Tíminn - 08.02.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.02.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. febrúar 1975. TÍMINN 3 Félagar 1 Kammersveit Reykjavlkur. Þriöju tónleikarnir á fyrsta starfsvetri sveitarinnar verfta á morgun Verk eftir Sveinbjörn Svein- björnsson, Mozart og Schubert — á tónleikum Kammersveitarinnar d morgun Kammersveit Reykjavlkur heldur 3. tdnleika sina á þessum fyrsta starfsvetri slnum n.k. sunnudag 9. feb. kl. 16 i sai Menntaskólans viö Hamrahlið. Tónleikaskráin hefst meö tríói i E-moll fyrir fiðlu, celló og píanó eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. t ævisögu Sveinbjörns Svein- björnssonar segir Jón Þórarins- son tónskáld m.a.: „Kammer- tónlistin er sá flokkur meðal verka Sveinbjörns Sveinbjörns- sonar þar sem hann færist mest i fang og stefnir hæst. Þar er að finna þrjú verk i „stórum form- um”, hin einu af sliku tagi, sem hann lét eftir sig: sónötu fyrir fiðlu og pianó og tvö tríó fyrir fiðlu, celló og pianó. Þessi verk verða nú ekki timasett nákvæm- lega. Þó er vitað að annað trióið að minnsta kosti er samið fyrir 1912 og nægir það til að sýna, hve langt á undan sinni islenzku samtið Sveinbjörn var i þessu efni.” Þá verður fluttur hornkvintett I Es-dúr eftir Mozart. Mozart samdi þetta verk á miðri sinni stuttu starfsævi, en það var tileinkað gömlum vini og sam- borgara Mozarts, frá Salzburg, ostakaupmanninum og horn- leikaranum Ignatz Leitgeb. Að lokum verður flutt eitt af stórfenglegri kammerverkum Franz Schuberts, oktett i F-dúr. Fyrirmynd Schuberts að oktettin- um er hinn þekkti septett op. 20 eftir Beethoven. Velgerðarmaður Schuberts Ferdinand Troyer, hertogi, hafði farið þess á leit við tónskáldið, að hann semdi verk i þessum anda. Kammersveit Reykjavikur hefur þegar haldið tvenna tónleika á vetrinum auk einna aukatónleika s.l. sumar. Aðsókn að tónleikunum hefur verið mjög góð og viðtökur áheyrenda meö ágætum. Siðustu tónleikar Kammer- sveitarinnar á starfsvetrinum verða haldnir 20. april n.k. Fiskiskipin orðin 910 BH-Reykjavik. — Siglingamála- stofnun rikisins hefur gefið út hina árlegu Skrá yfir islenzk skip. Kennir þar margra grasa, að venju, og mikinn fróðleik er þar að finna. i samanburði við helztu fiskveiðiþjóðir, hvað snertir stærðog fjölda.f i.skiskipa, 100 brl. og stærri, cr isiand það 17. i röð- inni og heldur sæti sinu frá I fyrra. Alls eru islenzkir siðutogarar 10 talsins, samtals 7507 brl., en skut- togarar alls 53, samtals 27.289 brl. Alls eru islenzkir togarar þá 63 talsins og samtals 34.796 brl. að stærð. Skuttogararnir voru 10 talsins 1. janúar 1973, samtals 4.993 brl., þeir voru 32 þann 1. janúar 1974, og þá samtals 16.558 brl. Skuttogurum hefur þannig fjölgað um 21 skip á árinu 1974, og stærð þeirra samtals aukizt um 10.731 brl. Þilfarsfiskiskip, undir 100 brl. að stærð, eru alls 632, samtals 18.785 brl. Fiskiskip, 100—499 brl., eru alls 260, samtals 57.580 brl., fiskiskip, 500—999 brl., eru alls 27, samtals 21.413 brl. Islenzk þilfarsfiskiskip eru nú 910 að tölu og samtals 97.778 brl. að stærð Allur islenzki skipa- stóllinn var 1. janúar 1975 996 skip, samtals 167.209 brl., en auk þess voru skráðir 1087 opnir vél- bátar, samtals 3.456 brl. Þilfars- skipum hefur þvi fjölgað um 13 skip á árinu og flotinn stækkað um samtals 13.042 brl. Vegna endurmælinga skipa, sem á skrá eru, hafa 26 skip minnkað um alls 400 brl., en 22 skip hafa við endur- mælingu á árinu stækkað um samtals 2.176 brl. Alls voru 52 skip strikuð út af skipaskrá á árinu 1974, samtals 15.037 brl. að stærð. Fiskiskip 100 brl. og stærri, sem strikuð voru út af skipaskrá á árinu 1974, eru þessi: Ingvar Einarsson ÁR-14, Hallveig Fróðadóttir RE-203, Hjörleifur RE-211, Bylgja RE-145, Kaldhakur EA-1, Mars RE-261, Röðull GK-518, Sléttbak- ur EA-4, Snæfell EA-740, Svalbak- ur EA-2, Uranus RE-343 og liuginn II VE-55. Onnur skip 100 brl. og stærri, sem strikuð voru út af skrá á árinu 1974 eru: Akraborg, Bakkafoss, Jökulfell, Rangá, Selá, Tungufoss, Suðri, Eldvik, Vestri og Norðri. A árinu 1974 bættust i islenzkan skipastól alls 65 skip, alls 26.303 brl. (Á árinu 1973 bættust við 70 skip, samtals 19.851 brl., og á ár- inu 1972 bættust við 75 skip, sam- tals 8.167 brl.). Aberandi meðal nýju skipanna er lika i ár sá fjöldi skuttogara, sem smiðaðir hafa veriðerlendis fyrir islenzka aðila, á Spáni, i Noregi, Póllandi og Frakklandi. Smiði eins skuttog- ara, Runólfs SH-135, lauk hjá Stálvik H/F I Garðahreppi um áramótin, og hann er þvi tekinn á þessa skrá, þótt afhending færi fram rétt eftir áramót. A árinu voru eftirtalin flutn- ingaskip keypt notuð frá útlönd- um: Suðurland, keypt frá Finn- landi, úðafoss frá Danmörku, Akraborgfrá Norégi, Alafoss frá Danmörku, Ljósafossfrá Noregi, Skaftá frá Þýzkalandi, Grundar- foss frá Danmörku, Urriðafoss frá Danmörku, ísborg frá Dan- mörku, Hvitá frá Þýzkalandi, Svanur frá Noregi, Eldvlk frá Þýzkalandi, Tungufoss frá Dan- mörku, Bakkafoss frá Þýzka- landi, Karlseyfrá Noregi og Selá frá Hollandi. Nú er elzta skip á skrá 5 brl. smiðað árið 1905. Skip smiðuð 1945 og fyrr eru þó aðeins 112, samtals 3960 brl., af alls 996 skip- um, samtals 167.209 brl. Af þess- um skipum eru 602 skip alls 128.643 brl. smiðuð árið 1960 og siðar. Ekki er þó kunnugt um smiðaár 13 smáskipa, sem eru alls 111 brl. að stærð. Erlendis voru i smiðum um áramótin siðustu 6 skip, samtals um 3359 brl. Þetta eru 5 stálfiski- skip, sem eru i smiðum i Noregi og á Spáni og eitt varðskip i smið- um i Danmörku. Innanlands voru umsamin og i smiðum 37 skip, samtals að stærð um 2314 brl. Af þessum skipum eru 14 stálskip, en hin 23 skipin eru öll tréfiskiskip. Loðnuverðið komið A fundi yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins i gær var ákveðið, að lágmarksverð á ferskri loðnu til frystingar á loðnuvertið 1975 skuli vera kr. 5.10 hvert kg.Verðið er miðað við þá loðnu, sem nýtist i frystingu sanikvæmt þeim reglum, sem gilt hafa. Verðið var samþykkt með tveim at- kvæðum þeirra Jóns Sigurðs- sonar, forstjóra Þjóðhags- stofnunar, sem var oddamað- ur nefndarinnar, og Arna Bened ik tssona r, fulltrúa kaupcnda. Þrir nefndar- manna greiddu ekki atkvæði, þeir Eyjólfur Isfcld Eyjólfs- son, fulltrúi kaupenda, og Ingimar Einarsson og Jón Sig- urðsson, formaður Sjómanna- sambands islands, sem voru fulltrúar scljenda. Þá var ákveðið, að lág- marksverð á ferskri loðnu til beitu og til frystingar sem beita, svo og á ferskri loðnu til skepnufóðurs, skuli vera kr. 4.10 hvert kg. Þetta verð er miðað við loðnuna upp til liópa. Vcrðið var ákveðið með fjórum sambljóöa atkvæðum. Eyjólfur isfeld Eyjólfsson grciddi ekki atkvæöi. Hagstæðir samningar Eins og skýrt var frá hér I blaðinu i gær, hefur nýlega verið undirritaður I Moskvu samningur milli íslands og Sovétrlkjanna, sem er stærsti sölusamningur, sem islend- ingar hafa gert til þessa. Sam- kvæmt honum kaupa Rússar af okkur 28 þús. smálestir af frystum fiski, en I fyrra keyptu þeir 16 þús. lestir. Aukningin er þvi 12 þús. lestir. Fyrir þetta fiskmagn greiöa Rússar 2,9 milljarð króna, og ntun verðið vera hagstætt, miðað við það markaðsverð, sem nú er, þótt það muni held- ur lægra en I fyrra. Þá munu Rússar kaupa af okkur allt aö 30 þús. smál. af fiskmjöli fyrir 1 milljarð og 50 milljónir króna. Verðið á mjölinu er talsvert hærra en nú fæst fyrir það á mörkuðum I Vestur- Evrópu. Hér er þvi um að ræða samning, sem veröur að telj- ast hagstæöur fyrir tslend- inga. Þessi sala til Sovétrikj- anna hrekkur þó skammt til að greiða olluna, sem við kaupum frá Sovétrlkjunum, sennilega ekki fyrir helmingn- um af andvirði hennar. Við þurfum þvi að geta aukið enn meira sölu á afurðum til Sovétrikjanna. Jón og Karvel í sjónvarpsþætti fyrra föstu- dagskvöld hvatti Jón Baldvin Hannibalsson til sparnaðar i útgjöldum rikisins. Þetta mun hafa glatt Karvel Pálmason Htið. Það er ekki aðeins, að Karvel flytti allmargar hækkunartillögur við af- greiðslu fjárlaganna fyrir 1975, heldur greiddi hann at- kvæði með öllum útgjaldatil- lögum Alþýðubandalagsins, sem voru ekki smávaxnar. Karvel, sem á sæti I fjárveit- inganefnd, flutti enga tillögu um sparnað. Ef tillögur þær, sem hann greiddi atkvæði með, hefðu náð fram að ganga, hefðu útgjöld rikisins aukizt um milljarða. Það er von að Karvel sé ekki þakklát- ur Jóni fyrir að draga athygli að þessu. Fyrirspurnir Inga Nú I vikunni svaraði Gunnar Thoroddsen orkumálaráð- herra fyrirspurn frá Inga Tryggvasyni um rannsóknir á virkjunarmöguleikum við Dettifoss og I Skjálfandafljóti við ísólfsvatn. 1 sambandi við fyrirspurnir um Dettifoss- virkjun sagði Ingi m.a.: „Ofthefur þess heyrzt getið, bæði I ræðu og riti, að við Dettifoss væru ákjósanlegir möguleikar til stórvirkjunar. Eins og öllum er kunnugt, eru allar stórar vatnsaflsvirkjanir á landinu staðsettar á þvl sunnanverðu. A suðvestan- verðu landinu eru einnig stað- sett öll þau stóriðjuver, sem nýta mikið magn af raforku. Sú spurning, sem á undan- förnum árum hefur átt sér stað og er fyrirhuguð á næst- unni i byggingu orkuvera og orkufrekra iðnaðarvera, er einn þáttur I byggðamótun, beinir fólki og fjármagni til þéttbýlisins i ákveðnum landshlutum. Þess vegna lita margir á það, sem mikilvægt byggðamál, að hinum stærri orkuverum væri dreift um landið og nýting orkunnar til iðnaðar og annarra þarfa verði hagað þannig, að til jöfn- unar horfi i byggðaþróun landsins. Hér er ekki staöur né stund til að ræða þá möguleika, sem stórvirkjun viö Dettifoss býður til eflingar atvinnulifi á Norðurlandi. En menn þar fyrir norðan eru sumir orðnir langeygir eftir framkvæmd- um, þykir sem langvarandi rannsóknir séu sem dúsa upp i övært barn. Þess vegna er hér spurt um niðurstöður þessara rannsókna”. Það kom fram I svari Gunn- ars Thoroddsen að athuganir á umræddum virkjunarmögu- leikum er hvergi nærri nógu langt komnar, en hann lofaði nú að láta hraða þeim. Rann- sóknir á stórvirkjunarmögu- leikum sunnanlands hafa hingað til haft algeran for- gangsrétt. Þ.Þ. Einar Hákonarson hættur við að sýna að Kjarvalsstöðum Deilur þær, sem risið hafa um starfrækslu Kjarvalsstaða að undanförnu, hafa nú leitt til þess, að Einar Hákonarson, sem hafði ætlaT) að sýna að Kjarvalsstöðum á hausti komanda, hefur dregið umsókn slna til baka. Einar hefur sent stjórn Kjar- valsstaða eftirfarandi bréf: „Ég undirritaður segi hér með lausum þeim sýningartima, sem ég á frátekinn i september 1975. Tel ég mig ekki geta sýnt að Kjarvalsstöðum við núverandi aðstæður, og ber að lita á þessa ákvörðun sem mótmæli gegn at- höfnum meirihluta borgarráðs varðandi starfrækslu hússins.” Rdðstefna og fóðrun A VEGUM Búnaöarfélags íslands og Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins veröur efnt til ráð- stefnu um fóður og fóðrun dagana 10.—14. febrúar I Bændahöllinni. Ráðstefnan veröur sctt kl. 9.00 af formanni Búnaðarfélags islands. Asgeiri Bjarnasyni. öllum starf- Fræðslustarfsemi FRÆÐSLUNEFND BSRB efnir á næstunni til ráðstefnu tiltekinna starfshópa, og kemur fyrsti hóp- urinn saman mánudaginn 10. febrúar kl. 20.00 i hliðarsal Hótel Sögu, II. hæð. Verður þá fjallað um tæknistörf og verkstjórn. Á fimmtudag, 13. febr., verður rætt um fóður andi ráöunautum landbúnaöarins hefur verið boðin þátttaka. ásamt sérfræðingum Rannsóknarstofn- unarinnar, kennurum bændaskól- anna og nemendum við Búvis- indadeild á Hvanneyri. Samtals verða flutt 25 erindi i ráðstefn- unni. á vegum BSRB um samninga verkalýðsfélaga. þriðjudaginn 18. febr. um mennt- unaraðstöðu til tæknistarfa. og fara umræður fram á sama stað. Skrifstofa BSRB mun taka við þátttökutilkynningum til hádegis á mánudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.