Tíminn - 12.02.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.02.1975, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Miðvikudagur 12. febrúar 1975 Miövikudagur 12. febrúar 1975 TÍMINN mm Vjr v-v*, 'C Yfirstandandi vetur minnir um margt á veturinn 1951. Eftir óþurrkasamt sumar þá gerði feiknamikla fannkomu um allt Norður- og Austurland. Bændur voru orðnir heylitlir viða á Hér- aði, og þegar kom fram i marz, horfði til hreinna vandræða. Guðmundur Jónasson torfærubil- stjóri hafði fengið nýjan kanadiskan snjóbil og var fenginn til þess af yfirvöldum að taka að sér heyflutninga og aðra nauð- synlega flutninga á Austurlandi. Austurlandsins og var þar 7-8 vikur. Leyfi fékkst til þess að greiða andvirði bilsins, og þar með var ekkert að vanbúnaði að taka til starfa. Norður og austur á land á snjóbíl. — Næsta viðfangsefni var að koma snjóbilnum austur. Ráðgert var að senda hann með strand- feröaskipi austur á Reyðarf jörð. Fékk ég boð um að koma með bflinn klukkan fjögur um eftir miðdag, hvað ég og gerði. Þá kom I ljós að billinn átti að flytjast á þilfari og það leizt mér ekki á. Bfllinn var með krossviðarhúsi og ekki mjög sterku, og illviðri voru tið. Ekki þurfti nema eina skvettu til þess að eyðileggja hann gjörsamlega. Ég neitaði þvi að flytja hann svona, og mér fannst alveg eins gott að eyði- leggja hann á landi eins og að eyðileggja hann á sjó. — Ég hringdi nú i vegamála- stjóra og spurði, hvort hann gætí lagt til torfærubil til þess að aka með snjóbilinn eins langt norður og unnt væri. Hann kvað það sjálfsagt. Hann gerði lika vel i þessu, þvi að hann sendi einn harðduglegasta vegagerðarmann sinn með mig á GMC-trukk sem ættaður var frá hernum. Fannfergið var ægilegt, og viða sliguðust þök undan ófærðinni. Símalinumar festust í skriðbelt- um snjóbilsins. Snjóþyngslin á austurlandi voru ægileg árið 1951, og ástandið er llklega svipað í ár, 1973. Þegar Guðmundur Jónasson var það á ferð i heyflutn- ingum 1951, flæktust simalinur I hjólabúnaði snjóbilsins, og hann fékk sér stundum sæti I koiiinum i simastaurum og tengdi simtæki sitt og spjallaði við hann Jón i Möðrudal, sem alltaf átti einhver hrcssileg orö og góðan húmör. fötum. Þegar innar dró, sást ekki lengur móta fyrir veginum, og eitthvað greindi þá um, hvert fara ætti, og það endaði með þvi að skurður opnaðist undan einum þeirra, og hann fór þar niður og bfllinn lika. Guðmundur Jónasson við einn af bilum sinum. SNJÓAVETURINN MIKLI 1951 Skömmu eftir lok sið- ari heimsstyrjaldarinn- ar komu torfærubilar, bilar með drif á öllum hjólum. Þetta var mikil samgöngubót i jafn erf- iðu landi yfirferðar og Island var — og er. — Á fyrstu áratugum aldarinnar byrjuðu far- þegabilar að renna yfir landið að sumarlagi. Fyrst voru þetta vöru- bilar með frumstæðum húsum og trébekkjum, sem settir voru á vöru- bilspalla, en svo var byrjað að byggja sér- staklega yfir vörubila- grindur og „rútan”, þetta þjóðlega fyrirbæri og félagsmálastofnun, varð til, og ferðalög urðu auðveldari en áður, þeg- ar ekki var um annað að ræða en hesta, skip, eða tvo jafnfljóta til ferða- laga. Svo kom tiu hjóla trukkurinn, eða fram- drifsbillinn. Guðmundur Jónasson Einna fyrstur til þess að taka I notkun torfærubila var fjalla- Sögumaður Guðmundur Jónasson er fyrir löngu oröinn landskunnur fyrir störf sin að akstri um vegi og vegleysur. Nafn hans er viss trygg- ing fyrir þvi að hlutirnir komist I verk og feröin sé farin, hvernig sem viðrar, og hann hlaut snemma frægöfyrir svaöilfarir sinar. garpurinn Guðmundur Jónasson. Hann kom fram með DODGE WEEPON bfla frá hernum, sem hann hafði látið lengja og byggja yfir, og hann fór allra sinna ferða i snjó og torfærum, þegar engir aðrir bflar komust neitt fyrir ó- færð —og hann gerði meira, hann byrjaði að aka utan veganna, og kom þaö sér býsna vel i landi, þar sem svo til allt var ógert I vega- málum. Guðmundur Jónasson hefur hlotið landsfrægð að launum, ef til vill dálitið af peningum, og vonandi eitthvert þakklæti, þvi að þeir munu fáir, núlifandi Islend- ingar, sem ekki hafa setzt upp i rútu hjá honum, — ef ekki á björt- um sumardegi, þá aö vetrarlagi uppi á einhverjum heiðum, eða I óbyggðum. Viö hittum Guðmund að máli nú fyrir skömmu og báöum hann aö segja okkur frá vetrinum 1951, þegar hann varð bjargvættur svo margra austur á Héraöi, þegar snjóþyngsli og heyskortur angr- aöi bændur og búfé austur þar. Við ræddum um rútur. Guömundur sagði: — Rútubillinn er oröinn gam- all. Þeir byrjuðu aö byggja yfir vörubilagrindur strax árið 1929, og margir voru byggðir alþingis- hátiöarárið 1930. Þessir bilar voru yfirbyggðir af þekktum mönnum eins og Steindóri, Kr. Kristjánssyni á Akureyri, og ýmsum fleiri. Siðan varð ekki nein afgerandi stökkbreyting I þróun, unz menn fóru að huga aö kraftmiklum bflum með drifi á öllum hjólum. — Hvenær fórst þú aö aka utan vega og fara fjallaferöir? — Ég var byrjaður á þvi löngu áður en ég eignaðist tor- færubila. Ég vann I nokkur ár I slmavinnu og hafði oröið mikla reynslu i torfæruakstri á venju- legum bilum. Björnes gamli fann það út, að billinn var miklu ódýr- ara tæki fyrir simann heldur en hestarnir, og það var oft erfitt að fá hesta til símavinnu. Ég var vel settur hjá Björnes gamla — hafði nóg af dinamiti Þessi vinna var framkvæmd um allt land, og þar þróaðist það að nota bila fyrst og fremst, lika utan vegar. Ég var vel staddur i þessum ferðalögum fyrir Björ- nes, þvi ég haföi nóg af dinamiti, og við bara sprengdum bilnum leið, ef þess þurfti með. Við vor- um djarfir við þessar sprenging- ar og sprengdum oft nærri bíln- um, og hlupum svo i skjól undir hann, fyrir gusunum og stein- kastinu frá sprengjunum. Verst þótti mér, þegar ég kom heim og var að smala hvellhett- um i ruslinu undir sætunum, þvi auðvitað voru þær virkar. Löngu siðar kynnast Islending- ar torfærubilum hjá hernum, og eftir striðið fara þeir að eignast slika bila. Ég lét t.d. byggja yfir tvo DODGE WEEPON 14 manna hús, og þetta gjörbreytti aðstöð- unni til vetrarferða. — Hvenær komu svo snjóbil- arnir til sögunnar? Snjóbilar 1932 — Fyrstu snjóbílarnir hér á landi eru miklu eldri en menn gera sér almennt grein fyrir. Ég er nú svo gamall, aö ég man vel eftirfyrsta snjóbiínum, sem hing- að kom 1931 (held ég). Þá tók ég að mér fyrir Geir heitinn Zö4Sa vegamálastjóra að vera með snjóbil á Holtavörðuheiöi. Það voru fyrstu snjóbilarnir, og vega- geröin eignaðist þá. Ég held að hún hafi fengið fjóra bfla. Það vannst mikið gagn I vetrarferöum með þessum bilum — Þeir voru af Citroén-gerð, og þeir voru vélarvana. Það ein- kennilega er, að Islendingar keyptu alltaf bfla, sem framleidd- ir voru I löndum, þar sem aldrei fellur snjór að neinu marki. — Löndum, þar sem menn berjast ekki viö þessi vandamál, sem hér eru. Þessir bflar eru oft geröir fyrir eyðimerkur og nýtast þar betur en i snjó. — Þessir bilar voru vélarvana. Ford var kallaður 24 hesta, en snjóbilarnir voru 17—18 hesta. Þaö var ekki stór vél, þvi þetta voru þung tæki. Vegagerðin byggði þá um, setti i þá Ford- mótora og sterkara axel, og fleira var gert til endurbóta. En svo lognaðist þetta útaf. Þetta voru eyðimerkurbflar og hentuðu ekki hér. Kanadískur snjóbill til landsins — Svo færð þú sjálfur snjóbil? — Já, ég hafði orðið fyrir mik- illi reynslu i ófærð, hafði verið i mjólkurflutningum og ýmsu kvalræði á venjulegum vörubil- um. Auk þess var ég með fólks- flutningabila. Veturinn 1949 var hér óskaplegur snjór. Ég komst þá i kynni við Sigurð Helgason, sem nú er forstjóri FLUGLEIÐA. Hann var þá framkvæmdastjóri ORKU HF, og hann fór að sýna mér myndir af kanadiskum snjó- bfl, sem hann vildi kynna hér á landi. BOMBARDE (árás) hét þessi snjóbill, og ég hafði áhuga. Það var 1950, sem þetta kom á dag- skrá. Þetta er franskt nafn. Þeir eru þó smlðaðir I Quebeck i Kanada, þar sem er nægur snjór á vetrum, en það hefur nokkurt gildi, að bflasmiðirnir þekki til aðstæðna. Snjóbfllinn kom til landsins fyrst i febrúar árið 1951. Þá haföi gengið yfir landið illviðri með snjó og harðindum, eftir vot- viðrasamt sumar. Heyskapur misheppnaðist af þeim sökum viða, aðallega á Austurlandi, I ná- grenni Egilsstaða á Héraði. Ég var að skondrast á bflnum eitt og annað hérna i nágrenni Reykj- avikur, fór m.a. með vegagerðar- menn til þess að kanna snjóalög á Þrengslaleið, er þá var i undir- búningi til þess að leysa sam- gönguvandamálið yfir Hellisheiði að vetrarlagi. Falaður til Austur-lands með snjóbilinn — Ég var ekki búinn að vera lengi með bflinn, þegar búnaðar- málastjóri, vegamálastjóri og Eysteinn Jónsson alþingismaöur höföu samband viö mig og spurðu, hvort hugsanlegt væri, að ég gæti annazt hey- og fóður- bætisflutninga á Fljótsdals- héraði. Þar var ægilegt ástand. Héraðið bókstaflega fennt i kaf, og bændur heylitlir, eöa jafnvel heylausir, með skepnur sinar, og útilokað var að koma til þeirra fóðurbirgðum vegna snjóalaga. Allt var fennt i kaf. — Ég færðist fremur undan þessu, einkum vegna þess að ég þekkti I rauninni ekki þetta nýja tæki og hafði ekki til. hlitar kannað möguleika þess og tak- markanir. Enda var þetta tilraunabill. Sigurður Helgason hafði fengið hann til landsins án þess aðgreiða erlenda kostnaðinn við kaup hans, beinlínis vegna þess að litið var á þetta sem tilraun. — Það varð þó úr að ég for til Með tiu hjóla trukk i Fornahvamm — Þetta var óskar Sigurðsson, einhver duglegasti maður, sem vegagerðin hafði á að skipa. Hann býr I Hafnarfirði núna. — Það er ekki að orðlengja það, aö við fórum af stað með bflinn þetta sama kvöld, áleiðis norður i land, og komumst langleiðina I Fornahvamm. Þar rákumst við á yfirgefinn bil I slóðinni, og þá varö ekki lengra komizt. Nú voru góö ráð dýr, en svo kom okkur saman um að kanna,hvort ekki væri unnt að komast með ein- hverju móti upp i Fornahvamm og fá þar planka til þess að geta losað snjóbilinn af pallinum. Óskar fór út af veginum og yfir ána, og var nú ekki mjög glæsi legt, og svo höktum við upp ár- farveginn og gilið. Það var slæmt veöur, snjókóf og erfitt að fara að moka við þessar aðstæður, til þess að unnt væri að renna biln- um aftur af trukknum. Við náum i Fomahvamm einhvern tima um nóttina og sváfum það sem eftir var nætur. Næsta dag náöum viö bilnum af pallinum, og það var eitthvað frumstætt, þvl aö Oskar héldur þvi fram, að ég hafi ekiö honum af pallinum eftir tveim tveggja tommu plönkum. Ég lagöi nú af staö, og til Egils- staða komst ég og fylgdi vegun- um alla leið. „Póstleiðina” norður — Ferðin norður var að ýmsu leyti erfið. Ég varð t.d. að fara „póstleiöina” gömlu yfir Oxna- dalsheiði. Snjódyngjur voru hrikalegar I hlíðinni, og ég for upp árgflið, sem nútimamönnum þykir kannski ótrúlegt. Ég hafði einhvern tima heyrt um þessa leið, og á hentugum stað skellti ég mér niður i gilið og gekk ágætlega upp á heiðina. Undir var áin gaddfreðin. — A Akureyri svaf ég eina nótt. Annars var ekki mikið um svefn, venjulega 3-4 timar. Ég gisti hjá foreldrum minum i Múla i Húna- vatnssýslu, i Varmahlið og svo á Akureyri. Menn flykktust að til þess að skoða tækið og ég fór i reynslu- ferð með einhverja fyrirmenn á Akureyri inn eftir firðinum. Þeir voru velbúnir þessir menn, á lág- um skóm og á sínum venjulegum Tarfur fastur i skafli — Viö náðum bilnum og mannin- um aftur, og ég fór með þá aftur til Akureyrar og lagði siðan á Vaðlaheiði. Þar var mikill snjór og erfitt yfirferðar. Snjórinn var laus og viða erfiðar hengjur i hlið- inni. Við stóðum I mitti I lausa- mjöll, þegar við fórum út úr bfln- um. Þegar utar dró var snjórinn orðinn harðari, og þá gekk allt eins og i sögu, það er að segja að Fnjóská I Fnjóskadal. Við fórum yfir brúna, en þegar yfrum var austan til við brúna, þegar yfrum var komið, var allt á kafi I sneið- ingnum að vestanverðu við ána, upp frá brúnni. Þar voru tveir sveitamenn með tarf, og sat tarf- urinn fastur i skaflinum, i snjó upp á lendar. haföi simasamband við menn til að kanna aðstæður. Ég hafði sima frá Landsimanum og tengdi hann bara við Hnurnar, þegar mér sýndist, enda var ekki hátt upp i þær alls staðar. Eitthvað „dökkleitt” framundan Við komumst nú einhvern veginn fram hjá tarfinum og héldum okkar striki austur. Það varð ómögulega komizt framhjá Ljósavatni I Ljosavatnsskarði, og lagði ég beint á vatnið. Það var náttmyrkur og snjókóf. Ég náði mikilli ferð á vatninu, en allt I einu sá ég eitthvað dökkleitt framundan, og nam þvi staðar. Var þá vatnið opið þarna, og ég sneri strax til lands og fór með löndum austuryfir. Gekk mér nú þolanlega. A Akur- eyri hafði ég tekið einhvern varning, eins og ég þorði að taka meðferðis. Var þetta tóbak fyrir karlana i Mývatnssveit og eitt og annað. Þar á meðal var stór tóbakssending i Reykjahlið (eða Reynihlið). Er ég kom að Más- koti, sem er við Másvatn, kom út bóndinn þar Ari i Máskoti, og fór að spyrja mig um tóbakið, þvi hann vantáði neftóbak. — Ég sagði eins og var, að ég væri með tóbakssendingu, sem fara ætti i Reykjahlið, og varð það úr að hann fékk eina krukku af þessari sendingu og varð mjög glaður við. Til móts við Mývetninga — Næsti áfangi var Mývatn. Ég vissi af jarðhita I þvi og það var ekki freistandi að fara að aka þar um I byl og náttmyrkri, svo að ég tengdi simann og óskaði eftir mönnum, sem væru á skiðum eða skautum og visuðu mér veginn upp að Reynihlið, eða eftir vatninu. Ég komst upp að Kráká, og var eitthvað að snúast þar,vissi að ég var einhvers staðar hjá brúnni. Það var snjókóf og allt á bólakafi i snjó. Það endaði með þvi að þeir fundu mig þarna, hann Sverrir i Reynihlíð og þeir, sem farið höfðu til þess að leiðbeina mér. Og við ókum eitt bank yfir vatnið að Reynihlið. Það gekk fljótt. — Þarna sváfum við, en ég gleymdi vist að geta þess, að mér var fenginn maður frá vega- geröinni á Akureyri til fylgdar, og hann var með mér alla leið til Egilsstaða, en þaðan fór hann heim. Ég hef þvi miður gleymt hvað hann hét. — Næsta morgun var svo haldið áfram ferðinni. Þarna ætlaði ég aö taka bensin, en það gekk nú ekki vel. Bensintankurinn var á kafi I djúpri snjódyngju, og við urðum að byrja á þvi um morguninn að grafa hann upp. Þarna efra var slik ófærð, að ekkert tæki kom til að taka bensin, og þvi hafði tankurinn verið látinn grafast niður. Yfir Mývatnsöræfi — Við héldum frá Mývatni sem leið liggur yfir Mývatnsöræfin. Feröin gekk vel til Grimsstaða á Fjöllum. Kom ég þar um hádegið 18. marz. Við vorum með einhvern flutning þangaö og einnig i Vlðidal og I Möðrudal. Fegurð og tign landsins verður ei lýst, þetta var annar heimur. Lifs- skoöun þeirra, sem þarna þreyja veturinn veröur ekki betur lýst en I viðhorfi þess til þessara flutninga á snjóbilnum. Þaö vildi ekkert fá fyrir sjálft sig — skepnurnar sátu i fyrirrúmi. Fóðurbætir og hey vár það sem gladdi það meira en nokkuö annað. Þetta, sem við höfðum meðferðis á þessa afskekktu bæi, var einmitt fóðurbætir. Það voru nokkrir erfiðleikar að komast niður Jökuldalinn. Þar er vegurinn utan I hlið og um erfið gil. T.d. hlaut að verða erfitt að komast yfir Gilsá við Skjöldólfsstaði. Stefán sá mikli málari, sonur Jóns I Möðrudal, fór með okkur frá Möðrudal niður til Egilsstaða. Þetta var eftir að hann hafði orðið fyrir 64 klukkustunda villunni, eða hvaö það nú var, og karlinn var með litinn kompás i vettlingstotunni, þvi að hann langaði ekki i aðra svoleiöis „törn”. — Gilið var auövitað ófært eins og við var að búast og við fórum einhvern veginn upp fyrir Skjöldólfsstaðahnúk og komum svo niöur brekkurnar rétt innan við Skjöldólfsstaði. Ég kann nú varla aö fara með leiðarlýsingu á þessu, nema þetta gekk og við gistum á Skjöldólfsstöðum. Það var nú ekki allt búið með þetta. Fleiri ófær gil var yfir að fara. Ekki var heldur fýsilegt að fara neðar og velta svo kannski ofan i hana Jökulsá. — Mér var afskaplega vel tekið á öllum sveitabæjum á Héraði og hvar sem ég kom. Fólkið vildi allt fyrir mig gera og ég veit ekki hvaö um mig hefði orðið, ef ég heföi þegið þær veitingar sem boðnar voru. Ég kom kannski á 6- 8 bæi i hveri ferð og alls staðar átti ég að drekka kaffi. Ægileg snjóþyngsli á Héraði — Snjóþyngslin voru ægileg. Ég man að ég kom aö Hróarstungu. Ég var að taka hey af vagninum handa einum bóndanum. Þá kom rolla og fór að japla utan i heyið, utanúr bögglunum.Bóndinn fór þá að stugga viö kindinni og hún hvarf niður i jöröina, en ekkert sást þarna húsið Þá var bara grafinn rangali gegnum snjóinn niður i fjárhúsið. — Annað dæmi um snjóþyngslin var það, að það voru 19 sima- staurar týndir, fenntir i kaf á Jökuldal og maöur var oft flæktur með snjóbilinn i simalinunum. Þær voru annað hvort eins og giröing, eða lágu rétt undir snjóskorpunni. Oft tók maður sér smáhvild, settist á kollinn á simasturunum og tengdi simtækið góða og spjallaöi við Jón i Möðrudal, eða einhvern viðlika upphafinn og skemmitlegan mann, til þess að halda góðu skapi. Flutningur á fóðurvörum — Það var mikið verk fyrir hönd- um. Korni og heyi varð að aka með jaðýtum og snjósleðum aftan I þeim yfir Fagradal og til Egils- staða. Þar tók snjóbfllinn viö. — Ég veit ekki hvað við fluttum mikið magn á þessum bil og á sleða, er tengdur var aftan i snjóbilinn • En það var mikið. Ég var með vasabók, þar sem ég færði þetta inn með bleki, en svo blotnaði hún og allt varð ólæsi- legt. — Maður vann við þetta dag og nótt, eða allt að þvi. Fyrstu ferðirnar voru erfiðastar, en þegar maður var búinn aö fara þetta einu sinni, þá var þetta enginn vandi og maður renndi i slóöina. Það flýtti feröunum, og f þá fékkst einhver svefn. Mér er nær að halda, að við höfum flutt hálft annað tonn i ferð á bflnum og sleðanum. Við tókum sætin úr bflnum og fluttum fóðurbætinn þar, heyið var á sleðanum. Versti áfanginn var búin á Jökulsá. Þar kóf alltaf i hengju og ég varð að moka mig i gegn. Þetta var 2ja metra hár skafl. Siðan varö ég að renna bflnum yfir — og til þess aö billinn hefði sig upp, þá varð égað skilja sleöann eftir og draga hann svo á kaðli 20 metra löngum, þegar ég var kominn upp úr gljúfrinu. Þetta var versji farartálminn i sjálfum flutningunum. — Var orðiö alveg heylaust? Heylaus með700 fjár — Já, viða var þaö. I raun og veru var ástandið alveg ægilegt. Fólkið var samt æðrulaust. Ég man eftir að einu sinni stanzaði ég við bæ, þar sem var margbýlt Frh. á bls. 15 Skriöbelta-snjóblll Guömundar Jónassonar á sýningarferö um Hellisheiði 1975. Ef til viil er þarna fund- in leið til þess aö mæta snjóþyngslunum á Islandi og tryggja landveginn á vetrum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.