Tíminn - 07.02.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.02.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 7. febrúar 1975 TÍMINN 13 um í tilefni kvennaárs: Spurning jafnrétti — eftir Gyifa Kristinsson, laganema Þegar saga tuttugustu aldar- innar á Islandi verður skrifuð, þá er öruggt að einn þáttur hennar f jallar um kvenréttinda- baráttu. Óhætt er að fullyrða að bylting hafi átt sér stað siðast- liðin 75 ár, hvað.stöðu kvenna I þjöðfélaginu áhrærir.Sem dæmi má nefna, að árið 1900 voru sett lög um fjármál hjóna. 1 þeim var ákvæði, sem tryggði eigin- konu forræði á aflafé sinu, en fyrir þann tima voru giftar kon- ur ómyndugar, þ.e. þær voru ekki fjárráða. Ógiftar konur voru skör betur settar, þvi sam- kvæmt tilskipun frá 4. janúar 1861, var mælt fyrir að sömu reglur giltu um fjárræði ógiftra kvenna og karla. 19. júni 1915 fengu konur kosningarétt og kjörgengi til jafns við karlmenn við kosningar til alþingis, og 15. febrúar 1923 tók fyrsta konan sætiá alþingi. Það var Ingibjörg H. Bjarnason, þá forstöðukona Kvennaskólans i Reykjavik. Nú sitja 3 konur á alþingi. Breyttar félagslegar staöreyndir í athyglisverðri grein, sem dr. jur. Armann Snævarr, hæsta- réttardómari, ritaði I timarit laganema, tllfljót 2. tbl. 1972, um frumvarp til laga um stofn- un og slit hjúskapar og hann nefnir „Hjúskaparlöggjöf á hvörfum”, segir dr. Ármann m.a.: „Vinna giftra kvenna ut- an heimilis hlýtur t.d. að hafa veigamikil áhrif I sambandi við löggjöf um fjármál hjóna, auk þess sem þessi félagslega stað- reynd elur af sér nauðsyn á ýmsum félagslegum úrræðum, svo sem barnaheimilum, heimilisaðstoð o.fl. (leturbr. G.K.) og felur I sér, að brýnt er aö auka margvíslegt liðsinni al- mannatrygginga og aðhæfa skattalöggjöf að þessum félags- lega veruleika”. Jafnréttisbaráttan á vinnumarkaðinum. Barátta kvenna fyrir launa- jafnræði við karlmenn á hinum almenna vinnumarkaði hefur ekki gengið hratt fyrir sig. Það er ekki fyrr en árið 1961, að frumvarp um jöfn laun karla og kvenna fyrir sömu störf nær fram að ganga á alþingi. Þetta frumvarp urðu lög nr. 60/1961. Samkvæmt þeim skyldu laun kvenna hækka til jafns við laun karla fyrir sömu störf I al- mennri verkakvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verzlunar- og skrifstofuvinnu. Launa- jöfnuðinum skyldi náð 1. janúar 1967. En þaö er ekki nóg að hafa lagabókstafinn fyrir ákveðnum réttindum, þótt með honum sé fenginn mikilvægur grundvöll- ur. öllum málum verður að fylgja eftir ekki sízt þeim, sem snerta samskipti við atvinnu- rekendur. En einmitt á þessu sviði hafa kveni;éttinda- hreyfingar unnið þrekvirki, og er þá Rauðsokkahreyfingin ekki undanskilin. Með oft skringileg- um tiltækjum sinum hefur henni tekizt að vekja athygli á ýmiss konar misrétti kynjanna, sem góðborgarinn hafði hreinlega ekki hugsað um eða veitt at- hygli. (Undirr. er ekki kunnugt um hversu stór hluti giftra kvenna á Islandi vinnur utan heimilis, en 1972 var talið að 40- 50% giftra kvenna I Finnlandi og Svfþjóð ynni utan heimiiis. Ekki er ólíklegt að sama hlutfall gildi hér). Konur og langskólanám. Það var lengi landlæg skoðun á lslandi eins og viðast I öðrum löndum, að konur ættu ekkert erindi I framhaldsskóla og þvl slður i háskólanám. Þó er tæp öld siðan stúlkur fengu sama rétt og piltar til að ganga undir próf I Menntaskólanum i Reykjavik (sem þá hét Lærði skólinn I Reykjavik), en sú heimild var fyrst notuð 1897, þegar færeysk stúlka, Elinborg Jacobsen, lauk stúdentsprófi frá skólanum. Fyrsti islenzki kven- stúdentinn, Laufey Valdimars- dóttir, brautskráðist vorið 1910. Lýöveldisárið 1944 luku 23 stúlk- ur stúdentsprófi á móti 49 pilt- um frá Menntaskólanum I Reykjavik, en 1974 brautskráð- ust alls 204 frá þessum sama skóla. Þar af voru 98 stúlkur. Af þessum tölum má sjá, að konur hafa ekki aðeins sótt á i atvinnu- lifinu heldur hefur hlutur þeirra einnig batnað hvað langskóla- nám snertir. Af þvl sem áður er sagt er ljóst, að samkvæmt íslenzkum lögum er svotil jafnrétti milli karla og kvenna (skattal. eru þó undantekning sbr. 50% laun eiginkonu eru frádráttarbær), alla vega hvað snertir nám og vinnu. Hins vegar hefur hin heföbundna verkaskipting kynj- anna á heimilunum lítiö breytzt. Karlmaöurinn er enn fyrirvinna heimilisins, og það fellur venju- lega I hlut konunnar að hugsa um bú og börn og i þvi felst ákveðið misrétti. Þetta misrétti birtist vanalega þannig, að eftir að hjón hafa eignazt barn, þá verður konan, sem fram að þeim timamótum hefur stundað slna vinnu eða sitt nám, að hætta I vinnunni eða skólanum, — nema hægtsé að koma barni I gæzlu hjá ömmu og afa eða á barnaheimili. Barnaheimilisrekstur I Reykjavik. Barnaheimilum eða dag- vistunarheimilum er að jafnaði skipt I þrjá flokka. Það er dag- heimili fyrir börn á aldrinum 3ja mánaða til skólaskylduald- urs, þá skóladagheimiliog loks leikskólarfyrirbörn 2ja ára til 6 ára. Mest er eftirspurnin eftir plássum á dagheimilum og raunar hefur hún verið svo mikil, að þrátt fyrir mjög strangar reglur um skilyrði þess, að aðili komi til álita, eru biölistar langir. Frumkvæðið um byggingu dagheimila/dag- vistunarheimila er yfirleitt hjá viökomandi bæjaryfirvöldum, i Reykjavík hjá borgarstjórn Reykjavlkurborgar. Vegna þess hve Reykjavikurborg, þ.e. ihaldsmeirihlutinn, hefur van- rækt þetta verkefni hafa ýmsir einkaaðilar tekið sig til og staðið fyrir kaupum eða byggingu hús- næðis til reksturs dagheimila. Einn slikra aðiia er sjálfs- eignarstofnun stúdenta Háskóla Islands, Félagsstofnun stú- denta. Félagsstofnun stúdenta á nú tvö dagheimili, Efrihlið og Valhöll. A þeim eru pláss fyrir 85 börn. Rekstur flestra dag- heimila I Reykjavlk er I höndum Barnavinafélagsins Sumargjaf- ar. Þannig sér Sumargjöf um daglegan rekstur dagheimila stúdenta svo og dagheimila Reykjavíkurborgar. A dag- heimilum, sem Sumargjöf rek- ur er rými fyrir um 616 börn og er þá ekki meðtalið rými á dag- heimilum stúdenta. Hverjir eiga möguleika á dag- heimilisvistun fyrir börn sln? Vegna hinnar miklu eftir- spumar eftir dagheimilisrými, koma aðeins tveir hópar þjóð- félagsins til álita við veitingu. Þeir eru einstæðir foreldrar og námsmenn. Foreldrar, sem búa i óvigðri sambúð eða eru giftir, koma yfirleitt ekki til greina og raunar þýðir ekkert fyrir þá að sækja um pláss fyrir börn sin nema að annaðhvort foreldri sé viö nám. Sextán prósent plássa Sumargjafar eru ætluð börnum námsmanna, þar af 8% fyrir böm námsmanna við Háskóla Islands, en þeir eiga auk þess húsnæöi fyrir 85 börn eins og áð- ur sagði. Þeir foreldrar, sem ekki uppfylla þessi skilyrði verða aö leita annað eftir gæzlu t. d. á einkaheimilum og ef það tekst ekki, þá verða þeir að sjá um gæzluna sjálfir og allir vita hvort foreldranna hlýtur þann starfa. Barnagæzla á einkaheimilum. Á slðustu misserum hefur það færztívöxt.aðýmsir aðilar, t.d. húsmæður, hafa tekið að sér barnagæzlu á eigin heimilum. Þessi gæzla er I flestum tilfell- um undir eftirliti Félagsstofn- unar Reykjavikurborgar. Vist- un barna á einkaheimilum hefur bæði kosti og galla. Slíkt fyrir- komulag sparar riki og sveita- félögum umtalsverðar fjárhæð- ir og leysir aðsteðjandi vanda á fljótvirkan hátt. En frá bæjar- dyrum þeirra, sem notfæra sér þessa þjónustu eru ókostirnir yfirgnæfandi. Nægir að benda á það, að gæzluaðilar geta veikzt eins og annað fólk, eða hætt störfum, og þá er enginn til þess aö hlaupa I skarðið á meðan það ástand varir eins og á dag- vistunarstofnunum. Annað atriði er það, að á dagvistunar- stofnunum vinnur starfsliö, sem hlotið hefur sérmenntun i þvi að meðhöndla börn á viðurkenndan hátt á viökvæmasta æviskeiöi þeirra. Þeir, sem sjá um gæzlu á einkaheimilum hafa i fæstum tilfellum hlotið þess háttar þjálfun. Með þessum orðum er alls ekki verið að draga i efa hæfileika isl. húsmæðra eða þeirra aðila, sem fást við þenn- an starfa, aðeins verið að benda á það, að foreldrar eru mjög ósammála um það hvers konar innræting/uppeldi sé barni fyrir beztu og ómenntaður aðili gerir sér kannski ekki grein fyrir þeim áhrifum, sem hann hefur á þau börn, sem hann er að gæta. Þá er gæzla á einkaheimilum allt að helmingi dýrari en á dag- heimilum (Kr. 8.000.-á dagh. en u. þ.b. 15.000.- á einkah.). Langir biðlistar. Þrátt fyrir það, að einungis tveir þjóðfélagshópar eigi möguleika á dagheimilisplássi fyrir börn sin eru biðlistarnir langir. Þannig voru nú um ára- mótin nálægt 130 börn einstæðra foreldra á biðlista hjá Barna- vinafélaginu Sumargjöf, 170 börn námsmanna, þar af 120 börn háskólastúdenta. Stúdent, sem á barn nr. 120 getur vænzt Framhald á 19. siðu Leikhúsið við Austurvöll Það vakti verulega athygli i fyrra, þegar vara- þingmaður af Vestfjörðum lýsti Alþingi ís- lendinga sem þriðja leikhúsinu i Reykjavik. Yfir- lýsingu þessari var þá tekið með hæfilegri tor- tryggni af öllum almenningi, en við hina bemu sjónvarpsútsendingu s.l. vor frá lokastundum fráfarandi þings kom i ljós, að tortryggnin var að ástæðulausu. Þingmenn virtust frekar lita á sig sem leikara en kjörna fulltrúa þjóðarinnar á elztu löggjafarsamkomu heims. Var að vonum mjög rætt um framkomu þingmanna þá, en margir vildu kenna taugaspennu þeirra um. Fyrir réttri viku leiddu 10 þingmenn,2 úr hverj- um stjórnmálaflokki, saman hesta sina i sjónvarpsþættinum „Kastljós”. Kom þá i ljós, að þingmenn hafa ekkert lært af gagnrýni þeirri, sem þeir urðu fyrir s.l. vor. Það var með naumindum, að þeir væru sammála um, að þjóðin ætti við verulegan efnahagsvanda að etja, en lengra náði samstaðan ekki að einu atriði undanskildu.Var helzt á þingmönnunum að skilja, að annað hvort væri efnahagsvandinn öllum öðrum en þeirra eigin stjórnmálaflokki að kenna eða enginn ætti sök á vandanum, þetta væri bara svona. Eða eins og segir i ágætri sjónvarps- auglýsingu: ,,Nú, það er bara svona.” Það er ekki við þvi að búast, að menn, sem aðhyllast ólikar stjórnmálaskoðanir, geti verið sammála um þjóðmál, en það er krafa almennings að þing- menn ræði a.m.k. vandamálin efnislega og láti allan leikaraskap lönd og leið. Þjóðinni kemur litt að notum karp um það, hvort og hvað hefði átt að gera. Það, sem nú þarf að gera, eru ákveðnar, markvissar framkvæmdir, sem leyst geta þann vanda, sem við er að glima. Hins vegar vakti verulega athygli samstaða þingmanna, þá er spurt var um launakjör þeirra. Háttvirtur fjármálaráðherra, sem alla sina þing- mannstið hefur búið i Hafnarfirði, kvaðst að- spurður ekki muna, hversu hárra dagpeninga þingmenn búsettir i Kópavogi og Hafnarfirði ny tu yfir þingtimann, en allar aðrar tölur hafði ráðherrann á reiðu. Það er erfitt að trúa þvi, að jafn glöggur maður skuli ekki muna slikar tölur. Óneitanlega vaknar sá grunur, að minni ráðherrans hefði verið betra, ef spurt hefði verið um dagpeningagreiðslur til einhvers annars hóps manna, sem nyti slikra greiðslna frá rikinu. Hér er ekki verið að deila persónulega á háttvirtan fjármálaráðherra, sem er hinn ágætasti maður, heldur benda á þá staðreynd, að þegar um launa- kjör þingmanna er rætt, bregður svo við, að minni þeirra bregzt með öllu, eða þeir reyna á einhvern annan hátt að koma sér undan að svara. Þingmenn þykjast sjálfsagt eins og margir aðrir ekki ofhaldnir i launum, en þessi si- felldu undanbrögð virka eins og þeir skammist sin fyrir launin og telji sig tæpast hafa unnið til þeirra. Þingmenn hafa alloft kvartað yfir þvi að störf þeirra væru vanmetin, og almenningur gerði sér litla grein fyrir þvi mikla og góða starfi, sem þeir leystu af hendi. Þvi er til að svara, að leikara- skapur sá, er þjóðin varð vitni að i áðurnefndum sjónvarpsþætti, er sizt til þess fallinn að auka mönnum trú á Alþingi og störfum þess. Hvenær skyldi annars koma að þvi, að þingmenn átti sig á að þeir verða metnir af verkum sinum en ekki orðum? Þá fyrst geta þingmenn búizt við þvi, að traust almennings á Alþingi vakni á ný og þing- menn mæti þeim skilningi, sem þeir þá með sönnu ættu rétt á. I.B.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.