Tíminn - 12.02.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.02.1975, Blaðsíða 11
Miövikudagur 12. febrúar 1975 TÍMINN 11 Þjóðnýting? Eysteinn Jónsson, fyrrum formaður Framsóknarflokks- ins, hefur skrifað um mismun- andi rekstrarform og stefnu Framsóknarflokksins I þeim málum: .....vill Fram- sóknarflokkurinn byggja jöfn- um hödnum á samvinnu og einstak- lingsrekstri og félags- rekstri i ýmsum myndum eftir þvi, sem við á hverju sinni”. Ennfremur: „Flokkurinn hefur stutt að öfl- ugum rikisrekstri i ýmsum greinum, svo sem Siidarverk- smiðjum rlkisins, Sements- verksmiöju rfkisins, Raforku- veitum rikisins og Áburðar- verksmiðjunni, sem að meiri- hiuta er rlkiseign, svo sæmi séu nefnd. En höfuðstefnan varðandi rlkisrekstur mótast þannig, að til hans skuli helzt grlpa, þegar um stór verkefni er að tefla og þannig vaxin, að einungis getur orðið um eitt fyrirtæki að ræða I landipu, og þvi um einokun einkaaðila að velja aö öðrum kosti”. Einnig segir Eysteinn Jóns- son: „Ennfremur þegg} um brautryðjendarekstur er að ræða, sem annars kemst ekki á fót. Þýöingarmikil þjónustu- fyrirtæki skulu vera á vegum rlkis- og bæja....Loks telur flokkurinn eðlilega þátttöku og forgöngu bæjar- og sveitar,- félaga og rikisvalds I stofnun og eflingu fyrirtækja til at- vinnuaukningar”. (Fram- sóknarflokkurinn, saga hans og meginstefna, 11. kafli I Kjósandinn, stjórnmáiin og valdið, bls. 261-262.) Fyrst verður litillega fjallað um ástæður þær, sem einkum heyrast taldar upp fyrir þjóð- nýtingu innan markaðshag- kerfa Vesturlanda. Almennar ástæður Að mati kommúnista og margra sósialista eru hinar ai- mennu ástæður fyrir þjóðnýt- ingu einkum tengdar gölium þeim, er þeir þykjast hafa séð i hinum vestrænu markaðshag- kerfum. Þvi hafa þeir viljað af- nema einkaeign á framleiðslu- tækjunum og þá um leiö draga úr efnahagslegum óstöðugleika, ófriði á vinnumarkaði og rang- látri skiptingu auös, tekna og valda, sem þeir segja sérkenni kapitalismans. A þeirri öld, sem við lifum, hefur tveimur hugmyndum hins vegar vaxið fiskur um hrygg, ekki sizt hjá lýðræðissinnuðum jafnaðarmönnum: I fyrsta lagi, aö aukin völd rikisstjórna hafi sina ókosti (t.a.m. ófrelsi) og I öðru lagi, að kapítalisminn og kapitalistar geti þjónaö sam- félaginu á réttlátari hátt en oft er af látiö, ef hið samfélagslega aðhald er sterkt. Það hefur sannazt, að þjóð- nýtingin ein sér, eykur lltið efnahagslegt öryggi. Langtima áætlanir þurfa að koma til I öll- um atvinnuvegum vestrænu markaðshagkerfanna, hversu mikil eða lltil þjóðnýting hefur átt sér stað innan þeirra. Um réttlátari skiptingu arðs- ins sem afleiöingu þjóönýtingar, er erfitt að fullyrða. Þó má ekki gleyma, að með margs konar skatta- og ,,velferðar”-aðgerð- um I hinu blandaða markaðs- hagkerfi, eins og þvi, sem hér er, má ná jafnvel enn lengra I réttlætis- og jöfnunarátt en með þjóðnýtingu einni saman. Á það hafa m.a. framsóknarmenn oft bent. Þeirri kenningu hefur vaxið fylgi undanfarna áratugi, að verulegur, jafnvel mesti hluti valdanna sé hjá framkvæmda- stjórum stórfyrirtækjanna og hjá verkalýðsleiðtogunum, hvar svo sem formleg eign á fyrir- tækjunum er innan markaðs- hagkerfanna (sjá t.d. J.K. Gal- braith). Ekki þarf vinnufriður endi- lega að fylgja I kjölfar þjóð- nýtingar innan ákveðinna at- vinnugreina. Það sanna dæmin. Má t.d. nefna vinnudeilurnar innan þjóðnýttra greina á stjórnarárum brezka verka- mannaflokksins 1945-1951. Sérstæðar ástæður Þær ástæður, sem svo eru nefndar, eru sérstaklega tengd- ar vanda ákveðinna atvinnu- greina. Þá er um að ræða þjóð- nýtingu á óarðbærum og illa reknum atvinnugreinum I einkaeign. Þannig var t.d. farið um brezka kolaiðnaðinn og járnbrautirnar, er þjóðnýting þeirra átti sér stað I lok heim- styrjaldarinnar siöari. Rlkið getur með miðstýrðum aðgerðum, svo sem fjár- festingu, rannsóknum og endur- skipulagningu þá lagfært illa farnar greinar, þar sem kostnaður við slika umsköpun er meiri en svo, að einkaeigend- ur ráði við hann. Þetta átti við brezku dæmin hér að ofan og sumum finnst, að þetta eigi að einhverju, eða mestu, leyti við togaraútgerð hér á landi. Stundum er mælt með þjóð- nýtingu vegna þess, að ákveðn- ar atvinnugreinar eru þess eölis, að einokunaraðstaða skapast. Þannig eru orkuveitur, vegalagning, samgöngur o.fl. sllkar „samfélags” greinar viða á Vesturlöndum I rlkisrekstri. Það er vel hugsanlegt, að sllk- ur rekstur sé I einkaeign, en þá þarf afar sterkt aðhald hins opinbera. Slikt aðhald þarf raunar alltaf aö vera til staðar, hvort sem þjóönýting hefur átt sér stað eða ekki. Þeir, sem stjórna þjóðnýttum fyrirtækjum eða atvinnugreinum, verða ávallt að finna fyrir aðhaldi samfélagsins, en það aðhald hér á landi veitir kjörin rlkisstjórn á hverjum tlma. Á að þjóðnýta togaraútgerð á íslandi? Þaö heyrist oft á siðustu tlm- um, að þjóðnýta veröi togaraút- gerðina á íslandi: „Ríkið tekur á sig tapiö en útgerðarmennirn- ir gróðann þegar togaraútgerð- in ber sig”. Þannig taka margir til orða og segja jaínframt, að þaðséa.m.k.einsgott, „aðrlkið taki þetta allt yfir”. Vlst er um það, að margt er til I þeirri gagnrýni, séíh þarna felst. En þjóðnýting togaraflotans er ekki svo einfalt mál, sem menn freistast oft til að ætla. Margir togaranna eru nú þegar I félags- legum rekstri bæjarfélaga, eða samvinnu- og kaupfélaga, þótt rlkisvaldið veiti ýmsa fyrir- greiðslu, m.a. veruleg lán til togarakaupanna. Hér verður að fara með fyllstu gát. (Sjá hér á slðunni ummæli Eysteins Jóns- sonar um mismunandi rekstrarform og stefnu Fram- sóknarflokksins I þeim málum.) Réttlæti, hagkvæmni, ásamt athafnafrelsi verða að vera þeir vitar, sem eftir er siglt. Gera þarf gangskör að þvl, að togara- útgerð I einka-, samvinnu-, bæjar- eða sveitafélagarekstri sé vel og hagkvæmlega rekin. Nýta þarf aflann betur. Mörgu verðmætu er nú hent sem úr- gangi. Þvi þarf að breyta. Einn- ig ber að flýta fyrir svartoliu- notkun o.fl., sem hagkvæmt telst. Þar sem rlkiö lánar svo mjög til togarakaupa, verður það að ákveða tölu togaranna I landinu út frá þjóöhagslegum sjónar- miðum. Einnig ber rikisstjórn að dreifa þeim um landið eins og „vinstri” stjórnin kappkost- aði. Að öllu athuguðu virðist þetta nóg fyrir rikisvaldið, þ.e. aðlána til togarakaupa, ákveða I raun hversu margir togarar skulu keyptir og dreifa þeim um landið með byggðajafnvægið I huga. Vafasöm fyrirgreiðsla við einhverja ákveðna útgerðar- menn má aldrei hafa áhrif á stefnuna. Ef sllk fyrirgreiðslu- pólitlk yrði upp tekin, væri ástæöa til þjóðnýtingar. H.W.H. Efnahagssveiflurnar og andsvör gegn þeim Islenzka hagkerfið hefur nokkur sérkenni sem fela það I sér að efnahagur þjóðarinnar og atvinnulíf, eru óvenjulega við- kvæm fyrir snöggum sveiflum, og þessar sveiflur eru iðulega óviðráðanlegar. Þessi sérkenni hafa mótað hagþróunina að verulegu leyti hérlendis um langt skeið. 1 fyrsta lagier hér um það að ræða að islenzka hag- kerfið er mjög háð frumfram- leiðslu sem stunduð er and- spænis náttúruöflunum og aldrei að vita hver afrakstur verður hverju sinni. Þetta á við landbúnaðinn og þó fyrst og fremst sjávarútveginn, en þess má geta að árið 1973 námu sjávarafurðir 74% alls útflutn- ings. t öðru lagi er hér um það að ræða hve hlutur utanrlkisvið- skipta er mikill I hagkerfi okk- ar, en eins og hver maður sér er það á annarra valdi hvaða kjör við getum fengið fyrir vöru okk- ar á erlendum markaöi eða hvaöa verð við verðum að greiða fyrir aðföng okkar erlendis. A árinu 1973 nam Útflutningur hérðan 41% miðað við þjóöarframleiðsluna og innflutningur hingað 44% með sömu viðmiðun. Má nætti geta hve þjóðin er berskjölduð and- spænis erlendri,verðbólgu. Það er alveg augljóst mál að þessar aðstæður valda þvi að hagkerfi Islendinga verður mjög sveiflukennt, eftir veður- fari og aflabrögðum annars vegar, og mjög næmt, fyrir verðbreytingum og hagþróun erlendis hins vegar. Að sama marki stefna og nokkur innri einkenni Islenzks athafnallfs, og má segja I þriðja lagiað staða byggingariðnaðar I hagkerfinu valdi hér einnig nokkru um. Þessi iðnaöur er nefnilega af- skaplega viökvæmur fyrir öll- um breytingum á efnahag, neyzlu og fjárfestingu og hefur tilhneigingu til að margfalda allar þær hræringar sem verða á öðrum sviðum: Þegar vel árar þenst hann út og veldur mikilli þenslu, og þegar að kreppir fell- ur hann saman svo að atvinnu- leysi verður. Verðbólguhringurinn Þróun síðustu áratuga I Is- lenzkum efnahagsmálum sýnir að hér hefur átt sér stað hagþró- un, sem einkennist af þvi að hringrás verðbólgu endurtekur sig aftur og aftur. Þessi verð- bólguhringur er eitthvað á þessa lund: Fyrst batna við- skiptakjörin, afli vex, út- flutningstekjur aukast, — þetta leiðir til batnandi kjara sjómanna og útgerðarinnar, — þessum ábata er miölað út um samfélagiö I neyzlu, fjárfest- ingu og almennum kjara- samningum, — innan skamms tekur að gæta neyzlu — og eftir- spurnarþensla og fjárfesting; t.d. I húsbyggingum, eykst að sama skapi, en verðbólgan tek- ur stökk I kjölfarið, — þegar út- flutningsverð hefur náð há- marki fer það að siga, viö- skiptakjörin rýrna og jafnvel verður útgerðin fyrir öðrum skakkaföllum, en að vanda hefur vaxtarskeiðið skiliö eftir sig mikinn skuldabagga, — loks er þessari rýrnun miðlað út um samfélagiö, þegar ekki verður lengur haldið áfram, með sam- drætti, minnkandi yfirvinnu og jafnvel atvinnuleysi, og gengis-. breytingum. Þennan verðbólguhring, sem hér var lýst, þekkir öll þjóðin vitanlega, og það sem nýverið hefur gerzt I islenzkum efna- hagsmáium er að hringurinn er að lokast enn einu sinni. Það sem er sérstakt I þetta skiptið er þaö hversu djúpur sá öldudalur viröist vera sem við stefnum I. Úrbætur á okkar valdi Engum heilvita manni dettur Ihug aö hér sé um einhverja þá nornaspá að ræða sem ekki er I mannlegu valdi að hagga. Vitanlega er það á valdi okkar Islendinga að minnka þessa viðkvæmni hagkerfis okkar og draga úr þeim áhrifum sem sveiflurnar I þvi hafa á allt þjóö- llfið. Til þess þurfum við innri samstöðu og einbeitni að mark- inu, og til þess verðum við aö læra betur en áöur aö hegða okkur þegar vel gengur. 1 því skyni að ná þessum markmið- um er margra kosta völ, en tak- markinu verður ekki náö á skammri stund eða án þess að menn veröi talsvert á sig að leggja. í fyrsta lagi veröur að auka mjög ýmsa þá verö- jöfnunarsjóði, sem þegar eru fyrir hendi, og stofna aðra nýja. Þaö skiptir miklu að þessum sjóðum sé rétt beitt: að þeir Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.