Tíminn - 11.02.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.02.1975, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 11. febrúar 1975 TÍMINN 7 V.______________________ j Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Fdduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Fiskverðið Siðan nokkru fyrir áramót hafa fiskseljendur (útgerðarmenn og sjómenn) og fiskkaupendur (eigendur frystihúsa og fiskverkunarstöðva) reynt að ná samkomulagi um fiskverð fyrir yfirstand- andi ár. Fyrir alllöngu var málinu visað til yfir- dóms, þar sem óháður oddamaður fer með úrslita- vald. Þrátt fyrir geysimikla vinnu og mikil funda- höld, hefur enn ekki tekizt að ná samkomulagi, nema um loðnuverðið, þar sem atkvæði odda- manns réð úrslitum. Loðnuverðið var ákveðið miklu lægra en i fyrra, sökum verðfalls erlendis. Ástæðan til þess, að samkomulag hefur enn ekki náðst um fiskverðið, er ákaflega augljóst,. Ef frystihúsin eiga að geta borið sig, þarf fiskverðið að lækka. Sama gildir um aðra fiskvinnslu, nema söltunarstöðvarnar. Þær bera sig að óbreyttu verðlagi, en mikil óvissa rikir hinsvegar um salt- fisksöluna á þessu ári, sökum ástandsins i Portú- gal, sem er langstærsta markaðsland okkar. Fyrir útgerðina er útilokað að fallast á verðlækkun, þvi að eigi hún að bera sig, þarf fiskverðið að hækka. Það, sem hér ber á milli, skiptir milljörðum króna. Það er liðin tið, að gengislækkunin, sem gerð var siðast liðið sumar, nægi til þess að tryggja rekstur útgerðarinnar og fiskvinnslustöðvanna. Svo mjög hefur ástandið og horfur i þessum málum versnað siðan. Ef útgerðin og fiskiðnaðurinn á ekki að stöðvast, þarf nú að eiga sér stað sizt minni til- færsla til þessara aðila en á siðast liðnu sumri. Dæmið, sem nú er glimt við, er enn stærra en þá. Engan þarf þvi að undra, þótt það taki rikis- stjórn og Alþingi sinn tima að leysa þetta dæmi. Þar koma ýmsir valkostir til greina, og þá verður að vega og meta, án fyrirfram fordóma gagnvart einni eða annarri lausn. Þetta er nú langstærsta viðfangsefni þjóðarinnar, og á þvi veltur, hvort unnt reynist að tryggja atvinnuöryggið og afstýra atvinnuleysi, en frumskilyrði þess er að útgerðin sé rekin af fullum þrótti. Þetta er lika undirstaða byggðastefnunnar, sem er mjög háð afkomu hinna nýju skipa. Hér dugir ekki annað en að horfast i augu við það, að þeim aðgerðum, sem gerðar verða, hlýtur að fylgja veruleg kjaraskerðing. Þar skiptir mestu máli, að reynt sé að verja hag þeirra, sem lægst hafa launin, en byrðar hinna verði hlutfallslega auknar. Á þennan hátt er hægt að sigrast á vand- anum réttlátlega og búa i haginn fyrir framtiðina. í þessum anda verður að vinna að lausn þeirra erfiðleika, sem að okkur steðja á þessu sviði, og við það verða þeir, sem meira hafa borið úr býtum að undanförnu, að sætta sig. Allir verða að skilja, að við eigum ekki annarra kosta völ, ef við eigum ekki að leiða yfir okkur ennþá meiri örðugleika, og fyrir þeirri staðreynd verður að beygja sig. Það er að sjálfsögðu mannlegt að vilja bera sem mest frá borði og hafa sem rýmstan hag. En kjör manna hljóta að takmarkast af þvi hvað til skiptanna er, og þegar skerða verður kjör einhverra, er eðlilegt að fyrst sé að þvi gætt að tryggja hag þeirra, sem minnst bera úr býtum. Þ.Þ. Úr ræðu Chou En-lais: Við munum aldrei sækjast eftir heimsforustu og aldrei verða risaveldi Þjóðir allra landa verða að búa sig undir styrjöld Chou En-lai MIKIL upplausn einkennir á- stand alþjóðamála hvarvetna oghún eykst hröðum skrefum. Heimshluti kapitalista á i höggi við erfiðustu efnahags- kreppu, sem yfir hann hefir dunið siðan i styrjaldarlok, og allar andstæður i heiminum eru sifellt að skerpast. Annars vegar eykst bylt- ingarhneigð fólks verulega um allan heim. Riki girnast sjálf- stæði, þjóðir vilja frelsi og fólkið vill byltingu. Þetta er oröin ómótstæðileg söguleg hreyfing. Hins vegar er svo si- aukið kapp um heimsforustu milli risaveldanna tveggja, Bandarikjanna og Sovétrikj- anna. Kapp þeirra nær orðið til allra heimshorna, en áköf- ust er baráttan i Evrópu. Sovézk heimsvaldastefna „reynir að látast i austri en berst I vestri”. Risaveldin tvö eru mestu kúgarar og arðræn- ingjar á alþjóðavettvangi, og þar er að finna tilefni nýrrar heimsstyrjaldar. Hin harða keppni hlýtur að leiða til styrjaldar fyrr eða siðar. Þjóöir allra landa verða að búa sig undir hana. Rætt er um bætta sambúð og frið um allan heim, en þær umræður sýna einmitt, að sambúðar- bætur eru engar i reynd, hvað þá varanlegur friður hér i I heimi. ASTÆÐUR bæði byltingar og styrjaldar eru einmitt að magnast. Hvort sem styrjöld hrindir byltingu af stað eða bylting kemur i veg fyrir styrjöld, þá hlýtur framvinda alþjóðamála að verða al- menningi hagstæð og fram- tiðarhorfurnar eru þvi bjart- ar, þegar á allt er litið. Þriðji heimurinn er megin- aflið, sem berst gegn nýlendu- stefnu, heimsvaldastefnu og heimsforustu. Kina er vanþró- aö riki sósialista, og heyrir þvi þriðja heiminum til. Við eig- um þvi að efla samvinnu okk- ar við þjóðir Asiu, Afriku og Suður-Ameriku og styðja þær af alefli i viðleitni þeirra til að öðlast þjóðfrelsi og varðveita það, verja sjálfstæði sitt, vernda auðlindir sinar og efla innlent efnahagslif. VIÐ styðjum af alhug rétt- mæta baráttu fólksins i Kóreu, Vietnam, Kambodiu, Laos, Palestlnu og Arabarikjunum, eins og rikjum i sunnanverðri Afriku. Við styðjum riki og þjóðir annars heimshluta i baráttu þeirra gegn yfirráðum risaveldanna, ógnunum þeirra og kúgun. Við styðjum við- leitni Vestur-Evrópurikja til einingar i þessari baráttu. Við erum reiðubúnir til samvinnu við japönsku rikisstjórnina og þjóðina um eflingu vináttu og góös nábýlis. Milli Kina og Bandarikj- anna er um grundvallará- greining að ræða. Sambúð þjóðanna hefur batnað nokkuð undangengin þrjú ár vegna gagnkvæmrar viðleitni, og samskipti hafa aukizt. Sam- búð rfkjanna tveggja mun halda áfram að batna, meðan samkomulaginu frá Shanghai er fylgt fram af heilindum. Sovézka ráðaklikan hefur svikið Marx-Leninismann, og deila okkar við hana um grundvallaratriði hlýtur að halda áfram lengi. Við höfum samt ávallt verið þeirrar skoðunar, að þessi barátta ætti ekki að hindra eðlilega rikjasambúð Kina og Sovét- rikjanna. FORUSTA Sovétrikjanna hef- ur gert ýmislegt til þess að spilla sambúð rikjanna. Hún hefur gert margt á hluta okkar Kinverja, og meira að segja efnt til vopnaviðskipta á landamærum rikjanna. Sam- komulag varð milli forsætis- ráðherra Kina og Sovétrikj- anna árið 1969, en sovézka for- ustan hafur brotið þetta sam- komulag. Hún neitar að undir- rita gert samkomulagið um varöveizlu óbreytts ástands á landamærunum, minnkaðan herafla beggja á hinum um- deildu svæðum við landamær- in, svo og samkomulag um, að hvorugur beiti valdi eða efni til árásar á hinn. Af þessum sökum hafa viðræður Sovét- manna og Kinverja um landa- mæradeilurnar ekki borið neinn árangur til þessa. Sovétmenn neita jafnvel, að til séu umdeild svæði á landa- mærum rikjanna, og neita einnig að gera ráðstafanir til þess að minnka herafla beggja á þessum umdeildu svæðum og foröast vopnaviðskipti þar. Þeir tala hins vegar hátt um „haldlausa og innantóma” samninga um hindrun vald- beitingar af beggja hálfu og gagnkvæm heit um að efna ekki til árása. Hver getur þá raunverulegur tilgangur þeirra verið annar en svik við sovézku þjóðina og al- menningsálitið i heiminum? Við viljum ráðleggja sovézkum leiðtogum að setj- ast á rökstóla og semja af al- vöru og einlægni, aðhafast eitthvaðtil þess að leysa nokk- ur hluta vandans og hverfa frá eilifum svikráðum og belli- brögðum. MAÓ formaður hefur meðal annars kennt okkur: „Grafið djúp jarðgöng, safnið korni hvarvegna og sækizt aldrei eftir heimsforustu”. „Verið viðbúin styrjöld, búið ykkur undir náttúruhamfarir og ger- ið allt, sem i ykkar valdi stendur, til þess að tryggja hag þjóöarinnar”. Við eigum þvi að vera á verði, efla varnirnar og vera viöstyrjöld búnir. Þjóðfrelsis- herinn tekur á sinar hetju- herðar það göfuga hlutverk að verja föðurlandiö. Herinn ætti allur að fylgja fast fram boð- unn Maos um eflingu varn- anna og undirbúning styrjald- ar, ef til kemur. Við eigum að efla alþýðuherinn samvizku- samlega og af kostgæfni. Þjóðfrelsisherinn og ótölulegt fjölmenni alþýðuhersins, ættu, ásamt öllum þjóðum Kina, að geta hvenær sem er eytt þeim her, sem dirfðist að ráðast inn I landið. VIÐ erum staðráðnir i að frelsa Taiwan. Landar okkar á Taiwan og ibúar alls landsins sameinast i þeim göfuga til- gangi að sameina allt föður- landið. Við verðum að halda uppi alþjóðahyggju öreiganna og útrýma þjóðrembingi og stór- veldisdraumum heilshugar og til fulls. Við munum aldrei sækjast eftir heimsforustu og aldrei verða risaveldi. Við munum ávallt standa við hlið hinna undirokuðu þjóða um heim allan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.