Tíminn - 07.02.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.02.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 7. febrúar 1975 Dr. Jakob Benediktsson: Dr. Jakob Benediktsson. Tlmamynd G.E. Til hvers eru menn að semja orðabækur? Þetta má virðast fá- nýt spurning, þar sem flestir mundu svara þvl tii að i orðabók- um fái menn skýringar á merk- ingum orða og notkun þeirra i ýmsum samböndum. Þetta er vitaskuld rétt um megniö af þeim orðabókum sem almenningur notar, hvort heldur þær eru með þýðingum úr einu máli á annað eða móðurmálsorðabækur með skýringum á sömu tungu. Hitt gera menn sér ef til vill siöur ljóst hvað til þess þarf að hægt sé að gera góða orðabók svo að hún fullnægi þeim kröfum sem not- endur kunna að gera til hennar. Nú eru slikar kröfur margvisleg- ar, enda eru til margvislegar orðabækur, ekki aðeins almenn- ar, heldur og sérgreindar á ýms- an hátt, t.d. orðabækur um mál ákveðins timabiis, svo sem orða- bækur um fornnorrænu, eða ákveðna tegund bókmennta, eins og mál fornskálda, eða þá orða- bækur um tæknimál ýmsra starfsgreina o.s.frv. Loks eru tii almennar sögulegar orðabækur sem eiga að geyma orðaforða margra aida, og það er kannski ekki slzt um sllkar orðabækur sem ástæða er til að spyrja til hvers sé verið að semja þær. Til þess liggja raunar margar ástæður. Ég skal fyrst nefna eina sem snýr beint að almenningi. Góð handorðabók verður ekki til nema hún styðjist við miklu meira efni en hægt er að koma fyrir I henni. Að baki hennar verður að liggja svo mikið dæma- safn að úr þvl fáist nokkurn veg- inn örugg vissa um notkun orða og oröasambanda, þannig að stuttoröar skýringar verði ekki villandi eða beinlinis rangar. Þegar af þessum rökum er nauð- synlegt að til sé stór orðabók sem hafi að geyma mikið dæmasafn. En nú gætu menn spurt: Er þá ástæða til að safna dæmum nema úr núttíðarmáli eöa t.d. máli síð- ustu aldar eöa vel það? Því er til að svara að við Islendingar erum i þeirri sérstöðu að geta lesið Is- lenzkar bókmenntir frá upphafi: orðaforöi tungunnar hefur ekki breytzt meira en svo, að þetta veldur ekki verulegum erfiöleik- um. Þó er það svo að mörg orð hafa horfið úr notkun eða breytt um merkingu, og sá lesandi sem rekst á þau I gömlum ritum þarf þvl á þvl að halda að geta fengið skýringu á þvílíkum orðum og merkingu þeirra. I mörgum til- vikum hafa orð úr eldra máli ver- ið vakin upp aftur,.þó að þau hafi lltt eða ekki verið notuð um lang- an aldur, og I öðrum tilvikum hafa gömul orð varðveitzt I mæltu máli öldum saman, enda þótt þau hafi sjaldan eða aldrei komizt á bók. Þvl er mjög erfitt að setja glögg mörk milli þess sem er virkur orðaforði nútimamáis I venjulegu mæltu máli og þess sem getur verið mönnum tiltækt I ræöu og riti þegar sérstaklega stendur á. Sá orðaforði sem menn þekkja en nota ekki I venjulega mæltu máli — óvirki orðaforðinn — er miklu meiri en flesta grun- ar, og verulegur hluti hans eru einmittorð flr eldra máli, hvort sem þau hafa varðveitzt á bókum eða I munnlegri geymd. Orðaforði, orðsaga, merking orða og nýyrði Hlutverk sögulegrar orðabókar eins og Orðabókar Háskólans er þvl að skrásetja eins mikið af oröaforða íslenzkrar tungu frá upphafi og unnt er, gera grein fyrir sögu orðanna, merkingar- breytingum þeirra. tilkomu nýrra orða og hvarfi annarra. Þetta er vitaskuld draumsýn sem aldrei getur rætzt að fullu. Orðabók um mál liðinna alda hlýtur að byggja á rituðu máli, en þvl fer fjarri að allur orðaforðl mælts máls hafi komizt á bæiur. Jafnvel fjöl- skrúðugar bóllmenntir eins og fornbókmenntir okkar eru viðs- fjarri þvl að sýna okkur allt orða- far mælts máls þeirra tima: þar skortir vitneskju um fjölmargt það sem menn hafa borið sér I munni á hverjum degi, heiti á mörgu þvi sem snerti daglega önn fólksins I landinu — þvllikum orð- um skýtur kannske upp endrum og eins, nánast af hreinni tilvilj- un. Þetta á vitaskuld ekki slður við um mál slðari alda, þar sem bókmenntir eru fáskrúðugari eða einhæfari. Söfnun okkar sem vinnum við Orðabók Háskólans tekur til við upphaf islenzkrar prentaldar, með Nýja testamenti Odds Gott- skálkssonar, sem út kom 1540. Formálsorðabók sú sem unnið er að I Kaupmannahöfn á vegum Árnanefndar á að ná yfir Islenzkt mál fram að þessum tima, og þessar tvær orðabækur eiga þvi að veita yfirlit um Islenzkan orða- forða frá upphafi. Með tilkomu prentlistar og upp- hafi bókaútgáfu á Islenzku.skap- aðist nýr grundvöllur Islenzks rit- máls, sem áður hafði aðeins verið til I handritum. En prentað mál Islenzkt var fyrstu tvær aldirnar, eða langt fram á 18. öld, ákaflega einhæft, nær eingöngu guðsorða- bækur, helztu undantekningarnar voru Jónsbók og þau fornrit sem Þórður biskup Þorláksson lét prenta I Skálholti á 17. öld. Málfar þessara bóka mótaðis af þvl að þær voru flestar þýddar, og stlll siðskiptaritanna bar þess greini- leg merki að meira kapp var oft lagt á nákvæmar þýðingar en is- lenzkt málfar. Við það bættist að efni þessara rita sneiddi hjá veru- legum hluta orðaforðans, svo að þekking okkar á orðaforða þess- ara alda væri harla bágborinn ef ekki væri öðrum ritum til að dreifa. En sem betur fer var margt annað skrifað á íslandi á þessum öldum, þó að ekki kæmist það á prent. I handritasöfnum eru varðveitt kynstur af rituðu máli veraldlegs efnis frá siðari öldum, og þó að talsvert af þvl hafi verið gefið út á slðari timum, eru býsn- in öll óprentuð, og ærin verkefni fram undan að vinza það merk- asta úr þvi og koma á prent. Þó að margt af þessum skrifum hafi lít- iðbókmenntagildigetur það verið merkilegt frá sjónarmiði orða- bókarmanna: þar geta leynzt orð og orðasambönd sem ekki eru kunn af prentuðum bókum sam- tlmans, og sum sem kannske hafa aldrei komizt á prent. Orðasöfnun og orðabókargerð fyrir 1800 Nú er ekki óeðlilegt að menn spyrji: var þá ekkert unnið að oröasöfnun og orðabókargerð á öldunum fyrir 1800? Vissulega var það gert, allt frá því á önd- verðri 17. öld, og mætti af þvl segja langa sögu, en hér verður að stikla á stóru. Áhugi lærðra manna, innlendra og erlendra, á Islenzkum fornbókmenntum hófst að verulegu leyti fyrir tilstilli latlnurita Arngrlms lærða, og af þeim áhuga var sprottin elzta til- raun til Islenzkrar orðabókar. Magnús Ölafsson, prestur I Lauf- ási (d. 1636), skrifaði upp talsvert af fornum kveðskap fyrir erlenda fræðimenn og tók til við að semja orðabók yfir fornlslenzkt skálda- mál og annað orðfæri úr fornrit- um. Hann dó frá þvl verki óloknu, en eftirmaður hans, sr. Jón Magnússon I Laufási, lauk við handritið og sendi það utan. Ole Worm, sá mikli áhugamaður um Islenzk fræði, kom þvl loks á prent árið 1650 og fékk Guðmund Andrésson til að búa það til prent- unar, en hann jók það nokkuð. Guðmundur var þá fyrir skömmu orðinn skjólstæðingur Worms, eftir aö Worm hafði átt drjúgan þátt I bjarga honum úr Bláturni, þar sem hann sat vegna skrifa sinna um Stóradóm. Orðabók Magnúsar, Specimen Lexixi Runici, — eða sýnishorn af rúna- orðabók, eins og Worm kallaði hana — var vitanlega allsendis ófullnægjandi sem Islenzk orða- bók, bæði vegna orðavals og litill- ar fyrirferðar, og þvi var það eðlilegt að Guðmundur Andrés- son tókst á hendur að semja stærri orðabók — vafalaust fyrir hvatningu Worms. Hann dó þó frá henni ókaraðri 1654, en handrit hans var samt gefið út árið 1683. Um útgáfuna sá danski prófess- orinn P.H. Resen, en kunnátta hans I Islenzku var harla bágbor- in og hann virðist ekki hafa látið neinn islending lesa prófarkir, þvi að i útgáfunni er einhver sú mesta auðlegð af prentvillum sem til er i nokkurri bók eftir Islenzkan mann. Báðar þessar orðabækur voru með þýðingum á latlnu, og komu þvi þeim einum að haldi sem latinulærðir voru. I orðabók Guðmundar er talsvert af orðum úr mæltu máli samtimans, en orðaforði hennar er þó fremur lit- ill. Þóerhún engan veginn gagns- laus heimild, þvi að i henni er sitt- hvað tilfært sem ekki þekkist úr eldri ritúm. Og hún var i 131 ár eina prentaða orðabókin um Is- lenzkt mál siðari alda sem lesendur áttu völ á. Þvi fór þó fjarri að menn fengj- ust ekki við oröabókargerð á næstu öld. Hitt var heldur að fjöldi manna samdi orðasöfn, stór og smá, en öll áttu þau sammerkt I þvl að þau komust ekki á prent, heldur lágu ónotuð i handrita- söfnum og eigu einstakra manna. Hér er þess enginn kostur að nefna nema stærstu orðasöfnin. Guðmundur ólafsson (d. 1695) vann fyrir fornfræðanefnd Svia á árunum 1681—95, og samdi þá m.a. stóra Islenzk-latneska orða- bók, sem hann lauk þó ekki við að fullu. Handritið er varðveitt I Stokkhólmi, en af þvi virðast hafa glatazt a.m.k. tvö bindi, en varð- veitt eru 16, sumpart I uppkasti, sumparthreinrituð. En af þessari orðabók er það skemmst að segja að hún gleymdist með öllu og var jafnvel álitið að hún væri glötuð, allt fram á f jórða áratug þessarar aldar, þegar Jón prófessor Helga- son gróf hana upp I Konunglega bókasafninu i Stokkhólmi. Hún hefur aldrei verið notuð við neina orðabókargerð, en Orðabók Há- skólans hefur fengið af henni ljós- myndir. Ætla mætti að Guðmund- ur hefði fengið handritið greitt eftir blaðsiðufjölda, þvi að bæði stendur ekki ýkja mikið á hverri blaösiðu, og hann hefur þess utan stundum drýgt efnið heldur frek- lega, t.d. eru i hreinskriftinni um 800 bls. sem byrja á forskeytinu all-,en það hefur hann sett fram- an við öll lýsingarorð sem honum duttu I hug. Allt um það er þarna mikill orðaforði saman kominn, en megingalli bókarinnar er sá að þar er mjög litið um dæmi eða oröaambönd. Eljuverk Jóns frá Grunnavik Stórum merkilegri er hin mikla orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavik, en að henni vann hann frá þvl um 1734 til æviloka (1779). Þetta er geysilegt elju- verk, I níu þéttskrifuðum bindum I arkarbroti. Jón hélt áfram að bæta við handritið hvar sem auöur blettur var I þvl, og að slöustu festi hann inn miða I opn- urnar, þegar hvergi var eftir gómstór blettur óskrifaöur. Hann tilfærir fjölda dæma, bæði úr rit- uðu máli og mæltu, og ekki sizt fyrir þá sök er orðabók hans ó- metanleg heimild um mál 17. og 18. aldar, þvl að þar stendur býsna margt sem ekki verður fundiö I prentuðum bókum. Orða- bók Háskólans á ljósmyndir af handritinu, en það er geymt I Arnasafni, og búið er að skrifa mestallan orðaforðann upp á orðabókarseðla. Einu orðabók 18. aldar sem á prent komst samdi Björn Halldórsson, prestur i Sauðlauks- dal. Handritið sendi hann til Kaupmannahafnar 1786, en ekki komst það á prent fyrr en 1814, og sá Rasmus Rask um útgáfuna. Þýöingar Björns voru á latinu, eins og tiðkazt hafði i öllum eldri orðabókum, en I prentuðu útgáf- unni var dönskum þýðingum bætt viö,og jók það vitaskuld notagildi bókarinnar að verulegum mun. Hún var fyrsta islenzka orðabók- in sem segja mátti að kæmi að verulegu gagni: I henni var mikið efni úr mæltu máli samtiðarinn- ar, en henni var lokið það snemma að I henni er ekki tekið tillit til þeirrar miklu nýsköpunar I ritmáli sem hófst með útgáfu Lærdómslistafélagsritanna 1781. Heita má að allur orðaforði henn- ar sé tekinn upp I orðabók Sigfús- ar Blöndals, enda var hún aðal- heimild hennar um mál 18. aldar. Nltjánda öldin var framar öllu tlmabil hinna miklu fornmáls- oröabókar: þá komu út bækur eins og Lexicon Poeticum Svein- bjarnar Egilssonar, fornmáls- orðabók Guðbrands Vigfússonar (sem raunar var gerð upp úr söfnum Konráðs Gislasonar) og orðabók Fritzners um forn- norrænu, svo að þær stærstu séu nefndar. En orðasöfnun úr sam- tlðarmálihélt eigiaðsiður áfram, þó að minna af þvi kæmist á prent, Hallgrlmur Scheving, sem var kennari við Bessastaða- skóla frá 1810 og siðar I Reykjavik til dauðadags 1861, byrjaði snemma að safna orðum til við- bótar við orðabók Björns Hall- dórssonar. Kringum 1830 lét hann konráö Gislason, sem var þá i skóla, hreinskrifa orðaafn, sem enn er varðveitt I Lbs. 220, 8vo. Þetta safn hefur ekki verið notað i prentuðum orðabókum, en það er merkilegt.ekki sizt vegna þess að þar er mikið af orðum úr mæltu máli og oft tekið fram úr hvaða landshluta orðin séu runnin. Hall- grlmur hélt áfram söfnun sinni til dauðadags og lét eftir sig mikið safn, en harla erfitt til afnota, þvi að það var á smáseðlum sem tor- velt var að halda I röð, og auk þess næsta ólæsilega skrifað. Sá mikli nytjamaður, Páll Pálsson stúdent, skrifaði safn Schevings upp að honum látnum, og er það nú varðveitt i Lbs. 383—85, 400. Þarna er saman kominn mikill fróðleikur, bæði úr bókum frá 18. og 19. öld og úr mæltu máli. Meginið af orðaforða þessa safns er tekið upp i orðabók Sigfúsar Blöndals enda var það ein helzta heimild hans um mál þess tima sem safnið tekur til. Jón Þorkelsson rektor vann alla ævi að orðasöfnun og komu út á prent eftir hann fjögur orðasöfn úr fornu máli og nýju. Merkast þeirra er þriðja safnið, sem er að mestu leyti tint saman úr prent- uðum bókum frá l9.-öld. Þetta safn er ekki hugsað sem sjálfstæð oröabók, heldur sem viðbót við orðabók Björns Halldórssonar, en það varð slðar ein meginstoð Sig- fúsar Blöndals um mál 19. aldar. Orðabók Sigfúsar Blöndals Sigfús Blöndal hagnýtti sér þær prentaðar orðabækur sem nú hafa verið nefndar ásamt hinu stóra safni Hallgrims Schevings. Sjálfur orðtók hann einkum bæk- ur frá seinni hluta 19. aldar og fyrstu áratugum hinnar 20. Auk þess fékk hann I hendur orðasafn, Björn M. Ólsens úr mæltu máli, en þvi hafði hann safnað á ferðum sinum um landið. á árunum 1884—93. Enn bættist margt I Orðabók Sigfúsar frá samstarfs- mönnum hans þegar bókin var búin til prentunar, og kom þá inn margt orða úr mæltu máli, sem aldrei hafði áður I orðabækur komizt. Nú mætti spyrja: Sýnir orðabók Sigfúsar Blöndals þá ekki sæmi- lega mynd af Islenzku máli siðari alda? Vissulega gerir hún það, en ekki nema að vissu marki. Þar ber tvennt til: annars vegar sú staðreynd að þær prentaðar orða- bækur sem Sigfús studdist við eru ekki reistar á nægilega viðtækri orðasöfnun, hinsvegar að mark- mið bókarinnar var ekki sögu- legt, en það þýðir að ekki er gerð nein tilraun til að rekja merk- ingarbreytingar eða sögu orð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.