Tíminn - 13.02.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.02.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 13. febrúar 1975 TÍMINN 13 Nú með hækkandi sól fara menn að huga meira að knattspyrn- unni, þessari vinsælustu íþróttagrein okkar. Sum 1. og 2. deildarliðin eru farin að undirbúa sig fyrir átök sumarsins, og ekki liðurá löngu, þartil önnur félög fara einnig að hugsa sér til hreyf- ings. Því er ekki óeðli- legt, að spá svolítið í það, hvernig knatt- spyrnan verður hér i sumar, — hvort hún verður betri eða lakari heldur en sl. keppnis- tímabil? Þvi má slá þvi föstu, að engar aðrar íþróttagreinar hafa úr eins miklum peningum að spila, eins og knatt- spyrnan. Þess vegna ætti sú íþrótt að hafa meiri möguleika á að ná góðum árangri en ýms- ar aðrar íþróttir hjá okkur. Nú er vitaö aö 10-15 milljónir króna eru notaöar til aö greiöa erlendum þjálfurum laun fyrir störf sin en ákveöiö er aö 6 erlendir þjálfarar veröi starf- andi hjá 1. deildarliöum i sum- ar. Þannig aö einstakir þjálf- arar fá þetta 1,5 til 2 milijónir i kaup fyrir keppnistimabiliö og sumir töluvert meira. Þess vegna vaknar sú spurning — er öllum þeim milljónum, sem variö er til knattspyrnunnar, variö á skynsamlegan hátt? Væri ekki möguleiki á aö verja þeim fjármunum, sem fara til erlendu þjáifaranna, á hag- kvæmari hátt? Hvaö skilja er- lendu þjálfararnir eftir sig? Þaö er vitaö, aö þessir erlendu þjálfarar sjá aigjör- lega um þjálfun meistara- flokka þeirra félaga, sem þeir þjálfa. Aftur á móti fá okkar ungu knattspyrnumenn, sem koma til meö aö taka viö i knattspyrnunni á næstu árum, enga tilsögn hjá þessum erlendu þjálfurum. Þessi þró- un er ekki rétt, þvi aö þaö veröur aö byrja aö byggja upp frá grunni, ef viö eigum aö ná árangri i knattspyrnu i framtiöinni. Þaö veröur aö leggja meiri rækt viö þjálfun yngri knattspyrnumanna okk- ar, þeir mega ekki lengur vera útundan. En er hægt aö leggja meiri rækt viö þjálfun yngri flokkanna, þegar nær öllum fjármunum félaganna er variö til aö þjálfa upp leikmenn meistaraflokksliöanna, sem mjög litla eöa jafnvel enga undirstööuþjálfun hafa feng- iö? Nei, þaö veröur aö byrja aö byggja upp knattspyrnuna I yngri flokkunum, og þjálfa okkar ungu knattspyrnumenn fyrir átök framtíöarinnar og gefa þeim iikamiegan og and- legan styrk strax, þegar þeir eru tilbúnir til aö leggja hart aö sér viö æfingar. A sinum tima skynjaöi AI- bert Guömundsson, fyrrum formaöur KSÍ, hættuna sem framundan var. Hann sá, aö ef ekkert væri gert hér I þjálf- armálum, þá væri ei á góöu von. Albert haföi samband viö enska knattspyrnusambandiö og fór fram á þaö, aö íslenzkir þjálfarar fengju aö taka þátt i þjálfaranámskeiöum enska knattspyrnusambandsins. Fyrsta skrefiö til aö byggja upp þjálfarastétt hér var þeg- ar 15 þjálfarar fóru á vegum KSt á þjálfaranámskeiö i Lundúnum. En hvaö geröist svo? Jú, félögin misstu allan áhuga á aö senda unga og efni- lega þjálfara á námskeiö er- lendis. Aftur á móti fóru þau aö flytja hingaö inn erlenda ALBERT GUÐMUNDS- SON.... skynjaði hættuna sem framundan var. Hvað skilja erlendu þjálfararnir eftir siq? ★ Er öllum þeim milljónum, sem varið er í knatt spyrnuna, varið á skyn- samlegan hátt? r ★ Islenzk þjálfara- stétt er að deyja út ★ Er það ekki of dýru verði keypt? tslendingar fagna sigri yfir Norömönnum á Laugardalsvellinum. Þetta afrek unnum viö án þess aö erlendir þjálfarar kæmu þar nærri. þjálfara, fyrir svimandi háar upphæöir, og á sama tima var þjálfun yngri flokkanna látin sitja á hakanum. Sumir forráöamenn þeirra félaga, sem hafa ráöiö til sln erlenda þjálfara, segja aö I framtiö- inni hafi félögin ekki efni á þvi, aö fá hingað erlenda þjálfara og telja þeir jafn- framt, aö miklar llkur séu á þvi, aö þetta ár veröi þaö siö- asta sem erlendir þjálfarar starfi hér. Þess vegna spyrja menn: — Hvað skilja erlendu þjálfararnir eftir sig, þegar þeir fara? Þvi er fljótsvaraö: — RUSTIR. Nú er séö fram á þaö, aö islenzk knattspyrnu- þjálfarastétt er á góöri leiö með aö deyja út. Astæöan: — Jú, þaö hefur ekkert veriö gert tvö sl. ár til aö undirbúa is- lenzka þjálfara til aö taka viö af erlendu þjálfurunum. Enginn tslendingur hefur ver- iö sendur á þjáifaranámskeiö erlendis, þrátt fyrir aö áhugi sé fyrir hendi hjá mörgum. Er þetta ekki of dýru veröi keypt? Hverjir eru svo þessir erlendu þjálfarar, sem viö greiöum milljónir til aö koma hingaö og þjálfa? Þaö er vitað, aö sumir þeir þjáifarar, sem koma hingaö og þjálfa i sum- ar, fá ekki starf sem þjálfarar hjá félögum i Englandi og á Bretlandseyjum. Astæöan fyrir þvi er sú, aö þeir eru hreinlega ekki meö þeim beztu til aö þjálfa lið þar eöa skipu- leggja leik þeirra. Þegar þess- ir sömu þjálfarar, sem Eng- lendingar geta ekki notaö, koma hingaö tii landsins, er þeim tekiö eins og þjóö- höfðingjar væru á feröinni. Þeim er rétt allt upp I hend- urnar og þaö liggur viö aö menn snúist um þá eins og skopparakringlur. Þá hefur veriö mikiö rætt um þaö, aö laun þessara manna séu hátt yfir þann taxta, sem þeir myndu hafa á Bretlandseyjum, ef þeir fengju starf þar, sem þjálfar- ar hjá áhugamannaliöum. Launin, sem þeir fá hér á landi, fara hátt upp i þau laun, sem framkvæmdastjórar hjá sumum 2. deildarliöunum i Englandi hafa. A þessu sést, aö viö yfirborgum þjálfarana, sem annars væru atvinnulaus- ir á Bretlandseyjum. GEORGE SMITH.... einn af erlendu þjálfurunum, sem hefur starfað hér. Þá má geta þess, aö þvi er haldið fram, aö erlendu þjálf- ararnir séu aö rifa islenzka knattspyrnu upp úr meöal- mennskunni. 1 erlendum blöö- um má sjá, aö enskum þjálf- urum sé þakkað aö „eskimó- arnir” uppi á tslandi séu nú orönir sæmilegir knattspyrnu menn. Margir islendingar gleypa viö þessu eins og heit- um lunnnum og dásama ensku þjálfarana, sem eru ekki nothæfir i Englandi. Arangur islenzka landsliösins sl. keppnistimabil var strax skrifaður á reikning ensku þjálfaranna og menn voru fljótir aö gleyma árangrinum sem haföi náöst undanfarin ár, þegar viö unnum sigur yfir Norömönnum 2:0, geröum jafntefli viöDani 0:0, töpuöum naumt fyrir HM-liöi Svia 1:0 i Sviþjóö og veittum HM-liöi A- Þjóöverja haröa keppni á Laugardaisvellinum i tveimur leikjum. Allt þetta afrekuöum viö án þess aö enskir þjálfarar kæmu þar nætti. Þegar viö háöum hiö óvænta jafntefli I Magdeburg gegn A- Þjóöverjum 1:1 sl. haust, þá var gleymd sú geysilega vinna, sem hefur veriö lögö viö þjálfun landsliösins undanfarin ár. Enskum þjálf- ara, sem stjórnaöi liðinu, var þakkaö árangurinn og meira Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.