Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Sunnudagur 9. febrúar 1975 4___ Hefurðu heyrt um sjóarann, sem... Prestsmaddaman Dolores Jay, sem talar þýzku i dásvefni og fullyrðir, að hún sé austur-prússnesk stúika endurholdguð. KONA bandarlsks meþódista- prests i Kikotn, byggðariagi skammt frá Washington, komst allt i einu á hvers manns varir á dögunum vegna frétta blaða um það, hvernig hún talaði þýzku i dásvefni og taldi sig vera sextán ára stúlku frá Austur-Prúss- landi, er dó fyrir hundrað árum. Dólóres Jay og maður hennar, séra Carroll Jay, voru allt i einu umkringdaf sálfræðinguin, sem komu á vettvang, og öðru fólki, sem minntist svipaðs fyrirbæris I Bandarikjunum fyrir um þaö bil tuttugu árum. Dólóres Jay segist aldrei hafa lært þýzku og aldrei haft nein kynni af þýzkumælandi fólki. Kona ein i Kólóradó, þrjátiu og þriggja ára gömul húsmóðir vakti svipaða athygli, árið 1955 og hratt þá af stað mikilli dáleiðsluödlu i Bandarikjunum. Hún taldi sig irska og þuldi göinul, irsk orðatiltæki og fjöl- yrti um irskar siðvenjur, er hún var ekki talin hafa kynnzt. Það var kaupsýslumaður á fertugs- aldri, sem dáleiddi hana. Prestsmaddaman i Elkton reynir eftir fremsta megni að leynast, alveg eins og kona sú, sem lenti I svipuðum sporuin fyrir tuttugu árum og tók sér dulnefniö Rut Siinmons. En manna meðal var hún eins oft nefnd Bridey Murphy , en svo átti irska stúlkan, sem sögð var hafa endurfæðzt i henni, aö hafa heitið. Hvort eins fer fyrir prestsmaddöinunni, og Rut Simmons skal ósagt látið. En svo mikið mun þegar komið fram, að kynni hennar af þýzku eru ekki jafnlitil og látið er i veðri vaka, auk þess sem þess eru talin merki, að suint af þvi, er hún segir frá i dásvefninuin, er taliö eiga hliðstæðu i lífi hennar sjálfrar. Vikjuin þá að Rut Siminons. Hún vakti undrun fólks árum saman, en prestur i Chicago komst á snoðir um, að hún hafði dvalizt i þeirri borg á æskuárum sinum. Hún hét raunar Virginia Tighe og hafði frá upphafi verið hugmyndarik i meira lagi. 1 Chicago hafði hún búið i sama húsi og kona, sem hét Bridie Murphy Corkell, og irsku orða- tiltækin, sem hún notaöi svo mjög, hafði hún lært af henni. Og irskan dans, sem hún dans- aði eitt sinn i dásvefni, hafði hún einu sinni dansað á götuin úti i Chicago, ásamt fleiri telpum á svipuðu reki. Aöur en þessi vitneskja sem gerði endurfæöingarhugmynd- ina næsta tortryggilega, komst i almæli, höfðu frásagnir og tiltæki konunnar sett allt á ann- an endann. Bók, sem skrifuð hafði verið um hana, hafði selzt i risaupplagi, og bækur um dáleiðslu og endurholdgun, er i henni voru nefndar, höfðu selzt miklu meira en áður. Stofnuð voru eins konar dulfræðifélög, jafnvel innan háskóla, og i mörgum saumaklúbbum var tæpast um annað talað en Bridey Murphy. Maður einn i Kaliforniu auglýsti með góðum árangri, að hann flytti fólk aftur á fyrra tilverustig fyrir tuttugu og fimm Bandarikjadali. Meðal viðskiptavina hafði þessi maður konu, sem hafði verið hestur á átjándu öld, og mann sem talaði útlenda tungu, eins og prestsmaddaman i ★ ★ Elkton gerir nú — þó hollenzku, en ekki þýzku. Það var þó metið er seytján ára gamall mennta- skólanemi fullyrti, að hann hefði dáleitt unga stúlku, sein hefði rakið holdganir sinar aftur á bak til tilveru fyrir tiu þúsund árum. Einna mest varð þó fjaðrafok- ið, er nitján ára gamall blað- sölustrákur i Oklahoma hripaði nokkur orð á blað, þar sem hann lýsti þvi, að hann ætlaði að rannsaka endurholdgunarkenn- inguna, og skaut sig siðan gegn- um höfuðið með riffli. Þá gekk fram af mörgum. Eigi að siður seldust söngvar um endurholdgunarsögurnar, sungnir ipn á grammófónplötur i þrjátiu þúsund eintökum — og voru þær þó verölagðar alveg hispurslaust. ★ ★ Nýlega hreinsaði lögreglan i Chicago til og lokaði gleðihús- um borgarinnar, svo og klám- kvikmyndahúsum. Hætta var á að talsverður fjöldi manna og kvenna missti atvinnu sina vegna þessa tiltækis, og var á- standið i atvinnumálum i Bandarikjunuin þó ekki of gott fyrir. Stelpurnar urðu þvi að breyta atvinnu sinni nokkuð, og hugmyndaflugið er i góðu lagi. Nú er hægt að fara inn á tiltekna staði og fá stúlkur til að hvisla aö manni krassandi klámsögum fyrir þóknun. Væntanlega fer verðið eftir þvi, hve klúrar sög- urnar eru. Svo virðist sem ein- hverjir hafi smekk fyrir þessari skeinmtun, þvi að nóg er að gera i söguburðinuin. Það hefði þótt saga til næsta bæjar, þegar sildarplönin voru og hétu á Islandi, að menn hefðu greitt sérstaklega fyrir orð- bragðið, sem á þeim dundi frá suinum sildarstúlknanna, og þar var nú ekki verið að hvisla. SI0NÍK3 W m ■' vK 1 ,.Æ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.