Tíminn - 07.02.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.02.1975, Blaðsíða 19
Föstudagur 7. febrúar 1975 TÍMINN 19 © Rannsóknir en tilfinnanlegur skortur hefur verið á menntuðu fólki á þessu sviði hér- lendis. Sigurlinni Sigurlinnason, mat- vælafræöingur er annar styrk- þeganna. Hann hóf nám viö Rutgers háskólann i New Bruns- wick, New Jersey s.l. haust, og annar styrkþegi mun væntanlega fara til náms i matvælagerlafræði I Bretlandi á komandi hausti. Hvor námsstykur er til u.þ.b. eins árs. Annað aðalmarkmið styrk- veitingarinnar er að kynna nýja tækni I lausfrystingu matvæla, sem rutt hefur sér til rúms i Bandarikjunum og Vestur- Evrópu undanfarin ár. Er það frysting i fljótandi freon, sem einkum er notuð við sérfrystingu dýrra og viökvæmra matvæla, svo sem ýmissa berja og ávaxta, en einnig sjávarafurða, t.d. rækju, humarhala og hörpudisk- vöðva. Komið hefur verið fyrir freonfrystitæki I húsakynnum Rannsóknastofunar fisk- iönaöarins, Skvilagötu 4, og sænskur sérfræðingur á þessu sviði, Tor G. Aurell, mun dvelja hér I 3 mánuöi og kynna þessa frystitækni aðilum hraðfrysti- iðnaðarins og áhugamönnum. Einnig mun hann standa að tilraunum meö freonfrystingu Is- lenzkra sjávarafurða, ásamt sér- fræðingum Rannsóknastofnunar fiskiðnaöarins, og samanburði á freonfrystingu og hinum hefðbundnu frystiaðferöum, sem notaðar eru hérlendis. Enn fremur er fyrirhugað að flytja tækið til fiskiðnaðarbæja úti á landi og sýna freonfrystingu þar. Aformaö er, að Aurell flytji fyrir- lestra um frystitækni fyrir stúdenta I verkfræðideild Háskóla íslands. © Læknar Kveðinn hefur verið upp dómur I undirrétti varðandi þetta mál, en þar var aðeins fjallað um fébótaábyrgð, en ekki deilt um kröfuupphæð. Var fébótaábyrgðin tekin til greina I undirréttinum. Slð- an áfrýjaði stjórnarnefnd rlkisspítalanna málinu til hæstaréttar, en skaðabóta- krafa konunnar hljóðar upp á 6 til 7 milljónir króna. Flytjandi malsins fyrir hönd konunnar og manns hennar er Hjörtur Torfason, en Gylfi Thorlacius er með málið fyrir hönd hins opin- bera. © Spurning þess, að það komist inn á dag- heimili um áramótin 1976/1977. Eftirspurn námsmanna eftir plássi fyrir börn sln hefur veriö mjög mikil. 1 maí 1974 voru 117 stúdentabörn á biðlista. A hálfu ári hefur biðlistinn ekkert stytzt, þrátt fyrir að töluvert af plássum losnaði s.l. haust. Aukning dagheimilisrýmis er spurning um jafnrétti kynjanna. Astæðurnar fyrir hinni miklu eftirspurn eftir dagheimilis- rými eru sjálfsagt af margvis- legum toga spunnar. Undirr.tel- ur þó meginástæðuna vera þá, aö konan er aö vakna til með- vitundar um það, að hún hafi á sama hátt og karlmaðurinn, þau sjálfsögöu mannréttindi, að velja sér starf eftir eigin höfði. Og á sama hátt, að það sé ekki sjálfsagt, aö hún hverfi úr skóla, til þess annaðhvort að gæta barna eöa vinna fyrir karl- manninum I þeim tilgangi, að hann geti lokið námi. En raun- veruleg forsenda þess, að konan eigi val og einnig karlmaðurinn, ef hann er ekki reiðubúinn til að taka að sér heimilisstörfin, er að fyrir hendi sé nægilegt rými á stofnunum sem gæti barna. Aukning dagvistunarrýmis er spurning um jafnrétti kynjanna. Gylfi Kristinsson. Lækkað fiskverð í Noregi FISKVERÐ á vertlðinni I Lófót var ákveðið fyrir nokkru, og munu fiskimenn fá fimm til þrjá- tiu aurum norskum minna fyrir fiskinn I ár heldur en i fyrra. Samningar um fiskverðið runnu út I sandinn 9. janúar, en slöan var verðið ákveðið eins og venja er, þegar samkomulag næst ekki. Verð á vertiðarfiski i Lófót er 3,80 fyrir kilógramm Sé litið til verðs og aflamagns I fyrra, þýöir þetta, að fiskimenn munu fá 44 milljónum norskum minna fyrir afla sinn en þá. Þegar veiðarnar hófust i fyrra, var verðið 3,40, en vegna þess, hve markaðshorfur voru þá góðar erlendis og fiskverð þar stigandi, var það fljótlega hækkað I fjórar krónur, og sums staðar jafnvel goldnar 4,50 og upp I fimm krónur norskar fyrir kilógramm. Nú eru markaðshorfur slæmar, og mun ekki verða greitt yfirverð I Lófót að þessu sinni. Enda þótt um þessar mundir sé góður afli á miðum við strendur Finnmerkur, er erfitt að koma fiskinum I verð, og er það einmitt þorskur og ýsa, sem mest verðfall er á. Hóta tveim róðherrum l'il — verði ekki gengið að ITIQTI kröfum fanga Reuter/Dublin — Annar skyndi- fundur irsku stjórnarinnar á ein- um sólarhring var haldinn i gær til þess að ræða þær hótanir Irska lýöveldishersins (IRA) að taka tvo ráðherra af lifi, ef einhver af mönnum IRA, sem eru I hungur- verkfalli I fangelsi, léti llfiö. Stjórnin ræddi nýjar og um- fagnsmiklar varúðarráðstafanir og hvernig bregðast skyldi við, ef einhver af föngunum létist. Patrick Cooney dómsmálaráö- herra sagði, að stjórnin tæki hót- anir þessar mjög alvarlega og að ráöstafanir til að tryggja öryggi meölima stjórnarinnar heföu ver- ið stórauknar. Að minnsta kosti fimm af fimmtán föngum, sem eru i hungurverkfallinu, eru þeg- ar orðnir hættulega veikir, og einn þeirra, Patrick Ward, sem ekki hefur tekið til sln neina fæðu i 36 daga, er nú á sjúkrahúsi, og telja læknar ástand hans mjög al- varlegt. Ward segist ekki hætta I hungurverkfallinu nema stjórnin láti að óskum fanganna I Port- laoise-fangelsinu. Fangarnir kvarta undan slæmri meðferð og heimta, að þeir verði færðir á milli deilda I fangelsinu, en ekki látnir vera með öðrum refsiföngum, þar sem þeir telja sig pólitiska fanga og eigi þvi að njóta ýmissa hlunn- inda umfram aðra fanga. Unglingsstúlkur dæmdar fyrir morð Reuter/Belfast — Tvær ungar stúlkur voru dregnar fyrir rétt I Belfast á fimmtudag, ásakaöar um morð á rúmlega þritugri konu. Stúlkurnar tvær, Henrietta Cowan, átján ára, og Christine Smith, sautján ára, eru báðar meðlimir hernaðarsamtaka mót- mælenda (U.D.A.). Þær börðu konuna, Ann Ogilby i hel, I júli sl. Dómarinn I málinu, Ambrose McGonigal sagöi, að þær hefðu gert híé á barsmlðinni til að fá sér sígarettu. Sex ára dóttir konunnar horföi á, meðan stúlkurnar myrtu móður hennar. Þegar konan var látin, fóru stúlkurnar á næsta bar, og fóru siðan að skemmta sér á dansstað I nágrenninu. Dómarinn talaði um hernaðar- samtökin og lýsti meðlimum þeirra sem ofstopamönnum, sem ekki færu að neinum lögum, Var hann mjög harðorður og sagði, að meölimir UDA væru ómannúð- legir ofbeldisseggir og aðgerðir þeirra óafsakanlegar. Fiskverðið: Aðstæður nú erfiðari og óróðnari en oft óður — segir Verðlagsráð 1 TILEFNI samþykkta, sem bor- izt hafa m.a. frá skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi I Vestmannaeyjum, óskar Verð- lagsráð sjávarútvegsins aö taka fram, að vissulega er æskilegast að fiskverðliggi fyrir um áramót, enda hefur svo oftast verið. Aðstæöur nú eru hins vegar Barnaskóli varð fyrir barðinu á uppreisnar- mönnum Phnom Penh/Reuter — Aö minnsta kosti áttatlu hermenn létu lífið og yfir þrjá hundruð særðust I bardögunum milii stjórnarhersins og uppreisnar- hers kommúnista, suðaustur af höföuöborg Kambódiu. Bardag- arnir hafa staöið nú siðustu daga, og voru tvö herfylki stjórnarhers- ins nær alveg þurrkuð út. Herfylkingin mætti mikilli mót- spyrnu, þegar þau voru að reyna að ná á sitt vald þjóðveginum, sem liggur meöfram Mekong- ánni. Um átján manns misstu llf- ið i átökum þessum og að minnsta kosti tuttugu særðust, þegar barnaskóli varð fyrir skot- hríð, þar af létu 14 börn lífið. Það voru hermenn uppreisnarhersins, sem skutu á skólann. Chann Son, upplýsingamála- ráðherra Kambódlu, fordæmdi árásina á skólann.og lýsti henni sem óafsakanlegri árás á saklaus börn. miklu erfiðari og óráðnari en oft áður, þvi eins og öllum er kunnugt hafa orðiö stórfelldar verðlækk- anir á útflutningi sjavarafurða, jafnhliða stórhækkuðum tilkostn- aði útgerðar og fiskvinnslu. Viö þessar aðstæður brestur Verölagsráð forsendur til að ákveða fiskverö, sem I senn geri útgerð mögulega og hlut sjó- manna viðunandi og sem sam- rýmist greiðslugetu fiskvinnslu. Af þessum sökum er óhjá- kvæmilegt aö fyrir liggi ráöstaf- anir af hálfu rikisvaldsins, sem geri Verölagsráði kleyft að ljúka fiskverðsákvörðun. Reykjavík, 6. febrúar 1975 Verðlagsráð sjávarútvegsins. r iliiiiifiiii □u 591 Borgarnes — nágrenni Framsóknarvist verður spiluð I Samkomuhúsinu I Borgarnesi föstudaginn 7. febrúar kl. 9. Fyrsta kvöld i þriggja kvölda spila- keppni, tvenn kvöldverðlaun, glæsilegur lokavinningur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Framsóknarfélagið Borgar- nesi. Frá Hverfasamtökum framsóknarmanna í Breiðholti Akveðið hefur verið að einhver úr stjórn félagsins verði til við- tals og starfa fyrir félagið á skrifstofu flokksins Rauðarárstíg 18 alla þriðjudaga og fimmtudaga á milli kl. 17 og 19,simi skrifstof- unnar er 24480. Stjórnin. Mosfellssveit — nógrenni Siðasta kvöldið i þriggja kvölda spilakeppninni verður fimmtu- daginn 20. febrúar i Hlégarði og hefst kl. 20.30. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra flytur ávarp. Kristinn Hallsson syngur. Framsóknarvistinni stjórnar Teitur Guðmundsson, Reykjum. íþróttir sameinist vel I leik. Þaö var ekki slzt þetta, sem á skorti á NM, það sást bezt á einhæfum sóknarleik, sem liðið sýndi. Þá þýðir ekkert að safna toppmönnum úr mörgum félögum saman I eitt lið. Það verður að taka tillit til þess, hvort leikmennirnir eru líklegir til að sameinast undir merki 1 a n d s I i ð s i n s . Leikmennirnir verða að hafa sameiginlegan metnaö vegna framgangs liðsins, en þvi miður hefur oft viljaö verða misbrestur á þvi. Reynslan hefur sýnt það I gegnum árin, að val á langskyttum úr mörg- um félögum gefur ekki góða raun, sérstaklega þegar alls enginn undirbúningur er fyrir hendi og æfingum hefur verið ávótavant. Það verður ávalit að vera rétt hlutfall á milli linumanna og langskyttna. Nú eru mörg stórverkefni framundan, og þvl er ekki lengur þolandi, að landsliðið sé látið sitja á hakanum vegna félagsliða, sem ekkert gera fyrir sina landsliösmenn. Félögin mega ekki lengur sitja algjörlega I fyrirrúmi. Þá verður landsliðsþjálfarinn að taka hart á leikmönum lands- liðsins, — þeir mega ekki komast upp með það að mæta ekki á landsliðsæfingar. Það er ekki við þvi að búast, að Is- lenzkir handknattleiksmenn beri virðingu fyrir landsliðinu þegar leikmenn, sem mæta ekki á æfingar, eru teknir fram yfir þá, sem leggja hart að sér við æfingarnar hjá landsliðinu, I þessu fáu skipti sem þær hafa veriö I vetur. Að lokum: Er ekki kominn timi til að handknattleiksfor- ustan vakni af Þyrnirósar- svefninum og kasti strlðs- öxinni? -SOS. Bandalag íslenzkra listamanna styður FÍAA A FUNDI slnum á miðvikudaginn kynnti stjórn Bandalags Islenzkra listamanna sér samþykktir og bókanir frá fundi borgarráðs á þriöjudaginn varðandi rekstur Kjarvalsstaða. 1 framhaldi af þeirri athugun var einróma samþykkt svohljóð- andi ályktun: „Stjórn Bandalags íslenzkra listamanna lýsir yfir fullum stuðningi við Félag íslenzkra myndlistarmanna i deilunni um Kjarvalsstaði, og væntir þess að aöildarfélög Bandalagsins og ein- stakir félagsmenn þeirra eigi ekki aöild aö neinni listrænni starfsemi aö Kjarvalsstööum fyrr en samningar hafa tekizt um menningarlegan rekstur húss- ins”. Stjórn Bandalagsins lagði á fúndinum áherzlu A að hún væri reiöúbúin til viðræðna við borgar- stjórn við fyrsta tækifæri. Þá varar stjórn B.Í.L. eindreg- ið við þvl að hússtjórn Kjarvals- staöa geri nokkrar þær skuld- bindingar meðan núverandi á- stand rlkir um stjórn hússins, sem kynnu að torvelda fram- kvæmd væntanlegs samkomu- lags. STIGA borðtennisspaðar, 5 gerðir, verð frá kr. 950. Borðtennisnet, verð kr. 1097 og 2404. Borðtennis- kúlur. Hulstur fyrir borðtennis- spaða. Póstsendum. ,Sport vö ru verzlun Ingólfs Oskarssonar KLAPPARSTÍG 44 SÍMI 1-17-83 • REYKJAVÍK IGNIS eldavélar BflHÐJflH sími: 19294 BflFTOBE SÍmh 26660

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.