Tíminn - 12.02.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.02.1975, Blaðsíða 1
HF HORÐUR GUNMRSSON SKÚLATÚNI 6 -'SÍMI (91)19460 36. tbl. — Miðvikudagur 12. febrúai 1975 — 59. árgangur 'MNGW Áætlunarstaöir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 t2 Meöal þeirra sem rýma munu Þjóðleikhúsið á næstu dögum eru þessar íríou dansmeyjar, sem hér gefur að lita. Þær voru einmitt aö æfa ballettinn Coppeliu viö undirleik hamra og annarra verkfæra iðnaðar- mannanna, sem yoru að undirbua þingið, þegar Tíma- menn litu inn I gær. Dansmev jarnar halda á fán- uiiuiii, sem blakta munu i Reykjavik dagana, sem þing Norðurlandaráðs stendur, en hvort þær verða látnar draga þá að hiínum vitum við ógjörla. Enginn dregur i efa, að þing Norðurlandaráðs sé hin þarf- asta stofnun og áreiðanlega mun þetta þing núna fjalla um ýmis merk mál, en hitt er jafn- vist, að vinir Þjóðleikhússins munu hlakka til að hitta starfs- fólk þess aftur á sínum stað, þegar þingstörfum verður lokið og frændur vorir komnir til sins heima. Timamynd Gunnar. Listin verður að víkja um sinn Tæknimenn, ljósmyndarar, og fréttamenn sjonvarpsins brugðu sér niður i Þjóðleikhús siðdegis I gær, til þess að kynna sér þar aðstæður, áður en Norðurlandaráðsþing hefst þar i laugardaginn, en búast má við að sjónvarpsstarfsmenn sem og aðrir fréttamenn eigi eftir að hafa töluverða viðdvöl i húsinu á meðan á þinginu stendur. Bú- izt er við, að um 10 starfsmenn ' sjónvarpsins verði i Þjóöleik- húsinu þegar verið er að taka up.p efni af þinginu, að sögn Eiðs Guðnasonar fréttamanns, en hann er lengst til hægri á mynd- iiini. Hjá honum stendur Hörður Frimannsson fyrirverkfræðing- ur sjónvarpsins. Timamynd Gunnar. MIKIL SOLU- TREGÐA Á ÁLI — framleidsla Álverksmiðjunnar aldrei verið minni — um 20 Jbús. tonn af áli eru til á lager nú Gsal-Reykjavík — Mikil sölu- tregða er á áli um þessar mundir og hefur framleiðsla Alverk- smiðjunnar i Straumsvik aldrei verið minni en einmitt nii. t verk- smiðjunni eru 280 ker og hefur verið hætt framleiðslu 140 kerjum vegna mikillar sölutregðu. Fram- leiðsluminnkun verksmiðjunnar var einnig mikil á árunum 1970- 1971 en þá voru 160 ker I verk- smiðjunni og hætt framleiðslu I 20 kerjum af sömu ástæðum og nú. Timinh ræddi I gær við Ragnar Halldórsson, forstjdra Alverk- smiðjunnar, og sagði hann, að I desember slðastliðnum hefði ver- ið ákveðið að draga úr framleiðsl- unni vegna sölutregðu og nú hefði verið ákveðið að draga enn meira úr framleiðslunni. Sagði Ragnar, að i desember hefði verið hætt framleiðslu i 24 kerjum og nú hefði verið hætt framleiðslu i 16 kerjum til viðbót- ar, — og miðað við full afköst verksmiðjunnar væri þvi um 40 kerja fækkun. • — Hvað sölu á áli um þessar mundir áhrærir, get ég upplýst, að við seljum um helmingfram leiöslunnar, en hinn helmingurinn fer á lager. Astæðan fyrir þessari sölutregðu er fyrst og fremst samdráttur i byggingariðnaði, bflaframleiðslu og öðrum iðnaði i svonefndum iðnaðarlöndum, — og þessi samdráttur leiðir af sér Geigvænleg hækkun á áburðarverði: Kostnaðarauki verðlagsbús 271 þúsund Gsal—Reykjavfk. — Hráefni til áburðarframleiðslu og innfluttur áburður mun á þessu ári nema . 2100 milljónum króna miðað við núverandi gengi og er þá miðað við söluverðmæti. Þar af nemur innfluttur áburður og hráefni erlendis frá rúmum einum mill- jaroi. A slðasta ári nam söluverð- mæti hráefna til áburðarfram- leiðslu og innfluttur áburður 940 milljónum. Af framangreindu er ljóst, að áburðarverð hefur hækk- að um tæplega 1,2 milljarði króna frá slðastliðnu sumri. Sé miðað við, að áburðarverð hækki um 125% munu útgjöld verðlagsbús- ins aukast um 271 þúsund krónur. Þessar gífurlegu miklu hækk- anir á áburði munu hafa mikil áhrif á verðlagsmál land- búnaðarins og almennt efnahags- lil hér á landi. Þessi mál munu koma til kasta rlkisstjórnarinnar siðari hluta þessar viku, en á fimmtudag er áformaður slðasti fundur nefndar þeirrar, sem átti að kanna áhrif hækkunar áburðarverðs á verðlag og efna- hagsmál almennt. Hvernig rikisstjórnin mun taka á þessum mikla vanda, er eðli- lega ekki vitað, en hins vegar hef- ur nefnd sú, sem skipuð var af landbúnaðarráðherra s.l. haust til aö kanna áhrif fyrirsjáanlegra hækkana á áburði á heimsmark- aði, — bent á leiðir til að mæta þeim vanda. 1 stórum dráttum eru tillögur nefndarinnar á þá leið, að i fyrsta lagi verða að mæta stórfelldri verðhækkun á áburði með þvi að dreifa henni á 3-4 ár með niður- greiðslum úr ríkissjóði. Þó megi niðurgreiðslurnar ekki verða meiri en svo, að áburðaryerð hækki í liku hlutfalli og verðlag annarra útgjalda landbúnaðarins frá ári til árs. t öðru lagi bendir nefndin á, að nauðsyn beri til að stuðla að betri meðferð búfjáráburðar og verði i þvi sambandi stórefldar rannsóknir. * 1 þrija lagi gerir nefndin það að tillögu sinni, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir þvi svo fljótt sem auðið er, að hefja athugun á hag- kvæmni aukinnar framleiðslu áburðar hérlendis með innlendri orku sem aflgjafa. í áburðarnefndinni svokölluðu "eiga sæti, Guðmundur Sigþórsson landbtínaðarhagfræðingur, sem er formaður hennar, Gunnar Guðbjartsson bóndi, Bjarni Helgason jarðvegsfræðingur, Garðar Ingvarsson hagfræðing- ur, Helgi Bachmann viðskipta- fræðingur, Pálmi Jónsson bóndi, og Jón Helgason bóndi. Nefndin hefur allt frá miðjum september s.l. unnið að itarlegri upplýsingasöfnun, þar sem þeir könnuðu m.a. hvaða áhrif það hefði á búrekstur bænda, ef veru- leg hækkun yrði á áburðarverði. í þvi sambandi sendu þeir 290 bændum fyrirspurnabréf og svör- uðu þvi 131 bóndi eða aðeins 44,2% þeirra sem til var leitað. Guðmundur Sigurjónsson formaður áburðarnefndarinnar, kvað ástæðuna fyrir þessum dræmu undirtektum ekíri vera áhugaleysi bænda á þessu vanda- sama máli, heldur hitt — að þeir hefðu ekki verið tilbúnir að gera sér grein fyrir þeim vanda, sem af hækkunum áburðarverðs hlyti, Framhald á 14. siðu. minnkandi eftirspurn eftir áli, eins og gefur að skilja. — Samkvæmt þessu hljótið þið að eiga talsvert af áli á lager um þessar mundir. Hvenær er von til þess,aðhægt verðiaðselja hann? ¦ — Ætli við eigum ekki nú um 20.000. þúsund tonna birgðir af áli, en þvi miður er ekki nokkur leið að segja til um það, hvenær sala á áli glæðist það mikið, að birgðir okkar fari að seljast. Hins vegar vona allir að einhver bati verði i þessum efnum á árinu, þó að það séu fáir sem reikna með þvi fyrr en á næsta ári. Ætli ég svari þessu þá ekki þannig, að það megi búast við þvi að við liggjum með þetta i ár eða svo. Alið er mest selt til Þýzkalands og Bretlands, en einnig hefur ver- ið selt talsvert til Sviss á undan- förnum mánuðum. Hins vegar eru horfur á þeim markaði mjög slæmar nú, og alls óvist hvort hægt verði að selja ál þangað i bráö. Ál er einnig selt til Frakk- lands, ttaliu og Austurríkis, — en i mun minna mæli en til þeirra landa sem áður er frá greint. Mikilli sölutregöu fylgir oft verðhrun, en svo er þó ekki hvað álinu viðkemur. Hvert pund af áli er selt á 39 cent og að sögn Ragn- ars eru engin tök á þvi að selja undir þvi verði. Fyrir nokkru kom til tals, að hætta framleiðslu i nokkrum kerjum Alverksmiðjunnar vegna raforkuskorts, en ástandið i þeim efnum hefur batnað mjög siðustu daga vegna hlákunnar og eru nú engar Hkur til þess að Alverk- smiðjan þurfi aö draga úr fram- leiðslunni af þeim sökum. ¦ — Það var rætt um það, aö hætta framleiðslu i nokkrum kerjum um miðjan febrúar vegna orkuskorts, en veðurbreytingarn- ar undanfarna daga hafa leitt til þess, að það mál er útrætt að sinni. • — hefur Alverksmiðjan nýtt alla þá raforku, sem hún hefur kost á að fá? • — Nei, við höfum ekki verið með fulla framleiðslu frá þvi i desember og reyndar vorum við ekki með fulla framleiðslu allt siðasta ár, en eins og menn muna varð mikill orkuskortur i desem- ber 1973 og þá urðu afköst verk- smiðjunnar aðeins 1/3 miðað við venjuleg köst — og við vorum vart búnir að jafna okkur eftir það ástand, sagði Ragnar Hall- dórsson, forstjóri að lokum. Gjaldeyrisbönkum lokað Nýtt fiskvero og ný gengisskráning í aðsigi t gærkvöldi barst blaðinu eftir- farandi fréttatilkynning frá rlkis- stjórninni: „Snögg umskipti hafa orðið i ytri skilyrðum þjóðarbúskaparins slðustumánuði einkum vegna ört versnandi viðskiptakjara og tregari sölu á Islenskum Utflutn- ingsafurðum. Hefur þetta m.a. komið fram i sivaxandi gjaldeyr- isörðugleikum og rekstrarhalla útflutningsatvinnuveganna. Er mi fullreynt, að skilyrði eru ekki fyrir hendi til að reka útgerð og fiskvinnslu öllu lengur að óbreytt- um aðstæðum. Ekki er heldur unnt að sinna eftirspurn eftir gjaldeyri fyrir vörur og þjónustu, nema stefna stöðu þjóðarbúsins út á við I alvarlega hættu. Vofir þvi yfir hvort tveggja i senn: stöövun undirstöðuframleiðslu landsmanna og skortur innfluttra nauðsynja. Með tilliti til þessara aðstæðna telur rikisstjórninpð höfðu sam- ráði við bankastjórn Seðlabank- ans óhjákvæmilegt að tekin verði ákvörðun um breytt gegni Is- lensku krónunnar, en þangað til það hefur verið gert mun Seðla- bankinn fella niður skráningu er- lends gjaldeyris. Reynt verður að hraða ákvörð- unum I þessu efni svo sem veröa má, en rikisstjórnin mun áður leita samráðs við stjórnarand- stöðuna og aðila vinnumarkaöar- ins og kynna þeim stöðu þessara mála og nauðsyn samræmdra að- gerða til að tryggja sem best ár- angur nauðsynlegra aðgerða og hag alls almennings i landinu".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.