Tíminn - 08.02.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.02.1975, Blaðsíða 15
Laugardagur 8. febrúar 1975. TÍMINN 15 /i Framhaldssaga I j FYRIR BÖRN f Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla kynntur. Hann gekk um milli nágrann- anna og heilsaði upp á þá, og þeir voru fjarska upp með sér af þvi að hafa svona sjaldséðan fugl sin á milli og tóku honum ágætlega. Þeir buðu honum i morg- unverð, þeir buðu honum i miðdegis- verð, þeir buðu hon- um i kvöldverð og gáfu honum eins og hann gat i sig látið af fleski og maisgraut. Þeir þrey ttust aldrei á að stara á hann og undrast hann og óska, að þeir vissu svolitið meira um hann. Þetta var svo óvanalegur og rómantiskur maður. Bendingar hans voru vita gagnsla-usar, þvi að fólk botnaði ekkert i þeim. Og liklega skildi hann þær ekki einu sinni sjálfur. En hann lét það að minnsta kosti ekki aftra sér að halda áfram að pata og umla af öllum kröft- um, og þegar hann var sérstaklega dug- legur, voru allir fullir aðdáunar og gapandi af undrun. Hvar sem hann fór, hafði hann með sér spjald og griffil, og á þessa plötu skrifaði hann spurningar og siðan svör. En ekki nokkur sála nema Brúsi Dun- lap gat lesið það, sem hann skrifaði. Brúsi sagði, að hann ætti lika erfitt með að lesa það, en hann gæti þó nokkurn veginn kom- izt að meiningunni. 0 AAálmblendi- verksmiðjan þetta ryk i sementsframleiöslu. Þaö mundi t.d. bæta sements- framleiðsluna hér, þar sem skort- ur er á kisil i sementið. Þó gæti Sementsverksmiðjan varla notað meira en t.d. 10 af hundraði af kisilrykinu öllu. Loks hafa verið gerðar tilraunir með aö perla rykið og nota það aftur i ofnana. Einar Valur hefur þaö eftir framkvæmdastjóra norska fyrirtækisins ELKHEM, aö slikt sé gert með þvi að bæta i rykið nokkru af eiturefninu fenol. Þaö hafa sérfræðingar Union Carbide aldrei heyrt nefnt. Sér- fræðingar Náttúruverndarráðs- ins I Bandarikjunum staðfestu jafnframt, að eingöngu er notað vatn til þess að perla rykið. Staðreyndin er sú, að norski iönaöurinn hefur barist meö oddi og egg gegn þvi að setja upp hreinsunartæki og hefur fært hin furðulegustu rök gegn sliku. Meðal annars var fullyrt að ekki sé unnt að nota perlað ryk nema I litlum mæli aftur, þvi það spilli lokaframleiðslunni. 1 Bandarikjunum er þetta yfir- leitt ekki gert, vegna þess að hrá- efnið er mjög ódýrt. Sem liður i tækniþróun vegna fyrirhugaörar málmblendiverk- smiðju hér á landi hefur Union Carbide nú gert tilraunir um nokkurra vikna skeið með notkun á öllu rykinu perluðu að nýju i sams konar ofni og hér verður. Þetta hefur gefið mjög góða raun. Ljóst er, að a.m.k. 90 af hundraöi af rykinu verður endurnotað þannig, ef ekki allt. Þungmálmar Fullyrt er, að hætta af þung- málmum sé veruleg við þessa framleiðslu. Við fjölmargar efna- greiningar Náttúruverndarráðs- ins ameriska hefur ekki tekist að mæla neina þungmálma i þvi magni, að slikt geti talist hættu- legt. Til dæmis var kvikasilfur ekki mælanlegt, þrátt fyrir hinar nákvæmustu aðferðir við efna- greiningu. Vitanlega er ávallt einhver ögn af sliku til staðar. Það er I hverj- um hnefa af jarðvegi. Þessi iönaöur er hins vegar með þeim allra hættuminnstu i þessu tilliti. Einn andstæðingur málmsins á þingi kveöst hafa það eftir sér- fræðingi, að yfir slikum verk- smiðjum héngi kvikasilfursský. Hvaða sérfræðingur ætli það hafi verið? Andrúmsloftið inni Málminum er tappað úr ofnin- um i gegnum gat neðst á honum. Þegar það er opnað sleppur ávallt eitthvert kisilryk út. Það er sogað brott meö kraftmiklum blásur- um, en eitthvað sleppur þó ávallt inn i salinn. Mér þótti andrúms- loftið I vinnusalnum ekki sérstak- lega óþægilegt, en sannarlega fjarri hinu hreina fjallalofti okk- ar. Að mati heilbrigðisyfirvalda i Bandarikjunum er það ekki skað- legt. Viö ofninn er mikill hiti.þar eru vinnuskilyrði óþægilegust. Þetta hefur hins vegar verið lagfært mjög i nýjum verksmiöjum. Tölvustýring á framleiðslunni er nú notuð. henni er komið fyrir I sérstökum mjög vel einangruðum sal. Þeir, sem stjórna framleiðsl- unni þurfa þvi lítið að koma ná- lægt ofnunum. Hins vegar verður ekki hjá þvi komist þegar af ofn- um er tappað. Þeir menn sem gera það eru i hlifðarfötum. Svip- að má segja um vinnuna við að hella málmblöndunni I mót. Lokaorð Meö umræddri málmblendi- verksmiðju yrði rennt enn einni stoö undir Islenskt efnahagslif. Ekki veitir af. Með þvi móti get- um við vonandi minnkað þær miklu sveiflur, sem við eigum við að strfða. Það er staðreynd, að iönaöarframleiðsla eins og þessi, er yfirleitt stöðugri i verði en matvælaframleiðslan og sveiflurnar verða sjaldan á sama tima. Til dæmis var verð á málm- blendi tiltölulega stöðugt á þeim tima, sem fiskurinn okkar stór- hækkaöi I verði, þ.e. á árunum 1972 og 1973. Nú fellur fiskurinn, en málmblendið hækkar hins veg- ar I verði. Er það i samræmi við þá skoðun hagfræðinga, að iðnaðarframleiðslan muni að ein- hverju leyti ná sér á strik nú i ár. Þótt þetta sé mikilvægt, lit ég svo á, að ekki kæmi til greina að samþykkja slika verksmiðju, ef bygging hennar yrði til þess, að orkuskortur yrði til nauðsynlegra eigin nota. Ég hef sannfærst um, að svo er ekki. 1 mínum huga ræður það einnig úrslitum, að gjörbreytt hefur ver- ið um stefnu. Þetta verður Is- lenskt fyrirtæki, sem hlýðir is- lenskum lögum, greiðir fullt verð fyrir raforkuna og verður búið hinum fullkomnustu tækjum til mengunarvarna. 0 Borgarmál nýtingu aflans, sem furðulegt má telja, að ekki var komið á eða hugsað fyrir i nýjum skipum, einkanlega þeim stærri, eins og togurum BÚR, þar sem gott pláss er fyrir hendi. A ég þar við, að lif- ur og slori skuli vera hent, að verðmæti margra milljóna króna árlega. til nýtingar .lifrar þarf litlu til að kosta, en samkvæmt upplýsingum erlendis frá á stofn- kostnaður við nýtingu á slori að skila sér á fyrsta ári. T1 ég, að nauðsynlegt sé, að nú þegar verði athugað að koma slikri vinnslu á i einum af togur- um BÚR. Sjávarútvegurinn á nú i mikl- um rekstrarerfiðleikum vegna lækkunar afurðaverðs samfara stórhækkun alls kostnaöar. En ekki má draga saman varðandi þennan atvinnuveg, — án sjávar- útvegs verður ekki lifvænlegt i þessu landi um ófyrirsjáanlegan tima. Hér á Bæjarútgerðin að standa i fararbroddi, en til þess að svo verði, þarf að skapa henni aðstöðu til rekstrar. Þegar rætt er um útgerð frá Reykjavik, verður ekki komizt hjá þvi að nefna aðstöðu til við- halds skipanna. Svo stór þáttur er þaði rekstrarkostnaði þeirra, við þær óviðunandi aðstæður, sem fyrir hendi eru. Rafmagn er vart hægt að fá um borð i skipin, nema á einum stað I Vesturhöfninni, og þá á verði, sem er margfalt hærra en til upphitunar húsa i landi og 700% hærra en Aburðarverk- smiðjan og Straumsvik greiöa. 1 gær var I eínu dagblaðanna birtur samanburður frá Kassa- gerð Reykjavikur á hitunarkostn- aði húsnæðis með olíu og raf- magni. Þar þótti rafmagnsverö of hátt til upphitunar I landi á verðinu kr. 1.25 .pr. kilóvattstund. En fáist rafmagn um borð I skip til upphitunar og notkunar á vélar verktaka, þarf að greiða kr 17.10 pr. kilóvattstund. Þó fer viðgerð skipanna mest fram á þeim tima árs, sem minnst rafmagnsnotkun er. Verð- ur þvi oftast að leigja rafstöðvar eða keyra ljósvélar skipsins, þótt slikt sé brot á samningum við þau launþegasamtök, sem unnið er frá um borð i skipunum. Við höfnina hafa verktakar enga aöstöðu, og eru fjölmargir staðsettir I útjöðrum borgarinn- ar. Viö það fer stór hluti vinnu- dagsins i flutninga milli verk- stæöis og skips, öllum til tjóns, en sjávarútveginum er ætlað að borga reikninginn. Að lokum vil ég biðja háttvirta borgarfulltrúa að minnast orða forsætisráðherra, er hann við- hafði á blaðamannafundi sl. þriðjudag. Þar lagði hann áherzlu á, aö til þess að komast úr þeim efnahagserfiðleikum, sem við blasa, sé það höfuðnauðsyn, að atvinnuvegirnir verði fullreknir. En til þess þarf að skapa þeim að- stöðu.” Ekki vildu borgarfulltrúar Ihaldsins draga þessi þörfu orð Páls Guðmundssonar i efa, en af viðtekinni þrjózku fengust þeir ekki til að samþykkja tillöguna, heldur var henni visað I safnið, sem verið er að moða úr I sam- bandi við Bæjarútgeröina, og fengu Björgvin Guðmundsson með sér til sliks verknaðar. Var þó ekki sparað að benda þeim á, hver Hfsnauðsyn það væri að hefj- ast handa, en draga ekki framkvæmdir á langinn undir yfirskini endurskoðunar og heildarendurskoðunar! Fimm borgarfulltrúar studdu þessa til- lögu, en eftir nokkuð spaugilega atkvæðagreiðslu kom i ljós, að þeir voru tiu, sem kusu náðar- faðminn breiða henni til handa. Cíi—iii Keflavík Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélagana og húsfélagsins Austurgötu 26 h/f. verður haldin i Framsóknarhúsinu fimmtu- daginn 13. febr. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundar- störf. 2. Fjárhagsáætlun Keflavikurbæjar 1975. Stjórnin. Frá Hverfasamtökum framsóknarmanna í Breiðholti Akveðið hefur veriö að einhver úr stjórn félagsins verði til við- tals og starfa fyrir félagið á skrifstofu flokksins Rauðarárstig 18 alla þriðjudaga og fimmtudaga á milli kl. 17 og 19.simi skrifstof- unnar er 24480. Stjórnin. AAosfellssveit — nágrenni Siðasta kvöldið i þriggja kvölda spilakeppninni verður fimmtu- daginn 20. febrúar i Hlégarði og hefst kl. 20.30. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra flytur ávarp. Kristinn Hallsson syngur. Lára Rafnsdóttir leikur undir. Fram- sóknarvistinni stjórnar Teitur Guðmundsson, Móum. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður RANNSÓKNARSTOFA HASKÓLANS: AÐSTOÐ ARLÆKNAR. Tveir aðstoðarlæknar óskast til starfa á Rannsóknarstofunni frá 1. júli nk. Nánari upplýsingar veitir yfir- læknir. Umsóknarfrestur er til 8. marz. n.k. KLEPPSSTÍTALINN: YFIRHJÚKRUNARKONA Óskast til starfa við spitalann frá 15. marz nk. Umsóknarfrestur til 1. marz n.k. HJÚKRUNARKONUR óskast til starfa á hinum ýmsu deildum spitalans. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina. Upplýsing- ar veitir forstöðukonan, simi 38160. FóSTRA óskast til starfa á dagheimili fyrir börn starfsfólks spitalans nú þegar eða eftir sam- komulagi. Upplýsingar veitir for- stöðukonan, simi 38160. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA: GJALDKERI óskast i fullt starf á skrifstofunni frá 1. marz nk. Laun 20. launaflokkur samkvæmt samn- ingum rikisins við BSRB. Umsóknarfrestur til 18. febrúar nk. RITAR óskast til starfa á skrifstof- unni frá 1. marz nk. skilyrði er að viðkomandi hafi gott vald á is- lenzku og a.m.k. einu erlendu tungumáli, ásamt góðri vélritunar- kunnáttu. Umsóknarfrestur er til 18. þ.m. Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf, ber að senda til skrifstofu rikisspitalanna. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik 7. febrúar 1975. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5.SÍMI 11765

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.