Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 30

Tíminn - 09.02.1975, Blaðsíða 30
Psoriasis og Exem sjúklingar Gerist félagar í samtökum Psoriasis og Exemsjúklinga! --------Klippið og fyllið út seðilinn og sendið til:-- Samtök PSORIASIS og EXEMSJÚKLINGA Suðurlandsbraut 16, Reykjavík. Nafn NLrm Heimilisfang Sími F.d. og ór Með: vill gerast: I | Psoriasis []] Styrktarmeðlimur | | Exem, Við sendum allar upplýsingar um hæl. 1 framtíðinni fáið þér send reglulega fræðslurit o. fl. Það er innifalið í árgjaldinu sem er kr. 1.000,- Stjórn Ferðafélags íslands 5 boðar til Almenns félagsfundar mánudaginn 10. febrúar i Lindarbæ (niðri) kl. 20.30. Dagskrá: Stefna og markmið Ferðafélagsins á næstu árum, m.a. varðandi erlenda ferða- hópa á vegum þess. Aðalfundur F.í. 1975 verður haldinn á sama stað og tima mánudaginn 24. febrúar. Stjórnin. Tapaður hestur Rauðblesóttur hestur 3. vetra tapaðist frá Gaul- verjabæ í Flóa um mánað- armótin ágúst/september. Mark vaglskora aftan hægra og lögg framan vinstra. Þeir, sem kynnu að hafa orðið hestsins varir hafi vin- samlegast samband við Gaulverjabæ (simstöð) eða í síma 22104 og 40659 (Reykjavík, Leifur). Einangrun — Frysti- og kaeliklefar Tökum aö okkur aö einangra frysti- og kæiiklefa. Skiptum ura einangrun i eldri klefum. Notum eingöngu sprautaöa poiyurethane einangrun. Tökum aö okkur hvers konar húsnæöi. EINANGRUNARTÆKNI H.F. Pósthólf 9154 — Reykjavfk — Slmi 7-21-63 á kvöldin. TÍMÍNN O AAeð sveiflu... Þetta hefði ekki verið hægt, ef maöur hefði ekki haft þessa um- hyggju frá konunni og skilning á þvi, aö svona varö þaö að vera. Nú, hljóðfærin voru kannski ekki alltaf upp á marga fiska, en þetta varð bara að gera, og sveiflan var ágæt. Á þessum árum verða margir virkilega skemmtilegir spilarar tilj lúðrasveitunum og á vergangi, og þetta verða liðtækir menn fyrir eigin áhuga og dugnað. En vinnudagurinn varð oft langur hjá manni. Þegar ég var i Eddunni, komst ég i sinfóni- una. Ég var nothæfur af þvi að ég hafði rútinu I að spila undir sprota I lúðrasveitinni hjá Pampichler. Nú, þá varð maður að hlaupa frá vélinni á æfingar og vinna svo fram eftir, fór klukkan tiu, kom klukkan eitt og vann til f jögur. En þetta gekk. — Ekki lýkur þinum ferli þarna? — Nei, ég var þarna i lausa- vinnunni næstu árin, spilaði með mörgum. Þaö var alltaf verið að búa til bönd, — I Skátaheimilinu með Stjána Magg og Robba Þórð- ar eitt kvöldið, Rúti á skóla- skemmtun þaö næsta og Óla P. og Jóa bróður hans á starfsmanna- balli það þriðja. Það var gaman á þessum utangarðsárum, og eftir- minnilegir ýmsir, sem nú eru hættir, eins og t.d. Ægir Bessa- son, ofsa planisti. En seinustu 10 árin áöur en ég hætti spiluðum við Jóhannes Pétursson saman, fyrst sveit, svo með ofurmenninu Frið- rik Teódórssyni, og það var viða, sem leiöir okkar lágu, meðal ann- ars sjö sinnum á Islendingamót i Vesturheimi. Þaðan eigum við reglulega skemmtilegar minn- ingar um dásamlega daga I góð- um hópi. Við spiluðum fyrir alla aldursflokka, og við reyndum að halda uppi gleöskap á allan hugsanlegan hátt. Þarna reyndi virkilega á, hvað hægt var að gera til að skemmta öllum. Við vorum eftirsóttir — liklega af þvi að við vorum alltaf að leita að þvi, sem gat tekið flesta með. Sko, við spiluöum fyrir börnin og við spiluöum fyrir fullorðna, og við kynntumst þvi, að þegar skemmtanir eru annarsvegar, þá er ekki spurning um isma, heldur hvernig það er framreitt og til hvers það er gert. óskaplegt bil milli nútíðar og fortíðar — Meö þessa reynslu — hvaöa munur er á spilamennskunni nú og þegar þú varst aö byrja? — Ja, maöur er nú oröinn hálf- gerö antik, og þó — maöur hefur nú veriö talinn gilda nokkuð fram aö þessu. Mér finnst munurinn vera sá, aö músikin, sem við seld- um þá, var ætluö til aö dansa eftir og skemmta sér þannig viö, og af nokkrum tegundum. Svo komu, þar fyrir utan, eftir þvi hvernig públikum valdist, hrein og skemmtileg jazznúmer, frjálsleg og góö, sem viö vönduðum okkur viö. Og þaö var um aö gera að prófaallt. Ég man eftir Crazy- Rythm bandinu, sem viö vorum meö i Iönskólanum á dansæfing- um þar. Steini Steingrims á píanóiö, Óli Gaukur var þarna, Þorkell Jóhannesson i Hafnar- firði, ofsa trompett, og Eyþór Þorláksson, þetta var ofsa trukk i þessu, stóö aö visu ekki lengi, en var virkilega skemmtilegt. Nú, þaö komu þarna fleiri, Haukur Morthens var aö glima við básúnu, hann hætti þvi svo, en hann kom og spilaði með okkur. Þarna spiluöum við stuðnúmer og hasar allt ballið út I gegn. Og tæk- in, þau voru bara eftir sinu eðli. Það var verið að byrja með magnara á giturum, og það var ekki heldur magnari nema á ein- um og einum stað, og þá bara einn. Menn mættu bara svona sæmilega snyrtilega til fara, það skipti ekki máli, það var allt upp á músikina sjálfa, ekki verið að gera sig til fyrir públikum. Um auglýsingastarfsemi var ekki að ræöa. Það þótti viðburður, ef það kom mynd af hljómsveit I blaði. Vinsældir hljómsveita fóru eftir þvi, hversu góðar þær voru að spila það, sem þurfti á hverjum tima, — það var enginn, sem komst upp með að geta ekki brugðið fyrir sig öllum stælunum. Lögin tekin upp úr tveim-þrem skúffum núna — Nú er það þessi persónudýrk- un, oft svo mikil skrif um ekkert. Þetta kemur svo sem frá útland- inu, þar sem margur fær byr und- ir báða vængi, þótt hann hafi ekki uppáneittaðbjóða.Ogsvo er það ofboðsleg „stúdering”. Þeir fara piltarnir inn f einhverja auða kjallara eða auð hús og sitja þar yfir hljóðfærunum og „stúdera”, en það, sem þeir „stúdera”, er annarra verk, og það kemur fram i gjörðum þeirra öllum. Svo er það þessi oftúlkun á þvi, em þeir hafa tileinkað sér, en um fjöl- breytilega músik er alls ekki að ræða. Áður fyrr var stundum reynt á grímuböllum að plata múslkantana til að fara I eitthvað annað. Það var erfitt. Þeir vildu bara vera eins og þeir voru. Ég hef það á tilfinningunni, að þéssi klæðnaður þeirra nú stafi af minnimáttarkennd, sem býður þeim að gera sig þannig úr garði, — hér skipti meira máli upp- klæddar persónur heldur en múslkin, sem þeir eru að spila. Svo er alltaf verið að tala um ein- hverjar stjörnur, sem mér finnst harla abstrakt hugtak. Dægurlög- um má likja við vikublöð, eða næstum þvi dagblöð, — þetta kemur og fer og lifir misjafnlega lengi, en endurminning ýmislegs varir þó i vitund ákveðinnar kyn- slóðar. Það eru vissar minningar i sambandi við þetta. Þá er eftir að tala um hávaðann, þetta er allt svo óskaplega uppskrúfað og þreytir alla, sem hluteiga að máli — mest spilarana. Og svo er það mismunur laganna sjálfra, hann er ekki sá, sem hann var Lögin núna eru, hvað takt og allan fag- legan máta snertir, eins og tekin úr tveim, þrem skúffum, bara misjafnar útsetningar og ólikar tóntegundir. En það má ekki ganga framhjá þeirri staðreynd, að á siðari árum hafa samt komið fram listamenn og samið músik fyrir fólk, sem ekki gengur upp I að hugsa abstrakt, menn eins og Gunnar Þórðarson, — en það er llka eins og hann hafi megnaö að brúa ofboðslegt bil milli nútiðar og fortlðar i þessum efnum. Svo grfpur hann Skafti gltarinn og segir, aö það nái ekki nokkurri átt aö taka ekki lagiö eftir kaffiö, og nú veröi allir aö syngja meö, jafnvel ljósmyndarinn fær ekki kotniö mótbárum viö, og vafa- laust hafa nágrannarnir hlegið. En um þaö getur undirritaöur borið, aö sveiflan sleppir ekki svo glatt tökum sinum á þeim, sem ánetjast henni á einn eöa annan veg, cins og segir I textanum.... © Ritstörf... _ efni hans nokkuð fjölbreytt, en jafnframt megi tengja það á- kveönum viöburðum eða tima- mótum, ef svo vill verkast. And- vari 1974 var að nokkru helgaður þeim aldaráfanga, sem liðinn var frá þvl er þjóöin fékk stjórnar- skrána, þjóösdngurinn var fyrst fluttur og svo framvegis. Ég þykist vita, að slikt efnisval falli ekki öllum i géð, en treysti þvi, aö Andvari sé enn aufúsu- Sunnudagur 9. febrúar 1975 gestur margra, ekki sízt úti um hinar breiðu byggðir landsins, og einhverjir kunni jafnan að viröa þaö, að reynt er að halda þvi, sem gamalt er og gróið, I horfinu, nógu sé bylt samt. — Þú hefur séð um útgáfu á ýmsum ritum Guðmundar Finn- bogasonar, föður þins, eða er ekki svo? — Jú, það er rétt. Ég sá 1962 um nýja útgáfu á Mannfagnaði, þ.e. úrvali úr ræðum hans. Þá var ritið Land og þjóð prentað að nýju 1969 og íslendingar i styttri út- gáfu 1971. A siðast liðnu ári kom svo út úrval úr ræðum hans, rit- geröum og blaðagreinum frá fyrra helmingi rithöfundaferils hans 1900—1920, og nefndist það bindi „Þar hafa þeir hitann úr”. Það hefur glatt mig mjög að finna, hve mikil itök faðir minn á enn i þeim, er muna hann, og eins virðist hann ætla að ná til hinna yngri, sem nú kynnast honum i fyrsta sinn. Ég vona, að hann fylgi þjóðinni lengi.enda verður enginn svikinn af sálufélaginu við hann. — Hvaö finnst þér hafa verið einna skemmtilegast,. sem þú hefur þannig unnið aö i tómstund- um þinum? — Vinnan viö útgáfu Orkney- ingasögu á vegum Fornritafé- lagsins var heillandi viðfangs- efni. Þetta framtak forfeðranna aö láta ekki staðar numið viö rit- un sinnar eigin sögu, heldur kanna og semja sögu annarra þjóöa og staða, er mjög aðdáun- arverö, og Orkneyingasaga er einnig svo snjallt verk á köflum, aö ekki getur verið nema gaman aö reyna að skýra, úr hverjum efniviði hún er smiðuð og með hverjum hætti hún er til orðin. Skemmtilegt var lika að koma út I eyjarnar til þess að átta sig á staðháttum, og hefði ég ekki vilj- að tapa af þvi, þótt ég staldraði alltof stutt við. Ég held, að við Islendingar ætt- um að efla samband okkar við aðra eyjarskeggja, nágranna okkar, tengja að nýju gömul bönd. Ég reyndi einu sinni að fylla eina flugvél, fertugsessu, til farar austur til Orkneyja og Hjaltlands, en það tókst ekki i það skipti. „Aðvaknauppá slikum stað er ævintýri likast” — Þeir, sem aka Keflavlkur- veginn, ofan Hafnarfjaröar, sjá heilmikinn landskika þar i hraun- inu, neöan vegar, sem þiö hjónin hafiö ræktaö. Hefur ekki fariö mikill timi i þaö? — Já, viö vorum mjög heppin að eignast þetta land i hrauninu ofan við Hafnarfjörð, I hinu gamla Setbergslandi. Spildan, sem við eigum, skarst af, þegar nýi vegurinn var lagöur. Jafn- skjótt og við höfðum fest kaup á þessari spildu 1957, girtum við landiö og tókum að gróðursetja þar bæði tré og blóm. Kona mln, Kristjana Helgadóttir læknir, á mestan heiðurinn af þessu, blómárækt er hennar sérgrein. Ég hef þar fyrst og fremst verið til aöstoðar, eins konar handlang- ari. Við fáum stærðar bilhlass af mold á hverju vori, og moldinni ek ég siðan úr bingnum á hjólbör- um út um hraunið, og köllum við þaö að gamni okkar stórbingó eða vorbingó! Viö höfum haft mikla ánægju og heilsubót af þessum garðyrkju- störfum og ræktum orðið ótrúleg- ustu blóma- og trjátegundir, sem við höfum safnað á ferðum okkar vlða um lönd. Við eigum til dæmis rós, sem sprottin er af fræi rósar, er óx á leiði Stephans G. Stephanssonar i Alberta. Fyrir fáeinum árum komum við okkur upp sumarbústað aust- ur i Fljótshlíð, I Núpslandi, yzt i hllðinni, á dýrlegum stað, þaðan sem sér yfir hinar algrónu sléttur Suöurlands, út til Vestmannaeyja og inn til Eyjafjallajökuls. Að vakna upp á slikum stað á fögrum sumarmogni er ævintýri likast. Við erum þakklát Pétri bónda á Núpi og Onnu húsfreyju, sem bæöi eru skyld konu minni, Pétur af Högnakyninu og Anna úr Vik- ingslækjarætt, fyrir þá vinsemd að leyfa okkur að se*ia þarna nið- ur undir Lambakit.‘i, um 300 metra frá bæjarhúsunum, sum- arbústað okkar i brekku, sem angar af kúmeni frá dögum Vísa- Gisla. —VS. Tækniteiknari Verkfræðistofan FORVERK HF óskar að ráða tækniteiknara eða teikninema til hreinteikninga og frágangs myndmældra korta og verkfræðilegra teikninga. Verkfræðistofan Forverk h/f Freyjugata 35, Reykjavlk, slmi 26255.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.