Tíminn - 11.02.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.02.1975, Blaðsíða 16
ÞriOjudagur 11. febrúar 1975 BHUER HAUGSUGAN er einnig traust eldvarnatæki Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun SÍAumúla Símar 85694 & 85295 SÍS-FÓIHJU SUNDAHÖFN | m 1 """ “f“ íttI " 1 klZÁ fi/rir tjóóan nmi ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Þau berjast um forystu f thalds- flokknum brezka. Efst: Margaret Thatcher. t mi&ju: William Whitelaw og James Prior. Neöst: John Peyton og Geoffrey Howe. Stjórnarkreppunni í Danmörku lokið, a.m.k. í bili: NÝ STJÓRN í DAG? Fulltrúar fjögurra þing- flokka í Danmörku sátu á fundum í gær. Slödegis I gær lét Poul Iiartling svo um mælt, aö ný stjörn tæki ifkiega viö völdum i dag. Þaö eru Vinstri flokkurinn, thaldssami þjóðarflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Miðdemókratar, sem að stjórninni standa. Þessir flokkar hafa samtals 65 þing- sæti, sem er hvergi nærri nóg, til að meirihluti fáist, en 179 eiga sæti á danska þjóðþing- inu. Það veltur þvi á stuðningi Framfaraflokksins — flokks Mogens Glistrups — hvort stjórn ofangreindra fjögurra flokka styðst við þingmeiri- hluta. 1 gær var ekki ljóst, hvort Framfaraflokkurinn styddi væntanlega stjórn Hartlings. Fari svo, að flokkarnir fjórir hafni þeim skilyrðum, er Framfara- flokkurinn hefur sett fyrir stuðningisinum, er fullvist, að stjórn sú, sem að likindum tekur við völdum i Danmörku i dag, er ekki langra lifdaga auðið. Hartling Deilur Araba og ísraelsmanna: ENN EIN SÁTTA TILRAUN H.K. Reuter-Kairó. Henry Kissinger, utanrikisráöherra Bandarikj- anna, hélt um helgina i enn eina för sina til Miöjaröarhafslanda I þvi skyni aö koma á sáttum i deilu Araba og tsraelsmanna. Egyptar viröast á sama tima hafa hert á kröfum sinum. Hið hálfopinbera málgagn egypzku stjórnarinnar Al-Ahram birti grein um deiluna i gær. 1 henni er m.a. tekið fram, að Egyptar geri nú þá kröfu, að ísraelsmenn viðurkenni þau landamæri milli Egyptalands og tsraels, er ákveðin voru I ályktun Sameinuðu þjóðanna árið 1947. (Aöur höföu Egyptar aöeins kraf- izt þess, að Israelsmenn virtu þau landamæri, er i gildi voru, áður en sex daga strlðið hófst á miðju ári 1967. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu, bera fréttaskýrendur i brjóti þá von, aö Kissinger takist að sam- 2. umferð leiðtogakjörs íhalds- flokksins brezka í dag: Thatcher spáð sigri — en allt getur gerzt Reuter-Löndon. 1 gær bentu likur til, aö Margaret Thatcher yröi hlutskörpust, er Z.umferö I leiö- togakjöri thaldsflokksins brezka fer fram i dag. Veðmál hjá flestum veðmöng- urum stóðu Thatcher I vil og áreiðanlegar fréttir úr þingflokki ihaldsmanna gáfu til kynna, aö hún nyti meira fylgis en keppi- nautar hennar. En — eins og segir i Reuter- frétt — allt getur gerzt, enda skemmst að minnast óvænts sig- urs Thatchcr yfir Edward Heath 11. umferö leiðtogakjörsins I fyrri viku. Skæöasti keppinautur Thatcher er án efa William Whitelaw, fyrr- um trlandsmálaráðherra og nú formaður Ihaldsflokksins. White- law var dyggur stuðningsmaður Heath og er talinn frjálslyndur i skoðunum öfugt viðThatcher.sem er álitin Ihaldsöm. Þrir aðrir etja kappi við þau Thatcher og Whitelaw. Þeir eru: Geoffrey Howe, fyrrum neytendamálaráöherra, James Prior, fyrrum landbúnaðarráð- herra, og John Peyton, fyrrum samgöngu- og iðnaðarráðherra. ræma kröfur egypzkra og is- raelskra ráðarnanna, enda er ekki litið á ofangreinda kröfu sem endanlega af hálfu Egypta. A6 sögn Al-Ahram hefur kröfu- gerð Egypta verið send stjórnum Bandarikjanna og Sovétrikjanna, svo og aðalritara S.Þ. 1 henni er sem fyrr segir gert ráð fyrir, að Israelsstjórn viðurkenni þau landamæri, er ákveðin voru I ályktun S.Þ. árið 1947. Israel réð þá tiltölulega litlu landsvæði, en ári slðar færðu Israelsmenn út kviarnar eftir vopnuð átök við Araba. Og æ siðan hefur verið heitt I kolunum I Miðjarðarhafs- löndum. Egypzkir embættismenn eru sagðir hæfilega bjartsýnir á lausn deilunnar, en Kissinger er væntanlegur til Kairó á morgun. Bandariski utanrikisráðherrann dvelst nú i Jerúsalem og ræðir við Israelska ráðamenn. Fréttaskýrendur álita, að eitt meginmarkmið Kissingers sé að tryggja áframhaldandi dvöl gæzluliðs S.Þ. i Miðjarðarhafs- löndum, til að koma I veg fyrir enn eitt strlðið milli Araba og Israelsmanna. Anwar Sadat Egyptalandsforseti hefur lýst yf- ir, að ekki komi til greina að framlengja umboð gæzluliðsins, er rennur út i april n.k., nema út- lit sé fyrir varanlegan frið i Mið- jarðarhafslöndum. Vist er og, að Kissinger gerir sittýtrasta til að ná einhvers kon- ar bráðabirgöasamkomulagi milli deiluaðila, er gæti orðið grundvöllur að endanlegum friðarsam ningum. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Israels, hefur gefið I skyn, að tsraelsmenn séu reiðubúnir að skila nokkrum stöðum á Sinaiskaga, sem eru hernaðarlega mikilvægir, ef Egyptar ábyrgist frið i Mið- jarðarhafslöndum. Egyptar hafa svarað þessu óformlega tilboði á þann veg, að aðeins heildarlausn á deilunni komi til greina — ann- að sé út I hött. Reuter-Jerúsalem. Henry Kissinger fagnaði I gær þeirri ákvörðun tsraelsstjórnar a& halda áfram friöarsamningum í áföngum i staö þess aö skjóta strax á friöarrá&stefnu. / KiiH^horna . ; 'Á MILLI Enn barizt í Eritreu Reuter—Addis Ababa. Rétt áöur en Timinn fór i prentun I gærkvöldi, bárust fréttir frá Eþiópiu um har&a bardaga I Asmara, höfuöborg Eritreu. Bardagar blossuðu upp siðdegis I gær og var — að sögn Reuter-fréttastofunnar — barizt i flestum hverfum Asmara. Attust þar við her- sveitir Eþiópiustjórnar og skæruliöasveitir ELF (Þjóð- frelsishreyfingar Eritreu). Areiöanlegar fréttir hermdu, að skæruliöar hefðu lokað inni harðsnúið liö stjórnarsinna — á að gizka tvö hundruð talsins — á Belesa- svæðinu, sem er i norðurjaðri Asmara. Á þvi svæöi eru raf- orkuver þau, er sjá borgarbú- um fyrir rafmagni. Fyrr var frá þvi skýrt, að skæruliðar hefðu leyft stjórnarsinnum að komast að raforkuverunum tiö viðgerða en þau hafa verið óstarfhæf I rúma viku. En nú bendir allt til, að ætlunin hafi verið að lokka stjórnarsinna I gildru. Orustuþotur Eþiópiustjórn- ar héldu I gær uppi látlausri skothrið, á bækistöðvar skæruliða i grennd við Asmara. Þær vonir sem vakn- að höfðu aö undanförnu um vopnahlé i Eritreu, hafa nú slokknað að nýju. Ný bylting í Portúgal? Reu ter—Lissa bon. Portúgalskir kommúnistar hafa dreift dreifibréfi, þar sem sagt er, aö iandbúnaöar- verkamenn i su&urhluta Portúgal saki landeigendur um a& undirbúa fasiska stjórnarbyitingu. I dreifibréfinu er þess kraf- izt, að þegar I stað verði eignir landeigenda og annarra stór- eignamanna gerðar upptækar. Ennfremur, að þeim verði refsað á viðeigandi hátt. HVERT SEM ER, HVENÆR SEM ER LONDON GLASGOW KANARÍEYJAR GAMBÍA AUSTURRÍKI Brottfarir: Febrúar: 15. og 22. Marz: 1., 8., 15., 22. og 29. Apríl 5., 12., 19., og 26. Verð frá kr. 24:200. Brottfarir: Febrúar: 14. og 21. Marz: 14. April 4. og 18. Verð kr. 20.800 Brottfarir: 13. febrúar: 3v. 27. febrúar:3v. 6. marz/3v. 20. marz/2 v. 27. marz/3 v. 17. april/2 v. 1. mai/3 v. Brottfarir: 22. febrúar 8. marz 22. marz Verð frá kr. 62.900 Brottfarir: 21. febrúar. 21. marz Verð frá kr. 28.100. Skipulagðar ferðir Farseðlar um allan heim. Kosningar í Portúgal í apríl Reuter—Lissabon. Francisco da Costa Gomes Portúgalsfor- seti tilkynnti i gær, a& kosningar færu fram I Portu- gai þann 12. aprii n.k. Þetta verða fyrstu frjálsu kosningar, er fram hafa farið i landinu i 50 ár. Forsetinn nefndi kjördaginn I ræðu, er hann hélt til portúgölsku þjóö- arinnar i útvarpi og sjónvarpi. 1 kosningunum verða kjörn- ir 270 fulltrúar til setu á stjórnlagaþingi. Þinginu er ætlað aö semja nýja stjórnar- skrá og undirbúa kosningar til löggjafarþings, en gert er ráð fyrir, að þær kosningar fari fram siðar á þessu ári. Ólögmæt mis- munun eða eðlilegar hefnd- araðgerðir? Reuter—London/Paris. Til tiðinda hefur dregiö I banka- heiminum um heigina. Ljóst er, aö Arabar hafa i hyggju a& beina viöskiptum, er þeir eiga aöiid aö, frá bönkum, sem eru I eigu eöa undir áhrifum Gyö- inga. Forráðamenn þeirra banka, sem orðið hafa fyrir barðinu á þessari ákvörðun Araba, hafa borið fram mótmæli við brezk og frönsk stjórnvöld, enda telja þeir, að um ólögmæta mismunun sé að ræða 1 Bret- landi eru einkum tveir bank- ar, sem hart hafa orðið úti : S.G. Warburg og N.M. Rotschild. Og I Frakklandi er sömu sögu að segja um Banque Rotschild, auk fjölda annarra smærri banka. (Þess má geta, að Rotschild-banka- hringurinn er einn sá stærsti sinnar tegundar i heimi). Fréttaskýrendur telja óvist, hvort um einstakar hefndar- ráðstafanir sé að ræða af hálfu Araba. Þessi ráð eru runnin undan rifjum fjármálasér- fræðinga I Kuwait og Libiu, en óljóst, er hvort önnur Araba- riki ætla sér að fylgja sömu stefnu i framtiðinni. Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 símar 11255 28133 12940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.