11 100 -r-7 -r 2 = 96 þús. persónu persónu frádr. frádr. hjóna barna Það mætti t.d. hugsa sér að hækka skatthlutfallið I 20% en auka persónufrádrátt hjóna i 90 þús. og persónufrádátt fyrir hvert barn 115 þús. útsvar þess- arar fjölskyldu yrði þá 70 þús. I stað 96 þús. Nokkur dæmi: Tekjur Útsvar Útsvar 20% 11% Fjölsk. með 2börn 800 40 79 Fjölsk. meö 2börn 1000 80 101 Fjölsk. með 2börn 1200 120 123 Fjölsk. meö 2börn 1500 180 145 Fjölsk. með 2börn 2000 280 211 Hér er aðeins um dæmi að ræöa, sem ekki hefur verið rannsakað. Slikar breytingar geta haft veruleg áhrif á tekju- stofna sveitarfélaga, sem at- huga þarf sérstaklega. Aðalhugsunin i þessu dæmi, er að létta af láglaunastéttun- um, en auka skatta þeirra, sem betri kjör hafa. Ég er mótfallinn mikilli lækk- un skatta I þjóðfélaginu, sem or- sakar fyrst og fremst niöur- skurð rikisútgjalda. Hætt er við að slikur niðurskurður orsaki einkum frestun verklegra frain- kvæmda, sem gæti skapað at- vinnuleysi viða um land. Hins vegar þarf mikla aðhaldsseini og sparnað i opinberum rekstri, sem verður mikið og erfitt verk- efni. Eins og máluin er nú komið i þjóöfélaginu, er nauösynlegt að bæta hlut láglaunastéttanna. Það verður bezt gert með þvi að raska skatthlutfallinu, i stað þess aö lækka skatta. Með þvi verður jafnframt dregið úr einkaneyzlu i þjóöfélaginu, sem hefur veriö óhóflega mikil að undanförnu. Námsvist í Sovétríkjunum Sovésk stjórnvöld munu væntanlega veita einum ís- lendingi skólavist og styrk tii háskólanáms I Sovétrikj- unum háskólaárið 1975—76. Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 24. febrúar n.k., og fylgi staðfest afrit prófskirteina ásamt meömælum., Umsóknareyðublöö fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 3. febrúar 1975. — 1. f , É i t! JJU ur gar DIPREIÐf EIGEHDUF Aukið DRYGGI, SPARNAÐ og ÁNÆC í keyrslu yðar, með þvi að lóla okk annast stillingarnar á bifreiðinni. Framkvsmum véla-, hjóla- og Ijósastillin ásamt tilheyrandi viðgerðum. Ný og fullkomin stillitœki. O. CngiK>crk//on h f Stilli- og Auðbrekku 51 vélaverkstæði Kópavogi, sími 43140 Úrvals hænsnafódur Varpkögglar -HEILFÓÐUR- Blandad hænsnakorn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.