Tíminn - 08.02.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.02.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 8. febrúar 197S. TÍMINN 11 AAálmblendiverksmiðian Framhald af bls. 9. • Viö þetta bætist greiösla fyrir tækniþekkingu aö upphæö kr. 375 milljónir, sem Union Carbide leggur fram sem hlutafé, eins og fyrr segir. Vextir á byggingar- tima eru áætlaöir um kr. 975 milljónir. Aö mati íslenskra verkfræöinga er ofangreind kostnaöaráætlun mjög varleg og meiri likur til þess, aö hún lækki en hækki viö endanlega hönnun verksmiöjunn- ar. Rekstursáætlun Starfsmenn nefndarinnar og Union Carbide hafa gert itarlegar rekstrar- og greiösluáætlanir. Jafnframt hafa þær veriö endur- skoöaöar viö stööugar verö- breytingar. 1 fyrrnefndri skýrslu nefndarinnar til ríkisstjórnarinn- ar, er fyrstu 16 árunum skipt i þrjú timabil og birt rekstraráætl- un fyrir meöalár hvers timabils. Hún litur þannig út i millj. Isl. króna. Þessi rekstraráætlun er byggö á áætluöu verölagi ársins 1977 á sama hátt og áætlun um stofn- kostnaö. Eftir þaö er hins vegar gert ráö fyrir föstu verölagi, enda má telja liklegt, aö söluverö framleiöslunnar hækki nokkurn veginn i hlutfalli viö hækkaöan reksturskostnaö. Þess má geta, aö I þessari áætl- un er reiknaö meö meöalsölu- veröi um kr. 60 þús. tonniö af framleiöslunni. Þaö er töluvert lægra en gildandi markaösverö I dag. Hins vegar þótti rétt aö gæta varúöar i þessu sambandi vegna sveiflna, sem geta átt sér staö i markaösverði, ekki sist á þessum timum. Þó er þaö staðreynd, aö markaösverð á járnblendi hefur fylgt markaðsveröi á járni, en á þvi hafa oröiö litlar sveiflur og t.d. langtum minni en á áli. Samkvæmt þessari rekstrar- áætlun reynist arögjöf fjár- festingarinnar vera 13,6 af hundraöi og töluvert hærra miöað viö gildandi markaösverö. Meö litliti til þess, aö þessi iönaöur er talinn mjög öruggur, sveiflur litlar og söluhorfur tryggar, veröur slik arösemi aö teljast vel viöunandi. Fjármögnun Gert er ráö fyrir þvi, aö verk- smiöjan sjálf taki annað fjár- magn en hlutafé aö láni erlendis. Viöræöur eru þegar hafnar um sllkar lántökur og virðist ekkert þvi til fyrirstööu. Er þegar ljóst, aö rlkisábyrgö mun ekki þurfa fyrir slikum lánum. Verksmiöjan sjálf meö sölusamningi og sölu- ábyrgö frá Union Carbide mun ábyrgjast lánin. Þau munu þvi ekki skerða lánsmöguleika ís- lendinga til annarra fram- kvæmda. Hlutaféö veröa hluthafar aö sjálfsögöu sjálfir að útvega og sömuleiöis veröa islendingar aö útvega fjármagn til þess aö byggja höfnina og til annarra nauðsynlegra hliöarfram- kvæmda, sem eru að visu litlar. Þessi fjármagnsþörf yröi samtals um kr. 2000 millj. Hluta af þessu fjármagni mæti að sjálfsögöu taka aö láni erlendis, þvi arð- greiöslan frá verksmiðjunni stendur vel undir slikum lántök- um. Þó væri æskilegt að gera ráö fyrir einhverjum fjárveitingum á fjárlögum i þessu skyni á næstu árum. Þjóðhagsleg áhrif Þjóöhagsleg áhrif er erfitt að meta til fullnustu. Tekjur þjóöar- búsins af verksmiðjunni má þó aö sjálfsögöu áætla. Þær koma m.a. fram I rekstraráætluninni aö framan. Hreinar gjaldeyristekjur á meöalári eru áætlaöar um kr. 1300 millj. Þær skiptast i grófum dráttum á eftirtalda fjóra liöi: 1. Orkukaup frá Landsvirkjun 2. Vinnulaun, tekjur skipafélaga og tekjur annarra innlendra þjónustuaðila 3. Tekjuskattur, opinber gjöld, þar meðtalin lóöar- og hafnar- gjöld 4. Aröur eigenda Skiptingin er nokkurn veginn jöfn á ofangreinda fjóra höfuöliöi, ef allt timabiliö er skoöaö sem heild, en nokkuö mismunandi eft- ir árum. Fyrirtækið greiðir skatta eftir Islenskum lögum. Gert er ráö fyr- ir þvi, aö það greiöi landsútsvar I stað aöstööugjalds. Sveitarfélag- iö fengi aö sjálfsögðu fasteigna- gjald og hluta af aðstööugjald- inu. Tekjur sveitarfélagsins gætu oröið u.þ.b. kr. 10-12 milljónir á ári, nema sérstakar reglur veröi settar um skiptingu opinberra gjalda á milli rikis og sveitar- félaga. Auk þess fengi sveitar- félagiö aö sjálfsögðu auknar tekj- ur af starfsliði, sem viö verk- smiöjuna vinnur, o.fl. Eins og fram kemur aö ofan, er gert ráö fyrir þvi, aö við verk- smiöjuna vinni um 114 manns. Hins vegar er það staöreynd, að sá fjöldi, sem vinna mundi i ein- hverjum tengslum viö þessa verksmiðju, er langtum meiri, t.d. I sambandi viö viðhald, flutn- inga, o.fl., sem sótt yröi út fyrir verksmiöjuna. Staðsetning Strax haustið 1971 voru ýmsir staðir athugaöir meö tilliti til sllkrar stóriöju. Þeir helstu voru Straumsvik, Geldinganes, Hval- fjöröurinn og við Eyjafjörö. Aö mörgu leyti var staösetning viö Eyjafjörð álitleg. Hins vegar reyndist þaö útilokaö vegna orku- skorts. Viö slikan rekstur veröur aldrei unnt aö treysta á orku- flutning einnar linu aö sunnan. A svæöinu veröur aö vera varaafl. Eftir aö hin stóra virkjun Laxár fór út um þúfur var ljóst, að ekk- ert sllkt varaafl yrði til fyrir noröan þegar verksmiöjan átti aö hefja framleiðslu. Af ýmsum ástæöum þótti óæskilegt aö staösetja slikt stór- iöjufyrirtæki I Straumsvik. Hafnaraöstaöa er þar ekki sér- stök og undirstöður á hrauninu varla nægilega traustar fyrir hina þungu ofna málmblendiverk- smiöjunnar. Grundartangi við noröanverö- an Hvalfjörö varð þvi fyrir val- inu. Þar er hafnarstæöi mjög gott. Meö tiltölulega litlum kostn- aöi má gera þar höfn fýrir mjög stór skip. Landrými er einnig nóg og aörar aðstæður góðar. Samningur um kaup á góðri spildu úr landi Klafarstaöa hefur veriö geröur. Er þar gert ráö fyr- ir stækkunarmöguleikum eöa öörum iönaði, sem getur notaö hina góöu höfn. Höfn hefur veriö teiknuö. Flutningar til og frá verksmiöj- unni mundu aö öllum likindum fara fram á skipum af stæröinni 2000-10.000 lestir, a.m.k. til aö byrja meö. Fyrsti áfangi i hafnargeröinni verður þvi vel viöráöanlegur. Hann mundi lik- lega kosta u.þ.b. kr. 300 milljónir. Höfnin yrði i eigu sveitarfélag- anna I nágrenninu. Þau mundu leggja til 25 af hundraði fjár- magnsins, en rikiö 75 af hundraöi samkvæmt hafnarlögum. Gert er ráð fyrir þvi, aö af flutningi til málmblendiverk- smiöjunnar greiöist hafnargjöld eins og þau eru greidd I Reykja- vik. Vegna verksmiðjunnar færu um höfnina um 200 þús. tonn á ári. Tekjur munu þvi fara langleiöina meö aö standa undir kostnaði. Jafnframt viröist óhætt aö gera ráö fyrir þvi, aö þær aukist fljót- lega. Mengun 1 sambandi viö umrædda málmblendiverksmiöju hefur um fátt verið meira skrifaö en hugsaniega mengun. Mengunar- varnir eru ákaflega mikilvægar og viö Islendingar eigum aö leggja á það höfuöáherslu aö halda umhverfi okkar eins hreinu og frekast er unnt. A þvi sviöi er þvi miöur margt ábótavant. Hins vegar er nauösynlegt á þessu sviöi sem öörum aö fara ekki úr einum öfganum yfir I hinn. Meöal annars hefur Einar Val- ur Ingimundarson, umhverfis- og efnaverkfræöingur, skrifaö langa grein í Morgunblaöiö 10. janúar s.l. um hugsanlega mengun frá málmblendiverksmiöju. Engin grein, sem um þetta hefur veriö skrifuö, er hlaöin jafn mörgum vitleysum. Þaö er leitt, ekki sist, þar sem greinin er skrifuö i nafni visindanna. Þvi miöur óttast ég, aö afstaða höfundar ráöist af öör- um sjónarmiöum. Ég mun á eftir á nokkrum stööum visa til þess, sem segir i þeirri grein. 1. úrgangsefnin Viö framleiöslu á einu tonni af járnsili þarf um 3,38 tonn af hrá- efni. Urgangsefnin eru þvi mikil. Viö bræðsluna myndast mikiö mgn af kolsýringi. Þaö er eitruö lofttegund. Andrúmslofti er hleypt inn yfir ofninn og þá brennur kolsýringurinn og mynd- ar koltvisýring. Þaö er tiltölulega hættulltil lofttegund, sem stigur upp I hin hærri lög lofthjúpsins. Viö hinn margþætta og gifurlega bruna, sem á sér staö á jöröu niöri, safnast mikið magn af kol- tvisýringi þarna uppi. Visinda- menn deila um áhrif þess á llfiö á jöröinni almennt. Viö framleiöslu á 47.000 tonnum af járnsili myndast um 21.00C tonn af kisilryki. Þaö er ákaflega flngert, nálægt þvi eins og vindlingareykur, og mjög létt. Kisilryk þetta er hins vegar ekki I kristöllum. Aö sjálfsögöu eru til af þvi f jölmargar efnagreiningar. 1 þvl finnst mjög litiö af hættuleg- um þungmálmum eöa snefilefn- um. Aratugum saman hafa málm- blendiverksmiöjur veriö starf- ræktar án þess aö skeyta um þetta ryk. Þaö hefur þó lagst yfir allt umhverfiö, svipaö og se- mentshjúpur. Nú er þvi hins veg- ar safnaö saman, eins og ég mun koma aö slðar. Auk þessa, sem nú hefur veriö taliö, myndast nokkur föst úr- gangsefni, samtals um 2.500 tonn viö framleiöslu á 47.000 tonnum. Um þaö bil helmingurinn af þessu er gjali, em myndast ofan á ofnin- um, eins konar úrgansmálm- blendi. Það er selt úr landi og not- aö viö framleiðslu á lakari járn- tegundum. Eftir veröa u.þ.b. 1000-1500 tonn, sem verður fyrst og fremst brot úr steypumótum, múrsteinsbrot og önnur slik föst úrgangsefni. Ekki er kunnugt um skaöleg efni i slikum úrgangi og hefur þó verið margoft um þaö spurt. Hreinsitæki Eins og frá hefur veriö greint I upphafi, var þaö ein meginkrafa nefndarinnar aö notuö yröu hin fullkomnustu hreinsitæki. Union Carbide tók þvi strax vel. Kváöu fulltrúar þess það vera sam- þykkta stefnu fyrirtækisins aö byggja ekki fleiri verksmiöjur án hreinsitækja. Hreinsitæki I þessum iönaöi eru hins vegar tiltölulega ný af nál- inni. Það er ekki fyrr en á siöustu árum aö fariö er aö krefjast þeirra I Bandarikjunum. 1 Noregi er fyrst nú veriö aö krefj- ast slikra tækja. A fyrri árum voru verksmiðjur Union Carbide þekktar fyrir ryk og sóðaskap. Fyrirtækiö snéri hins vegar viö blaðinu. Þaö fól rannsóknastofum sinum aö þróa hreinsitæki. Þetta hefur tekist og eru þau tæki, sem fyrirtækið not- ar nú viöurkennd af umhverfis- yfirvöldum Bandarikjanna sem þau fullkomnustu, sem völ er á. Nú er veriö aö setja slik tæki i all- ar verksmiðjur fyrirtækisins. A myndinni hér á slðunni er sýnd ein slfk verksmiðja meö og án hreinsitækja. Þá verksmiöju hef ég haft tækifæri til að skoöa. Þá var hluti hennar án hreinsitækja. Munurinn er meiri en orð fá lýst. Um tvær geröir af ofnum er aö ræöa. 1 fyrsta lagi eru lokaðir ofnar. Þeir eru meö lokaðan skerm yfir ofninum og er engu súrefni hleypt þar inn. I þessum ofnum brennur þvi ekki kolsýringurinn yfir ofn- inum, heldur er hann brenndur i skorsteinsopinu. Þar sem kol- sýringurinn er ekki brenndur i andrúmslofti yfir ofninum, er loftmagniö, sem út fer, langtum minna en i opnum ofnum aöeins um 1/50 hluti. Hreinsitækin öll verða þvi stórum viöaminni. Einar Valur Ingimundarson hneykslast mjög á þvi, að náttúruverndaryfirvöldin ame- risku skuli ekki krefjast full- lokaöra ofna. Um þetta hef ég rætt bæöi viö Union Carbide og Náttúruverndarráö Bandarikj- anna. Báöir aöilar staöfestu, aö á þvi væru miklir tæknilegir erfiö- leikar aö loka ofnum, sem fram- leiöa 75% eöa hærri hundraös- hluta af járnsili. Aöeins einn slik- ur ofn er til i heiminum. Hann er i Japan. Hann er hins vegar litill, aöeins um 12 MW. Hér er þvi ekki um aö ræöa „verslunarvöru iðju- haldanna”, eins og Einar Valur segir. Þvert á móti hafa sér- fræðingar Union Carbide lagt á þaö áherslu, aö þeir loki öllum þeim ofnum, sem þeir geta og sé þaö hagkvæmara vegna þess, að hreinsitækin veröa langtum viða- minni en við opna ofna. Hins vegar eru svo opnir eöa hálfopnir ofnar, þar sem súrefni er hleypt inn til þess aö brenna kolsýringinn yfir I koltvisýring. Viö þá ofna, sem hér veröa notaöir, er farin eins konar milli- leiö. Þeir eru lokaöir, en á hliöum þeirra eru þrjár huröir. Er gert ráö fyrir þvi, aö tvær séu opnaöar i einu til þess aö hleypa nægilegu andrúmslofti inn fyrir brunann. Þrjár hreinsiaöferöir eru algengastar. Blauthreinsun er mikið notuð viö lokaöa ofna. Þá er gasiö skiliö frá og brennt i reykháfsopinu, en rykinu safnaö meö vatni. Þannig næst yfir 99 af hundraöi af rykinu. Þaö safnast sem leirleiöja. Viö sllka hreinsun getur hins vegar myndast I leiöjunni örlitiö af blá- sýru.sem aö sjálfsögöu veröur aö gera skaðlaust. Rafsviöshreinsun hefur veriö reynd en gefið heldur lélega raun. Þá er rykiö leitt á milli hluta, sem hlaönir eru rafmagni. Þaö dregst þar aö og er þaö siöan þvegiö af. Loks eru þaö pokasiur. I verk- smiöjunni i Hvalfiröi veröa slik hreinsunartæki notuö. Gasiö og kfsilrykiö er kælt og siðan leitt I gegnum pokasiurnar. Þær eru i 12 deildum og eru 144 pokar i hverri deild. Venjulega eru 10 deildir i notkun i einu. Þá er veriö aö hreinsa hinar, skipta um poka, o.s.frv. Pokarnir endast i 2-5 ár eftir þvi hvaða efni er notað. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúruverndarráöi Bandarikj- anna eru pokasiurnar fullkomn- ustu hreinsitæi, sem völ er á nú fyrir slikan iönað. Þær ná um 99 af hundraði af rykinu. Frá slikum verksmiðjum veröur ekkert ryk sýnilegt i reykhálfsopi. Hins veg- ar slitna pokarnir og á þá getur komiögat áður en um þá er skipt. Þá eykst rykiö, sem sleppur litil- lega, t.d. úr 1 af hundraöi I 1,5 af hundraöi. Með þessu fylgist vakt- maöurinn, fyrst og fremst meö þvi aö athuga, hvort ryk sést. Ef poki bilar er hann fjarlægður og rörinu til hans lokað. Þegar nokkrir pokar hafa bilað er skipt um alla pokana I viðkomandi deild. Kisilyrkið Um kisilrykið hefur mikið veriö rætt. Þaö er eins og fyrr segir mjög fingert, mest af þvi af stæröinni 0,1-1,3 þús. hlutar úr mm. i þvermál. Einar Valur Ingimundarson ræöir mikið um það, að smæstu rykkornin sleppi. Hann telur þau hættulegust. I þessu sambandi styöst hann mjög viö grein próf. Friedlanders. Hann sleppir hins vegar þvi, sem prófessorinn segir um smæstu kornin og pokasiurn- ar: „Þegar sfur eru notaðar er mjög litlum kornum auöveld- lega náð... Þvi smærri sem kornin eru þvi ákveðnari er þeirra „Brownian” hreyfing og þvi auð- veldara er að fjarlægja þau”. Þetta er þaö sama og sérfræðing- ar Union Carbide sögðu okkur. Þetta var einnig staðfest af sér- fræöingum Náttúruverndarráös- ins bandariska. Staöreyndin er sú aö auöveldast er aö ná smæstu og stærstu kornunum, en heldur erfiöara meö þau, sem eru á milli. Sérfræöingar Náttúruverndar- ráösins ameriska staöfesta, aö i heildina nást um 99 af hundraði rykkornanna. Þetta hlutfall á ekki aö falla sem nokkru nemur ef eftirlit og viöhald er i lagi. Visað er i itarleg visindarit eftir sænsku visindamennina Jan Glömme og Ake Svensson hjá Karolinska Institutet. Þetta eru 10 ára gamlar skýrslur um rann- sóknir þeirra á allmörgum tilfell- um sem talin voru kisilveiki hjá mönnum, sem unnið höföu m.a. hjá málmblendiverksmiöjum. Þama er einnig fariö ákaflega frjálslega meö niðurstööur. VIs- indamennirnir komast að þeirri niöurstööu, að aöeins sé unnt aö leiða rök að þvi, aö 10 af þessum tilfellum megi rekja til vinnu i slikum verksmiðjum. Þeir segja nokkurn veginn orörétt aö hættan á kisilveiki i málmblendiverk- smiöjum sé lítil og mjög ýkt. Þeir telja raunar, að hættan sé meiri i sambandi viö sandkorn frá kvartzinu, þ.e. hráefninu sem er notað. Þaö er kristallerað. Þaö er dálitiö svipaö og sóldýrkendur anda gjarnan aö sér i töluveröu magni þegar þeir liggja á þurrum dögum I golunni á hvitum baö- ströndnm á Kanarieyjum. Þetta má aö sjálfsögðu fyrir- byggja meö þvi aö nota grimur viö meöferö á þessum sandi. en til þess munu verkamenn yfirleitt hafa verið tregir. Heilsuverndarstofnun ame- risku verkalýðsfélaganna kveöst engin tilfelli þekkja um kisilveiki I þessum iönaöi og telur hann meö þeim hættuminni. Aö sömu niður- stööu hafa sjálfstæðar rann- sóknastofnanir i Bandarikjunum komizt Þetta er einnig niðurstaöa lækna hjá Union Carbide, en á þeim má eflaust ekkert mark taka. Þeir eru „fangar iöjuhald- anna” aö mati hins unga fræöi manns. Þó er þaö liklega staö- reyndin, aö þeir vita meira um þetta en nokkrir aörir. Þar sem rykinu er nú safnaö. t.d. i pokasiur, er þaö siðan vætt ogsett Ihauga. Viö að blotna þétt- ist þaö mjög og verður fyrir- feröarminna. Náttúruverndar- ráöinu bandariska er ekki kunn- ugt um nein skaðleg efni frá slik- um haugum. Rykið veröur þannig eins og hella, svipað og sement, sem blotnar. Þaö má svo aö sjálf- sögöu þekja og græða upp. Einnig er hugsanlegt að nota Frh. á bls. 15 Milljónir kr. 1978-’82 1983-’87 1988-’93 Söluverðmæti 3417,4 3484,8 3484,8 —Verksmiöjukostnaöur 1572,4 1586,0 1586,0 —Þjónustugjöld 230,6 235,7 235,7 —Ýmsir skattar og útsvör 30,6 34,6 25,6 —Hafnar- og lóöagjöld 11,1 11,2 11,2 Framleiðslukostnaöur samt : 1844,6 1857,8 1857,6 Rekstrartekjur 1572,0 1617,0 1626,3 Afskriftir 566,8 566,8 472,4 Vaxtagjöld 593,5 319,3 72,6 Hagnaður fyrir tekjuskatt 414,1 730,9 1081,2 Tekjuskattur 50,7 178,9 319,5 Hreinn hagnaður 361,1 552,0 761,7 Arður til útborgunar 329,5 440,8 562,9 55% Island 181,2 242,4 309,6 45% Union Carbide 148,3 198,4 259.8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.