Tíminn - 11.02.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.02.1975, Blaðsíða 1
HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKUL ATUNI 6 - SIMI (91)19460 'XNom? Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguf lug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 r> Lagarfossvirkjun í gang í vikunni Þessar myndir tók Jón Kristjánsson á Egilsstöðum á laugardaginn viö Lagarfossvirkjun. A annarri myndinni gefur a6 Hta stýribúnað túrblnu virkjunarinnar inni i stöövarhúsinu. A hinni myndinni sést spennistöð, en stöövarhúsið er i baksýn. Unniö er af miklum krafti við lokaframkvæmdir við Lagarfoss og sæk- ist það verk vel. Menn eru bjartsýnir um að f þessari viku verði virkjunin keyrð til reynslu. Þá verður úr þvi skorið hvenær orkusala frá Lagarfossvirkjun hefst, en ef allt gengur að óskum ætti það að geta orðið upp úr næstu mánaðamótum. Berklaskoðun í M.T. — þótt lítil hætta sé á því, að nemendur hafi smitazt, að sögn skólalæknis Gsal-Reykjavik — Um þrjátiu nemendur Menntaskdlans við Tjörnina, sem nýlega gistu Menntaskólann á Akureyri, munu þurfa að gangast uiulir itarlega berklaskoðun, að sögn Björns Bjarnasonar rektors M.T., en sem kunnugt er, kom upp berkla- tilfelli innan Menntaskólans á Akureyri fyrir skömmu. Björn sagði, að skólalæknir væri biiiiin að fá lista yfir þá nemendur sem farið hefðu til Akureyrar og þeim hefði verið tilkynn't að þau yrðu berklaskoðuð. Tlminn ræddi i gær við Magnús Þorsteinsson, skólalækni Menntaskólans viö Tjörnina, og sagði hann, að berklaskoðun þessara nemenda myndi vart veröa gerð fyrr en eftir u.þ.b. sex vikur. Magnús vildi þo taka það fram, að mjög Htil hætta væri á þvl, að nemendurnir hefðu smitazt. — Hins vegar er auðvitað bæði sjálfsagt og eölilegt að fylgjast meö því, hvort einhver nemend- anna hefur smitazt og það verður að llða nokkuð langur timi frá þvi fólk hefur hugsanlega smitazt, þangað til hægt er að framkvæma berklaskoðun. Magnús sagði að hægur vandi væri að rekja berklasmit, þar sem flestir væru neikvæðir þ.e. óbólusettir, og væri það að þvl leyti mikill kostur. Mjög fáir Is- lendingar væru berklabólusettir og aðallega heilbrigðisstéttir og þeir sem umgengust berklasjúk- linga. — Þessi berklapróf sem gerð eru, koma tít jákvæð ef viðkom- andi hefur smitazt, en sé viðkom- andi berklabólusettur kemur prófið jákvætt út, hvort sem hann hefur tekið nýtt smit eða ekki. Að þvl leyti til, erum við vel settir við að leita upprunalega smitberans, þvl að það er mjög litil prósenta landsmanna sem hefur verið berklabólusettur. Hins vegar er ekki hægt að neita þvl, að fólk er ¦ nokkuð berskjaldað, þar sem það er óbólusett gegn veikinni. Magnús sagði, að þótt einhverj- ir nemendur M.A. heföu smitazt væri þaö næstum óhugsandi að þeir hinir sömu gætu strax smitað aðra, þvl að yfirleitt tæki það 6-8 vikur. Aðalatriðið er að finna þann, sem er með smitandi berkla, sagði skólalæknirinn. Berklafilfellio á Akureyri: Smitberinn hefur ekki fundizt enn — Pilturinn sem hafoi sýkzt, var ekki með smitandi berklo GéBé-Akureyri — Eins og kunn- ugt er kom nýlega upp berklatil- felli i Menntáskölanum á Akur- eyri. Var það piltur einn, nem- andi skólans, sem reyndist hafa sýkzt. Nemendur M.A. hafa allir verið berklaprófaðir ásamt starfsliði skólans og reyndust nokkrir jákvæðir, — og eru þeir nií undir eftirliti lækna. Timinn ræddi litillega við ólaf H. Oddsson lækni, staðgengil héraðslæknis. — Það var rétt eftir áramótin að umræddur piltur, sem er utan- bæjarmaður, varð veikur og leit- aði læknis, sagði ólafur. Var hann með hita og kvartaði um slapp- leika. Lungnamynd var tekin af piltinum og komu þá í ljós breytingar á lungum, sem gáfu til kynna berklasýkingu. Var hann þegar sendur á Kristneshæli I Eyjafirði. Ólafur sagði, að þar þyrfti pilturinn að öllum Hkindum að dveljast I tvo til þrjá mánuði. — Rannsóknirlækna á piltinum hafa leitt I ljós, að hann er ekki meb smitandi berkla og getur þv{ ekki hafa smitað aðra. Allir nem- endur M.A. og starfslið hafa verið ra«nsökuð og reyndust nokkrir jákvæðir, eða um 30 manns. Nemendur þessir biía flestir utan heimavistar, og eru Akureyring- ar i meirihluta af þessum hóp. — Nú er prófum að ljúka I M.A. en síöan verður reynt að finna hvað þessi hópur á sameiginlegt, hvort þau t.d. komi saman á ein- hverja ákveðna staði á Akureyri. Ef ekkert finnst að lokinni rann- sókníM.A.má vænta þess aðhaf- izt verði handa um rannsókn á tengslum þessa hóps innbyrðis, sagði Ólafur H. Oddsson að lokum. OTTAZT AÐ GARNA- VEIKIN BREIÐIST ÚT MÓSveinsstöðum, SJ-Reykjavik. Meirihlutinn af fé Asbjörns Jóhannessonar á Auðkúlu I Svlna- vatnshreppi hefur verið veikt siðan um áramót og hefur nú verið staðfest að um garnaveiki sé að ræða. Atta kindur hafa drepizt I vetur og fleiri eru veikar. Er þvi mjög rfk ástæða til að ætla að meirihluti af óbólu- settu fé Asbjörns' sé smitað, en þaðer milli70og80 kindur. i haus fannst f sláturhúsinu á Blönduósi eitt garnaveikistilfelli úr kind frá Asum I Svlnavatnshreppi en ekki hafa fundizt fleiri smitaðar kind- ur á Asuni. önnur tilfelli af garnaveiki hafa ekki fundizt á svæðinu milli Blöndu og Miðfjarðargiröingar. Mikil hætta er á að veikin breiðist verulega út, Ur þvihún er komin á svæðið, enda er meirihluti fjár á þessu svæði óbólusett gegn garnaveiki. Garnaveikin er skæður sjukdómur, sem barst hingað til lands með karakaifénu 1933, ekki er hægt að lækna veikina, en hægt er að fyrirbyggja að kindur geti tekið hana, með bólusetningu. Haustið 1973 var hafin bólusetning ásetningarlamba á svæðinu milli Blöndu og Miðfjarðargirðingar og fjöldi af veturgömlum ám var þá einnig bólusettur. Allar eldri ær eru óbólusettar. Sigurður H. Pétursson dýra- læknir á Blönduósi sagði, að nú yröu tek,in blóðsýni úr öllu fénu á Auðkulu til að kanna, hve margar Kröfluvirkjun: KAUP A TURBINUM OG RAF- ÖLUM FYRIR 700 MILLJÓNIR Gsal-Reykjavik — Nefnd sú, sem segja búin að ganga frá samning- rafölum. Ekki hefur þó enn verið um kaup á öðrum tækjum frá að undanförnu hefur unnið að um við japanska stórfyrirtækiö að fullu gengið frá samningum. Mitsubishi á næstunni. jj. ____- -------------* r J Þetta er þó aðeins hluti af þeim Túrbinurnar og rafalarnir undirbuningi fynrhugaörar gufu- Mitsubishi um kaup á tveimur 30 véiakosti, sem þarf til virkjunar- munu kosta um 700 milljónir is- virkjunar við Kröfiu, er svo að megavatta tiirblnum og tveimur innar, og munu verða viðræður lenzkra króna. kindur hefðu tekiö veikina, en úr þvl svo margar kindur eru dauðar, er mjög rík ástæða til að ætla að meiri hluti kindanna sé smitað. Garnaveikissmitiö hefur búið um sig i 2-3 ár, og samkvæmt fyrri reynslu eru allar líkur á, að smitsé komið á nærliggjandi bæi. Má búastvið aö þar fari veikin að koma upp eftir. eitt til tvö ár, og jafnvel næsta haust. Sigurður taldi, að nú þegar ætti að bólusetja fé á næstu bæjum, sem mestan samgang hafa haft viö AuðkUluféð. Reynslan af bólu- setningu á þessum árstima er ekki mikil, og ekki vitað hve mikil hætta er henni samfara. Þó er viss hætta á lambaláti. Yrði þvi hver f járeigandi að gera það upp við sig, hvort hann vildi bólusetja féð nii þegar, eða hætta á að bíðaþartil I haust. A þeim tima gæti veikin breiðst mun meira ut en orðið er. í haust væri sjálfsagt að bólusetja allt óbóluset.t fé á svæðinu milli Blöndu og Miðfjarðargirðingar. Sigurður sagði, að kýr gætu tekið veikina, en islenzki stofninn slyppi þo venjulega við hana. Ekkert er hægt að gera til þess að bjarga kúm, ef þær veikjast, og þær má ekki bólusetja. Hvorki mönnum né öðrum dýrum en jórturdýrum stafar hætta af garnaveiki. A þriðjudagskvöld verður almenn- Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.