Tíminn - 11.02.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.02.1975, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 11. febrúar 1975 TÍMINN 15 Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla O Alþingi að þessi framleiðsla, þessi byggingarh&ttur, gefi svo góðar vonir, og sé svo álitlegur, að einskis megi láta ófreistað til þess að hann nái að þróast og hljóta verðuga útbreiðslu. Menn mega ekki láta vissa ókosti sumra Viðlagasjóðshúsanna glepja sér syn. Við þau ólánlegu vaxtakjör, sem við búum nú við, er það augljóst, að skammur byggingar- tlmi er eitt meginatriðið til þess að halda byggingarkostnaði niðri. Enn fremur ber okkur að hafa það I huga, að við eigum stórt og gott land, íslendingar, við eigum að veita okkur þann munað að gefa þeim fjölskyldum, sem þess óska, tækifæri til þess að njóta kosta einbýlishúss, án þess að þurfi að vera rándýrar byggingar. Þessi áætlun, 1000 leiguibúðir, sveitarfélaga i dreif- býli, er mikið og fjárfrekt fyrir- tæki, 5 milljarðar eða kannski talsvert meira á árunum 1974- 1978. Ef tækist að lækka bygginarkostnað, þó að ekki væri nema um u.þ.b. 5% myndi það nema mjög hárri upphæð, 250 millj. 10% sparnaður myndi nemaum 500millj., 15% 750millj. 20% sparnaður myndi nema milljarði, þannig að það er eftir nokkru að slægjast. Ég er sannfærður um, að framleiðsla eins og t.d. Húseinginga h.f. á Siglufirði, myndi henta ýmsum sveitarfélögum mjög vel, enda hafa þegar nokkur sveitarfélög ákveðið að byggja sinar leiguibúðir þannig. Nú liðu einir tveir 3 dagar, og fóru nú allir að verða órólegir út af Júpiter Dunlap. Menn spurðu hver annan, hvort nokkuð hefði frétzt af þvi, hvar hann væri niður- kominn. En allir gáfu sama svarið, að svo væri ekki, og siðan hristu þeir höfuðið og fannst þetta allt sam- an mjög dularfullt. Enn liðu nokkrir dag- ar, og þá gus upp sá orðrómur að hann hefði kannski verið myrtur. Þið getið rétt i- myndað ykkur, að þetta varð saga til næsta bæjar. Nú fóru allar tungur af stað eins og smurðar. Á laugardaginn fóru tveir eða þrir hópar af stað að leita i skógin- um að jarðneskum leifum hans. Við Tumi tókum þátt i leitinni, og þetta var mjög fjörugt og spennandi. Tumi var svo æstur og ákafur að hann neytti hvorki svefns né mat- ar. Hann sagði, að ef okkur tækist að finna líkið, mundum við verða mjög frægir, og það yrði talað meira um okkur en þó að við hefðum drukknað. Hinir urðu loks þreyttir á leitinni og hættu henni, Tumi Sawyer var nú ekki á þvi. Hann var gerður úr öðrum efnivið. Á sunnudagsnóttina kom honum varla dúr á auga, heldur lá hann andvaka alla nóttina og var að brjóta heil- Skilyrðislaust jafnrétti Húsnæðismál — það að hafa þak yfir höfuðið — er ein af frumþörfum okkar Islendinga. Verulegur hluti af tekjum hverrar fjölskyldu fer til þess að standa straum af húsnæðiskosti, mjög verulegur hluti þjóðarteknanna hefur verið notaður i þvi skyni. Þess hefur enda verið full þörf, og meiri þörf hér en viðast mun hjá öðrum þjóðum, þar sem næstum þvi allt Ibúðarhúsnæði þjóðarinnar hefur verið byggt á siðustu 50 árum. Þar að auki krefst veðurfar okkar þess, að við reisum vandaðar byggingar. Löggjöf um húsnæðis- mál hlýtur að vera breytingum undir orpin eftir þvi sem ágallar eldri löggjafar koma i ljós. Þingsályktunartillagan, sem ég flyt hér nú, bendir á tvö atriði, sem gera verður kröfu um, að betur verði háttað en núgildandi lög ákveða. Þótt hér séu aðeins talin þau tvö átriði, sem mér þykja brýnust til úrlausnar, er ekki þar með sagt, að ekki séu mörg fleiri atriði sem nauðsyn- legt sé að lagfæra, einkum ef nægilegt fé er fyrir hendid og til- tækt hjá Húsnæðismálastofn- uninni. Nokkru eftir að ég lagði fram þessa þingsályktunartillögu mina á þingskjali: 112, báru tveir hátt- virtir þingmenn þeir Kjartan Ólafsson og Lúðvik Jósefsson, fram frumvarp um laga- breytingu á lögum nr. 30 12. mai 1970, um Húsnæðismálastofnun rikisins, á þingskjali 205. Þeir benda þar á nokkur atriði, sem þeir vilja breyta, m.a. að gera 80% fjármögnun rikisins aö skyldu, svo sem lagt er til i þings- ályktunartillögu minni. Enn fremur um hækkun láns- upphæðar, endurbótalán á eldra húsnæöi, og einnig aukið fjár- magn til kaupa á gömlum íbúðum. Enn fremur leggja þeir til aðra tilhögun á láns- og vaxtakjörum til leiguibúða heldur en gert er i gildandi lögum. 011 eru þessi at- riði til bóta fyrir húsbyggjendur að minum dómi og æskileg, þótt ekki vegi þau jafn þungt i minum huga, og þau tvö, sem ég benti á i þingsályktunartillögu minni. Hefðum við bara nóga peninga til ráðstöfunar, þá væru þau öll sjálfsögð ,,ef maður ætti sög”, sagði Jón Hreggviðsson. Ég hef ekki trú á þvi, að það sé fyllilega raunhæft að tala um 2% vexti nú á þes^um misserum, einkum eftir að vextir voru hækkaðir með þessum ódæmum siðla á banka- málaráðherraferli háttvirts flutningsmanns, Lúðviks Jósefs- sonar. En þar fyrir er ég sam- mála þvi, að þessar leiguibúðir verða nokkuð dýrar — það verður IlHlHiiii Keflavík Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélagana og húsfélagsins Austurgötu 26 h/f. verður haldin i Framsóknarhúsinu fimmtu- daginn 13. febr. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundar- störf. 2. Fjárhagsáætlun Keflavikurbæjar 1975. Stjórnin. Frá Hverfasamtökum framsóknarmanna í Breiðholti Akveðið hefur verið að einhver úr stjórn félagsins verði til við- tals og starfa fyrir félagið á skrifstofu flokksins Rauðarárstig 18 alla þriöjudaga og fimmtudaga á milli kl. 17 og 19,simi skrifstof- unnar er 24480. Stjórnin. AAosfellssveit — nágrenni Siðasta kvöldið i þriggja kvölda spilakeppninni veröur fimmtu- daginn 20. febrúar i Hlégarði og hefst kl. 20.30. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráöherra flytur ávarp. Kristinn Hallsson syngur. Lára Rafnsdóttir leikur undir. Fram- sóknarvistinni stjórnar Teitur Guðmundsson, Móum. Stangaveiðimenn Veiðileyfi i Húseyjarkvísl i Skaga- firöi verða seld hjá Guðmanni Tobiassyni, Kaupfélaginu, Varma- hlið og veitir hann allar nánari upplýsingar. Veiðitimabil frá 15. júni til 15. september. Veiðifélag Húseyjarkvislar. Austur-Húnavatnssýsla: Á snjósleðum í eftirleit mjög dýrt að búa i þeim. Það þýðir ekki annað en gera sér grein fyrir þvi. Ég vil ljúka máli minu, herra forseti, með þvi að segja, að ég treyti háttvirtu Alþingi til þess að sjá um það að sveitarfélög i dreif- býli fái skilyrðislaust að njóta jafnréttis við höfuðborgarsvæðið. hvað varðar fyrir greiðslu til hús- næðismála. Þetta er réttlætismál, og það er óviðunandi fyrir okkur landsbyggðarfólk, að það nái ekki fram að ganga. Eftir þessa umræðu í dag vil ég gera það að tillögu minni, að málinu verði visað til athugunar hjá háttvirtri allsherjarnefnd. Happdrætti Hdskóla íslands Mánudaginn 10. febrúar var dregið í 2. flokki Happdrættis Há- skóla tslands. Dregnir voru 8,775 vinningar að fjárhæð 78,750,000 krónur. Hæsti vinningurinn, niu milljón króna vinningar, komu á númer 15,465. Vor allir miðarnir seldir I umboði Frimanns Frimannsson- ar I Hafnarhúsinu. Sitthvor aðil- inn átti hina ýmsu miða, svo vinn- ingurinn skiptist. 500,000 krónur komu á númer 56,531. Voru allir miðarnir seldir i Aðalumboðinu i Tjarnargötu 4. Þessir miðar skiptust einnig milli fleiri eigenda. 200,000 krónur komu á númer 12,157. Voru allir miðarnir af þessu númeri seldir I umboði Arndisar Þorvaldsdóttur á Vesturgötu 10. 50,000 krónur: 973 1705 10601 13561 15464 15466 15657 23829 30767 33213 38558 39216 41970 42972 49552 50256 53008 53985 55314 57560 58196 59698. O Garnaveiki ur bændafundur í Svinavatns- hreppi um máliö, og má búast við að þar verði tekin ákvörðun um hvað gert verður. Sæmundur Friðriksson hjá Sauðfjárveikivörnum sagði, að tekin yrði ákvörðun um hve mörgu fé þyrfti að slátra að lokinni könnun Sigurður H. Péturssonar dýralæknis. öllu fé yrði þegar fargað sem sæi á. Sæmundur sagði, að sennilega yrði óbólusett fé á Auðkúlu nú bólusett. Þaö kæmi mjög til greina ef þaðyrði gert nógu fljótt. Garnaveiki hefur ekki orðið vart vestan Blöndu fyrr en þetta. En hins vegar austan árinnar og i mörg ár hefur hún verið landlæg I Skagafirði, bæði austan og vestan vatna. Eins hefur garnaveiki ver- iö á Austurlandi og i Arnessýsl- um. Enn eru þó stór svæði á landinu, þar sem garnaveiki hef- ur ekki komið upp. m.a. Vest- firðir, Vestur-Skaftafellssýsla og Snæfellsnes, sagði Sæmundur Friðriksson. Mó-Sveinsstöðum. Vélsleðum fjölgar stöðugt viðast hvar um land, og þykja þeir hið mesta þarfaþing. 1 vetur hafa margir sleðar verið keyptir i Bólstaða- hlföarhreppi i Austur Húnavatns- sýslu og eru nú átta sleðar til i hreppnum og fleiri væntanlegir innan skamms. A laugardag fóru sjö menn á sjö vélsleðum i eftirleit fram um Eyvindarstaðaheiði. Leituðu þeir gifurlega stórt svæði og komust fremst fram i Svartártungur. Ekki voru þeir þó nema sjö klukkustundir i ferðinni. Sigurjón Guðmundsson fjall- skilastjóri á Fossum sagði að hann hefði farið fram á heiði um þetta leyti árs þrjá undanfarna vetur. Snjórinn væri nú jafnmest- ur yfir öllu og væri hann haröur norðan til, en mýkri framar. Nær bjarglaust virðist vera á heiðinni, en þó urðu þeir varir við einstaka rjúpu, en enga kind sáu þeir i ferðinni. Sagði Sigurjón, að hann teldi snjósleðana hina þörfustu, og hin skemmtilegustu tæki, sem inn hefðu verið flutt á siðari ár- um, og leystu þeir marga úr ein- angrun, þegar snjóar hindruðu eðlilegar samgöngur. Gidur kom upp i mannlausu húsi i Blesugróf i fvrrakvöld og var mikill eldur í húsinu, þegar slökkviliðs- rnenn komu á staðinn. Sekmmdist húsið mjög mikið og er jafnvel talið ónýtt. Myndin sýnir slökkviliðs- menn við slökkvistarfið i fyrrakvöld. Tímamynd Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.