Tíminn - 07.02.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.02.1975, Blaðsíða 14
14 TíMINN Föstudagur 7. febrúar 1975 Katrin tók auðmjúk við gjöf inni og þvoði áhöldin. Hún þorði ekki einu sinni að þakka honum. Hann tók aftur upp þann gamla sið að gefa henni alltaf ákveðna upphæð i hver vikulok, en auk þess keypti hann einnig matvörur til heimilisins og allmikið af þurru og góðu brenni, sem kom sér sérstaklega vel nú, þegar Katrín átti svo örðugt með að sækja sjálf til skógar kvisti og sprek, sem alltaf hafði veriðeini eldiviðurinn í kotinu á Klifinu. Það mátti heita, að hann framfleytti foreldrum sínum, auk þess sem hann kom heim með marga hluti, sem aldrei höfðu fyrr sézt á heimilinu. Fátæktin hefði sorfið sárt að þeim þennan vetur, ef Einars hefði ekki notið við. Vegna þurrkanna sumarið áður var korn og garðmeti mun dýrara en venjulega, og þar við bættist, að Katrín hafði ekki stundað vinnu af sömu elju og endranær eftir að örvænt var um líf sonar hennar. Og nú var Jóhann svo aðframkominn, að hún mátti varla frá honum víkja. Hún hafði lagt sig alla fram um að hirða hann sem bezt og forða því, að hann fengi legusár, og lagt í nokkurn kostnað af þeim sökum: keypt tóma hveitipoka og saumað úr þeim lök og skyrtur handa honum. Hún vildi líka, að hann og rúmið hans væri sem þokkalegast þegar nágrannarnir litu inn til þeirra. En sjálfa sig hafði hún hvorki tíma né ráð á að hugsa um. Flíkur hennar voru orðnir slíkir henglar, að hún skirrðist við að láta sjá sig manna á meðal. Og skórnir voru gatslitnir, svo að heita mátti, að hún özlaði snjóinn berum fótum. Hún hafði beðið Gústaf að reyna að gera við þá, en hann fór jaf nan til vinnu snemma morguns og kom ekki heim fyrr en síðla kvölds, svo að ekkert hafði af því orðið. En dag nokkurn, þegar Einar kom frá vinnu sinni, hafði hann meðferðis vatnsleðurskó. Hann tók gömlu skóna, sem móðir hans var nýbúin að taka af sér, og f leygði þeim í eldinn, án þess að hafa um það nokkur orð, en lét nýju skóna við stokkinn í þeirra stað. Morguninn eftir tók Katrín nýju skóna og virti þá fyrir sér. Jú, — þetta voru góðir og fallegir skór. En hún lét þá aftur á sinn stað og leitaði uppi gömul stígvél af Eiríki, sem búið var að skera bolina ofan af. ,,Hvers vegna ferðu ekki í nýju skóna?" spurði Jó- hann. ,,Þeir eru alltof finir handa mér, og auk þess veit ég ekki, hvort þeir eru mér ætlaðir. Enginn hef ur nef nt það, að ég ætti þá". ,,En sjálfsagt hefur Einar ætlað þér þá og engum öðrum". ,,Þá getur hann sagt það. Það er óþarfi af honum að f leygja einu eða öðru í mig, eins og roði er f leygt í hund". i marga daga stóðu skórnir eins og þögul ásökun við stokkinn. Gústaf veitti þeim enga eftirtekt, en Jóhann rýndi á þá lengst af deginum, Katrín skotraði til þeirra augum gegn vilja sínum og Einar gaf þeim hornauga i laumi. En enginn hafði orð á neinu. Katrínu leið illa, því að stígvélagarmarnir, sem hún gekk nú á, voru verri en skórnir, sem Einar brenndi. Þeir f ylltust strax af snjó, sem báðnaði í þeim, svo að hún var vot í fæturna alla daga. Giktin tók að sækja á hana. Þetta þögla stríð milli móðurinnar og sonarins orkaði mjög á viðkvæma lund Jóhanns, og Katrín óskaði þess oft inni- lega, að hún gæti létt af honum þeirri raun og fengið sig til þess að láta undan. En stórlæti hennar hafði verið sært, og svo mikið var enn eftir í henni af gamalli þverúð, að hún gat með engu móti beygt sig. Dag nokkurn kallaði Jóhann í Einar. Hann færði sig ,,Hvað er nú?" spurði hann tirrinn. ,,Ætlaðir þú ekki að gefa mömmu þinni þessa nýju skó, Einar?" ,,Nú, hvað annað? Var það ekki augljóst?" svaraði hann kuldalega. ,, Ekki veit mamma þín, hvort það hef ur verið tilætlun þín eða ekki. Þú ættir að tala um það við hana, Einar". ,, Hún veit það víst", sagði sonur hans hvatskeytlega og gekk brott. Hann minntist ekki á skóna við Katrínu fremur en áður. Tíminn leið, og senn brá til hláku. Katrín fann, að henni var farið að stafa hætta af fótabúnaðinum. Dag nokkurn, er hún stóð við þvott hjá brunninum, var óvenj- legur krapaelgur á jörðu. Henni varð litið á gatslitna skóna. Snögglega hætti hún vinnu sinni og skundaði inn. Drengirnir voru báðir heima vegna hlákunnar. Af ásettu ráði vakti hún sem mestan hávaða. Hún f ór úr stiggvéla- slitrunum, leit ásökunaraugum á Einar og fleygði þeim reiðilega í eldinn. Síðan gekk hún með sama reiðisvip að bekknum, tók nýju skóna, settist á stól í miðju herberg- inu og fór í þá og reimaði þá. Augu hennar hvíldu ásak- andi á Einari eins og hún vildi segja: Þú ættir að skamm- ast þín f yrir að kúga og auðmýkja móður þína. Gústaf, sem nú orðið vissi, hvernig málum var háttað, skimaði órólega í kringum sig. En loks fór hann einnig að horfa ásökunaraugum á bróður sinn. En hann sat með bók í hönd og lét sem hann vissi alls ekki, hvað f ram fór. rTölvur fylgjast v.Mj°g Ég á að flytja ^/VinsamlegasÞ meft huesunum skemmti> vb-inir tii * . _ .. Föstudagur 7. febrúar 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Elin Guðjónsdóttir les ævintýrið „Þumalllnu” eftir H.C. Andersen i þýðingu Steingrims Thorsteinsson- ar, fyrri hluti. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjall- að viö bændur kl. 10.05. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þátt með frásögnum og tón- list frá liðnum árum. Morguntónleikar kl. 11.00: Per-Olof Gilliblad og Fil- harmóniusveitin í Stokk- hólmi leika óbókonsert eftir Johan Helmich Roman/ Nicanor Zabaleta leikur Sónötu fyrir hörpu I B-dúr eftir Giovanni Battista Viotti/ Ferdinand Klinda leikur á orgel Fantasiu og fúgu um stef eftir Franz Liszt. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan : 15.00 Miðdegistónleikar: 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Ctvarpssaga barnanna: „Strákarnir, sem struku” eftir Böðvar frá Hnífsdal. Valdimar Lárusson les (6). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þingsjá.Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Tónleikar Sinfóniuhijóm- sveitar tslands i Háskóla- biói kvöldið áður. Hljóm- sveitarstjóri: Jean-Pierre Jacquiilat frá Frakkiandi Einleikari: Jean-Pierre Rampai flautuleikari frá Frakklandi a. Flautu- konsert i G-dúr eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. b. Sinfónia nr. 5 i B-dúr eftir Franz Schubert. c. Flautu- konsert eftir Jacques Ibert. d. „Galdraneminn” eftir Paul Dukas. — Jón Múli Árnason kynnir tónleikana 21.30 Otvarpssagan: „Bland- að i svartan dauðann” eftir Steinar Sigurjónss. Karl Guðmundsson leikari les sögulok (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusáima (11) 22.25 Frá sjónarhóli neytenda Asmundur Stefánsson hag- fræðingur talar um verð- lagsmál. 22.40 Afangar.Tónlistarþáttur I umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 7. febrúar 1975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Lifandi veröld. Fræðslu- myndaflokkur frá BBC um samhengið I riki náttúrunn- ar. 3. þáttur. Lifið á fjöllun- um.Þýðandi og þulur öskar Ingimarsson. 21.05 Kastljós. Fréttaskýr- ingaþáttur. U.msjónarmað- ur Svala Thoríacius. 21.55 Villidýrin. Breskur sakamálamyndaflokkur. 6. þáttur og sögulok. Haka- krossinn. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.