Tíminn - 13.02.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.02.1975, Blaðsíða 12
TíMINN Fimmtudagur 13. febrúar 1975 12 ,,Katrin"f hvíslaði Jóhann einu sinni. „Já". ,,Nú verðum við þrjú á hvorum stað". ,,Já, Jóhann". Annan dag páska sigldi skúta Jóhanns hinzta spölinn á sævi jarðlífsins og hvarf undir myrka strönd dánar- heimanna. Líf hans hafði hangið á svo veikum þræði daginn og nóttina áður, að á hverri stundu mátti við því búast, að hann skildi við. Katrin sat við rúmstokkinn, og Gústaf stóð fyrir aftan hana. Jóhann lauk augunum upp til hálfs og leit á Katrínu með ólýsanlegri ást og þakklæti. „Vertu sæl, Katrín", hvíslaði hann. Svo leit hann til Gústaf s og ætlaði að seg ja eitthvað meira. En honum var það of raun. Þá leit hann aftur á konu sína og lokaði síðan augunum. — Nokkur þung, sársaukafull andköf og svo var það búið. Katrín og Gústaf hreyfðu sig hvorugt né mæltu orð f rá vörum. Sólin skein glatt inn um gluggann, og póstarnir vörpuðu skugga sinum á brekánið. Arið var eins og hvít- glitrandi veggur um þvera stofuna i sólargeislanum. Loks reis Katrín á fætur og strauk blíðlega um höfuð bónda síns. Svo kyssti hún líkið og hvíslaði: „Guðs bless- un fylgi þér, Jóhann". „Hvað á ég að gera, mamma?" hvíslaði Gústaf lágt. „Þú verður að hjálpa mér", svaraði Katrín stillilega. „Sæktu vatn, svo að við getum þvegið líkið". Hann tók vatnsskjóluna og f lýtti sér út að brunninum, og á meðari f ann Katrín hrein nærföt handa bónda sínum siðustu næturnar. Þau þvoðu síðan líkið af mikilli varúð og færðu það í hreina skyrtu. Loks lögðu þau f jalir milli tveggja stóla og létu likið þar á og breiddu yfir það lak. Katrín sleit stilk af pelargoníunni sinni og stakk honum í hönd hins látna. Síðan sneri hún sér að Gústaf: „Farðu nú til Lydíu og segðu henni, að pabbi þinn sé búinn að kveðja okkur". Gústaf gerði eins og fyrir hann var laqt, oq að vörmu spori kom hann aftur og Lydía og systur hennar í fylgd með honum. Þær lyftu upp lakinu og sögðu „Vertu sæll", og síðan sungu þau öll einn sálm. Gústaf og Kalli Seffers smíðuðu kistuna, en Katrín saumaði líkklæðin. Gústaf tíndi einivið og lyng í skógin- um, og úr því fléttaði Katrín tvo sveiga, annan frá sér, hinn frá drengjunum. Hún bauð öllum upp á kaffi og kökur, þegar Jóhann var grafinn. Janni Eiríksson ók kistunni til kirkjugarðs- ins. Katrín og Gústaf gengu hlið við hlið á undan lík- fylgdinni með sveigana á handleggnum. Skólakennar- inn, sem var góður söngmaður, söng við gröfina, og Katrín spurði sjálfa sig, hvort Jóhann myndi nú ekki vera kominn á land Ijósanna, þar sem hin gullna kóróna lífsins beið hans. Fólkið hafði sig brott, þegar greftruninni var lokið. Leiðir skildu að venju og hver hélt til síns heima. Katrín f ann f yrst, hve þreytt hún var orðið, er hún kom upp í ás- brekkuna, — þreytt eins og löngum ævidegi væri lokið og nú væri hún til þess albúin að njóta kvöldhvíldar. En hún var hrygg í huga. Kviðinn var eins og mara, sem hvíldi á henni. Hvað átti hún að hafa fyrir stafni í löngu rökkri ævikvöldsins? Eins og Beta hafði hún týnt þeirri list að njóta hvíldar, og hún vissi ekki lengur, að hverju hún átti að beita sterkum vinnuf úsum höndum sínum, þegar eng- inn þarfnaðist lengur orku hennar og umönnunar. HUMAR AÐ KVÖLDI. Katrin var þreytt og döpur. Hún sat oft tímunum sam- an við gluggann og horfði niður yfir byggðina, meðan Gústaf sótti vatn og brenni, þvoði gólfið og mjólkaði kúna. Dag nokkurn sá hún skip koma siglandi gegnum sundið út af Bátvíkinni. Þá var eins og hún vaknaði af dvala. „Hvenær leggur „Erlan" úr höfn, Gústaf?" spurði hún. „Hún er farin", svaraði hann. Katrín varð meira en lítið undrandi. „Ætlaðir þú ekki að vera á „Erlunni" i sumar?" „Nei. — Ég fór að minnsta kosti ekki". „Hvenær býst þú við að fara?" „Ég ætla ekkert að fara". „Ekki?" ,, Nei. Ég ætla að vera heima — svona til tilbreytingar. Ég verð hjá Norðkvist um sláttinn". Katrín svaraði engu. Hún virti piltinn fyrir sér, þar sem hann sat við eldavélina og hýddi kartöflur. Henni vöknaði um augu. Hún vissi, að hann sat heima hennar vevna. Hann leit upp, eins og hann hefði fundið það, að augu móðurinnar hvíldu á honum. Stórir fingurnir fitl- uðu klaufalega við smáar kartöflurnar, og langur hár- lokkur hékk niður fyrir annað augað. Katrín fann inni- lega þakklætistilfinningu streyma í hug sinn. Nú var lllliill:! Fimmtudagur 13. febrúar 7.00 Morgunútvarp Ve6ur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 9.15: Arnhildur Jónsdöttir les söguna um „LIsu I Undralandi” eftir Lewis Carroll (4). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir 9.45. Létt lög milli atriöa. Viö sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefáns- son ræöir viö Sigfús Schopka fiskifræöing um þorskgöngur á vertíöinni i ár. Popp kl. 11.00: GIsli Loftsson kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frfvaktinni Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Frá Istanbul Alda Snæ- hólm Einarsson segir frá. 15.00 Miðdegistónleikar Domenico Ceccarossi og Ermelinda Magnetti leika Prelúdlu, stef og tilbrigöi I C-dúr fyrir horn og píanó eftir Rossini. Nicolai Gedda syngur itölsk lög. Gerald Moore leikur á píanó. Wern- er Haas og óperuhljóm- sveitin í Monte Carlo leika Konsertfantasiu fyrir píanó og hljómsveit op. 56 eftir Tsjalkovský, Eliahu Imbal stjómar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatlmi: Gunnar Valdimarsson stjórnar Fjallaö um börn I ókunnu landi. Asgeir Höskuldsson ræöir viö Kristlnu og Stein- unni Glsladætur (6og 8 ára) sem syngja dönsk lög. Þor- steinn V. Gunnarsson les kafla úr „Strokudrengjun- um” eftir Astrid Lindgren I þýöingu Jóninu Steinþórs- dóttur og Gunnar ræöir viö Tryggva Ólafsson (10 ára), sem syngur bandarlska vlsu. 17.30 Framburöarkennsla I ensku 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt málBjarni Einars- son flytur þáttinn. 19.40 Framhaldsleikritiö „Húsiö” eftir Guömund Danlelsson Fimmti þáttur: Ættarlaukurinn. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur auk höfundar, sem fer meö hlutv. sögu- manns. Tryggvi Bólstaö: Guömundur Magnússon. Jóna Geirs: Kristbjörg Kjeld. A. C. Henningsen: Gísli Halldórsson. Frú Ing- veldur: Helga Bachmann. Katrín: Valgeröur Dan. Agnes: Anna Kristln Arn- grlmsdóttir. Magnús pakk- húsmaöur: Valdimar Helgason. Óliver Hansen, assístent: Jón Aöils. Haraldur Klængs, assístent: Þórhallur Sigurösson. Tómas Jónsson, assistent: Guömundur Pálsson. 20.35 Landbúnaöurinn og staöa hans I þjóðarbúskapn- um Páll Heiðar Jónsson stjórnar umræðuþætti I út- varpssal. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (16). 22.25 Kvöldsagan: „íverum”, sjálfsævisaga Theódórs Friörikssonar Gils Guö- mundsson endar lestur fyrra bindis bókarinnar 22.45 tJr heimi sálarllfsins Fjóröi þáttur Geirs Vil- hjálmssonar sálfræöings: Draumar og dagdraumar. 23.15 Létt músik á slökvöldi Arvid Lundin og Stig Holm leika á tvö pianó. 23.45 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.