Tíminn - 11.02.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.02.1975, Blaðsíða 6
6 n.viiw Jafnrétti í 1 Jl , , \ \\it jj : ( ( Jl t húsnæðismálum Fáll Pétursson alþingismaður mælti fyrir þingsályktunartil- lögu i siðustu viku um jafnrétti sveitarfélaga i dreifbýli og Reykjavikur i húsnæðismálum og um fyrirgreiðslu vegna byggingar einingarhúsa. Til- laga Páls er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rikisstjórn að skipa nefnd til þess að endur- skoða lög um Húsnæðis- málastofnun ríkisins nr. 58 frá 30. april 1973. Endurskoðun þessari skal þannig háttað, að fjármögnun og fyrir- greiðsla rfkisins við byggingu 1000 leigu- ibúða sveitarfélaga, þar sem ekki hafa verið byggðar ibúðir samkv. 1. gr. laga nr. 97 22. des. 1965, verði sveitarfélög- unum jafnhagkvæm og sú fyrirgreiðsla, sem veitt er við þær íbúðir, sem byggðar hafa verið af framkvæmdanefnd byggingaráætlunar rikisins og Reykjavikur- borgar. Enn fremur skal þess gætt, að veitt verði nægileg fyrirgreiðsla við fjármögnun til bygging- ar einingarhúsa, enda reynist þau sam- keppnisfær um verð og gæði”. 1 framsöguræöu sinni sagöi Páll Pétursson: „Um nokkur undanfarin ár hafa stjórnarvöldin stuðlað að framkvæmd þróttmikillar byggðastefnu. Stórfelld atvinnu- uppbygging hefur átt sér stað um land allt. Jafnvel i þeim byggöar- lögum, þar sem árstiðabundið at- vinnuleysi rikti og kyrrstaða var i öllum framkvæmdum, hefur nú skipt um til hins betra. Stórvirk framleiðslutæki hafa verið keypt og atvinnulif stendur með blóma. Fólki fjölgar i- dreifbýlinu, og hefur það öðlazt nýja trú á lifs- bjargarmöguleika þar. Þessi þró- un má ekki stöðvast. Byggðar- lögunum er ekki einhlitt að eign- ast hagkvæm framleiðslutæki. Nauösynlegter að sjá einnig fyrir húsnæðisþörf sveitarfélaganna i dreifbýlinu. Vorið 1973 voru samþykkt á Al- þingi lög um byggingu 1000 leigu- ibúða sveitarfélaga. Þessi laga- setning var þörf og timabær, svo sem umsóknir hinna ýmsu sveit- arfélaga um ibúðarlán bera gleggst vitni um. Þó kemur i ljós við framkvæmd laganna, að þar njóta sveitarfélögin i dreifbýlinu hvergi nærri jafnhagstæðra kjara og Reykjavik og nágrannasveit- arfél. hafa notið. Hvaö varðar byggingar samkvæmt lögum nr. 97 frá 22. des. 1965 um breytingu á lögum nr. 19 10. mai 1965, um Húsnæöismálastofnun rikisins samkv. reglugerð um ibúðabygg- ingar rikisins og Reykjavikur- borgar frá 28. april 1967. Þaö er skoðun flutningsmanns, aö sveit- arfélög i dreifbýli eigi skilyrðis- laust að njóta sama réttar og sömu fyrirgreiöslu og rikisvaldið hefur veitt Reykjavikurborg við ibúðabyggingar”. Mikill munur á HEIMILD og SKYLDU Þannig hljóðaði fyrri hluti grg. Hvert er svo þetta misrétti, sem sveitarfélög i dreifbýli verða við að búa, samanborið við Reykja- vfk og nágrannasveitarfélögin? Þetta kemur glöggt i ljós, ef born- ar eru saman þær reglugerðir, sem starfað er eftir. Ég mun nú lesa, með leyfi hæstvirts forseta, 1. og 5. gr. reglugerðar um út- hlutun lána og byggingu 1000 leiguibúða sveitarfélaga frá 26. febr. 1974. 1. gr. reglugerðarinnar hljóðar þannig: ,,Á árunum 1974-1978 er hús- næðismálastjórn heimilt að veita sveitarfélögum, þar sem ekki hafa veriðbyggðar ibúðir samkv. 1. gr. laga nr. 9 22. des. 1965 og ibúar þeirra ekki átt kost á ibúð- um samkv. þvi lagaákvæði, lán til byggingar á allt að 100 leiguibúðum með þeim lána- kjörum, sem hér greinir: a) Lánsfjárhæð nemi allt að 80% byggingarkostnaðar ibúða. b) Lánstiminn skal vera 33 ár, lánin skulu vera af- borgunarlaus fyrstu 3 árin, en endurgreiðast siðan á 30 árum. c) Lánakjör skulu að öðru leyti vera hin sömu og e) — lánakjör byggingarsjóðs rikisins. 5. gr. hljóðar þannig: Sveitarfelög skulu leggja til land án endurgjalds, undir Ibúðarhús sem byggð eru samkv. þessari reglugerð Lán byggingarsjóðs má nema allt að 80% af kostnaðarverði ibúðanna og er þá miðað við ibúðir fullgerðar, tilbúnar til notkunar. Ibúðirnar skulu byggðar úr varanlegu efni.vandaðar að öllu n frágangi, en án iburðar. Húsin skulu vera fullfrágengin að utan, lóöir skulu fullfrágengnar samkv. byggingarskilmálum hvers byggðarlags, en óheimilt er að lána út á bilskúra eða telja kostnað við þá með byggingar- kostnaði ibúða, sem lán eru veitt til samkv. þessari reglugerð.” Þannig hijóða þessai reglu- geröargreinar um leiguibúðir sveitarfélaga i dreifbýli. Og nú mun ég lesa, með leyfi hæstvirts forseta, 1 og 2. gr. reglugerðar um Ibúðabyggingar rikis og Reykjavikurborgar frá 28. aDril 1967,1. gr. þeirrar reglugerðar er svo hljóðandi: ,,A árunum 1966-1970 skulu byggðar 1250 ibúðir i Reykjavik á vegum rikisins og Reykjavikur- borgar i samvinnu við verkalýðs- félögin, svo sem nánar er lýst I reglúgerð þessari. 2. Fjármagn til byggingar- framkvæmdar þessarar skal rikið útvega að 4/5 hlutum, en Reykjavikurborg að 1/5 hluta, enda verði eignar- og ráð- stöfunarréttur á ibúðum þessum i sömu hlutföllum af hálfu hvors aöilana.” Þannig hljóða reglugerðar- ákvæðin um Breiðholtsibúöirnar i Reykjavik. Fjármagn til byggingaframkvæmdá þessara skal rikið útvega aö 4/5 hlutum, en Reykjavikurborg að 1/5. Um dreifbýlisibúðirnar er orðalagið hins vegar ,, „heimilt er að veita sveitarfélögum, þar sem ekki hafa veriðbyggðaribúðir samkv. 1. gr. laga nr. 97 frá 22. des. 1965, þ.e. Breiðholtsfyrirkomulagiö, lán til bygginga og siðar I staflið, að lánsfjárhæö nemi allt að 80% af byggingakostnaði ibúða. Allt er það orðalag meö öðrum svip og loðnara, þegar reglugeröin er um skyldur rikisins við dreifbýlis- sveitarfélögin. Við höfum ekki átt þess kost að fá sömu eða svipaða fyrirgreiðslu og ríkið veitti Breiðholtsframkvæmdunum. I minum huga er mikill munur á heimild og skyldu. óeðlileg töf — mikið óhagræði Þaö er gott aö Reykjavik hefur fengið sitt Breiðholt, en bæir og þorp úti á landi hefðu lika þurft að fá sin litlu Breiðholt, en þvi var nú ekki að heilsa. Setning laga um Breiðholtsibúðirnar og fram- kvæmd þeirrar stórfelldu áætlunar hafði forgangsfyrir- greiðslu I byggingarsjóði rikisins, m.a. e.t.v. vegna skylduákvæðisins. Og auðvitað hefur alltaf vantað fé i þennan blessaöa byggingarsjóð.Lögbund inn forgangur Breiðholts hefur þannig að sjálfsögðu sogið fjár- magn frá byggingarframkvæmd- um á landsbyggðinni. Setning laga um leiguibúðir sveitarfélga i Páll Pétursson. dreifbýli nr. 59 frá 20. april 1973 var vafalaust hugsuð af hæst- virtri fyrrverandi rikisstjórn sem jafnvægisráðstöfun, rétting á hin- um skerta hlut dreifbýlisins, viðurkenning á þvi að nú væri röðin komin aðokkur dreifbýling- um, byggðastefna i húsnæðismál- um. Þörfin er brýn fyrir þessar leigufbúðir. 15. okt. i haust höfðu borizt umsóknir um 984 Ibúðir. Nú fyrir jólin voru þessar umsóknir komnar upp i hálft 15. hundrað, eða þvi sem næst. Undirbúningi umsókna hefur að visu sjálfsagt verið áfátt frá hendi einhverra þessarar sveitar- félaga, en óeðlileg töf Húsnæðis- málastofnunar á þvi að úrskurða hverja meðferð ætti að veita umsóknunum og hvaða kjör stæðu sveitarfélögunum til boða, skapaði verulega óvissu og mjög mikið óhagræði sumra þessara sveitarfélaga sem áttu von á þvi að fá leyfi til þess að hefja fram- kvæmdir i vor, en fengu ekki leyfi fyrr en byggingartima var lokið i haust. Þess háttar frestun á framkvæmdum kom sér mjög illa i ýmsum tilfellum, sem ég þekki, enda verðlagsþróunin með þeim hætti i landinu. Dreifbýlisfólki þykir stundum, sem það eigi formælendur fáa hjá stjórn Húsnæðismálastofnunar, þótt ekki séu þar allir undir sömu sök seldir. Ég er þess fullviss að stjóm Húsnæðismálastofnunar er skipuð hinum beztu mönnum og góöviljuðum, en aukin tengsl þeirra viö dreifbýlið hygg ég, að væri til bóta, og búseta i Reykja- vik er að minum dómi ekki neitt höfuðskilyröi fyrir hæfni til setu i stjórn þeirrar stofnunar. Um þessa vafninga Húsnæðismála- stofnunar urðu á s.l. sumri snörp og að sumu leyti þörf blaðaskrif. Fjölmargar ályktanir bæjar- stjórna, hreppsnefnda, og fjórðungsþinga á landsbyggðinni voru gerðar, þar sem úrbóta og jafnréttis var krafizt. Ég mun, meö leyfi hæstvirts forseta, lesa eina örstutta ályktun. Hún er frá samstarfsfundi fjóröungssam- banda, sem haldinn var á tsafirði 8. sept. i haust. Þessi samstarfs- fundur er fundur forráðamanna allra landshlutasamtaka. „Samstarfsfundurinn átelur seinagang og stjórnleyfi i fram- kvæmd laga um leiguíbúðir á vegum sveitarfélaga. ónógur undirbúningur Húsnæðismála- stjórnar hefur komið i veg fyrir, að sveitarfélög hæfu fram- kvæmdir nú i ár. Vill fundurinn, að I stað heimildar byggingar- sjóðs til að lána 80% kostnaðinn viö leigulbúðir, verði það i lögum skylda hans. Eðlilegt er, að sér- stök framkvæmdanefnd, sem skipuð sé fulltrúum landshluta- samtakanna, hafi yfirstjórn um framkvæmd áætlunar um byggingu leiguibúöa. Ahrifa- rikasta leiðin til að draga úr búsetutilfærslum til Reykjavikur og Reykjanessvæðis, er aukin lánafyrirgreiðsla til ibúða- bygginga i dreifbýli.” Stórátaks er þörf Þannig hljóðaði ályktun sam- starfsfundar landshlutasam- takanna um leiguibúðirnar. Loksins komu byggingarleyfin og fyrirheitin um fjármagnsfyrir- greiðslu. Nokkur bygginarleyfi, ég held, að það hafi verið veitt eitthvað i kringum 100. Sú niður- staða er þó þakkarverð, þvi að það er betra seint en aldrei. En þessi saga má ekki endurtaka sig og þetta skapar óþolandi öryggis- leysi. Þess vegna verður að breyta lögunum þannig, að reglugerðarákveðin verði sam- ræmd og dreifbýlinu tryggt lög- bundiö jafnrétti við höfuðborgar- svæðiö. Dreifbýlið hefur dregizt mjög aftur úr I húsnæðismálum og stórátaks er vissulega þörf. Leiguibúðahugmyndin er eðlileg lausn á hluta þess húsnæðis- vanda, sem fólkið I bæjum og þorpum á landsbyggöinni á við að striða. Ég vil nefna húsnæðismál á Blönduósi sem dæmi um hús- næðisvanda. Þetta er blómlegt þorp með nokkuð traustu at- vinnulifi, og vafalaust nokkuð bjarta framtið fyrir sér sem miðstöð viðskipta, þjónustu, iðnaðar og samgangna i góðu og vlðlendu héraði. A Blönduósi hefur á undanförn- um árum vaxið upp margt af dug- legu og myndarlegu efnisfólki. Þetta fólk giftist og vill stofna heimili, en til þess að svo megi veröa, þarf það að byggja yfir sig, ef það vill verða kyrrt, en ekki flytjast hingað suður. Við Húnvetningar höfum orðið að sjá á eftir mörgum suður, þótt sem betur fer hafi margir ráðist i það að byggja fyrir norðan, jafnvel með tvær hendur tómar. Að komumenn, sem hafa haft hug á þvi að setjast að á Blönduósi, hafa orðiö frá að hverfa, þar sem þeir fengu hvergi inni og þorðu ekki að byggja á ókunnum stað og festa þar fé sitt til frambúðar, ef þeim kæmi svo ekki til með að lfka vistin. Þannig höfum við misst suður margar fjölskyldur, sem fengur hefði verið að fá I héraðið. Biönduis er ekkert eindæmi. Ég fullyrði að svipað ástand er i öll- um bæjum og þorpum á Norður- landi vestra, og sjálfsagt er svo um land allt. Húsnæðisskorturinn stendur þessum þéttbýlisstöðum fyrir þrifum og atvinnuuppbygg- ingu þeirra. Einingahús lausnin Þá nQn ég ræða nokkuð um siöari lið tillögunnar að veitt verði nægileg fyrirgreiðsla viö byggingu einingarhúsa, og vil ég nú með leyfi hæstvirts forseta lesa niðurlag greinargerðar þeirrar, sem ég lét fylgja þingsályktunartillögunni. ,,Þar sem nú eru að risa á legg fyrirtæki, sem byggja einingahús I fjöldaframleiðslu og liklegt er, að þeirbyggingarhættir geti orðið til þess að lækka verulega byggingarkostnað og stytta bvggingartimann mjög mikið i framtiðinni, er eðlilegt, að sér- stök áherzla sé lögð á það, að þeir þættir byggingar- iðnaðar nái að þróast. Núgildandi lánareglur Húsnæðismálastofn- unar eru þessum byggingarhátt- um ekki fullnægjandi, þar seni fyrirtæki sem skila næstum fullbúnum, verksmiðjufram- leiddum einingarhúsum, svo sem Húseiningar h.f. á Siglufirði, verða að festa geysimikið fé i byggingarefni og geta ekki veitt kaupendum langan greiðslufrest, þar til lán Húsnæðismálastofn- unar greiðast. Flutningsmaður telur réttmætt, og mjög nauðsyn- legt, að bundið verði i löggjöf um Húsnæðismálastofnun, hvernig þessi v a ndi skuli leystur á hag- felldan hátt.” Hér lýkur greinargerðinni, og við hana vil ég bæta þessu: A siöustu árum, þó einkum siðan Viðlagasjóðshúsin tóku- að að flytjast til landsins, hafa augu margra tslendinga opnazt fyrir þeirri hagkvæmni, þeim kostum, sem stöðluð verksmiðjufram- leiðsla húsa hefði i för með sér. í stað þess að mæta hinum mikla og sivaxandi kostnaði við módelsmíði einbýlishúsa og tvibýlishúsa eingöngu með þvi að setja eina búðina ofan á aðra og upp við aðra, eins og algengara hefur verið, hafa nokkur fyrirtæki risið á legg hér á landi og hafið verksmiðjuframleiðslu eininga- húsa. Það hefur sýnt sig, og á að sjálfsögu eftir að sýna sig ennþá gleggra, þegar þessir byggingar- hættir hafa náð að þróast betur, að hér er fundin sp lausn, sem viða getur hentað fólki þvi, sem heldur kýs að búa i einbýlishúsi en i blokk,án þess þó að húsnæðis- kostnaður i einbýlishúsi þurfi að verða meiri en ef um ibúð i blokk væri að ræða. Þessi fyrirtæki, sem framleiða einingar til húsagerðar, haga framleiðslu sinni með ýmsu móti. Sum þeirra framleiða stórar, steinsteyptar einingar, sem eru hentugar nærri verk- smiöju, einkum þar sem völ er á góðum tækjakosti, krönum, vögn- um og lyfturum til uppsetningar. önnur framleiða smærri einingar og léttbyggðari, sem henta mun betur við þær aðstæður sem al- gengastar eru i dreifbýlinu, þar sem hagkvæmni i flutningum frá verksmiðju á byggingarstað skiptir miklu máli og stórvirk hjálpartæki við byggingar eru ekki fyrir hendi. Flest þessi fyrir- tæki hafa orðið að miða fram- leiðslu sina við það að skila kaupendum húsunum fokheldum. Þau hafa sniðið sig að þeim starfsháttum, sem Húsnæðis- málastofnun hefur haft um lán- veitingar, þannig að kaupendur húsanna hafa ekki þurft að snara út viö móttöku húss eins miklu fé og lán þau, er Húsnæðismála- stofnunin veitir út á fokheld hús, hafa hentað sæmilega til fjár- mögnunar. Hins vegar hefur kaupandi hússins átt mjög mikinn og kostnaðarsaman hluta verksins og timafrekan. Skammur bygginga- timi meginatriðið. önnur fyrirtæki hafa hins vegar valið þann kost, að skila húsunum, sem allra mest frágengnum, hefur verið ótrúlega stuttur og kaupandi fengið strax not af f jár- festingu sinni. Ég er nokkuð kunnug rekstri eins þess háttar fyrirtækis, þ.e. Húseininga h.f. á Siglufirði. Þetta fyrirtæki selur fullbúin timburhús og lætur reisa þau, þannig að kaupandi þarf einungis að gera grunn hússins, sen getur siðan flutt inn i fullbúið og vandað einbýlishús að ör- skömmum tima liðnum. Kaupandi getur valið um nokkrar teikningar. Verð þessara húsa er mjög lágt miðað við ibúðaverð i dag, en það þarf að borga það. Fyrirtækið getur ekki lánað kaupanda mikinn hluta hús- verðsins, á meöan hann biður eftir Húsnæðismálastofnunarláni sinu, ef það er veitt samkv. nú-' verandi reglum og af- greiöslumáta stofnunarinnar. Þetta timabil frá byggingu hússins og til þess tima, er lán berst, verður með einhverjum hætti að brúa. Skoðun min er sú, Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.