Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 22

Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 22
22 TíMINN Sunnudagur 9. febrúar 1975 Hann hafði aldrei skeytt mikið um föður sinn, og nú þeg- ar hann var að f ara alf arinn að heiman, kinkaði hann að- eins til hans kolli í kveðjuskyni. En þegar þeir Gústaf, sem ætlaði með honum yfir Þórseyjarfjörðinn, voru komnir spölkorn niður ásinn, sneri hann allt í einu við og hljóp eins og fætur toguðu heim. Hann gekk rakleitt að beði föður sins og rétti honum höndina. ,,Vertu sæll, pabbi!" Jóhann for að kjökra. ,,Það var fallega gert af þér að kveðja mig með handabandi, því að nú sé ég þig líklega ekki framar, Einar minn". ,,0, sei-sei jú. — Heldurðu, að ég ætli að fara sömu leiðina og Eiríkur?" ,,Nei. En þegar þú kemur heim aftur, verð ég kominn undir græna torfu". ,,Þetta máttu ekki segja". „Jú. Og það er ekki heldur svo óttalegt. Sanna litla systir ykkar bíður mín í kirkjugarðinum. — Ég vona, að þú fáir góða fleytu, þegar þú verður kapteinn". „Þakka þér fyrir. Vertu nú sæll". „Vertu sæll.... kapteinn". HINZTA FERÐ JÓHANNS. Kröftum Jóhanns kopaði mjög ört. Hann gat ekki leng- ur setið uppréttur í rúmi sínu, nema stutta stund í einu. Kinnbeinin stóðu eins og hnútar út úr mögru andlitinu, og það voru aðeins fáar framtennur eftir í munni hans. Hárhýjungurinn á höfði hans var líkastur og á nýfæddu barni. Undarleg slikja var á stórum barnslegum augum hans, eins og hann væri þegar kominn hálfa leið inn í aðra veröld. Það ríkti óvenjuleg kyrrð og helgifriður á heimilinu þessa sólbjörtu vordaga, þegar upsardroparnir bræddu djúpar holur í glitrandi skaflana undir veggjunum og klappirnar skutu sem óðast kollunum upp úr fannbeðjum vetrarins. Það varekki erfitt að halda híbýlunum hrein- um og þrif num, þegar Jóhann lá rúmfastur og drengirn- ir voru víðs fjarri, — Einar farinn, en Gústaf í skipa- vinnu. Katrín stundi þungan yfir sokknum, sem hún var að prjóna handa Gústaf, áður en hann fór alfarinn á sjó- inn. Hún minntist angurvær þeirra tíma, er drengirnir hennar ólmuðust allir þrír umhverfis hana, báru inn trjábörk og telgdu sér báta. Jóhann var svo fámáll, að Katrín sneri sér hvað eftir annað við og horfði undrandi á hann. Hvað var orðið af skrumaranum og söngvaranum áhyggjulausa? Þó var ekki hægt að segja, að hann væri beinlínis vansæll, þar sem hann lá á sjúkrabeðnum og hvimaði út um gluggann til hafsins er enn var hjúpað hvítgráum ísi. Hann virtis aðeins hafa liðið einhvern veginn burt f rá öllu hinu jarð- neska og öðlazt æðri þekkingu og dýpri skilning á sönnu gildi lífsins heldur en venjulegir skyni gæddir menn. Katrínu þótti vænt um, að Gústaf var enn heima við. Hann var föður sínum sérlega góður þetta vor og reyndi að hafa ofan af fyrir honum eins og litlum bróður sín- um. Hann kom iðulega heim með fallegar öskjur handa honum eða hann keypti karamellur og gaf honum, enda þótt Jóhann væri hættur að hafa lyst á þeim. En það gladdi hann að skoða sætindin og hafa þau hjá sér i rúmshorninu. Gústaf spilaði jafnvel á fiðlu fyrir hann, því að það þótti honum mjög gaman. Hann gat legið grafkyrr og steinþegjandi tímunum saman og hlustað á gamla polka og valsa, sem var það eina, sem Gústaf kunni aðspila. Yngsti drengur Katrínar hafði alltaf ver- ið mesti villingur, eins og hún sjálf komst að orði, lifað útilífi og orðið nákunnugri dýrum og gróðri í skerjagarð- inum en f lestir aðrir. Snjórinn hafði ekki einu sinni tekið upp þetta vor, er hann byrjaði að reika um ásana og lesa útsprungnar anemónur milli eltirunnanna. Hann lét þær síðan i vatnskrukkur, og þegar þær höfðu sprungið út í sólarvarmanum á gluggakistunni bar hann þær að beði föður síns. „Þær minna mig svo á augun í henni Sönnu litlu... Ég fæ nú líklega bráðum að sjá þau aftur", sagði Jóhann. „Þú hressist, þegar kemur fram á vorið, Jóhann", sagði Katrín. „Já, pabbi: þú kemur niður að Bátavíkinni og litur á skúturnar, einhvern tímann áður én ég fer", sagði Gústaf. „Nei. Það verður út með Langsundinu, sem ég fer", svaraði Jóhann og vildi ekki annað heyra. Jafnf ramt því sem Katrín hjúkraði manni sínum stag- aði hún og bætti föt Gústafs. Það var fastráðið fyrir löngu, að hann skyldi vera þetta sumar á sama galías og árið áður. Að þessu sinni voru sjómennirnir kvaddir með vorhá- tíð mikilli, sem haldin var í kirkjunni og af tilefni þessa einstaka atburðar yfirgaf Katrín sjúklinginn eina dag- stund, og fór með Gústaf til hátíðaguðsþjónustunnar. Lydía, dóttir Betu, tók að sér að annast Jóhann á meðan Sunnudagur 9. febrúar 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vlgslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. Sin- fónluhljömsveit brezka út- varpsins leikur, Sir Mal- colm Sargent stjórnar. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Þættir úr Jóhannesarpassl- unni eftir Bach. Peter Pears, Heather Harper, 1 John Shirley-Quirk og fleiri flytja ásamt Wandsworth skólakórnum og Ensku kammersveitinni, Benja- min Britten stjórnar. b. Sin- fónla nr. 61 C-dúr eftir Schu- bert. Fllharmónfusveitin i Vfnarborg leikur, Istvan Kertesz stjórnar. 11.00 Messa 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Úr sögu rómönsku Ame- rfku. Sigurður Hjartarson skólastjóri flytur sjötta og síðasta hádegiserindi sitt: Uruguay og Chile. 14.00 Að vestan og austan. Þáttur I umsjá Páls Heiðars Jónssonar, slðari hluti. 14.50 Miðdegistónleikar: Frá útvarpinu í Vestur-Berlln. Fllharmónlusveitin I Berlln leikur. Einleikari: Rolf Schulte. Stjórnandi: Alex- ander Lazarew. a. „Kije liðsforingi”, svita op. 60 eft- ir Prokofjeff. b. Fiðlukon- sert nr. 3 I G-dúr (K216) eftir Mozart. c. Sinfónia nr. 6 I h-moll op. 53 eftir Sjo- stakovitsj. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Endurtekið efni. a. „Dauðadans” eftir Strind- berg, m.a. flutt atriði úr sýningu Leikfélags Reykja- vikur (Aður útv. I leiklistar- þætti örnólfs Árnasonar 15. f.m.). b. Skáldið á Ásbjarn- arstöðum. Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir frá Halldóri Helgasyni og lesin verða kvæði eftir hann. Les- arar meö Páli: Ingibjörg Stephensen og Halldór Gunnarsson. (Aöur útv. I des. s.l.). 17.20 Lúörasveit Hafnarfjarð- ar leikur. Hans P. Franz- son stjórnar. 17.40 útvarpssaga barnanna: „Strákarnir sem struku” eftir Böðvar frá Hnffsdal. Valdimar Lárusson lýkur lestri sögunnar (7). 18.00 Stundarkorn með belg- fska fiðluleikaranum Rudolf Werthen. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?” Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýöi. Dómari: ölafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Pétur Gautur Kristjánsson og dr. Haraldur Matthlas- son. 19.50 Sinfónluhljómsveit Is- lands leikur f útvarpssal. Stjórnandi: PállP. Pálsson. Flutt verða tvö verk eftir Benjamin Britten: „Soirées Musicales” og „Matinées Musicales”. 20.15 Feröir séra Egils Þór- hailssonar á Grænlandi. Séra Kolbeinn Þorleifsson flytur fyrsta erindi sitt. 20.45 Frá tónlistarhátlðinni I Helsinki f sumar. Paivi Heinkinkeimo og Jorma Hynninen syngja lög eftir Hugo Wolf. Ralf Gothoni leikur á pianó. 21.30 Spurt og svarað. Erling- ur Sigurðarson leitar svara við spurningum hlustenda. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiöar Astvaldsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.