Tíminn - 11.02.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.02.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 11. febrúar 1975 Þriðjudagur 11. febrúar 1975 TÍMINN 9 Haukur Kristjánsson læknir: Vidnorf á vinnustað ÉG tek það strax fram, að ég skoða mig ekki sem neinn sér- fræðing i áfengismáium, en ég hef hins vegar haft mjög mikil afskipti — og vaxandi, — af ó- reglumönnum og drukknu fölki sl. 20 ár, og hefir það fólk veriö af öllum stéttum þjóöfélagsins. Þegar talað er um áfengissýki er ég öldungis ófróður um þaö hvar menn setja mörkin, þ.e. hver sé áfengissjúklingur og hver ekki. Ég hef heyrt ýmsar skoðanir á þvi máli og veit aö þar rikja verulega skiptar skoð- anir, enda hygg ég að ákaflega erfitt sé aö dæma um það. Per- sónuleg skoðun mín er sú, aö i langflestum tilfellum sé ekki réttlætanlegt að tala um á- fengisneyzlu sem sjúkdóm i læknisfræðilegum skilningi, heldur þjóðfélagslegum, og sé þvi okkur læknum ekkert frem- ur viðkomandi en öðrum stétt- um samféiagsins. Auðvitaö eru margir, sem drukkið hafa mikið og lengi, orðnir svo illa haldnir á sál og likama, að þeir eru hik- laust komsir yfir á svið læknis- fræðinnar en eru þó I miklum minni hluta. Vafalitið liggur einhverskon- ar geðveila að baki óhóflegri á- fengisnautn sumra einstakl- inga, en ég hygg þó að það sé fá- titt. Það fer ekki milli mála, að að- sókn drukkins fólks hefir farið stórvaxandi með ári hverju að þeirri stofnun, sem ég hef veitt forstöðu sl. 20 ár, þ.e. Slysadeild Borgarspitalans, (áður Slysa- varðstofan i Heilsuverndarstöö- inni við Barónsstig). Ekki er mér fullljóst hverjar orsakirnar eru, en þar koma vafalaust til mörg samverkandi atriði. Vil ég nefna nokkur sem mér finnast likleg, en vil þó taka fram, að hér er aðeins um tilgátur að ræða en ekki sannaðar niður- stöður, enda ekki grundvallaðar á itarlegum rannsóknum. Breyting til hins verra Ég er ekki i nokkrum vafa um aö þegar vinnutími tók að stytt- ast, sérstaklega með tilkomu hinna löngu fria um helgar, varö mjög snögg breyting til hins verra. Svo sem allir vita, þarf mikill hluti vinnustétta ekki að mæta til vinnu frá þvi á föstudagskvöldi til mánudags- morguns, enda sýnir það sig, að aðfaranætur laugardaga eru langverstar i Slysadeildinni hvað drykkjuskap snertir. Finnst mér það ömurleg stað- reynd, aö sú gamal vinnupínda þjóð, íslendingar, skuli ekki þola að slaka örlitið á þræl- dómnum án þess að steypa sér útlannan eins ,,brennivlnisma” sem raun ber vitni. Kannski þolir fólk ekki þaö tómarúm sem þarna myndast, en þyrfti þá að fylla þá eyöu upp meö einhverju heilbrigðara og ánægjulegra en brennivlnssulli og þarf að leggja alveg sérstak- lega áherzlu á það I sambandi viö æskuna. Nú munu einhverjir spyrja. Hverskonar fólk ertu að tala um? Eru það ekki bara úti- gangar og annað slikt, sem kemur þarna til ykkar I Slysa- deildina? Svarið verður þvi miður nei. Auðvitað ber að fagna þvi, að ekki skuli vera til það margt útigangsfólk sem nemur þeim fjölda er þangað kemur, en samt er það hryggi- leg staðreynd, að þar má sjá þverskurð þjóðfélagsins, allt frá rónanum til góðborgarans, allt frá nýfermdum unglingnum til gamalmennisins, allt frá létt- úðardrósinni til hispursmeyjar- innar. Og þó að ég geti ekki lagt fram ákveðnar tölur máli minu til sönnunar þori ég að fullyrða, að unglingar og konur hafa sér- staklega sótt I sig veðrið I rlki Bakkusar slðustu árin. Svo sem að likum lætur er að- sókn þessa fólks langmest að næturlagi og kringum helgar. Næturgöltrið gefur mér raunar tilefni til umhugsunar um svefnvenjur þjóðarinnar. Má ekki vera að þær hafi óheppileg áhrif? Mér virðist sem engar fastar venjur hafi skapazt I landinu um það, hvenær fólk gengur til náða, jafnvel börn. Stingur þetta mjög I stúf við það, sem ég hef séð erlendis. Þar virðist fólk yfirleitt viröa svefnfriðinn, jafnvel þótt það stundi áfengisdrykkju á kvöld- in. Ég held að hinn skammi næt- ursvefn hefni sln geypilega á mörgum, bæði hvað snertir vinnu og námsafköst, að ekki sé talaö um llkams- og geðheilsu. Drukkið fólk i meirihluta Svo að ég haldi áfram að lýsa þvl, sem fyrir augu ber á vinnu- staö minum, þá má heita svo að eftir miðnætti, einkum siðustu daga vikunnar, sé kófdrukkið fólk þar I margföldum meiri- hluta. Flest kemur vegna ein- hverra slysa, sem beinlinis má rekja til drykkjunnar og eru of- beldisslys ósmár hluti þeirra. Fólk hefir verið lamið, sumir hafa hlotið áverka fyrir eigin tilverknað, svo sem með þvi að berja gegnum rúður, steypa sér niður stiga, kasta sér út úr bll eða henda sér I sjóinn o.s.frv. Þótt undarlegt kunni að virð- ast, eru ofbeldisslys engu sjald- gæfari hjá fullorðnum en unglingum, og ég er ekki frá þvl að þeir ungu fleppi jafnvel betur I þeim efnum, lendi sjaldnar I alvarlegum ryskingum. Er það verulega áberandi, hve oft kem- ur til alvarlegra átaka I sam- bandi við hjónabandserjur hjá fullorðnu fólki, þá vafalaust oft- ast vegna afbrýði. Drykkjulýður þessi lætur oft mjög dólgslega, eys skömmum og svlvirðingum yfir starfsliö stofnunarinnar, hefir i heiting- um og hefir nokkrum sinnum beitt llkamlegu ofbeldi. Oft er fjölmennt fylgdarlið I för með hinum slösuðu og veldur I flest- um tilvikum miklum erfiðleik- um. Það gefur auga leið, að all- ar læknisfræðilegar rannsóknir og aðgerðir eru býsna erfiðar undir svona kringumstæðum og stundum ómögulegar. Eru þá ekki önnur úrræði fyrir hendi, en að vakta sjúklinginn og blða þess að af honum renni, og sjá þá hvað kemur I ljós. En slík vöktun gengur stundum erfið- lega. Oft er fólk þetta undir á- hrifum annarra vlmugjafa, auk áfengis, og gerir það málið að sjálfsögðu ennþá flóknara. Það er raunar staðreynd, að neysla ýmiss konar „róandi lyfja” fer óhugnanlega I vöxt með ári hverju, og verður vart hjá þvi komizt að hef ja einhverjar mót- aðgerðir I þeim efnum. Þess má þó geta, að ekki verður mikið vart við hass- eða LSD-neyzlu, og má það teljast nokkurt ljós I myrkri. Þegar fólk hefur neytt áfengis I nokkrum mæli og dóm- greindin er farin að sljóvgast, hellir það oft I sig allskonar lyfj- um, sem það hefur aðgang að, til þess að „slappa af” eða sofna, og er þá skammt yfir á llfshættulegt stig, án þess að sá hafi verið tilgangurinn. Ófá eru þau tilfelli sem vjð fáum, þar sem fólk er I djúpu meðvit- undarleysi og engar upplýsing- ar liggja fyrir um hvað er aö ræöa. Stundum geta þó borizt leiðbeiningar frá fylgdarliði eða umbúðir lyfjanna finnast I vös- um eða handtöskum sjúkling- anna, en sú regla er þó hvergi nærri algild. Ég þarf auðvitað ekki aö rifja upp þá mörgu og hörmulegu atburði, sem gerzt hafa undanfarna mánuði. Um þá hefur verið rætt og ritað I fjölmiðlum. En margir eru þeir atburðir litlu betri, sem litt eöa ekki hafa verið ræddir opinber- lega. Missir lifs, heilsu og ham- ingju gerist ekki alltaf i skynd- ingu. Öfl eyðileggingarinnar vinna alveg eins oft hægt en markvisst, og þá vekja þau ekki eins mikla athygli, en endanleg útkoma verður engu betri eða jafnvel enn verri. Fastagestir slysa- deildarinnar Slysadeildin hefur sina fasta- gesti, hina svonefndu róna. 1 þeirra hópi eru bæði karlar og konur, flest komið nokkuð til aldurs. Þetta er ömurlegur hóp- ur, sannkallað útigangsfólk. Segja má að það sé yfirleitt miklu auðveldara viðfangs en aðrir áfengisneytendur. Starfs- fólk stofnunarinnar þekkir það I flestum tilfellum, og oftast er það rólegt, en niðurbrotið and- lega og llkamlega. Gistiheimilið I gamla Farsóttarhúsinu hefir að nokkru bætt hag þessa fólks, en þó hvergi nærri sem skyldi. Þar eru t.d. ekki skilyrði til hjúkrunar veiku fólki. Oft verö- ur Slysadeildin að hýsa svona gesti næturlangt, þótt I rauninni sé ekki um neitt gistirými að ræða. Stundum tekur lögreglan málið að sér. Oft kemur sama fólkiö aftur og aftur með stuttu millibili, jafnvel fárra daga. Þetta eru óumdeilanlega sjúkl- ingar, og er það þjóðfélaginu til mikils vansa, hvernig á málum þess er haldið, og fæ ég ekki séð, hvernig við getum kennt okkur við velferðarsamíélag, ef ekki verður neitt aðhafzt I málefnum þess. Það þýðir ekkert að loka augunum fyrir tilveru þess. Það er staðreynd, sem ekki veröur umflúin. Þá kem ég að nokkrum stór- um og mikilvægum spurningum varðandi hinn ört vaxandi drykkjuskap Islenzku þjóðar- innar, og tek þá mið af ástand- inu svo sem það kemur mér fyr- ir sjónir frá starfsvettvangi mlnum. — Hvaðan kemur meg- inhluti hins ölóða fólks I Slysa- deildina? Það kemur langmest úr heimahúsum og gleðistöðum borgarinnar, og er fyrri hópur- inn að mestu leyti fullorðið fólk en hitt af yngri kynslóðinni. Nokkrir koma úr fangageymsl- um lögreglunnar, af götunni, vinnustöðum og vlðar. Þá kem- ur og alldrjúgur hópur á sumr- um frá skemmtistöðum utan Reykjavlkur, aðallega félags- heimilum I nágrenninu. Ekui fæ ég séð að danshús þau, sem ekki hafa vlnveitingaleyfi, leggi minna af mörgum en hin. Má þvl ætla, að eftirlit sé ekki sem skyldi. Miðvikudagar eru svo kallaðir þurrir dagar, en ekki held ég að ástandið sé þá nokkru betra. Svo sem ég hef þegar get- ið, virðist drykkjan komast I há- mark aðfaranætur laugardaga, en verður nokkru minni fyrstu virku daga vikunnar. Ekki er mér kunnugt um, hvernig þetta birtist I skýrslum lögreglu, og má vera að þar sé nokkur munur á, en vafalaust ekki mikill. Ég hef það fyrir satt, að drykkjuskapur hafi aukizt mjög mikið I nær öllum þeim löndum, sem við tökum helzt mið af. Til þess liggja vafalaust margar og samverk- andi orsakir. Opinberar skýrsl- ur telja, að áfengisneyzla á hvern einstakling sé minni hér en þar. Vera má að þessum skýrslum sé ekki fulltreystandi, t.d. kemur ekki fram neyzla smyglaðra drykkja. Þá hygg ég, að hér á landi séu mjög margir, sem aldrei bragða áfenga drykki, nema þá örsjaldan, svo sem I réttum eða á þorrablóti, og má því gera ráð fyrir að er- lendis dreifist neyzlan á hlut- fallslega fleiri. Ég hef þó engar sönnur fyrir þessu. Þá kann að vera, að tslendingar drekki meira I skorpum en aðrir og að sídrykkja sé hér minni. En hvað um það. Ég hef kynnzt fjöl- mörgum stofnunum, bæði aust- an hafs og vestan, er hafa með höndum samskonar starfsemi og Slysadeild Borgarspltalans, og er það áberandi, hve aðsókn drukkins fólks er þar miklu minni. Ofstopahneigð mörlandans Þetta vekur þá spurningu, hvort íslendingar þoli áfengisá- hrif verr en aðrir. Ekki telst það llklegt. Hitt er trúlegra, að þjóö- félagsleg ögun sé hér minni, og víst er um það, að umburðar- lyndi gagnvart ofbeldisfólki er ótrúlega mikið, jafnvel hjá lög- reglu og dómstólum, og ekki slzt, sé áfengisneyzla undirrót- in. Þéttbýli er tslendingum, enn sem komið er, framandi, en það útheimtir vissan félagslegan þroska, sem ekki lærist nema á löngum tima. Vafalitið má aö nokkru rekja þá óláta og of- stopahneigð, sem gjarna gripur mörlandann, er hann hefur feng ið sér einn eða fleiri sjússa, til þess. t stuttu máli sagt: Okkur vantar hina aldagömlu hefð I umgengnismenningu þéttbýlis, sem þróazt hefur með öðrum þjóöum. Hversvegna drekkur fólk á- fengi, og hversvegna svona mikið? Líklega kann enginn eitt allsherjar svar við þvi. Hefur það of mikil fri? Ég gat þess I upphafi máls mins, að snögg umskipti hefðu orðið til hins verra, þegar laugardagur var gerður að fridegi margra starfsstétta. Ekki trúi ég þvl, að minnkandi brauðstrit út af fyrir sig þurfi endilega að leiða til vaxandi óreglu, — hitt mun sönnu nær, að skapist tómarúm I llfi fólks, kann það að leiða til vandræða. Þegar svo þess er gætt, að vinnutími hefur ekki aðeins stytzt, heldur hefur flest vinna einnig orðið léttari vegna breyttrar tækni, og fólk þar af leiðandi ekki eins þreytt að dagsverki loknu og áður fyrr. Hvíldin verður þvl ekki jafn nauðsynleg. Fer þá gjarna svo, að athafnaþrá fær sér miður heppilega útrás, ef til vill I þeirri trú, að betra sé illt að gera en ekki neitt. Þarna má kannski greina hinn margumtalaða lifsleiða, en hann er vafalaust einhver hættulegasti fylgifiskur nútlma mannllfs. En er ekki hægt að eygja einhverja von á þessu sviði? Ég er viss um að svo sé. Aldnir sem ungir hljóta að geta fundið eitthvað betra en brenni- vín sér til dundurs i tómstunda- leiöindum slnum. Auðvitað þarf hið opinbera að koma til móts við þegnana I þessum efnum, en slzt af öllu mega þeir sjálfir vera óvirkir neytendur og blða þess að stjórnvöld mati þá svo sem búpening I innistöðu. Er illt til þess að hugsa, ef velferðar- þjóðfélag okkar með öllu sínu skólakerfi verður til þess að draga úr hugmyndaauögi Og sköpunargleði fólksins. Við hljótum að ætlast til hins gagn- stæða. Peningaflóðið ýtir undir drykkjuæðið „Margur verður af aurum api”, segir máltækið. Ekki held ég að það orki tvimælis, að hið glfurlega peningaflóð, sem ætt hefur yfir landið undanfarna áratugi, hafi ýtt undir drykkju- æðið. Sifelldur barlómur um auraleysi breytir þar engu. Enginn skilji þó orð mín svo, að ég sé að mæla með kjaraskerð- ingu, heldur þvi, að menn reyni að koma f jármunum sínum i lóg með skynsamlegri hætti. Kynslóðabil er eitt af mörgum tlzkuorðum nútlmans. Enda þótt þar sé um talsverðar ýkjur að ræöa, er það til, og á vafalítið nokkurn þátt i vaxandi óreglu. Þar sem góð samheldni rlkir milli hinna ýmsu aldursflokka fjölskyldunnar, mun mikill drykkjuskapur fátlður. Óllklegt er aö afi og amma færu með stálpuðum barnabörnum sinum inn á gleðihús til ölteitis. Þvi miöur hafa ýmsar opinberar að- gerðir ýtt undir aðskilnað hinna ýmsu aldurshópa. Komið hefur verið upp sérstökum skemmti- stööum fyrir vissa aldurshópa, svo og sérstökum skemmtiþátt- um I útvarpi og sjónvarpi o.s.frv. Væri ekki nær að stuðla aö sameiginlegri félagsstarf- semi fyrir fólk á öllum aldri? Það er sannfæring mln, að það myndi setja menningarlegri svip á skemmtanallfið en nú er. Enda þótt velferð þegnanna beri hátt I islenzku þjóðfélagi, þá einkennist það engu siður af viðskiptamennsku, ásamt þvi mangi og prangi, sem henni fylgir. Allir vilja græða, og gróðavon I sambandi við brennivin er hreint ekki litil. Svo sem allir vita, er áfengis- sala ein meginundirstaða ríkis- kassans. Frá Áfengisverzlun rlk- isins streyma milljónirnar án afláts I sltóma fjárhirzlu allra landsmanna, og yrði nokkurt lát þar á, myndi öll opinber starf- semi sigla I strand á skömmum tlma. Og einstaklingar græða llka á áfengissölu. Sumir fá umboðslaun af inn- flutningnum, enda þótt ríkið sjái um hann, og verður það að telj- ast þægileg fjáröflunarleið. Eig- endur danshúsa fá sinn ómælda skerf, og mér er sagt, að hótel- rekstur á Isandi bókstaflega standi og falli.með áfengissölu. Og svo má ekki gleyma félags- heimilunum, menningarstöðv- um dreifbýlisins. Það skyldi þó ekki vera brennivlnið, sem heldur þeim uppi, þótt óbeint sé. Þar eru auglýst böll I útvarpi og blöðum,og þar á einhver hljóm- sveit með undarlegu nafni að leika fyrir dansi. Ekki er þar vínveitingaleyfi, en menn bara leggja sér til drykkinn sjálfir, og afraksturinn þekkja flestir landsmenn. Skemmtanir eru mikið inn- legg I hamingjusamt mannlif, ekki sízt hjá ungu fólki. Þetta hljóta allir skyni bornir menn að viðurkenna. Skemmtanir má þvl telja til llfsnauðsynja. En fær fólk einhverja svölun á skemmtanaþörf sinni á hinum dæmigerðu dansleikjum undan- farinna ára? Ég efast stórlega um það, þótt þar séu margar undantekningar. Ég trúi ekki öðru en að hægt væri að færa skemmtanalif Is- lendinga I betra horf en nú er. Þaö mætti til dæmis efna til sameiginlegra samkvæma fyrir hina ýmsu aldursflokka. Þar væri bannað að hafa áfengi um hönd. Fólkið þyrfti sjálft aö leggja til eitthvað af skemmti- atriðúnum, en auðvitað yrði dansinn stór þáttur. Með þessu móti gæti heilbrigð sköpunar- gleöi þátttakendanna fengið út- rás, en vafalaust yrði hér af nokkur kostnaður, svo sem vegna leiðbeiningarstarfa, og væri ekki óeðlilegt, að opinber hjálp kæmi til, en fyrst og fremst v.æri hér kjörið og heill- andi verkefni fyrir ýmiss konar félög. Kaffihúsallf er sérlega fátæk- legt á íslandi, jafnvel hér I höf- uðstaðnum. Erlendis eyðir fólk miklum tima á slíkum stöðum. Þar situr það yfiir kaffibolla, við tedrykkju eða eitthvað létt- æti og spjallar við kunningja. Þetta bætir úr einmanaleik margra, og finnst mér llklegt, að væru sllkir staðir til hér á landi.myndu þeir bjarga mörg- um frá að gripa til flöskunnar á stundum tómleika og leiðinda. Minnimáttarkennd og tizka Feimni og minnimáttarkennd er vafalítið algeng orsök drykkjuskapar. Sumum er svo farið, að þeir þora vart að opna munninn fyrr en þeir eru farnir að finna á sér og verða allir aðr- ir, fyllast stórmennsku og of- stopa, og geta orðið hinir verstu viðureignar. Tlzkan er mikill harðstjóri, og fyrir henni verður flest að lúta i lægra haldi. Nú sem stendur er brennivlnsdrykkja mikið tizku- fyrirbæri, sem mörgum finnst erfitt að sniðganga. En kannski má hugga sig við það, að tizkan er hverflynd, svo þar kann að leynast einhver von um betri ttö. Frelsi er eitt misnotaðasta orð tungunnar, og þar sem ís- lendingar eru flestum meiri ein- staklingshyggjumenn, hættir þeim mjög til að llta aðeins á frelsi sinnar eigin persónu. Oft má heyra fólk segja eitthvað á þessa leið: „Þér kemur ekert við þótt ég fari á fylliri, það er mitt einkamál”. Svona fólki gleymist bara, að frelsi þess nær ekki svo langt, að það megi óhindrað troða á tám annarra, en það gera einmitt þeir, sem drekka I óhófi. Heimilisfaðir, sem drekkur kannski út peninga fjölskyldunnar, svo hún verður að leita á náðir hins opinbera, hefur sannarlega misnotað frelsi sitt. Eða hvað segja menn um óeirðaseggina, sem gera sér leik aö þvi að misþyrma sam- borgurum sínum eða eyðileggja dýrmæt verðmæti? Þolinmæði er vafalaust mikil og góð dyggð, þar sem hún á við, en stundum finnst mér sem samfélagið og stofnanir þess gangi of langt I þeim efnum. Vitað er, að bæði opinberar stofnanir og einstaklingar sýna drykkfelldu starfsfólki sínu oft og tíðum frábært umburðar- lyndi. Enda þótt það komi bæði seint og illa til vinnu, heldur það störfum slnum eins og ekkert hafi I skorizt. Vinnuafköst svona fólks á mánudögum, og jafnvel slðari hluta föstudaga, eru oft ekki upp á marga fiska, en þvl er gjarnan tekið sem einhverju sjálfsögðu böli, sem ekki verði Starfsfólk Slysadeildarinnar á oft I miklum vandræðum vegna drukkins fólks, sem kemur á deildina og hefur stundum I för með sér drykkjufélaga. Drykkjulýður þessi lætur oft mjög dólgslega, eysskömmum og svlvirðingum yfir starfslið deildarinnar, og fyrir hefur komið, að hendur hafi veriö lagðar á starfsmenn — Þessi mynd var tekin, þegar einn lækna Slysadeildarinnar liðsinnti manni, sem þangað hafði leitaö. viö ráðið. Mér er ljóst, aö þetta er mjög erfitt mál viðureignar, en vert fyllstu Ihugunar. Finnst mér að stéttarfélög þau, sem hér kunna að eiga hlut að máli, ættu að Ihuga það. Linkind lögreglu og dómsvalds Ég hef áður minnzt á linkind lögreglu og dómsvalds gagnvart óforbetranlegu drykkjufólki. 1 hópi þess eru margir ofbeldis- og slbrotamenn, sem engin lög virðast ná yfir. Þeir komast upp með það að kúga sina nánustu, eyða fjármunum þeirra, veita þeim likamsárásir og hóta þeim jafnvel bana. En athafnir þeirra ná oft út á meðal almennings I formi árása og innbrota. Sjálf- ræðissvipting reynist oft mjög erfið. Þeir beita gjarnan hótun- um við aðstandendur sina, láti þeir þá ekki afskiptalausa. At- hafnafrelsi þeirra virðist oft svo hátt metið, að enginn má snerta hár á höföi þeirra. Enginn skilji orö mín svo, að ég óski eftir lög- regluriki, en uppivöðslu svona vankantamanna eiga lögreglu- völd að koma i veg fyrir, jafnvel þótt það kosti einhverja frelsis- skerðingu. Ekki get ég hjá þvi komizt að vikja nokkrum orðum að trygg- ingakerfi okkar. Enginn efi er á þvi, að slysa- tlðni drukkinna manna er mjög mikil, og oft verða þeir öðrum að meini. Stundum hlýzt hér af meiri eöa minni varanleg ör- orka. Og hver borgar? Hinn seki, þ.e. sá drukkni? 1 lang- flestum tilfellum kemur kostn- aðurinn ekki niður á honum, heldur verða tryggingarnar aö borga. Drukkinn maður slær i gegnum rúðu og stórslasast á hendi. Hann getur verið óvinnu- fær vikum og mánuðum saman, jafnvel orðið öryrki. Oftast verður útkoman sú, að trygg- ingarnar borga ekki aðeins kostnað við lækninguna, heldur og sjúkradagpeninga. Sama verður uppi á teningnum þegar ofbeldismaður veldur öðrum llkamstjóni. Langoftast verður hið opinbera að bæta tjónið, aö svo miklu leyti sem hægt er. Neyzla áfengis er oröin svo rótgróin I lifi flestra þjóða, að vart er við þvi að búast, að henni verði útrýmt i náinni framtlð. Hinsvegar ætti að vera hægt að reisa þar við nokkrar skorður, svo að ekki þurfi að tala um almennt áfengisböl. Þannig hefur farið með marga sjúkdóma. Þeim hefur ekki ver- iðútrýmt að fullu en haldið svo i skefjum, að þeir skoöast ekki sem þjóðarplága. Nú er mjög talað um mengun i náttúrunni, og er það vonum seinna. Undanfarið hafa menn hagað sér líkt og gerlar I brugg- keri, en þeir halda áfram að eitra umhverfi sitt, unz þeim sjálfum verður ólift. Mennirnir sjálfir eru hluti lif- rlkis náttúrunnar og verða að hegða sér sem slikir. Það er þvi ekki nóg að vernda gróður og dýralif fyrir allskyns ólyfjan, heldur verður mannfólkið lika að vernda sjálft sig, og sú vernd er ekki slzt fólgin I baráttu gegn allskonar eiturneyzlu, og verður þá áfengi vafalaust efst á blaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.