Tíminn - 13.02.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.02.1975, Blaðsíða 1
Sanderson lyftarinn kominn HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULÁTUNI 6 - SIMI (91)19460 Norðmenn áhyggju- fullir Norskir embættism enn lýstu I gær áhyggjum sinum vegna hugsanlegrar gengis- fellingar islenzku krónunnar um allt aö 30%. Þeir álita, aö gengisfellingin bæti stööu út- flutnings á freðfiski frá tslandi til Bandaríkjanna á kostnaö útflutnings frá Noregi. Aö sögn norsku fréttastof- unnar NTB er um þessar mundir svart útlit á freöfisk- markaöi I Bandarikjunumt.d. hefur reynzt erfitt aö selja mikiö magn i einu, eins og áö- ur tiökaðist. tslendingar og Norðmenn hafa keppt um sama markað, svo aö gengisfelling bætir mjög samkeppnisaðstöðu tslendinga. Norskir embættis- menn telja þó of snemmt að nefna tölur um hugsanlegt tap Norðmanna af þessum sökum. Garnaveikin í Svínavatnshreppi: Bændur vilja slátra Mikilvægt að féð fáist bætt MO—Sveinsstöðum. Eins og frá hefur veriö skýrt hér I blaöinu hefur veriö staðfest að garnaveiki sé komin i fé Ásbjörns Jóhannssonar á Auðkúlu. Bændur á svæöinu milli Blöndu og Miöfjaröar- girðingar ræöa nú hvernig hægt veröi aö sporna viö frekari útbreiöslu garna- veikinnar en oröin er nú þeg- ar. Eru flestir sammála um, aö tafarlaust eigi aö slátra kindum, sem tekiö hafa veik- ina, jafnvel þótt ekki sé farið aö bera á sýnilegum ein- kennum. Þó að slikar kindur geti gefiö fullan arö á þessu ári, er skaðinn af aö láta þær ganga meö heilbrigðu fé svo mikill, aö þaö má ekki eiga sér stað. Telja bændur að opinberir aðilar eigi hér aö hafa forgöngu og fyrirskipa slátrun á þessum kindum gegn bótum. Þá ættu bændur á þessu svæöi aö vera vel á veröi ef þeir verða varir við óeðlileg þrif i sinu fé, og láta taka úr þvi blóðsýni til að kanna hvort um garnaveiki sé að ræða. Ein slik kind getur smitað fjölda fjár áður en sýnileg garnaveikieinkenni koma I ljós. í fyrrakvöld ræddu bændur úr Svinavatnshreppi hvernig ' bregöast skuli við veikinni á almennum bændafundi að Húnavöllum. Þar voru einn- ig komnir hreppsnefndar- menn úr Torfalækjarhreppi. Fundurinn taldi æskilegt, að sýktum kindum af garna- veiki, sem finnast við blóð- rannsókn, verði slátrað. Var hreppsnefndinni falið að gera sitt ýtrasta til að fá féð Frh. á bls. 15 Áætlunarstaðír: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur— Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Ólafur Jóhannesson í viðtali við Tímann: BREYTT GENGI NAUÐSYN ÚR ÞVÍ SEM KOMIÐ VAR Gæta verður meira hófs í innflutningi en verið hefur HHJ-Rvik. Sú ákvörðun Seðlabankans að fella gengið um 20% var tekin með samþykki ríkis- stjórnarinnar, enda talin óhjákvæmileg vegna hins gifurlega viðskiptahalla og þess halla, sem er á aðalútflutningsatvinnuvegunum. Vandinn, sem við er að glima, er svo mikill orðinn, að ekki varð við hann ráðið, að minu mati, nema með breyttri gengisskráningu. Hitt er jafnljóst, að gengis- breytingin ein leysir ekki allan vanda og þess vegna verður einnig að gripa til ýmissa hliðarráðstafana. Þannig komst ólafur Jóhannes- son dómsmála- og viðskiptaráð- herra að orði i viðtali við Timann i gærdag. Alþingi fjallar á kvöldfundi um frumvarp um ráðstafanir i sam- bandi við gengisbreytinguna, sagði Ólafur ennfremur. Mest megnis er þar um að ræða tækni- leg atriði, sem eru venjulegur fylgifiskur gengisbreytinga, svo sem á hvaða verði vörur skuli tollafgreiddar og myndun gengis- hagnaðarsjóðs af útflutnings- vörubirgðum. Þessum sjóði verð- ur síðan ráðstafað i þágu sjávar- útvegsins eftir sérstökum lögum. Aðrar vörur en sjávarafurðir verða hins vegar reiknaðar eftir hinu nýja gengi. Ólafur sagði, að á næstunni yrði unnið að nauðsynlegum hliðar- ráðstöfunum, en þær verða sum- ar þess eðlis að fjalla verður um þær á Alþingi. Nú verður gert vikuhlé á störfum Alþingis vegna þings Norðurlandaráðs, þannig að þær ráðstafanir koma ekki til kasta alþingismanna, fyrr en að Norðurlandaráðsþingi loknu. Meðal þeirra ráðstafana, sem taka verður til athugunar, sagði Ólafur, er hækkun láglaunabóta og elli- og örorkulifeyris. Ennfremur þarf að huga að þeim ráðstöfunum, sem nauðsyn- legar eru, ef gengisbreytingin á að ná tilgangi sinum. I þvi sam- bandi má nefna minnkun opin- berra útgjalda og útlána fjár- festingarlánasjóða. Þá þarf að at- huga, hvort hugsanlegt sé að afla rikinu frekari tekna en veriö hef- ur. Það er einnig álit mitt, að al- mennur skyldusparnaður komi til greina, sagði Ólafur. Þá þarf rikisstjórnin að beita sér fyrir þvi, að visitölukerfið verði tekið til endurskoðunar og stuðla að heppilegri skipan þeirra mála en verið hefur. Það er ennfremur skoðun min, sagði Ólafur, að athuga þurfi, hvort ekki ætti að breyta reglum varðandi innflutninginn. Innan rikisstjórnarinnar hefur verið rætt um innflutningsgjöld á ýms- um varningi, svo sem bllum. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni, aö athugandi væri að skattleggja farseðla. Við verðum að nota gjaldeyrinn skynsamlegar en gert var á s.l. ári, þegar innflutningurinn var óhóflega mikill, þótt sjálfsagt megi halda þvi fram að röng gengisskráning eigi jafnan sinn þátt i sliku. I raun og veru verður ekki unnt að meta til fulls, hver áhrif gengisbreytingarinnar veröa, fyrr en gengið hefur verið frá hliðarráðstöfunum, og af eðlileg- um ástæðum get ég ekki fjölyrt um þær á þessu stigi máls. Það liggur i hlutarins eðli að ákvörðun um gengisbreytingu verður að taka skjótt. Þar ber ýmislegt til, t.d. er óheppilegt að gjaldeyrisdeildir bankanna séu lokaðar lengi, þvi að margt knýr á um gjaldeyrisyfirfærslu, hrá- efni til iðnaðar, rekstrarvörur sjávarútvegsins o.fl. Að lokum vil ég taka fram, sagði ólafur i viðtalinu við Tim- ann, aö meginmarkmið rikis- stjórnarinnar er að tryggja fulla atvinnu og aö ekki komi til óeöli- legs samdráttar innan atvinnu- veganna, en slikt hefði ekki verið unnt, ef eingöngu hefði átt að stefna að bættu gjaldeyrisástandi með samdráttaraðgerðum. Þá hefði mátt búast við atvinnuleysi. Gengisbreytingin var nauðsynleg vegna þess hversu snöggt viö- skiptakjör okkar versnuðu siö- ustu mánuði s.l. árs og það sem af er þessu ári. Þvi miður hefur enn ekkert rof- að til i þeim efnum, þótt margir voni, að þessi mál færist i betra horf siðari helft ársins, þótt ekk- ert sé unnt að fullyrða um það að svo komnu máli. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri: GENGISBREYTING EÐA ATVINNULEYSI FB—Reykjavik. Siðdegis i gær skýrði Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri frá því á fundi með fréttamönnum, að ákveðið hefði veriðað fella gengi islenzku krón- unnar um sem næst 20%. Verður þá kaupgengi dollars kr. 149.20 og sölugcngi 149.60. Hér fer á eftir fréttatilkynning frá Seðlabanka Islands um gengisfellinguna: „Hinn 11. febrúar sl. tilkynnti rikisstjórnin, að hún teldi að höfðu samráði við bankastjóra Seðlabankans óhjákvæmilegt, að tekin yrði ákvörðun um breytt gengi islenzku krónunnar. I kjöl- far þess var i gærmorgun felld niður gengisskráning erlends gjaldeyris. Bankastjórn Seðlabankans hef- ur nú að höfðu samráði við bankaráö lagt til við rikisstjórn- ina,aö gengisskráning verði tekin upp að nýju n.k. föstudag og verði þá markaðsgengi islenzku krón- unnar ákveðið sem næst 20% lægra en það gengi var, er gilti, áður en gengisskráningu var hætt i dag. Veröur þá kaupgengi doll- ars kr. 149.20 og sölugengi kr. 149.60, en gengi annarra mynta I samræmi við það. Jafnframt hef- ur verið ákveðið, að gildi gull- krónu og annarra gullmynta, þar sem það er enn notað i samning- um eða á grundvelli sérstakra lagaheimilda, muni framvegis vera byggt á daglegu mið- markaðsgengi. Hefur rikisstjórnin samþykkt þessa gengistillögu Seðlabank- ans. Mun hún leggja fram frum- varp til laga um sérstakar ráð- stafanir I sambandi við gengis- skráninguna, einkum að þvi er varðar stofnun gengishagnaðar- sjóðs af verðhækkun útflutnings- vörubirgða, og verða gjaldeyris- viðskipti ekki tekin upp að nýju fyrr en lög um það efni hafa verið samþykkt á Alþingi. Sú gengisbreyting sem nú hefur veriö ákveðin, er nauðsynleg vegna hinnar Iskyggilegu rýrnun- ar, sem átt hefur sér stað á stöðu þjóðarbúsins út á við á undan- förnum mánuðum. Gengi krón- unnar var siðast breytt I byrjun september sl., og voru þá jafn- framt gerðar viötækar hliðarráð- stafanir. Stóðu vonir til þess, að þær aðgerðir, ásamt frekara að- haldi I fjármálum og peninga- málum, nægðu til þess að rétta við hag útflutningsatvinnuveg- anna og koma á viðunandi greiöslujöfnuði við útlönd. Reyndin hefur þó orðið önnur. ör rýrnum viðskiptakjara siðustu mánuði ásamt söluerfiðleikum á ýmsum mörkuðum hefur gjör- breytt rekstrarstöðu útflutnings- atvinnuveganna og greiðslu- jafnaöarhorfum. Jafnframt hefur ekki enn tekizt til fulls að koma jöfnuði á tekjur og gjöld opin- berra aðila, sem hækkuðu mjög ört á undangengnu þensluskeiði. Eru viðskiptakjörin nú meira en 10% óhagstæðari en I haust og um fjórðungi lakari en á árinu 1973, jafnframt þvi sem verðlag og framleiðslukostnaður hafa hækk- að hér á landi þrefalt meira en i helztu viðskiptalöndum okkar. Við þessar aðstæður hefur gjaldeyrisstaðan haldið áfram að þrengjazt, og er hún og skulda- staða þjóðarbúsins út á við nú komin i það horf, að frekari rýrn- un verður að fyrirbyggja með öll- um tiltækum ráðum, ef Islending- ar eiga að geta staðið við skuld- Frh. á bls. 15 Daviö Ólafsson og Jóhannes Nordal skýra fréttamönnum frá gengisbreytingunni. Tfmamynd Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.