Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 1
kominn HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATUNI 6 - SÍMI (91)19460 c 34. tbl. — Sunnudagur 9. febrúar 1975 — 59. árgangur. 'ÆHGIR? Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhóiar Flateyri — Bfldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og (eiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 t> Veganesti sem get- ur enzt alla ævina ÞÆR eru báðar sælar á svipinn og fallegar, hvor á sinn hátt, Hrefna litla og htin kisa hennar. Það hefur löngum verið á orði haft, hve kettir eru góðir við börn, svo grimmt dýr sém kötturinn þó er leðli sinu, og um hitt þarf vart að ræða, hve hollt það er börnum að eiga litla kisu til þess að strjúka og gæla við. Þeir, sem alizt hafa upp í sveit, þekkja gleðina sem fylgir þvi að eignast fyrstu kindina, fyrsta hundinn eöa fyrsta hrossið, sem siðan verður förunautur manns um lengri eða skemmri tlma. En flestar skepnur eiga sér skemmri ævi en flestir menn, og iill sveitabörn hafa einhvern tima þurft að skiljast við ferfættan vin sinn að fullu og öllu. Það er að vlsu oft sárt I svipinn, en við það öðiast ungmenni þroska, sem hvergi er annars staðar hægt að fá. Engin borgarmenning eða nám i náttúrufræði, hversu gott sem þetta annars kann að vera, getur komið I staðinn fyrir þann skilning á lifinu, frá getnaði til grafar, sem fæst við það að sjá kynslóðir húsdýra koma og fara, fara og koma samkvæmt rökvisu og óhagganlegu lögmáli náttúr- unnar. Tlmamynd Gunnar. Hvað gera þau í tómstundum? •p'mTfníífíTTIIIÍfííí ríni !ÍÍ1 ÍDAG Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður AAcnstu gamla daga? AAanstu gamla daga? AAanstu gamla daga ? AAanstu gamla daga? Tíminn hef ur nú bi rtingu nýs greinaf lokks, þar sem talað er við f ólk, sem hvert mannsbarn í landinu þekkti eitt sinn — kunna söngvara og skemmtikraf ta og íþróttastjörnur, svo að dæmi séu tekin. Við höf- um beðið viðmælendur okkar að skyggnast um öxl, rif ja upp gamla daga og bera saman við nútímann. í þessum viðtölum verður helzt leitað fanga hjá þeim, sem ekki eru beinlínis í sviðsljósinu nú, þótt þeir sem ungir voru á þessurri árum muni þá vel. Margtaf því, sem fram kemur í viðtölunum, mun án efa vekja skemmti- legar endurminningar hjá ýmsum og snerta streng í brjóstum þeirra, sem ánægju hafa af því að ylja sér við að rifja upp gamla daga. Greinaflokknum hefur verið valið heitið „Manstu gamla daga?" Þannig var upphafið að dægurlagi, sem var vinsælt fyrir um það bil aldarf jórðungi og allir kunnu. Okkur fannst þetta heiti vel við hæf i — ekki sízt vegna þess að margir viðmælenda okkar voru einmitt kunnir skemmtikraftar á sínum tíma, þó þeir komi ekki lengur fram opin- berlega og hljómplötur þeirra séu nú rykfallnir safngripir. Einn þeirra sem við kynnum í þessum greinaflokki er einmitt söngvarinn, sem söng inn í hjörtu stúlknanna dægurlagið, sem flokkurinn dregur nafn af. Meðal þeirra sem rabbað verður við á næst- unni verða Aage Lorange, Alfreð Clausen og Hermann Hermanns- son, svoað nefnd séu örfá nöfn. En í þessum fyrsta þætti fjöllum við um sveifluna, sem kom inn í dansmúsíka í lok stríðsáranna síðari — og það er enginn annar en Skafti ólafsson, sem seg- ir frá atburðum þessa ára. I DAG Skafti Olafsson söngvari Nýr greinaflokkur í Tímanum - Nýr greinaflokkur í Tímanum - Nýr greinaflokkur í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.