Tíminn - 07.02.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.02.1975, Blaðsíða 17
Föstudagur 7. febrúar 1975 TÍMINN 17 Punktamót í Skálafelli og Hveradölum Allir beztu skíðamenn landsins keppa þar SKÍÐAMENN veröa mikið á ferðinni um helgina, en þá fara fram punktamót i svigi, stórsvigi og skiðagöngu. Þetta verða fyrstu punktamót vetrarins, en nokkur punktamót eru haidin á hverjum vetri á hinum ýmsu stöðum á landinu, og ræöur árangur kepp- enda i þeim rásröð á Skiðamóti isiands. Nú hefur nokkrum efni- iegum unglingum verið gefinn kostur á þátttöku I þessum mót- um. Er þaö gert með val á hugs- anlegum þátttakendum i Óiympiuleikunúm I Innsbruck 1976 i huga. Keppt verður I svigi og stór- svigi i Skálafelli á laugardaginn og sunnudaginn. Þátttakendur nú um heglina verða 66-54 i karla- flokki og 121 kvennaflokki. Einnig er á þessum punktamótum keppt um bikar Skiðasambands ís- lands, og hlýtur hann sá kepp- andi, sem nær beztum saman- lögðum árangri I mótum þessum. Skiðadeild KR hefur veg og vanda af mótinu i Skálafelli. Mótsstjóri verður Einar Þorkels- son. Viggó Benediktsson og þjálf- ari KR-inga, Norömaðurinn Björn Juvet, munu annast braut- arlagnir. Allir beztu skiðamenn landsins taka þátt i mótum þes§- um. Má nefna þá félaga Arna Óðinsson, Hafstein Sigurðsson, Hauk Jóhannesson og Tómas Leifsson, sem undanfarnar vikur hefur dvalizt erlendis við æfingar og keppni með ágætum árangri. Má þvi búast við harðri og spenn- andi keppni i Skálafelli. Allir beztu göngumenn okkar taka þátt i göngumótinu, sem fer fram i Hveradölum, en á laugar- daginn keppa göngumenn 20 ára og eldri I 15 km göngu og 17—19 ára keppa i 10 km göngu. 17 kepp- endur verða i eldri flokknum, og má þar nefna á meðal þátttak- enda göngugarpinn snjalla, Fljótamanninn Magnús Eiriks- son, sem varð mjög sigursæll á Islandsmótinu. Einnig keppa Fljótamennirnir Trausti Sveins- son og Reynir Sveinsson, ásamt Reykjavikurmeistaranum Guð- mundi Sveinssyni, svo að ein- hverjir séu nefndir. Keppnin i Hveradölum hefst kl. 2 á laugar- daginn. KR-ingar Fengu skell KR-ingar fengu skell I bikar- keppninni i handknattleik. Þeir töpuðu mjög óvænt fyrir Her- manni Gunnarssyni og féiögum hans I Leikni 17:20 i Laugardals- höliinni. Þar með féllu þeir úr keppninni, en Leiknir tryggði sér sæti I 8-liða úrslitum. ÍR-ingar sigruðu Fylki 21:13, og Breiðablik marði sigur yfir Stjörnunni (17:16) I iþróttahúsinu i Garða- hreppi. Nú eru fjórir leikir eftir i bikar- keppninni — Valur — Vikingur, Ármann — Haukar, FH — Grótta og KA — Þróttur. Fram situr yfir i fyrstu umferö. Landsliðið er orðið stórt vandamól... Við verðum að vakna af Þyrnirósarsvefninum ★ Hvers vegna eru handknattleiksmenn hættir að bera virðingu fyrir landsliðinu? Norðurlandamótið i handknattleik hefur verið martröð fyrir Is- lendinga, og öllum er Ijóst, að landsliðið er orðið stórt vandamál, sem krefst skjótrar úrlausnar. Slök frammistaða lands- liðsins verður vonandi til að vekja handknatt- leiksforustuna af Þyrnirósarsvefninum. Það er ófært til lengdar að senda óundirbúnið landslið í stórkeppni er- lendis. Á Norðurlanda- mótinu kom það fram, að leikmenn íslenzka landsliðsins skorti greinilega samæfingu og metnað fyrir hönd liðsins. Ef við gerum ekki breytingar þarna á, megum við ekki búast við góðum árangri i framtiðinni. Það er ekki hægt að búast við þvl að fóik endist til að horfa upp á siendurtekið tap landsliðsins, vegna þess að leikmenn liðsins eru ekki I nógu góðri samæfingu. Enda er nú komiö að þvi, að fólk er hætt að sækja handknattleiks leiki i eins rikum mæli og það gerði fyrir nokkrum árum. Það kom fram á Norður- landamótinu, að við erum ekki nógu vel undirbúnir tit að taka þátt i mótum erlendis. Það er kannski ekkert undar- legt, þvi að öli starfsemi landsliðsins hefur legið niðri i vetur, og landsliðsæfingar hafa verið mjög strjáiar. Það hefur jafnvel komið fyrir, að landsliösmenn okkar hafi ekki mætt á samæfingu i langan tima. óllkt höfumst við að. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru byrjaðar að undirbúa landslið sin fyrir næstu HM- keppni og OL-leikana 1976! Viö höfum aftur á móti sofið Þyrnirósarsvefni og ekki hugsað mikið um hin erfiðu verkefni, sem fram undan eru. Það er grátlegt til þess að vita að við getum ekki kallað saman landsliðið okkar, a.m.k. einu sinni i viku tii að æfa. Sérstaklega með þá staðreynd I huga, aö allir okkar beztu handknattieiks- menn eru á afmörkuðu svæði — þ.e.a.s. I Reykjavik og Hafnarfirði. Aö þvi leyti höf- um við aigera sérstöðu sem ■ engin önnur þjóð hefur. En þannig er iandsliðsæfingum I Sviþjóö, Noregi og Danmörku háttað, að landsliös-kandidöt- um þjóðanna eru sendir sér- stakir æfingaseðlar, sem þeir eru látnir æfa eftir, hver i sinu byggðarlagi. Það er ekki eingöngu hægt að skeiia skuldinni á lands- liðið, — féiagsliðin eiga einnig hlut að máli. Þau eru sum ófáanleg tii að láta sina iands- liðsmenn af hendi, þegar landsliðsæfingar eru. Þess vegna hefur lands- liðsþjálfarinn treyst þvi, að leikmennirnir fengju nægi- lega þrekæfingar hjá félags liðum sínum, þar sem ekki er timi til að æfa þrek á strjálum landsliðsæfingum. En hvað gera félögin fyrir leikmenn sina? Það er greinilegt, að landsliðsmenn þeirra eru ekki í nægilegri úthalds- og snerpu- æfingu. Það kom fram á NM, að leikmenn Islenzka liösins höfðu ekki nægilegt úthald þeir „sprungu” um miðjan siðari hálfleik gegn Svium og Dönum. Það er greinilega mikill rigur á milli féiagsliða og landsliðsins, þvi að at - mennur áhugi á að leggja hart að sér og æfa með landsliðinu er rikjandi meðal leikmanna landsliðsins. En eins og nú er i pottinn búið, er ekki við þvi að búast að menn beri viröingu fyrir landsliðinu. Þá er það annað atriði. Að mörgðu þarf aö hyggja, þegar landsliðer valið, ekki einungis að uppbygging varðandi stöður sé rétt, heldur og hvort horfur séu á þvi, að leikmenn Framhald á 19. siðu Felumynd?.... — Nei þetta er dæmigerð mynd frá landsliðs- æfingu i handknattleik. Þarna sést Karl Benediktsson, fyrr- uin landsliðsþjálfari, ræða við þá leikmenn, sem mættu á tveggja tlma æfingu.... Hvar eruhinir mennirnir, sem vald- ir voru til að mæta á æfingu? (Timamynd Róbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.