Tíminn - 08.02.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.02.1975, Blaðsíða 1
kominn HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATUNI 6 - SÍMI (91)19460 'ÆNCHI? Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 t3 Reglum um húsnæðis- málastjórnarlán breytt ? SJ-Reykjavík — Hugsanlegt er aö reglum um húsnæðismálastjórn- arlán verði breytt þannig, aö þeir sem ódyrast byggja og nýta bezt sitt húsrými, miðað við fjöl- skyldustærð, fái hlutfallslega mesta lánafyrirgreiðslu hjá Hús- næðismálastofnun rikisins. — Það er staðreynd, að fólk hefur haft tilhneigingu til að byggja hámarksstærðir Ibúða miðað við reglur um lán hús- næöismálastjórnar, og jafnvel töluvert rými þar að auki, svo sem óskilgreint kjallararými, segir Haraldur V. Haraldsson, forstöðumaður tæknideildar Hús- næðismálastofnunar rfkisins. — Margur hefur þarna ekki kunnað að sniða sér stakk eftirvexti, og Smíðagallarnir á Snorra Sturlusyni: Bæjarútgerðin krefst skaðabóta frá ríkinu — Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hefur einnig krafizt skaðabóta vegna bilana í Júní — Þrír menn til viðræðna við Spánverja Gsal-Reykjavlk — „Það vantar ekki mikið á, að við séum komnir til botns i þvi, hvaö greitt 'hefur verið vegna bilana i Snorra Sturlusyni, skuttogara BOR. Hins vegar eiga hjutaðeigandi aðilar sjálfsagt eftir að þrátta heilmikið um það, hvernig þær greiðslur skiptast". — Þannig fórust orð Höskuldi Jónssyni, skrifstofu- stjóra i fjármálaráðuneytinu, en Bæjarútgerð Reykjavikur hefur iagt fram fjárkröfu á hendur rlkissjóði vegna mikilla og kostn- aðarsámra bilana I togaranum. Höskuldur kvaðst ekki geta greint frá því á þessu stigi máls- ins, hvað fjárkrafa BÚR væri há. — Þar sem við erum aðilar að smiðasamningnum, verðum yið að gera kröfur út af hugsanlegum vanefndum á samningnum beint til Spánverjanna. Við höfum haldið þvi fram, að ábyrgð okkar gagnvart bæjarútgerðunum sé sú sama og ábyrgð Spánverjanna gagnvart okkur, en um það kann að verða ágreiningur. Viðræður fjármálaráðuneytis- ins við Reykjavikurborg vegna áðurnefndra fjárkrafa munu dragast a.m.k. um eina viku, vegna þess að annar þeirra manna, sem hefur með þessi mál að gera fyrir f jármálaráðuneytið, fór I morgun við þriðja mann til viðræðna við Spánverja. Þá var aðeins eftir að llta á einn reikning I þessu sambandi, en hann hljóðaði upp á tvær milljónir króna og var frá Þýzkalandi. Höskuldur sagði, að siðasti skuttogari tslendinga, sem smlð- aður er á Spáni, yrði afhentur eig- endum I dag eða á morgun, en það er togari I eigu Akureyringa, og nefndi hann, að ástæðan til þess, að islenzk viðræðunefnd færi til Spánar nú, væri að nokkru leyti vegna þess, að smíðum skuttog- ara fyrir tslendinga væri lokið á Spáni. Rétt er að taka það fram, að að- eíns Bæjarútgerð Reykjavlkur og Hafnarfjarðar geta lagt fram fjárkröfur á hendur rlkisvaldinu, þvi samningar annarra utgerðar- fyrirtækja var með öðrum hætti, þott skipin væru smiðuð á Spáni að tilhlutan rlkisins. Timinn bað Höskuld að skýra frá þvi, hvernig þeir samningar voru með öðrum hætti, t.d. um Akureyrartogarana. — Þetta eru togarar, sem upp- haflega var samið um, að yrðu smlðaðir á Akureyri, en siðan var horfið frá þvl og smlðin flutt til Spánar. Hins vegar var þá búið aö kaupa heilmikið i togarana, með- al annars þýzkar vélar, smiðaðar hjá MAN i Þýzkalandi, — en vélar I öðrum spænskum skuttogurum eru MAN-vélar, smlðaðar hjá Spánverjum sjálfum. Af einhverj um ástæðum hafa menn trú á, að þýzka MAN framleiði betri vélar en spænska MAN. Annað atriði þessu viðkomandi er, að það komu fram skemmdir I lestunum f f jórum fyrstu togurun um, og þvi var alls ekki samið við Spánverjana um frágang á lest- um á tveimur siðustu togurunum, heldur var fyrra skipinu siglt til Þýzkalands og þar var sett I lest, — og þetta skip, sem nu er verið að afhenda, verður einnig siglt til Þýzkalands sömu erinda. Sagðist Höskuldur vonast til þess, að með þessum hætti hefði verið sneitt hjá ýmsum vankönt- um, sem komið hefðu i ljós með fyrri togarana. Undanfarið hafa farið fram kannanir á þeim reikningum, sem fyrir liggja á viögerðar- kostnaði milli fulltrúa fjármála- ráðuneytisins og BOR. Eins og áður sagði fór viðræðu- nefndtil Spánar I morgun, en I þeirri nefnd eru Gunnlaugur Claessen lögfræðingur, sem starfar I eignadeild fjármála- ráðuneytisins og þekkir vel til viðskiptasamninganna við Spán- verja, Benedikt Blöndal, lögfræð- ingur smiðanefndar togaranna, og forstjóri Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar, en BÚH hefur einnig lagt fram f járkröfu á hendur rlk- inu vegna galla i togaranum Júnl. — Þeir munu ræða viö Spán- verjana um bótagreiðslur og upp- gjör á ýmiss konar kostnaðí, sem fram hefur komið. Spánverjarnir komu hingað s.l. sumar til við- ræðna, og þetta er framhald af þeim viðræðum, sagði Höskuldur. S.l. sumar kynntu Spánverjarn- ir sér málavöxtu og I hverju kvartanir Islendinga væru fólgn- ar. Sagði Höskuldur, að umkvört- unarefni íslendinga væru að miklum hluta gagnvart undir- verktökum skipasmlðastöðvar- innar, en að þvi væri þó að hyggja, að þeir störfuðu á ábyrgð verktakans. Eftir viku mun viðræðunefndin koma til landsins aftur. dregizt hefiir á langinn að ljúka byggingunni, sem er óhagkvæmt, bæði fyrir einstaklinginn og þjóð- félagið. Astæða er til að ætla, að þörf sé á að endurskipuleggja lánamálin með tilliti til erfiðleika á fjármögnun og lánafyrir- greiðslu á verðbólgutlmum, eins og við biium við ini. Hjá tæknideild Húsnæðismála- stofnunar rlkisins er nú ma. unnið að gæða- og tæknimati vegna hús- næðisþarfa með tilliti til hugsan- legrar endurskoðunar þeirra stærðarreglna, sem liggja til grundvallar lánveitingum stofn- unarinnar. Þar verður tekið tillit til rýmisþarfa hinna ýmsu fjöl- skyldustærða og lögð áherzla á sem bezta nýtingu hiisnæðisins, með endurbætur á lánakerfinu fyrir augum. — Þegar þessar til- lögur okkar eru fastmótaðar, munum við leita umsagnar opin- berra aðila og sérfræðinga um gildi þeirra,' sagði Haraldur V. Haraldsson I viðtali við Tlmann. Ætlunin er að auka mjög upp- lýsingastarfsemi Húsnæðismála- stofnunarinnar, og verður m.a. lögð áherzla á að gera þeim byggjendum, sem til hennar leita,' þégar I upphafi ljóst, hvað fyrir- huguð bygging kemur til með að kosta tilbúin, þannig að þeir reisi sér ekki hugarás um 5x1, svo sem áöur var á minnzt að ekki væri óalgengt. Ætlunin er, að stofnunin hafi I framtiðinni teikningar af ýmsum stærðum íbúða og húsa, sem byggjendur geta skoðaö og fengið upplýsingar um hvað muni kosta fullgerðar, og þær upplýs- ingar verði ávallt miðaðar við gildandi verðlag á hverjum tlma. Flestir Islendingar vilja gera hús sln vel úr garði hvað allan loka- frágang og innréttingar snertir, og þá er gott að hafa ekki ráðizt I of stórt I upphafi, svo að nægilegt fé verði til fyrir þeim þætti bygg- ingarinnar. Þá er einnig ætlunin, að tækni- deild Húsnæðismálastofnunar- innar veiti i framtlðinni fyllri upptyáingar en veriö hefur um mál almennra húsbyggjenda i landinu. 1 þessu skyni og einnig vegna aukinna verkefna, var starfsliði tæknideildar fjölgað að mun nú i haust. Rafmagnslaust á Reyðarfiroi: Bræðslan í lama- sessi í 2-3 daga — sækja verour spenni til Reykjavíkur BH-Reykjavlk. — Rafmagnslaust varð á Reyðarfirði I gær, og er búizt við, að viðgerð Ijúki ekki fyrr en eftir tvo til þrjá daga, þvi að aðalspennir I rafstöðinni eyði- lagðist, og verður aö sækja nýjan til Reykjavíkur. Þegar blaðið ræddi I gær við Asmund Magnús- son, framkvæmdastjóra sfldar- verksmiðjunnar á Reyðarfirði, kvað hann þetta koma sér mjög illa fyrir verksmiðjuna. Um leið og rafmagnið fór, kviknaði I silói, og hafði ekki verið fulikannað, hverjar skemmdir urðu af völd- um þess, eða hvort aðrar skemmdir hefðu orðið. — Það er mjög tilfinnanlegt fyrir okkur að stoppa I tvo til þrjá daga, sagði Asmundur. Afköstin voru orðin góð hjá okkur I loðn- unni, 550—600 tonn á sólarhring. Núna biða tveir bátar, en liklega getum við Iosað úr þeim, þvi að þessi smástöö, sem við höfum hérna, hjálpar upp á, þótt hún sé ekki nógu sterk til að keyra verk- smiðjuna. Orðsending frá iðnverkafólki til allra landsmanna: Kaupum íslenzk- an iðnvarning Vegna hins alvarlega gjald- eyrisástands, er nú rlkir, og sem að verulegu ieyti stafar af hóflausum innflutningi, þar á meðai á allskonar iðnvarningi, sem hægt er að framleiða hér innanlands sambærilegan að verði og gæðum, vilja samtök iðnverkafóiks hér með skora á landsmenn alla að haga inn- kaupum sinum þannig, að inn- lenda framleiðslan hafi aigeran forgang. Með þvi myndi sparast dýrmætur gjaldeyrir, og at- vinnuöryggi iðnverkafólks, sem nú virðist inokkurri hættu, væri tryggt. Enn er i fullu gildi hið fornkveðna, að hollur er heima- fenginn baggi. Þá vilja samtök iðnverkafólks benda á að naumast er vansa- laust, að dýrmætt hráefni sé flutt úr landi litt eða ekki unnið, til fullvinnslu erlendis, svo sem verið hefur um lopaútflutning- inn til Danmerkur undanfarið. Höfum það I minni, að sparað- ur gjaldeyrir er engu þýðingar- minni en gjaldeyrisframleiðsla. Landsamband Iðnverkafólks Iðja, félag verksmiðjufólks, Reykjavlk Iðja, félag verksmiðjufólks, Akurevri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.