Tíminn - 08.02.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.02.1975, Blaðsíða 8
8 ri.viiw’ Laugardagur 8. febrúar 1975. Steingrímur Hermannsson alþingismaður: MÁLMBLENDI- VERKSMIÐJAN legar töflur. Þar sem hér er að- eins fjallaðum raforkuþörfina læt ég nægja að birta eftirfarandi töflu, sem sýnir raforkuþörf til húsahitunar árið 1980, miðað við, að oliuhitun hafi verið útrýmt. Einnig er sýnd raforkunotkun i þessu skyni árið 1972. fyrir árin 1977-1980. Kemst Landsvirkjun að þeirri niður- stöðu, að umframorka sé öll árin, þótt forgangsorkuþörf málm- blendiverksmiðjunnar sé taiin með. Við þessa áætlun hef ég bætt þörf Vestfjarða og Austfjarða til Tafla I Raforkunotkun til húshitunar miðað við að oliuhitun hafi verið útrýmt. 1972 1980' +) Mælt hjá Mælt hjá Mælt við notanda notanda stöðvarvegg GWst GWst GWst S Suöurland 46 166 196 SV Reykjanes 8 41 48 VL Vesturland 2 83 98 VF Vestfirðir NV 4 •110 130 Norðvesturland 51 108 128 NA Norðausturland 4 142 168 A Austurland 15 134 159 130 784 927 + ) áætlun miöast við 1.6% fjölg- un íbúa á ári og 1% aukningu hús- næðis á Ibúa á ári. UNDANFARIÐ hefur allmikið veriðrætt og ritað um væntanlega máimbiendiverksmiðju I Hvai- firði. Margt af þvf, sem birzt hefur I dagbiöðunum virðist byggt á svo mikium misskilningi, að furðu sætir. Ef tii vill má þvl um kenna, að málið hafi ekki ver- ið kynnt nægilega vel á opinber- um vettvangi. Mér sýndist þvl ekki unnt að neita þeirri ósk Tim- ans aö gera nokkuö ýtarlega grein fyrir þessari hugmynd. Aðdragandi. I lok ársins 1971 skipaði þáver- andi iönaðarráðherra, Magnús Kjartansson, svonefnda viðræðu- nefnd um orkufrekan iðnað. Hann fól nefndinni að kanna hugsanlegt samstarf við erlenda aðila um orkufrekan iðnað I tengslum við Sigölduvirkjun. Vélaafl Sigölduvirkjunar mun verða um 150 MW. Af þvi verða um 100 MW forgangsorka, eða ná- lægt 800 Gwst. Án sérstaks orku- freks iðnaðar mundi þessi virkjun endast Landsvirkjunarsvæöinu I 5—6 ár. Nýtni þessarar stóru framkvæmdar yrði þvl heldur lé- leg fyrstu árin og þar af leiöandi orkan fremur dýr. Þvl er ekki ó- eölilegt að bæta reksturinn meö þvl að koma á fót einhverjum orkufrekum iðnaði I tengslum við sllka stórvirkjun. I viöræðunefndinni áttu sæti Jó- hannes Nordal, seðlabankastjóri, Ingi R. Helgason, lögfræöingur, Ragnar Ólafsson, lögfræðingur, og Steingrlmur Hermannsson, verkfræöingur. Núverandi iönað- arráðherra hefur bætt Ingólfi Jónssyni, alþingismanni, og Sig- þóri Jóhannessyni verkfræðingi I nefndina. Vinstri stjórnin setti nefndinni ákveönar starfsreglur. Þær mikilvægustu voru þessar: 1. Sllkt stóriöjufyrirtæki veröi að meiri hluta I eigu íslendinga. 2. Fyrirtækið verði að öllu leyti háð Islenzkum lögum og Is- lenzkum dómstólum. 3. Raforkan verði seld á fullu kostnaðarverði og gert veröi ráð fyrir hækkun á raforku- verði með hækkun kostnaöar við raforkuframleiðslu. 4. Krafizt verði fullkomnustu mengunarvarna. Með þessum reglum er gjör- breytt frá þeirri stefnu, sem fylgt var áður, t.d. I samningunum við svissneska álhringinn. Þegar haustið 1971 lágu fyrir fyrirspurnir frá allmörgum er- lendum fyrirtækjum, sem vildu kanna samstarf um stóriðju á Is- landi. Nefndin hóf þegar að ræða viö þessa aðila. Þeim fækkaði hins vegar fljótlega, þegar þeir sáu þau skilyrði, sem sett voru. Sumir vildu ekki una þvi, að Is- lenzka ríkið ætti meiri hluta I sllku fyrirtæki. Aðrir töldu það fjarstæðu að krefjast kostnaðar- samra mengunarvarna I okkar strjálbýla landi, o.s.frv. Nefndin athugaði jafnframt, hvers konar iðnaður hentaöi bezt. t því sambandi er það mikilvægt, að I okkar raforkukerfi er mikið um afgangsorku. Er að sjálfsögðu æskilegt, að stóriðjan geti nýtt hana sem mest. Sum framleiðsla, eins og t.d. álbræðsla, á mjög erf- itt með það. Hún verður að hafa nokkurn veginn stöðuga og jafna orku. Nefndin taldi einnig rétt að skoða aðrar iðngreinar en ál- bræðslu með tilliti til þess að skapa aukið öryggi á stjóriðju- sviðinu. Þannig fækkaði þessum fyrir- tækjum fljótlega niður I tvö eða ■þrjú og voru þau öll á málm- blendisviðinu. Sú framleiösla er aö ýmsu leyti athyglisverð. Nota má verulegt magn af afgangs- orku, þ.e.a.s. framleiðslan þolir að missa töluverðan hluta af ork- unni meö tiltölulega litlum fyrir- vara. Minnstu einingar sllks iðn- aðar eru jafnframt vel viðráöan- legar. Málmblendi Aður en lengra er haldið er rétt aö gera I örfáum orðum grein fyrir þvi, hvað málmblendi er. Þetta eru sambönd af járni og ýmsum öðrum efnum. t.d. járn- króm, járnmangan, járnsíl (þýð- ing mln á ferrosilicon) o.s.frv. Þessi sambönd gera verið I mis- munandi hlutföllum, t.d. er talað um 50% járnsíl, þar sem járnið og slliö er til helminga, eða 75% járnsll, þar sem sllið er 75% og járniö 25%. Einnig eru þessi sam- bönd breytileg eftir hreinleika, þ.e.a.s. eftir því hve lftiö er af aukaefnum. Þá eru loks fram- leiddar blöndur af þessum málm- blöndum. Málmblendið er framleitt I stórum ofnum eða pottum. Hrá- efnum er blandað I pottinn og brædd með rafstraumi á milli þriggja rafskauta. Málmblendi er notaö I járn til þess að bæta ýmsa eiginleika þess, t.d. að auka styrkleikann, sveigjanleikann o.s.frv. Mjög hreint járnsll er t.d. notað I járn til að fá fram eiginleika, sem eru nauösynlegir ef járnið á að notast I rafmagnstæki, eins og hreyfla eða spenna, o.þ.h. Þannig má minnka þau segultöp, sem annars yrðu I sllkum tækjum. Union Carbide Eitt af þeim fyrirtækjum, sem rætt var ýtarlega við, var Union Carbide. Það fyrirtæki hafði á- huga á þvl að kanna samstarf um byggingu og rekstur járnsilverk- smiöju hér á landi. 1 upphafi leizt fulltrúum fyrirtækisins raunar á- kaflega illa á það skilyröi, að is- lenzka rikið ætti meiri hluta. Kváðust þeir aldrei hafa gengið til sllks samstarfs. Þeir ákváðu þó aö skoða málið betur og sættu sig loks við það skilyrði. Smám saman reyndust viðræð- ur viö Union Carbide langálitleg- astar og var þvi ákveðið að snúa sér fyrst og fremst að þeim. Union Carbide er u.þ.b. 10. stærsta fyrirtæki I heiminum. Velta fyrirtækisins er um 4 milljarðar dollarar á ári, eða u.þ.b. fjórfaldar þjóðartekjur okkar Islendinga. Fyrirtækið starfar I fjölmörgum deildum og er framleiðslan mjög fjölbreytt. Stærsta deildin er llklega efna- framleiðsludeildin og mun fyrir- tækið vera annað eða þriöja stærsta efnaframleiðslufyrirtæki I heimi. Málmblendideildin er til- tölulega lítil. Slikar verksmiðjur eiga þeir fyrst og fremst I Banda- rlkjunum og Kanada. Þeir eiga einnig verksmiðjur i Noregi, sem framleiða hreinan silmálm (silicon), og selja töluvert af málmblendi til Evrópu. Fyrir slðustu heimsstyrjöld mátti heita, að Unión Carbide væri allsráðandi á málmblendis- mörkuðum i Bandarikjunum og vlðar, en á stríðsárunum risu upp ýmis ný fyrirtæki. Nú er Union Carbide að visu stærsta fyrirtæk- ið á þessu sviði, en ræður þó að- eins um 35 af hundraði af markaðnum. t Evrópu eru þeir tiltölulega litlir. Þar eru Norð- menn langsamlega stærstir. Vert er að geta þess, að Union Carbide á engar hráefnisnámur fyrir málmblendiiðnað eða verk- smiðjur, sem nota málmblendi I sinni framleiðslu. Þeir kaupa hráefnið og selja framleiðsluna á frjálsum markaði. Þar eru þeir þó mjög sterkir, einkum vegna þess, að þeir geta veitt sinum við- skiptavinum mikla tækniþjón- ustu, en það er mikilvægt við notkun á hinum ýmsu tegundum og gæðum af málmblendi. Fullyrt var I grein Einars Vals Ingimarssonar i Morgunblaðinu 10. jan. s.l. að málblendiverk- smiðjur verði ekki framar reistar I Bandaríkjunum. Þetta er al- rangt eins og þvi miður flest I þeirri grein. Union Carbide hefur til dæmis nýlokið við að setja upp tvo stóra ofna. Breytt viðhorf í orkumálum Haustið 1973 voru samningar við Union Carbide langt komnir, enda var gert ráð fyrir þvl, að málið yrði lagt fyrir Alþingi það haust. Þá skall á ollukreppan svo- nefnda, sem breytti að sjálfsögðu öllu viðhorfi til orkumála. Ljóst varð að leggja ber höfuðáherslu á aö nýta innlendar orkulindir til allra þeirra þarfa okkar, sem unnt er. Fyrst og fremst er um að ræða upphitun húsnæðis. Iönaðarráðherra, Magnús Kjartansson, fól „Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen að fram- kvæma könnun á þvi, hvernig unnt væri meö sem skjótustum hættiaðnýta innlenda orkugjafa I stað ollu til húshitunar og ann- arra þarfa”. Afangaskýrsla verk- fræðistofunnar var lögð fram a Alþingi vorið 1974. Þar er að finna mikinn fróðleik um þessi mál. Hér verður aðeins drepiö á helztu niðurstöður. 1 skýrslunni segir m.a.: ,,Um áramót 1972-1973 nutu um 46% þjóðarinnar jarðvarma til húshitunar, um 7% nutu raf- mangshitunar og um 47% hit- uðu hús sln meö oliu. Þegar olluhitun hefur verið útrýmt með öllu og tekin hefur verið upp hitun með jarðvarma eða raforku, er væntanleg skipting þannig,aöum 66% landsmanna njóta hitunar með jarðvarma, en um 34% meö raforku”. 1 skýrslunni segir jafnframt: „Ætla má, að fyrirsjáanlegar jarðvarmaveitur geta að mestu verið komnar í full not um ára- mótin 1976/77, miðað við, að þeim framkvæmdum verði tryggð nægjanleg fyrirgreiðsla fjárhagslega. öðru máli gegnir um uppbyggingu rafhitunar- markaðsins. Þar er . um mjög tlmafrekar framkvæmdir að ræða, bæði nýbygging virkjana og endurbygging dreifikerfis með tilliti til aukins álags vegna rafhitunar. Er vart hægt aö búast við, að aukning raf- hitunar verði meiri en svo, að viö árslok 1981 verði um 80% af áætluðum heildarmarkaöi raf- hitunar tengdur”. 1 skýrslunni er áætlað, að kostnaður við tengilínur á milli landshluta og breytingar á dreifi- kerfum verði um kr. 4 þús. milljónir. Astæðan til þess, að ekki er talið unnt að fullnægja nema 80% af raforkuþörf til upp- hitunar fyrir árslok 1981 er hin mikla fjárfesting og mannafla- þörf við breytingar á dreifikerf- um, sem að stórum hluta krefst sérhæfðs vinnukrafts. t skýrslunni eru margar fróð- Miðað við sömu forsendur fyrir aukningu og notaðar eru við út- reikninga á orkuþörf I Töflu I, yrði húsahitunarþörfin árið 1981 951 Gwst. Ef 80 af hundraði yrði fullnægt það ár er þörfin um 760 Gwst, en af því er 130 Gwst þegar fullnægt. Viðbótarþörfin yrði þá um 630 Gwst fyrir árið 1981. Meö jafnri aukningu á næstu árum yrði viðbótarþörfin á ári til húsa- hitunar rúmlega 100 Gwst. Fleiri aðilar hafa athugað raf- orkuþörf og framboð. Lands- virkjun hefur m.a. áætlað þörf fyrir raforku á Landsvirkjunar- svæðinu, þ.e. sunnanlands og vestan, að Noröurlandi viðbættu, húsahitunar. Geri ég ráö fyrir því að tengja megi þessa landshluta fyrir árið 1978, og þegar á þvi ári veröi rúmlega helmingnum af húsahitunarþörfinni fullnægt með raforku. Slðan geri ég ráð fyrir þvl, að hún aukist jafnt og þétt upp 180 af hundraði árið 1981, eins og gert er ráð fyrir I skýrslu Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen og I áætlun Landsvirkjun- ar fyrir Suöurlandið og Norðurlandiö. Jafnframt geri ég ráð fyrir þvi, að Krafla komi inn að hálfu 1978, en að fullu sfðari ár- in, og Bessastaðaá að fullu 1980. Aætlun Landsvirkjunar þannig breytt er birt I töflu II. TAFLAII Áætluð raforkuþörf og framleiðslugeta. Orka, Gwst I stöð 1977 1978 1979 1980 1. Raforkuþörf 1.1 Landsvikjunarsvæðið Almenningsmarkaður 760 807 858 912 Viðbótarhúsahitun 75 112 150 ■187 ISAL + Aburðarverksmiðjan 1470 1470 1470 1470 Málmblendiverksmiðjan 40 261 261 261 1.2 Norðurland Hámarks raforkuþörf 237 273 313 358 (húsahitun meðtalin). 1.3 Vestfirðir Til húsahitunar 68 78 91 1.4 Austfirðir Til húsahitunar 80 96 112 Raforkuþörf samtals: 2582 3068 3226 3391 2. Framleiðslugeta 2.1 Landsvirkjun með Sigöldu 2900 2900 2901) 2900 2.2. Norðurland 195 195 195 195 2.3 Krafla 108 216 216 2.4 Bessastaðaá 135 Framleiðslugeta samtals: 3095 3203 3311 3446 3. Umframorka 513 135 85 55

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.