Tíminn - 11.02.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.02.1975, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 11. febrúar 1975 TÍMINN 5 Smyglmál r a Akureyri GéBé-Akureyri. Upp komst um smyglmál á Akureyri fyrir skömmu. Lögreglan hefur nú lokiö yfirheyrslum f máiinu og dómsrannsökn er aö ljúka, aö sögn Boga Nilssonar, aöalfulltrúa bæjarfógeta. Nokkrir menn eru viðriðnir máliö, bæöi sunnanlands og norðan. Hafa þeir þegar játaö smygliö, sem var aöallega áfengi og kjötvörur. Þaö voru tveir menn sem voru uppvisir að smygli, á 192 flöskum af vodka 75%. Þeir smygluðu varningnum I tvennu lagi á siðasta ári, i janúar og október. Ekki voru þeir staðnir að verki, heldur fékk lögreglan spurnir af smyglinu og kallaði mennina til yfirheyrslu og játuðu þeir þegar. Annar mannanna eí sjómaður en hinn er busettur á Akureyri. Kom i ljós, að þeir seldu áfengið til vina og kunningja auk annarra aðila. Akureyringurinn, sem tók þátt I áfengissmyglinu er einnig viðriðinn kjötvörusmyglið, en ekki liggur fyrir hversu mikið af kjötvöru var smyglað til landsins. Nokkrir menn bæði noröanlands og sunnan eru viðriðnir kjötvöru- smyglmáliö. Þegar dómsrannsókn málsins lýkur á Akureyri verður það sent rikissaksóknara, Algengast er að fjársektir liggi við smygli sem þessu. Norðfjardar- söfnunin nálgast 30 mi omr Nú hafa borizt 28.202.230 kr. i söfnunina vegna snjóflóðsins á Norðfirði, sem Norðfirðinga- félagi ð, Rauði krossinn og Hjálparstofnun kirkjunnar hafa gengizt fyrir. Stærstu gjafir til söfnunarinnar, sem borizt hafa frá þvi að siðasta tilkynning var gefin út, eru þessar: 100.000 kr. frá Félagi Framsóknarkv. 240.400 kr. almenn söfnun I ölfushreppi. 100.000 kr frá ölfushreppi 100.000 kr. frá Meitlinum h.f i Þorlákshöfn 100.000 kr. frá SIBS 129.200 kr. viðbótargjöf frá Rauða krossinum á Akureyri. 300.000 kr. frá Hvitabandinu I Reykjavik, gefnar i tilefni af 80 ára afmæli félagsins n.k. mánudag. Þeir eru þarna þrir á göngu viö fþróttavöllinn I Laugardalnum. Ekki hafa þeir þó hug á þvi að horfa á kappleik, enda trúlegast, að enginn sé á vellinum, heldur stefna beint i bæinn. Engir aufúsugestir eru þeir þó I umferðinni, enda allt þeirra ferðalag I heimildarleysi. — Timamynd: ftóbert. Frá formannafundi Búnaðarsambands Austur-Húnvetninga: Rafmagns- og símamál í mesta ólestri á Norðurlandi vestra MÓ-Sveinsstöðum. Fátt var meira til umræðu f vetur og sér- lega á óveðursköflunum á dögun- um, en ástand orkumáia viða um land. Þá var vfða rafmangslaust langtfmum saman, og þótt ekkert sé að veðri og bilanir komi ekki til, fer þvi fjarri, að næg orka sé fyrir hendi á Norðurlandi. Þar er mikiil hluti raforkunnar framleiddur með dfselvélum, og þvi ekki hægt aö fá rafmagn tií húshitunar fyrr en aukin vatns- orka er fyrir hendi. Þá hefur oft veriö vakin athygli á slæmri sfmaþjónustu lands- byggðarinnar. 1 mörgum sveitum er ástandið litlu betra en á fyrstu árum sfmans, þrátt fyrir stór- aukna þörf á bættri þjónustu. Bæði þessi stórmál komu til umræðu á árlegum formanna- fundi Búnaðarsambands Austur- Húnvetninga, sem haldinn var á Blönduósi á miðvikudaginn. Voru þar samþykktar harðorðar álykt- anir I þessum málum. Skoraði fundurinn á Alþingi að sjá til þess, að hraðað verði lagningu byggöarlinu horður, svo að hún komi til nota á þessu ári. Jafn- framt var hvatt til þess, að hrað- að verði virkjunarrannsóknum á Noröurlandi vestanverðu og bent á, að öryggi raforkumála lands- ins alls byggist verulega á virkj- unum, þar sem minnst hætta er á jarðhræringunum. Við þessar ályktanir fundarins má bæta, aö engin virkjun hefur verið reist á Norðurlandi vestra I meira en 20 ár, þótt þar séu nægir hagkvæmir virkjunarmöguleik- ar. Hins vegar hafa margar disel- stöðvar verið settar upp þar til þess að mæta stöðugt aukinni orkuþörf. Einnig væri full ástæða til þess að hvetja til þess að dreifikerfið um sveitir landsins verði gert svo öruggt, sem kostur er. í óviðriskaflanum á dögunum voru Svinavatns- og Bólstaðahlið- arhreppar og hluti Engihliðar- og Torfalækjarhreppa rafmagns- lausir á þriðja sólarhring. ómælt er það tjón, sem bændur hafa orð- iðfyrir, enda eru þeir orðnir mjög háðir rafmagninu. T.d. má nefna, að á sumum bæjum er vatni dælt með rafmagnsdælum. Þess eru dæmi, að á stórum kúabúum hafi ekki verið hægt að brynna kúnum allan timann, sem rafmagnslaust var. Sumir eru farnir að hafa orð á, að ekki sé vit I öðru heldur en fá varadfselstöðvar á hvert heimili. Slikt hefði mikinn kostnað i för með sér, og hlýtur þjóðhagslega séð að vera mun hagkvæmara að treysta á dreifikerfi Rafmagns- veitna rikisins sem bezt. Formannafundur Búnaðar- sambands Austur-Húnvetninga ályktaði einnig um það ófremdar- ástand, sem nú rikir i simamál- um héraðsins og skoraði á yfir- stjórn simamála að bæta tafar- laust úr þvi. Bent var á, að linukerfi héraös- ins væri mjög ábótavant og við- gerðarþjónustan ónóg. Vakin var athygli á, að engin neyðarvakt er á simstöðvum I héraðinu, og þvi hreinn voði búinn i þeim efnum. Þess er þó skylt að geta, að sim- stöövastjórar bæta persónulega mjög úr og greiða fyrir samtöl- um, séu þeir viðlátnir þegar slys eða óhöpp ber að höndum. En hver veit, hvort einhver er viðlát- inn á simstöðvunum, þegar slys ber að, og geti rétt hjálparhönd, þegar slysið verður utan þjón- ustutima stöðvanna? Nýr formaður Launamálaráðs BHAA JON RÖGNVALDSSON bygg- ingarverkfræðingur hefur nýlega verið kjörinn formaður Launa- málaráðs Bandalags háskóla- manna i stað dr. Jónasar Bjarna- sonar efnaverkfræöings, sem tek- ið hefur við formennsku i stjórn Bandalags háskólamanna. Sjómannafélagið telur vinnustöðvun neyðarúrræði — fer fram á viðræður við stjórnvöld um fjölmörg atriði STJÓRN og trúnaðarmannaráð 1 framhaldi af þessu er stjórn Sjómannafélags Reykjavikur Sjómannafélags Reykjavikur falið að óska eftir viðræðum við stjórnvöld um þessi atriði: hefur samþykkt að fresta verk- falisaðgerðum, þar eð fullvfst er taiið, að ekki myndi fást almenn samstaða sjómannafélaga og sjómannadeilda verkalýðsfélaga f landinu um verkfall eins og nú stendur. Þar aö auki gæti verkfall nú haft þaö I för með sér, að út- gerð stöðvaðist tvisvar, ef al- menn verkaiýðsfélög tækju þann kost síðar að efna tii verkfalla, segir I frétt frá Sjómannafélagi Reykjavikur. Siðan er itrekað, að endur- teknar vinnustöðvanir, með þar af leiðandi atvinnuleysi, séu hreint neyðarúrræði eins og á stendur nú fyrir þjóðarbúinu. SJAIST með endurskini Hækkaðar láglaunabætur, er nái til undirmanna á stærri togurun- um, viðurkenningu á nauðsyn aukinna skattfriðinda sjómanna, og fylgi farmenn þar með, gjald- eyriskaup þeirra, sem stunda veiöar á Norðursjó og breytingu á reglum um tollvarning við heimkomu, félagslegar umbætur, svo sem verðtryggingu lifeyris- sjóða, hækkun á slysa-, örorku- og dánartryggingu i samræmi við veröbólgu, endurskoðun á tryggingakerfi fiskiskipaflotans með sameiginlegt heildarútboð fyrir augum, kostnaðarliði út- geröar, sem hækkað hafa úr hófi og koma fram við ákvörðun fisk- verös og kröfur A.S.Í. um fyllri bætur almannatrygginga. Þá varar Sjómannafélag Reykjavikur við Itrekuðum aðgeröum, er ganga i svipaða átt og siðustu efnahagsaðgerðir, lýsir sig reiðubúið til þess að mæla meö ákvörðun stjórnvalda þess efnis, að tekinn verði til geymslu gegn nokkrum vöxtum, og verðtryggingu, vaxandi hundraðshluti af launum þeirra, sem fara 25-50% fram úr þeim, sem hæstar fá láglaunabætur, og endurlánaður útflutningsatvinnu- vegunum, vill jafnhliða binda og ráöstafa á sama hátt greiðslum til stofnfjársjóðs, sem teknar eru af óskiptum afla og ekki fer beint til að mæta auknum rekstrar- kostnaöi skipanna, krefst strangari reglna til varnar þvi, að fé sé tekið frá útgerð, fisk- vinnslu og öðrum fyrirtækjum fram yfir það, sem réttmætt er, telur rétt að sömu aðilar bindi hluta af veltukostnaði til hinna magrari ára, fer fram á betri varnir gegn skattsvikum og laga- breytingar til varnar þvi, aö sumir geti komizt hjá þvi að greiða eðlileg, opinber gjöld og vill að vaxtafrádráttur til skatts verði aðeins leyfður að ákveðinni upphæð. Loks mótmælir Sjómannafélagiö samanb- þjóðhagsstofnunar á launum ákveðinna starfsstétta, er það telur hafa verið alrangan. Vilja ellisjúkdóma- fræði viðurkennda sem sérgrein gébé Reykjavik — Stjórn og læknanefnd öldrunarfræðafélags tslands beinir þeim tilmælum tif hlutaðeigandi aðila, að hérlendis veröi ellisjúkdómafræði (geria- tria) tekin upp og viðurkennd sem sérgrein innan læknisfræðinnar. Þessi sérgrein er þegar viöur- kennd i Sviþjóð og Danmörku, og er nú unnið að þvf af háifu Sam- bands norrænna öldrunarfræða- félaga (Nordisk gerontoiogisk förening), að sams konar viður- kenning fáist annars annars stað- ar á Norðuriöndum. Samband norrænna öldrunar- fræðifélaga var stofnað árið 1973, en að þvi standa öldrunarfræða- félög frá hverju Norðurlandanna. öldrunarfræöafélag Islands var stofnað 1974 og var strax tekið I samtökin. Stjórn samtakanna er skipuð 10 mönnum, tveim frá hverju Norðurlandanna, og eru stjórnarfundir að jafnaði tvisvar á ári. Þá eru ráðstefnur haldnar annað hvert ár I einhverju Norðurlandanna, og verður næsta ráðstefna i Gautaborg i mai 1975. Fjallar hún um læknisfræðileg, lifeðlisfræðileg og félagsfræðileg málefni öldrunar. Það er mikil lyftistöng fyrir öldrunarfræöafélag íslands að hafa orðiö aðili að þessum sam- tökum frá byrjun. Samtökin hafa rætt og sent frá sér ályktanir varðandi ýmis efni um öldrunar- sjúkdómalækningar. Vilja sam- tökin, að samræmd veröi kennsla i öldrunarsjúkdómalækningum við læknadeildir háskóla á Norðurlöndum, og að kennsla verði samræmd i öldrunarfræð- um fyrir hjúkrunarkonur, sjúkra- liða, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara og félagsráðgjafa, og jafnvel al- menningsfræðsla um þessi efni. Þá er stjórn samtakanna að láta gera könnun á visindalegri starfsemi i öldrunarfræðum á Norðurlöndum. I stjórn öldrunarfræöafélags Gisli for- Islands eiga þessir sæti: Sigurbjörnsson forstjóri er maður, en varaformaður er Þór Halldórsson læknir, Geirþrúður Hildur Bernhöft eilimálafuiltrúi er ritari, Rannveig Þórólfsdóttir hjúkrunarkona er gjaldkeri, og Alfreð Gislason læknir. A blaðamannafundi, sem félag- ið boðaði til, sagði GIsli Sigur björnsson, að öldungum hefði fjölgað i landinu um fimmtiu pró- sent frá þvi á siðasta ári, og er þá átt við áttrætt fólk eða eldri. Með- alaldur öldunga er t.d. 82 ár á Elliheimilinu Grund, sagði Þór Halldórsson læknir. — Aðstaða til hjúkrunar á elli- heimilunum er afleit, sagði Gisli. Það sem vantar, eru langlegu- deildir, en engin slik er til á land- inu. Elliheimilin verða þvi aö hafa langlegusjúklinga, þótt aö- staða til hjúkrunar sé mjög ófull- nægjandi. Læknarnir Alfreö Gislason og Þór Halldórsson sögðu, að þörfin fyrir langlegudeildir væri mjög brýn, margt manna væri á elli- heimilum, sem ætti að vera á á sjúkrahúsum. Þá sagði Rannveig Þórólfsdóttir hjúkrunarkona, að fólk væri sent of snemma heim af sjúkrahúsum, vegna þess að þörf- in fyrir sjúkrarúm væri mikil. Aðstæður i heimahúsum eru viða mjög slæmar, en Rannveig og þrjár aðrar hjúkrunarkonur, auk sex sjúkraliða, sinna þessu fólki á heimilum þess. Markmið öldrunarfræðafélags Islands er m.a. það, aö stuöla að rannsóknum á fyrirbærum öldr- unar og hrörnunarsjúkdóma, á- samt félagslegum vanda aldraðs fólks. Einnig einbeitir félagið sér að þvi að vinna að aukinni fræðslu um þessi efni, jafnt á faglegum vettvangi sem meöal almennings. Félagiö mun einnig verá til ráðu- neytis um lausn vandamála aldr- aöra og beita sér fyrir umbótum á aðstöðu aldraðra i heilbrigðisleg- um og félagslegum efnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.