Tíminn - 13.02.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.02.1975, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Fimmtudagur 13. febrúar 1975 Fimmtudagur 13. febrúar 1975 TÍMINN 9 Ólína M. Magnúsdóttir° Kinnarstöðu m: O pið fc irél Fti 1 d r. Gunnlaugs Þórðarsonar Heiöraði Gunnlaugur. Ég heyrði þig flytja fyrirlestur i útvarpinu núna fyrir jólin. Ég man ekki hvaö þú kallaðir fyrir- lesturinn, en aðalefni hans man ég. Það var ámátlegt harmakvein yfir meinsemi bænda við fólk úr þéttbýlinu og nefndir þú dæmi um það. En þetta sem fyrirlesturinn fjallaði um er vandamál, sem hefur tvær hliðar eins og flest mál. Þú last bara blaðsiöuna, sem fjallar um þá hlið málsins, sem að kaupstaðabúum snýr, en ég ætla að fletta við blaðinu og skýra frá þvi, sem er á hinni blað- siðunni, sem snýr aö bændunum og nefna dæmi eins og þú. Mig undrar, þegar gáf- aðir menn segja frá ann- arri hlið mála er láta hinnar ógetið. Það er bæði leiðinlegt og skaðlegt. Og varla trúi ég þvi, að þú hefðir kastað þvi svona ein- hliða fram gegn bændum, þegar þú varst i framboði hér i Barða- strandarsýslu. En „það ber ekki allt upp.á sama daginn”, segir gamalt spakmæli. Ég hef aldrei látið neitt i blöð fyrr, enda verður þetta pár mitt viðvaningslegt. Sannast á mér það fornkveðna: ,,Nú eru flestir sótraftar á sjó dregnir”. Hef ég þá lesturinn á hinni blaö- siðunni. Eftir að vegir opnast á vorin og umferö byrjar, eru oft tugir af tjöldum meðfram veginum og það alveg heim viö tún. Ég man ekki eftir þeim degi að ekki séu fleiri tjöld en þrjú. Einstaka prúðmenni biður um leyfi til að tjalda og leyfi til að tina ber og er hvort tveggja alltaf leyft án greiðslu. Tvisvar sinnum hef ég farið á stúfana, þegar tvær fjöl- mennar f jölskyldur voru búnar að vera nokkur dægur heim við tún og tina ber og krafði þær um gjald. Það gekk fram af mér ó- svífnin. Allur fjöldinn tjaldar og tinir ber eins og þetta sé þeirra eigið land. Um ber er ekki lengur að tala fyrir heimafólkið á þeim býlum, sem eiga berjaland er liggur að veginum. Mig minnir að þú segðir eitt- hvað á þá leið, að kaupstaðarfólk mætti ekki einu sinni tina ber uppi á öræfum. Þvi miður er ég ekki kunnug islenzkum öræfum, en grunur minn er sá, að þú kæmir ekki með fullar fötur af berjum þaðan, þótt þú hefðir frið fyrir reiðum bændum og illum nautum. Nei, berin eru i skjólsælum laut- um i heimalöndunum. Ég skil vel þörf og þrá fólksins eftir að kom- ast úr göturykinu og út i friðsæla náttúruna og ég sé ekkert eftir berjum heldur. Þau verða eða urði. of mikið undir snjónum. En viðkunnanlegra finnst mér að beðið sé um leyfi. Það vita allir, þegar þeir eru komnir heim að túni eða nálægt þvi, þá eru það á- búendur jarðarinnar, sem leyfið þarf að fá hjá. Það er þvi ekki hægt að afsaka sig með þvi, að þeir viti ekki til hverra er að leita. Mér finnst minnstu skipta um berin. Það er annað sem er alvar- legt og það er hvernig bilarnir fara með landið. Þar sem slétt graslendi er verður gróðurlitið eða gróðurlaust. Bilunum er þrælað eins langt og hægt er að koma þeim, ekkert skeytt um gróðurinn. Þar sem farið er eftir lyngi verður svört mönin eftir, sem aldreigrær, svo tekur vindur og vatn við og þvær ofan i möl. Fyrir nokkrum árum var gert hér við heybandsveg, svo að kom- ast mætti eftir honum á jeppa. Nokkru seinna kom steypiregn og vatnsflóð og skolaði sandinum burtu, svo að vegurinn varð ófær farartækjum. Þetta var bagalegt, en nú er ég fegin, það stöðvar æði bilanna. Heimamenn þræða holt- in, en hinir fara einnig yfir gróð- urlendið, sem sizt er of mikið. Það þarf engan sérfræðing til að sjá eyðilegginguna, aðeins að hafa opin augu og vera réttsýnn. Stundum eru tjaldbúar með eld. Ég kom þar einu sinni að, sem eldur logaði I litlum hlóðum I miðri lyngbrekku, þurri. Ég benti á að þetta mætti ekki, það gæti valdið hroðalegu tjóni. Maðurinn kvaðst gæta eldsins vel: „Börnin langaði svo til að hafa þetta svona”. Oft er tjaldað i réttinni og auð- vitað meinlaust, en einu sinni var sagt frá eldi I réttarveggnum. Jú, mikið rétt, mikil glóð var i einum veggnum. En ekki voru þaö söku- dólgarnir, sem sögðu frá eldin- um. Enn eru ótalin öll glerbrotin, sem eru dreifð um allt án þess að skeyta um það, að skepnur geta meitt sig á þeim. Annars hefur umgengnin batnað, hvað rusl snertir, núna tvö siðustu árin, þó ekki sé það gott enn. Seinast minnist ég á það atriði I ræðu þinni, sem gerði mig svo sára, að ég gat ekki orða bundizt. Þú sagðir að ekki mætti einu sinni skjóta fugla. Furðulegt, að þú skyldir gerast málsvari sliks ó- sóma. Það göfgar liklega sálina að skjóta fugla sér til gamans. Hvað skyldu sálfræðingar segja um. Það. Ef til vill væri það gott fyrir Reykvikinga að svala morð- fýsn sinni með þvi að leggjast á sveif með minknum og bana þess- um fáu fuglum, sem hann skilur eftir. Ég legg til að enginn megi eiga né hafa um hönd byssu, nema þeir, sem neyðast til að aflifa bú- pening. Ég skal nefna tvö dæmi um það, að ferðafólk á ekki að hafa byssu meðferðis. Fyrir um það bil 30 árum var það einn þerrisdag rétt fyrir göngurnar að bill staðnæmdist á leitinu milli Kinnarstaða og Skóga. Menn fara út úr bilnum, og svo dynja' skotin. Þá tók ég eftir dilká með svörtu hrútlambi. Ána þekkti ég. Hún var að heim- an. Meðan kýrnar voru mjólkaðar fór ærin að jarma sárt eins og hún væri búin að missa lambið. En nú var farið að skyggja og enginn timi til að athuga um þetta um kvöldið. Snemma um morguninn var ærin enn i holtinu jarmandi og þá fóru þrir að leita um holtið og þar i grennd, en ekki fannst lambið og er þó þarna auðvelt að leita, og lambið kom aldrei. Ég efa það ekki að lam'bið hefur verið drepið og þvi kippt i burtu. 1 vor var ég hjá fé minu, þar sem Hofsstaðavegurinn greinist frá aðalveginum. Kemur þá bill brunandi vestan veginn og beygir út á Hofsstaðaveginn. Ég hélt að hann ætlaði að hitta mig og fór til móts við hann, en bílstjórinn flautaði aðeins og hélt áfram. Ég sá að mennirnir voru ókunnugir og R merki var á bilnum. Ég hugði að hann ætlaði út að Hofs- stöðum. Fáum minútum seinna fór ég heim. Þegar ég kom á hæð- ina, þar sem sér heim að bænum og einnig inn yfir túnið, sem er I hvarfi frá bænum kváðu við skot, tvö- eða þrjú, ég man það ekki glöggt. Sé ég þá, að billinn hafði staðnæmzt handan við ána og manngarmur hafði læðzt heim á tún og skaut i grið og erg á gæsa- hóp, sem var á túninu. Þetta gerðist á þvi herrans ári 1974 á föstudaginn langa. Helgi dagsins var ekki virt né réttur bóndans til að ráða yfir túninu sinu. Þér láð- ist alveg að geta þess. að „oln- bogabörnin” mættu ekki einu sinni renna fyrir silungsbröndu, þegar á leið þeirra yrði girnileg veiðiá. En þar hefur lika löggjöfin sett slagbrand fyrir hurðina og það veit lögfræðingurinn. „Hvað höfðingjarnir hafast að hinir meina sér leyfist það”, segir Hallgrimur Pétursson og það er i gildi enn. Ef til vill hefur þessi fyrirlest- ur þinn ýtt undir undirleita drenginn, sem kallar sig ritstjóra Visis, þegar hann vill fækka bændum. Hann bjóst við, að þá myndu bætast við óbyggð svæði, eyðibýlum fjölga (samkvæmt viðtali i sjónvarpi). Þá yrði rýmra fyrir ferðafólk, segi ég. En umgengni ferðafólks á eyðibýlum er með þeim endemum, að ég nenni ekki að eyða orðum að þvi. Ég vik að þvi I lokin, að þetta sem hér ræðir um er stórmál og vandamál, sem greindir, réttsýn- ir og góðgjarnir menn þurfa að fjalla um og laga ef mögulegt er. Ef unnt væri að innræta æskunni ást og virðingu fyrir lifinu, hvort sem er gróður eða dýr, og virð- ingu fyrir eignaréttinum, þá mundu skemmdarvargarnir ekki íyrirfinnast hjá islenzku þjóðinni, þegar stundir liða. Kinnarstöðum 6. jan. 1975. ólina M. Magnúsdóttir Rannsók d tjóni af völdum flugvargs: Hrafninn óræðn- ari við fé en svartbakurinn A undanförnum árum hafa menntamálaráðuneytinu alloft borizt kvartanir frá bændum eða félags- og hagsmunasamtökum, þeirra vegna tjóns af völdum hrafns og svartbaks, sérstaklega i sambandi við sauöburð og æðar- rækt. Einnig hefur verið kvartað um aö þessir fuglar — sérstak- lega þó hrafn — ætu fræ f flögum og svartbakurinn laxaseiði i ám, einkum þegar niðurgönguseiðum er sleppt. A siöastliðnu vori réð ráðuneyt- ið Arna Heimi Jónsson liffræðing til þess að ferðast um landið og safna upplýsingum um meint tjón af völdum þessara fugla en jafn- framt var honum falið aö gera tilraunir með svefnlyf til fækkun- ar áöurnefndum fuglategundum. Upplýsingasöfnun þessi og tilraunirnar fóru fram i júni, júli og ágúst sumarið 1974 en timi vannst þó ekki til aö ljúka tilraun- um meö svefnlyfin fyrr en I septembermánuði. Ami Heimir ferðaðist um 20 sýslur og ræddi við 337 bændur um tjón, sem hrafnar og mávar valda á sauöfé, yfirleitt nýborn- um lömbum eöa lömbum I fæð- ingu. Af bændum, sem spurðir voru, uröu 76 eða 22,5% fyrir þannig tjóni slðastliöið vor. Þess ber að geta aö Arni Heimir reyndi að fara á sem flesta bæi þar sem frétzt haföi um tjón. Aðurgreindir bændur, sem spurðir voru um tjón, áttu um 11- 12% af þeim ám sem voru á fóðr- um siðastliðinn vetur. Mesta hugsanlega tjón, sem fuglarnir valda, er 0.08% af fjölda lamba sem fæðast. Ef öll þau lörnb hefðu lifað til siðastliðins hausts og lagt sig á 5000 krónur hvert er tjón að meöaltali á hvern bónda með 250 ær nálægt 1300-1400 krónum og er þá um algjör efri mörk að ræða að þvi er Arni Heimir telur. Tjón fer i stórum dráttum eftir gæzlu um burð. Af þeim bændum, sem létu bera að mestu leyti inni, urðu 5% fyrir tjóni. Samsvarandi tala fyrir þá, sem létu bera „við hús” eða ,,á húsi”, er 29% og úti i haga 47%. Einnig drápu fuglarnir að sögn bænda 19 kindur sem höföu orðið afvelta, fengið doða eða festst I gaddavir. Það viröist nokkuð útbreidd skoðun hjá bændum að það séu ákveðnir fuglar, „sem komast upp á lag með að drepa”. Yfirleitter ekki gert upp á milli fuglapna að þvi er tjón varðar en almennt var hrafninn talinn áræðnari við fé og flestir töldu aðkomuna verri eftir hann. Ami Heimir ræddi samtals við 67 bændur sem stunduðu æöar- rækt eða voru nýhættir þvi. Sam- anlagt dúnmagn úr æðarvarpi þeirra var að sögn 604 kg. vorið 1974. Hjá þeim, sem höfðu æðarvarp. var það i samdrætti hjá 60% i vexti eða stóð i stað hjá 40%. Sem aöalskýring á samdrætti nefndu bændur aukin áhrif eftirtalinna þátta: svartbakur, hrafn, minkur og verri umhirða. Við þetta má svo bæta sem hugsanlegri skýr- ingu stóraukinni veiði hrognkelsa I net en bændur töldu að mikið af æðrarfugli dræpist i netunum. Ekki virðist sem svefnlyf hafi náð tilætluðum árangri við efl- ingu æðarvarps þó að ýmsir telji sig ná góðum árangri við fækkun „vargfugla” með þessum lyfjum. Margt virðist mótsagnakennt þegar rætt er um áhrif hrafns og svartbaks á æðarvarp og má I þvi sambandi benda á aukningu æðarvarps á Suðvesturlandi, þar sem mikið er af „vargfugli” en hnignun æðarvarps viöa á Vest- fjörðum þar sem menn hafa náð hvað mestum árangri við fækkun ofangreindra fuglategunda. Af þeim svefnlyfjum sem reynd voru til fækkunar hrafni og svart- baki, reyndist efnið fenemal bezt en chloralose óhæft sökum kvala- fulls dauða fuglanna. Avertin reyndist ekki eins vel og fenemal- ið, sérstaklega ef það er látið I egg- • Bændur eru almennt þeirrar skoðunar, að hrafninn sé áræðn- ari við sauöfé en svartbakurinn. Breytt stjórnarstefna í Svíþjóð: Kapp lagt a ao auka og efla land- búnað EFTIR heimsstyrjöldina siðari kom á daginn, að sænskur land- búnaður hafði dregizt aftur úr og var ekki samkeppnisfær. Þetta leiddi til þess, að háværar raddir fóru aö predika samúrait á sviði landbúnaðar, og komu þeir ár sinni svo fyrir borð, aó stjórnarstefnan tók nokkurt mið af þessu. A árunum 1964—1967 var 7% af ræktuðu landi i Svi- þjóð breytt I bithaga eða tekið til skógræktar. Þetta var talin hagræðing, sem átti að stuðla að betri nýt- ingu vinnuafls I landinu. Slðan hefur breyting á orðið. A ný er það efst á baugi, að Svi- ar verði sjálfir að framleiða sem mest af landbúnaðarvöru, svo aö þeir geti dregið til muna úr innflutningi og verið sem mest sjálfbirgastir. Undir þessa nýju stefnu hefur svo orku- kreppan ýtt nú hin siðustu miss- eri. Sænskir bændur hafa þess vegna komizt að hagstæðari samningum við stjórnarvöld um Eitt frægasta kynbótanaut Svia, haft til kynbóta i nær hálfan annan áratug. Niöjarnir eru orðnir fimmtíu þúsund, og þó að þessi stæöilegi gripur sé sjálfur fallinn, eru honum enn að fæðast kálfar, þvi að hann lét eftir sig væna innistæðu i sæðisbankanum. verð á landbúnaðarvörum en áður, og gildir það þó einkum ummjólkurverðiði samræmi við það fjölgaði mjólkurkúm til verulegta muna árið 1973 og hefur enn fjölgað siðan. Nú er einnig stefna sænskra stjómarvalda að auka kornrækt til muna og rækta yfirleitt alit það land, sem hagfellt er að rækta. Meðalbændur i Sviþjóð hafa nú til umráða fimmtiu til hundr- að hektara ræktaðs lands, en margir verða þó að láta sér nægjafimm tilsexhektara, sem þykir smátt skammtað. Sænskir bændur, sem ýmist stunda griparækt, jarðyrkju eða skóg- yrkju, eru um eitt hundrað og fimmtlu þúsund, og eru lang- flestir þeirra i einhverjum bændasamtökum. Bændasam- tökin hafa einkarétt á mjólkur- sölu, og auk þess reka þau 85% allra sláturhúsa og annast 40% allrar niðursuðu á kjöti. Vinnsla og sala landbúnaðarafurðanna er með samvinnusniði, þar sem kaupfélögin i landinu eru drif- fjöðrin, og þau sjá bændunum fyrir flestu þvi, er þeir kaupa til búreksturs sins og heimilis- halds. Arið 1973 nam velta 621 kaupfélags tólf milljörðum sænskra króna. Vegna breyttrar stefnu stjórnarvalda má nú fastlega vænta þess, að sænskur land- búnaður færist i aukana og framleiðsla og velta aukist, er betur er búið að bændum en áð- ur og sitt gert til þess að glæða vilja fólks til búskapar. Meðal annars er nú unnið ötullega að þvi að koma sem viðast sjálf- virkum útbúnaði til fóðurgjafar I gripahús og sjálfvirkum hreinsitækjum i fjós til þess að létta erfiði af fáliðuðum bænd- um. Vaka eða víma Drykkjuskapur í sjónvarpi Það er áberandi munur á þvi hvernig drykkjuskapur er sýnd- um I sjónvarpsmyndum. Al- kunnugt er það að I fjölda mynda er áfengisnautn sýnd sem sjálfsagður hlutur, — allir drekka áfengi eins og annað komi ekki til greina. Stundum skortir allt raunsæi i þessar myndir. Tökum til dæm- is brezku myndina Bræðurna. Vinskápur á vinnustað. Komi gestur I skrifstofuna þá er farið I skápinn og drukkið, — venju- lega viský. Svo gengur það allan daginn og þegar komiö er heim frá vinnunni er venjulega byrj- að á þvi að gá sér i glas. Þetta gildir jafnt um konur og karla. Þó sér yfirleitt aldrei vin á nokkrum manni. Fólkið stendur upp frá brennivinsdrykkjunni og ekur bil sinum eins og ekkert hafi i skorizt. Svo undarlegt er það aö hitta má greindarfólk, sem ekki hef- ur gert sér ljóst aö þetta sé nein fjarstæða, en hefur trúað þvi, að Bretar drekki svona. Þeir séu svo vanir þessu og þoli þetta svo vel. Brezkir togaramenn hafa komið hér viö land og Islenzkir menn fengið að sjá hver áhrif áfengið hefur á þarlenda menn. Hér má nefna Seyöisfjörð, Þing- eyri og tsafjörð til dæmis. Ætli það sé ekki raunsannari mynd en kvikmyndin? Sjónvarpið okkar hefur sýnt finnskar myndir sem sýna drykkjuskap eins og við þekkj- um hann. Er það nýjast að nefna Söng Sólveigar. Amman I myndinni, kvenhetjan, sem bjargaði þvi, sem bjargað varð, sagöi við Sólveigu: „Og leiktu þér aldrei að á- fengi”. Ég man eftir fjórum finnskum myndum öðrum þar sem áfeng- ið hafði sömu áhrif og i veru- leikanum i kringum okkur. Menn verða hreifir og málglað- ir, sumir flflalegir, svo dregur mátt úr mönnum, sumir gleyma ætlun sinni og erindi, aðrir veröa uppstökk fól og niðast á konum og börnum. Hér má lika nefna Vesturfar- ana, — atriöið þar sem Róbert frelsar Arnvið frá þvi aö verða mannsbani, — sennilega I fyrsta sinn sem hann er ölvaður. Það er raunsönn mynd og minnir á það að menn þurfa ekki að vera langvanir ofdrykkjumenn til að vera i hættu. Stundum hefur fyrsta drykkjan verið örlagarik. Hennar vegna hafa góðir menn týnt lífi sinu — eða annarra. Hvers vegna er þessi munur á kvikmyndum? Hvers vegna leyfa sumir kvikmyndafram- leiðendur sér að sniöganga veruleikann svo mjög, að þeir sýna drykku áfengis eins og hún væri jafn meinlaus og vatns- drykkja? Getur þaö komiö af ööru en meöhaldi? Og skyldi það meðhald ekki oftast eiga eitthvað skylt við fjárhagslegan ávinning? Svo mikiö er vist að sumar kvikmyndir, sem annars hafa ýmsa kosti, hafa þann leiöa galla að vera skaðlygnar i þess- um efnum eins og þeim væri ætlaö að auglýsa áfengi. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.