Tíminn - 11.02.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.02.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur II. febrúar 1975 TÍMINN 3 Flugfélag AustuHands eignast nýja flugvél JK-Egilsstöðum- A laugardaginn buðu forráðamenn Flugfélags Austurlands fréttamönnum að skoða nýja flugvél, sem félagið hefur fest kaup á og lenti I fyrsta sinn á Egilsstaðaflugvelli þann 7. febrúar. Vélin er af gerðinni Cessna 185 og ber einkennisstafina TF-OIA keypt ný i Bandarikjunum og flogið hingað til lands af amerisk- um ferjuflugmanni. Flaug hann vélinni i einum áfanga frá Gander á Nýfundnalandi til Keflavikur og var rúmar 11 klst. á flugi. Hreyfill vélarinnar er 300 hest- öfl með beinni eldsneytisinnspýt- ingu. Hún er búin tækjum til blindflugs samkvæmt lágmarks- kröfum Flugmálastjórnar. Vélin ber fimm farþega auk farangurs, eða 500 kg. miðað við 4 klst flug- þol. Verö vélarinnar kominnar hingað til lands var rúmar 5 milljónir króna. Vélin þarf 300 metra braut til flugtaks fullhlaðin, og á að þola vel blautar og lélegar brautir. Einnig er hægt að setja undir hana skiði. Auk þessarar vélar á Flugfélag Austurlands 2ja hreyfla vél af gerðinni Beechcraft Twin Bon- anza, sem félagið keypti af Flug- málastjórn. Sprengi- dagur Llklega er skynsamlegast að hætta sér ekki út í miklar vanga- veltur um uppruna sprengidagsins, en fræöimenn telja trúiegast að hann sé daufur endurómur af fornum kjöt- kveðjuhátfðum i kaþólskum sið. Ef til vill hefur honum fylgt glaumur nokkur og gleði, jafnvel ærsl, eins og eftirfarandi visa bendir til: einstaklingar og félög viðs vegar af Austurlandi. Haldiö er uppi reglulegu póstflugi hér I fjórðungnum auk farþega og leiguflugs, vöruflugs og sjúkra- flugs. Þess má geta að vöruflug félagsins hefur verið mikið notað nú I ófærðinni undanfarið, einkum til Borgarfjarðar eystri, sem hef- ur engar samgöngur haft á landi siðan fyrir miðjan desember. Félagið hefur aðsetur á Egils- staðaflugvelli og er nú flugskýlið á vellinum nær fullbúið, aðeins er eftir að setja hurðarþéttingar. Tilkoma þess breytir aðstöðunni mikið til batnaðar. Flugfélag Austurlands var stofnað 24. mai 1972. Hjá félaginu starfa nú tveir fastráðnir flug- menn, Sigurður Björgvinsson, sem jafnframt er framkvæmda- stjóri félagsins og Kolbeinn Ara- son. Stjórnarformaður er Guð- mundur Sigurðsson héraðslæknir. Hin nýja vél Flugfélags Austurlands og flugmenn félagsins. Ljósm.Jk Slæm afkoma, en mikil þörf fyrir starfsemina Forráðamenn félagsins tjáðu okkur, að þeir væntu sér góðs af þessum flugvélarkaupum. Enda er það svo að félagið hefur sannað gildi sitt svo ekki veröur um villzt, og hefur það glögglega komið i ljós á siöustu vikum og mánuðum hver nauösyn er slikr- ar starfsemi. 1 versta veðraham, sem hefur gengið hér yfir um árabil hefur gengið ótrúlega vel að halda uppi ferðum. Fjárhagurinn hefur hins vegar verið erfiöur og varð verulegur halli á rekstri félagsins á siðast- liðnu ári. Erfiður hagur þess á sér ýmsar orsakir, en hátt bensín- verð er þyngst á metunum. Félagið verður að greiða tæplega 6 kr. hærra verð fyrir bensin- litrann heldur en hann kostar i Reykjavik. Á árinu 1974 notuðu vélar félagsins um 100 þúsund litra af eldsneyti. Almenningshluta- félag einstaklinga og félaga Flugfélag Austurlands er al- menningshlutafélag austfirðinga og eru hluthafar um 130 talsins, A þessari Timamynd Gunnars er ein frúin að velja saltkjöt i sprengidagsmatinn i verzluninni Kjöt og grænmeti. Iðnaðarrdðherra: Blanda hagkvæmust til virkjunnar nyðra Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra fylgdi i gær úr hlaði stjórnarfrumvarpinu um járn- blendiverksmiðju á Grundar- tanga i Hvalfiröi en frumvarpið kom til 1. umræðu i efri deild Alþingis. Aður hefur verið gerð itar- leg grein fyrir efni frum varpsins i Timanum, svo að ekki er ástæða til að rekjaræöu ráðherra að þvi leyti. Hins vegar drap iðnaðarráðherra Töluvert af loðnu fyrir vestan land — en ekki í veiðanlegu dstandi FB-Reykjavik. Nokkrar fréttir hafa borizt að undanförnu um ioðnugöngu fyrir vestan land. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur verið að kanna loðnugöngu á þessum' slóðum, og að sögn Sveins Svein- björnssonar um borð I Bjarna Sæmundssyni, er greinilega tals- verð loðna frá Vikurál að Hala- Banaslys á miðunum BANASLYS varð á miöunum á föstudaginn. Tuttugu og sex ára gamall maður, Grét- ar Þór Egilsson, lézt um borð I Friöriki Sigurðssyni AR-12, eftir að hafa hlotið þungt höfuðhögg. Likið var flutt til Vestmannaeyja, en sjópróf fóru fram I Þorlákshöfn á laugardag. miðum. — Það, sem við höfum fundið, sagði Sveinn i viðtali við Timann i gær, hefur ekki verið i veiðanlegu ástandi — Þrátt fyrir það er greinilegt, að hér er talsverð loðna. Loðnan stendur djúpt yfir daginn, og það sem við höfum fundi á nóttunni hefur verið i smáum torfum, og mest á 30 föðmum eða dýpra, sagði Steinn. — Við tókum sýnishorn á laugar- daginn, og það var allt saman kynþroska og stór og falleg loðna. Við fréttum svo frá togurunum á mánudag að hún væri smærri hérna fyrir norðan, og það bendir til þess, að stóra, kynþroska loðnan hafi aðskilið sig frá hinni, og sé á suðurleið. — Við höfum aðallega athugað loðnuna á milli Vikuráls og Hala- miöa, 42-50 milur undan landi, sagði Sveinn. — Við höldum áfram að athuga þetta, en annars var áætlað að skipið kæmi til Reykjavikur 14. febrúar. á frekari virkjun fallvatna i ræðu sinni. Hann sagði, að i náinni framtið yrði ráðizt i stórvirkjun á Noröurland.i. Aö hans dómi er virkjun i Blöndu „hagkvæmasti og öruggasti kosturinn” i þvi sambandi. Aö sögn ráðherra eru rannsóknir á stórvirkjun i Blöndu komnar vel á veg, þótt enn sé of snemmt að taka endanlega ákvörðun um virkjunarfram- kvæmdir. Hann lýsti þeirri skoðun sinni, að liklega yrði ráðizt I að virkja Blöndu, ef hag- stæðir samningar næðust við landeigendur, er vatnsréttindi eiga. Við umræðuna tóku ennfremur til máls Eggert G. Þorsteinsson og Stefán Jónsson. Eggert sagði, að Alþýðu- flokkurinn væri i meginatriðum fylgjandi frumvarpinu, en hefði fyrirvara um nokkur atriöi. Stefán kvað Alþýðubandalagið eindregið á móti hugmyndum um járnblendisverksmiðju i Hvalfirði. Sagði hann, að mikil hætta væri á mengun af völdum járablendisverksmiðjunnar og dró mjög I efa álitsgerðir þeirra sérfræðinga, er vitnað væri til i greinargerð sjórnar- frumvarpsins. Taldi Stefán, að reynslan sýndi, að ráð sér- fræðinga væri oft endaslepp. Að svo frestað. búnu var umræðu Þriðjudaginn i föstuinngang, — það er mér i minni — þá á hver að þjóta i fang á þjónustunni sinni. Og fleiraersem bent getur i sömu átt. 1 lögum Kristjáns konungs 5. seint á 17. öld, segir svo: „Allir óskikkanlegir og heykslenlegir leikir um jól og á öðrum tima og föstugangshlaup fyrirbjóðast strengilega og eiga alvariega að straffast.” Langa stund var sprengidagur- inn hátiðisdagur i lifi islenzkrar alþýðu —hann var einn þeirra fáu á árinu, þegar menn átu sig al- mennilega sadda. Nú er öldin önnur, nú ;ru allir dagar sprengi- dagar hjá fullum og feitum vel- ferðarþjóðumúttútnuðum af ofáti og spiki. En það sitja ekki allir við sama borð I henni veröld. Mikill meirihluti mannkyns lifir við skort og viða er sjálf hungurvof- an daglegur gestur i hverju húsi. Þegar við hugsum til þeirra kynslóða á islandi, sem höföu dálæti á sprengideginum af matarást einni saman, væri okkur hollt að minnast þess, að enn er um viða veröld urmull fjöl- mennra þjóða, sem eru miklu verr á vegi staddar en Islendingar voru á þeim öldum, þegar hlakkað var til sprengikvöldsins eingöngu vegna þess, að þá gátu menn gengið til náða með fullan kvið. Loðnuaflinn á hundrað þús. — aflahæsta skipið er Gísli Árni FB-Reykjavik. Hjá loðnunefnd fengum við þær upplýsingar i gærkvöldi, að heildarloðnuaflinn, sem kominn væri á land væri um 118 þúsund lestir. Litil veiði var síðasta sólarhring, og bátarnir höfðu verið að koma inn með smá- slatta, sem þeir gátu landað hér og þar á Austfjörðum. Hefði aflinn verið meiri, þá hefðu bátarnir orðið að sigia með hann norður og vestur um. Samkvæmt skýrslu Fiskifélags íslands var vitað um 97 skip er fengið höfðu einhvern afla s.l. laugardagskvöld. Vikuaflinn mam 42.003 lestum og var þá heildaraflinn frá þvi að veiöar hófust orðinn samtals 90.052 lestir. A sama tima i fyrra var heildaraflinn samtals 172.710 lestir og þá höfðu 124 skip fengið einhvern afla. Aflahæsta skipið i vikulokin var Gisli Arni RE 375 frá Reykjavik með samtals 2.808 lestir. skipstjóri Eggert Gislason. Loðnu hefur verið landað á 14 stöðum auk bræðsluskipsins Norglobal. Mest hefur verið landaðá Eskifirf i, samtals 12.196 lestir. Eftirtalin skip voru komin með 2300 lestir og þar yfir 8. febrúar. annað lestir Gisli Arni 2808, Börkur 2722 Rauðsey 2583, Pétur Jónsson 2414, Sigurður 2348 lestir. Þá hefur aflanum verið skipað á land i hinum ýmsu höfnum, sem hér segir: Eskifjörður 12196 Seyðisfjöröur 11646 Siglufjöröur 10273 Reyðarfjörður 9276 Norglobal 8392 Vopnafjöröur 8370 Hornafjörður, 6054 Vestmannaeyjar 5185 Raufarhöfn 5061 Fáskrúðsfjörður 4747 Ðjúpivogur 4067 Stöðvarfjörður 2778 Breiðdalsvik 1166 Keflavik 590 Þorlákshöfn 251

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.