Tíminn - 08.02.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.02.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 8. febrúar 1975. Hjálparhella þýzkra sjómanna vestan Atlandshafsins Þessi ljóshærða stúlka heitir Elke Simon og er 24 ára. Hún á heima i Husum i Vestur-Þýzka- landi, sem er hafnarborg viö Norðursjó. Elke tók sig upp frá heimabyggð sinni og fór yfir hafið til Bandarikjanna, þegar hún sá i blaði, að þýzkt sjó- mannaheimili á Long Beach sem kennt er viö Kenneth Norquist væri I mikilli þörf fyrir góða starfskrafta. 1 greininni stóð að starfræksla þessa sjómannaheimilis myndi leggjast niöur, nema eitthvað yrði gert fljótlega. Elke Simon er hjúkrunarkona að mennt, og henni fannst liklegt að það gæti komið sér vel i þessu starfi, enda kom það á daginn. Hún var stjórnsöm og rösk og kom öllu i lag á staðnum, og skapgóð og hjálpsöm var hún við sjómennina, svo að hún var sæmd nafngiftinni „Bezta vinkona þýzkra sjómanna”. Hún vann þarna kauplaust I þrjá mánuði, en þá rann út dvalarleyfi hennar i Banda- rikjunum, en hún sagöist gjarna hafa viljaö vera þarna lengur. Þama komu um þrjú hundruð þýzkir sjómenn á mánuði hverj- um, og þeir voru allir elskulegir og góðir menn, sagði Elke. Vinnan þarna er öll unnin i sjálfboðavinnu, og viðtal sem birtist við Elke við heim- komuna, átti að hvetja til þess, að sjálfboðaliöar finndu hjá sér hvöt til að skreppa yfir hafið og vinna á sjómannaheimilinu um tima. Hér sjáum við mynd af vinkonu þýzku sjómannanna á Long Beach. Móðir með afkvæmi sitt i dýragarðinum I Duisburg. Aparnir með jólasveinaskeggið A hásléttum Eþiópiu hefur um langan aldur hafzt við sérkenni- leg apategund meö bogiö nef og hvitt skegg, sem minnir helzt á jólasvein — loðin, mjög, svört að mestu leyti, en hvitflekkótt i baki. Eins og einhverjum kann aö detta i hug, eru skinn þessarar apategundar mjög verömæt, og þá er auðvitað ekki að sökum að spyrja Grægðin rak menn út á háslétturnar til þess að elta apana uppi, og fyrir fáum ára- tugum var ekki annaö sýnt en öpunum meö jólasveinaskeggiö yrði algerlega útrýmt. Þetta tókst þó að koma i veg fyrir, svo að talið er, aö stofnin- um sé borgið, ef hans er vel gætt, auk þess sem nokkrir dýragarðar hafa fengiö apa af þessu.- sjaldgæfa kyni. En þvi miður hefur gengiö stirðlega að fá þá til þess að timgast þar. Stöku sinnum hefur það þó tekizt. Þessi staðreynd leggur þeim, sem reynt hafa að bjarga hinum náttúrulega stofni og sjá honuin farboða I upphaflegu umhverfi sinu, ennþá þyngri skyldur á herðar. Allir eru sam- mála um, að apategund þessi sé einkennilegt og skemmtilegt dýr, og þaö væri mikill sjónar- sviptir að henni, ef hún hyrfi úr sögunni. En það gildir auðvitaö um öll dýr, að náttúran er fátækari, ef einhver tegund deyr hvort sem hún er falleg á að horfa og skemmtileg i háttum sinum, eöa ekki. DENNI DÆMALAUSI „Ein snjóþrúga kemur ekki aö neinu gagni. Þekkjum við nokk- urn annan sem leikur tennis.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.