Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 19
18 TÍMINN Sunnudagur 9. febrúar 1975 Sunnudagur 9. febrúar 1975 TÍMINN 19 Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? ar. En myndir þess bindis gerðí Halldór Pétursson listmálari. Ég tók þennan þráð aftur upp löngu seinna, er ég sá á vegum Þjóðvinafélagsins um útgáfu á siðustu útvarpsfyrirlestrum Helga Hjörvar, er fjölluðu um konur á Sturlungaöld. Fékk ég Gunnar Eyþórsson fréttamann til að teikna nokkrar myndir i þá út- gáfu. Gunnar varð einnig við tilmæl- um minum um að teikna myndir i kver, sem ég tók saman um likt leyti og nefndi Gamansemi Eglu- höfundar, en kverið var gjafabók Almenna bókafélagsins 1967. Loks er þess skemmst að minn- ast, aö út kom á siðast liðnu ári i umsjá minni á vegum Bókaút- gáfu Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar með myndum eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur og Eirik Smith. — Hvernig var háttað mynda- valinu i þeirri útgáfu? • — Ég tók þann kost að velja fyrst rúmlega hundrað atriði úr sögunni, svo að tryggt væri, að myndirnar rööuðu sér nokkuð jafnt og þær yrðu fjölbreyttar að efni. En siðan völdu þau Þorbjörg og Eirikur sér viðfangsefni úr um helmingi þessa efnis. Sturlu Þórðarsyni er m jög lagið aö bregða upp lifandi myndum, svo að af miklu efni er þarna að taka. Hundrað ár i Vesturheimi — Þú hefur lengi haft áhuga á málefnum tslendinga vestan hafs. Hvernig er sá áhugi til kom- inn? — tslendingar i Kanada og jafnframt i Bandarikjunum söfn- uðu á sinum tima miklu fé og gáfu Manitobaháskóla i Winnipeg með þvi skilyrði, að komið yrði á fót við skólann, þegar ákveðnu marki hefði verið náð, sérstakri kennsludeild i islenzkri tungu og bókmenntum. Það kom svo i minn hlut að verða fyrsti kennari við þessa deild, og fór ég vestur i þvi skyni i nóvembermánuði 1951. Allan tim- ann sem ég var vestra ferðaðist ég mikið um byggðir tslendinga, og var mestur leiðangur sá er ég fór sumarið 1955, en þá ók ég frá Winnipeg til Spanish Fork i Utah til að taka þátt i hátiðahöldum landanna þar á aldarafmæli ts- lendingabyggðarinnar i Utah. Kjartan Ó. Bjamason var ráð- inn til þessarar ferðar með mér, og tók hann myndir, bæði litkvik- mynd og ljósmyndir, hvar sem við komum meðal tslendinga. Að loknum hátiðahöldunum i Span- ish Fork fórum við suður til Los Angeles, siðar norður ströndina allt til Vancouver og þaðan út á Vancouver-eyju, en siðan austur á bóginn allt til Manitoba. Höfð- um við ekið alls um 17 þúsund kilómetra, áður en ferðinni lauk. Þegar ég kom hingað heim al- kominn að vestan 1956, sýndi ég kvikmynd úr þessari ferð, Hundr- að ár i Vesturheimi, viða um land, og 1970 sýndi ég hana einnig i allmörgum stöðum vestan hafs við góða aðsókn. Raddir að vestan og bréfin til Stephans G. A ferðalaginu vestra hafði ég með mér segulbandstæki og átti viðtöl við tslendinga bæði þá og endranær, og er þar varðveittur fjöldi radda. Sumum þessum við- tölum var útvarpað hér heima á sinum tima, og nefndist sá þáttur Raddir að vestan. Ég minnist þess, að einn gamall landi, er ég ræddi við i Winnipeg, var fæddur 1866 og sagði frá hátiðahöldum i heimasveit sinni i Borgarfirði 1874. Ég býst ekki við að við eig- um á segulbandi márgar frásagn- ir sjónarvotta af svo gömlum við- burðum. Aðrir, er ég ræddi við, voru fæddir vestan hafs á fyrstu árum Islendinga þar og gátu sagt frá atburðum, sem nú eru að verða aldargamlir. Á ferðalögum um byggðir Is- lendinga vestan hafs var ævintýri að koma t.a.m. á slóðir Stephans G. Stephanssonar, bæði i Norður- Dakota og Alberta, og hitta börn hans, er þá voru þrjú á lifi, en nú er Rósa, yngsta dóttirin, orðin ein eftir. Þau fólu mér á hendur bréfasafn Stephans, sem nú er komið i Landsbókasafn, en ég hef verið að vinna i igripum að útgáfu úrvals bréfa til hans. Ég er að vona, að þriðja og siðasta bindið komist út á þessu ári. — Frá hverjum verða bréfin i þvi bindi? — Þeir eru nú margir eða t.a.m.: Theodóra Thoroddsen, Jakobina Johnson, Sigriður Brandsson, Guttormur J. Gutt- ormsson, Jón Jónsson frá Sleð- brjót, Baldur Sveinsson, Sigfús Blöndal, Sigurður Guðmundsson og fleiri. inni f Reykjavik. Ég átti heima i Suðurgötu, þaðan sem gaf að lita yfir Tjörnina, og ekki steinsnar niður á tjarnarbakkann, enda fór ég daglega á skauta, þegar svell var, og stundum tvisvar á dag. Þar sem ég bý núna, i Garða- hreppi rétt við Hafnarfjörð, sé ég út um gluggann niður á lækinn og skautasvellið þar, en ég verð að játa, að ég er ekki eins fljótur og ég var áður að hafa mig á skauta, þótt alltaf sé jafngaman að reyna sig við keðjuna og önnur gömul skautabrögð, þegar út i það er komið. Þegar i Menntaskólann kom, var handknattleikur undir stjórn Valdimars Sveinbjörnssonar leikfimikennara eftirlætisiþrótt- in. Ég iðkaði þann leik mikið alla tið i skóla, gekk þá snemma i KR og keppti'i meistaraflokki þess fé- lags nokkur ár. Handknattleikurinn var ekki þá orðinn eins og nú einn af atvinnu- vegum þjóðarinnar, ef svo mætti segja, eða sú vertið, sem aldrei bregzt. Mig minnir, að ég heyrði i Iþróttafréttum, að kappleikir vetrarins i þessari grein einni yrðu nokkur þús. Það væri ekki litið grettistak, sem þessi hópur Iþróttamanna gæti lyft, ef hann beindi þótt ekki væri n?ma broti allrar þeirrar orku, er i leikinn fer að öðrum viðfangsefnum, er gætuveriðengu siður holl og ef til vill þroskavænlegri. 1 sambandi við handknattleik- inn mætti máski geta þess, að ég samdi um hann, þegar ég var i 6. bekk Menntaskólans, ritgerð, er ég hlaut fyrir svonefnd Gull- pennasjóðsverðlaun. Samkeppnin var að visu ekki hörð, þvi að þetta var held ég eina ritgerðin, sem send var dómnefnd það vorið! Ritgerð þessi var prentuð I Iþróttablaðinu 1944. Nokkru siðar þýddi ég úr þýzku handknattleiksreglur, og voru þær prentaðar á vegum Iþrótta- sambands Islands 1946. Doktorsritgerð um Hómersþýðingar og útgáfa Flateyjar- bókar. Þegar ég hóf nám i íslenzkum fræðum við Háskóla Islands haustið 1943, datt mér i hug, að gaman væri jafnframt að læra dálitið i grisku, og fékk ég leyfi til að sækja kennslustundir i henni i guðfræðideild, en kennari var Kristinn Armannsson. Hljóp þeg- ar talsvert kapp I mig við grisku- námið, þvi að ég brauzt á einu misseri gegnum námsefni hálfs annars vetrar og lauk griskuprófi I janúar 1944. Ég segi frá þessu hér vegna þess, að þetta nám réð siðar úrslitum um það verkefni, er ég löngu siðar kaus að fjalla um i doktorsritgerð minni, Hóm- ersþýðingar Sveinbjarnar Egils- sonar. — Vannst þú ekki mikið að út- gáfu Flateyjarbókar á sinni tið? — Jú. Ég var vist ekki sloppinn úr griskuprófinu, þegar ég byrj- aði ásamt frænda minum, Vil- hjálmi Bjarnar frá Rauðará, er þá var einnig við nám i islenzkum fræðum, að vinna að nýrri útgáfu Flateyjarbókar undir handleiðslu Sigurðar Nordals prófessors. Frumkvöðull þeirrar útgáfu var Jónas Sveinsson læknir, en hann hratt siðar af stað i kjölfar hennar Islendingasagnaútgáf- unni, sem dró áður en lauk langan hala. Lestur Flateyjarbókar og kynni við Sigurð Nordal urðu hollur skóli. Vinnan við Flateyjarbók stóð eina tuttugu mánuði og var auðvitað nokkuð erfið að vetrin- um samhliða náminu, en sumrin 1944 og 1945 urðu drjúg, þótt við- brigði væru að sitja inni við próf- ur. nnnDogi Guómumtsson hefur frá barnæsku verið handgenginn skautaiþróttinni og cr snjall i þeirri grein. — Þegar Ijósmyndara Tim- ans bar að garði, tók landsbókavörður fram skautana sina og greip nokkrar æfingar, sent honum cru tamar frá fornu fari. Og víst hafði hann áhugasama áhorfendur. Börn á ýmsum aldri horfðu á eins og þau vildu segja: Hvaö er þcssi fulloröni inaður aö vilja á svellið til okkar? Eöa: Hvenær skyldi ég ná svona góðuin árangri? Timamyndir Gunnar. ÞAÐ ER dr. Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður, sem i dag ætlar að segja lesendum Tímans frá þvi hvernig hann notar þær tóm- stundir, sem honum gef- ast frá daglegum störf- um. Þegar við höfðum komið okkur fyrir á hinu fagra og vingjarnlega heimili, sem þau hafa búiö sér rétt ofan við Hafnarfjörð, dr. Finnbogi og Kristjana Helgadótt- ir læknir, kona hans, þá var nú hugkvæmni blaðamannsins ekki meiri en svo að fyrsta spurningin var eitthvað á þessa leið: Skautaferðir og handknattleikur — Hvað hefur þér þótt skemmtilegast að gera I tóm- stundum þinum, landsbókavörð- ur? — Ég veit ekki, hvað þú vilt fara langt aftur i timann, en ef rifja skal upp, hver áhugamálin voru forðum daga, koma tnanni fyrst i hug skautaferðir á Tjörn- arkalestur i stað þess að vera I vegavinnu norður i landi. Þegar þvi Flateyjarbókarvinn- unni lauk haustið 1945, fannst mér dálitið strembið að setjast þegar á skólabekkinn og dreif mig I nokkurra vikna ferð til Sviþjóðar og skrapp þá jafnframt til Kaup- mannahafnar. Ég hef alla tið haft mikla ánægju af ferðalögum bæöi innan lands og utan, og komum við ef til vill að þvi siðar. — Þú hefur iiklega ekki látiö staðar numið við útgáfustörfin, þótt Flateyjarbók væri frá? —• Siðar á námsárum minum vann ég nokkuð á vegum Islend- ingasagnaútgáfunnar, meðal annars að útgáfu Karlamagnús- sögu með Bjarna Vilhjálmssyni. Fornar sögur með myndum — En hvað um myndir i útgáf- um fornsagna, sem þú hefur séð um? — Árið 1949 sá ég um útgáfu á nokkrum þáttum úr fornum sög- um með myndum, og hét það bindi Þá riðu hetjur um héruð — Myndirnar voru teknar úr hinu kunna verki, Vore Fædres Liv, er prentað var upphaflega i Kristjaniu (Osló) 1898, og hafði norski málarinn Andreas Bloch gert myndirnar. Annað bindi áþekkt kom út 1950 na npfndist Heika svÍDÍr fornald- Ritstörf og ræktun lands eru með hollari viðfangsefnum Rætt við dr. Finnboga Guðmundsson, landsbókavörð, sem annast umfangsmikla útgáfustarfsemi í tómstundum og á í garði sínum rós, upprunna á leiði Stephans G. vestur í Alberta Bréfin til Stephans segja mikla sögu. Bréf hans sjálfs eru oft ekki nema hálfsögð saga. Þegar þess er gætt, hve mörg af kvæðum Stephans hafa orðið til vegna sambandsinsog kynnanna við allt þetta fólk, getum við aldrei full- þakkað þvi — og birting bréfanna er að minnsta kosti tilraun til þess aö greiða að nokkru þá þakkar- skuld. önnur viðleitni min til að kynna Islendinga vestan hafs og málefni þeirra, kemur enn fremur að nokkru fram i bókinni Að vestan og heiman, en hún var prentuð 1967 og er safn af ræðum og grein- um frá timabilinu 1951—1966. Þá kom út i minni umsjá 1956 ritið Foreldrar minir, þar sem fjórtán kunnir Islendingar vestan hafs minntust foreldra sinna. Loks hef ég hjálpað dálitið til við útgáfu á sumum verkum Islendinga vestra, er prentuð hafa verið hér heima, en ekki skal það tiundað hér. Ritstjórn Andvara, — útgáfa á Orkneyingasögu — En hvað Um önnur rit- eða útgáfustörf? • — Um það er ekki margt að segja. Ég hef i Landsbókasafni, siðan ég kom þangað 1964, séð um útgáfu Árbókar safnsins, en i henni eru birtar, auk skýrslna um starfsemi og skrár um árlegan Is- lenzkan ritauka, ýmsar ritgerðir um Islenzka bókfræði eða bók- menntir. Hafa starfsmenn safns- ins lagt hér mest efni til, en jafn- framt er leitað til annarra um einstakar greinar. Þetta hefur mér þótt skemmtilegt viðfangs- efni, og ef til vill vegna þeirrar reynslu, sem ég fékk i þessu starfi, æxlaðist það svo, að ég varð 1968 annar tveggja ritstjóra Andvara. Hinn ritstjórinn var Helgi Sæmundsson, er annazt hafði einn um ritið langt árabil. Við unnum svo saman að And- vara þangað til i hitteðfyrra, að menntamálaráð óskaði eftir þvi, að stjórn Þjóðvinafélagsins réði ein ritstjórn hans, og hef ég þvi verið einn að baksa við hann sið- an. — Er auðvelt að fá efni I tima- rit eins og Andvara? — Það er ekki eins auðvelt og menn kynnu að ætla. Timaritin eru mörg og margt, sem keppir við þau. Þau gegna ekki jafn- miklu hlutverki og þau gerðu fyrr á öldinni. — Hvers konar efni finnst þér að sitja eigi i fyrirrúmi i And- vara? — Ég tel, að reyna eigi að hafa Framhald á 30. siðu. Hér situr landsbókavörður fyrir framan hið veglega bókasafn dr. Rögnvaldar Péturssonar, sem gefið var Landsbókasafni tslands og Há- skóía islands, og kom hingað til lands fyrir nokkru, eins og sagt var frá hér I blaðinu nýlega. Undir Lambakletti i Fljótshlið er sumarbústaður landsbókavarðar og konu hans. Myndin er tekin ofan af Lambaklettinum. það sér niður yfir hvanngrænar sléttur Suðurlands og vesturjaðar Eyjafjalla gægist fram lengst til vinstri. i hrauninu fvrir ofan Hafnarfjörð hafa þau dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavöröur og kona lians, Kristjana Helgadóttir læknir ræktað fagran garð með hinum fjölbrevtilcgasta gróðri. Þessi mynd er tekin þar á björtum sumardegi. Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.