Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 14. febrúar 1975 Föstudagur 14. febrúar 1975 Vat sberinn: (20. jan. - 18. febr) Þetta er kaupsýsludagur og bara heppilegur til a& verzla, hvort sem það er stórt eða smátt, en kvöldið hins vegar heppilegt til ferðalaga eða til að sýna félagslyndi i verki. En kauptu ekkert fyrr en að vel athuguðu máli. Fiskarnir: (19. febr. - 20. marz) bú skalt ekki sinna veraldlegum efnum nema sem allra takmarkaðast i dag. Snúðu þér frekar að hinum ánægjulegri, félagslegu hliðum lifsins. Kauptu þér fallega muni til eigin ánægju, ef þér finnst þú þurfa að kaupa i dag. Hrúturinn: (21. marz — 19. april) Það er ekkert óliklegt, að þú fáir fréttir af eða bréf frá fjarstöddum ættingjum, en hvað sem verður, mun þetta koma þér ánægjulega og ylja þér um hjartaræturnar. Fólk er jákvætt i dag og heppilegt að bæta samskipti við ættingja. Nautið: (20. april - 20. mai) Þetta er svolitið furðulegur dagur, en ákaflega heppilegur til þess að skila gölluðum vörum, eða biðja um lán eða greiða. bað getur vel verið, að ákveðnar tilfinningaflækjur verði þér hagstæðar — og gjafmildi kemur sér mjög vel. Tviburamerkið: (21. mai - 20. júní) Það er alls ekki óliklegt, að þú getir orðið þér úti um fallega muni i dag, eða gert hagstæða verzlun. Þú skalt leyfa öðrum að taka ákvarðan- ir með þér. Það litur út fyrir að það sé mjög gott samband á milli þin og nýs kunningja. Krabbinn: (21. júni - 22. júli) Greiði, sem þú gerir einhverjum i dag, gæti orð- ið upphafið að mikilli og góðri vináttu. Það er heppilegt að kaupa listmuni i dag og leið- beiningabækur gætu komið sér afskaplega vel fyrir þig. bú skalt samt reyna að komast hjá heimboði i kvöld. Ljónið: (23. júli - 23. ágúst) Þetta er á ýmsan hátt afskaplega hagstæður dagur, og kvöldið gæti orðið heppilegt til þess að lýfta sér upp. Þægilegt fólk gæti orðið á vegi þin- um, og það er furðulegur bjarmi yfir ástamálun- um. Tækifæri til að skemmta sér vel. Jómfrúin: 23. ágúst - 22. sept.) Þetta er afskaplega góður dagur til þess að sinna heimilinu og nánasta umhverfinu, enda veitir kannski ekkert af að fara að taka til höndunum. Það er líka harla liklegt, að þú fáir tækifæri til að sýna, hversu góður gestgjafi þú ert. Vogin: (23. sept. - 22. okt.) Það er engu likara en allt sæki upp i hendurnar á þér idag og það bara af sjálfu sér.Þú ættir bara að taka þig til og heimsækja fólk. bú getur að minnsta kosti reitt þig á það, að þér verður vel tekið. Þú skalt ákveða stefnumót. Sporðdrekinn: (23. okt. - 21. nóv.) Þetta er einn af þinum betri dögum, — ef þú hef- ur vit á þvi að ana ekki út i neina vitleysu um miðjan daginn, og það er að likindum i sambandi við peningamál. Ástasamband gæti hæglega verið að myndast — þú skemmtir þér liklega mjög vel. Bogmaðurinn: (22. nóv. - 21. des.) Það er einhver bannsett kaupgleði i þér i dag, sem þú skalt reyna að hafa hemil á, þótt erfitt reynist, — þú sérð ástæðuna til þess innan skamms. Kvöldið er upplagt til að njóta fagurra lista eða far'a á fyrirdram ákveðið stefnumót. Steingeitin: (22 des. - 19. jan.) Þfn er freistað i dag. Það er eitthvert pukur eöa jafnvel óleyfilegt eða ólöglegt. Gættu þin. Þessi 'dagur er upplagður til að bæta og fegra, sérstak- lega hibýli þin og umhverfi þitt. Fiýttu þér hægt i dag. Flugvirkjar Framhaldsaðalfundur FVFí verður hald- inn að Brautarholti 6 i dag kl. 16,30. FUNDAREFNI: 1. Reikningarnir. 2. Önnur mál. Stjórnin. Ekki endalaust hægt að bjóða okkur svona vinnubrögð Oft hefur verið um það rætt manna á meðal, að þýðingar á kvikmyndum sem teknar eru til sýninga i islenzkum kvik- myndahúsum séu harla lélegar i mörgum tilfellum. Nokkrum sinnum hefur þessu einnig brugðið fyrir i blöðum, — þegar kvikmyndahúsagestum finnst keyra úr hófi fram. Hins vegar virðist nú svo komið, að gestir kvikmyndahúsanna séu búnir að sætta sig við orðinn hlut og hættir að stinga niður penna til að vekja athygli á þeirri lélegu þjónustu, sem kvikmyndahúsin mörg hverbjóða gestum sinum i sambandi við textun kvik- mynda. Tilefni þess að undirritaður þeysir fram á ritvöllinn er sú, að hann fór að sjá kvikmyndina „Last Tango In Paris” siðasta daginn sem hún var sýnd, og tæpitungulaust var þýðingin, sem kvikmyndagestum var þar boðin upp á hreinasta hörmung, og bióinu og þýðandanum til háborinnar skammar. Þótti mér furðulegt að enginn skyldi hafa fundið sig knúðan til að stinga niður penna, þvi að oft hefur likt verið gert af minna tilefni en þessu. • Orðræður persónanna i kvik- myndinni voru grófar, klúrar og ruddalegar, — en hins vegar var þýðingin á þeim sömu orðum i likingu við kirkjulega prédikun! Það þarf vart nokkrum blöðum um þaö að fletta, að samræður i myndinni og ruddalegt orð- bragð persónanna var stór þátt- ur myndarinnar, — og óefað frá sjónarmiði leikstjórans nauð- synlegur þáttur i myndinni, hvernig svo sem kvikmynda- húsagestum hefur likað tals- mátinn, það er önnur saga. Það sætir þvi mikilli furðu, svo ekki sé sterkara til orða tekið, að Is- lenzka þýðingin var á engan hátt I samræmi við texta mynd- arinnar, heldur á sannkölluðu rósamáli. Hver ástæðan er fyrir þvi, að þýðandinn gerist sjálfskipaður siöferðispostuli, skal ósagt látið, en hvers vegna slfk forkastan- leg þýðing er boðin kvikmynda- húsagestum væri fróðlegt að fá svör við. Fyrir þá, sem litt kunna skil á tungutaki enskra og franskra, hefur myndin eflaust að stórum hluta farið fyrir ofan garð og neöan, — og slik eyðilegging á kvikmynd, sem hefur að margra áliti verið nefnd mikið listaverk, hlýtur að vera vita- verð. Annað atriöi i þessu sambandi kemur upp i hugann: Hver er réttur höfunda i tilvikum sem þessum? Er höfundarrétturinn gjörsamlega hunzaður? Gaman væri að sjá framan i rithöfund, sem liti I fyrsta sinn augum þýð- ingu sem þessa á verki sfnu. Myndi hann líklega trúa sinum eigin augum og halda að þar færi annað ritverk. Heyrzt hefur að bióstjórinn og þýðandinn hafi komizt að þeirri niöurstöðu, — stuttu eftir að myndin kom til landsins, — að nokkrar setningar i henni væru þess eðlis að óþarfi væri með öllu, að þýða þær, þar sem hluti þeirra i heild myndarinnar væri litill sem enginn, — og setning- amar væru i raun og veru einungis samansafn af örgustu klúr- og klámyrðum. Enda kom i ljós við sýningu myndarinnar, að stórar gloppur voru i þýðingunni, — og heil- margar setningar alls ekki þýddar, svo alltént hefur þýð- andinn litið á þær sem óþarfar, hvort sem bióstjórinn átti þar hlut að máli. í þessu sambandi væri gaman að spyrja: Hver er réttur for- stjöra kvikmyndahúss, sem fær mynd til sýningar, og þýðanda, sem á að þýða mynd, — til að sleppa heilu setningunum, vegna þess að það er þeirra skoðun, að setningarnar þjóni engum tilgangi i myndheild- inni? Hvað segðu rithöfundar eða ljóðaskáld ef útgefandi ellegar þýðandi kæmist að þeirri niður- stöðu, að einn kafli bókar eða tvær linur i ljóði væri óþarfar með öllu og skemmdu á engan hátt heildarsvip verksins ef að þær féllu niður? Já, hvað myndu þeir segja? Ég veit að ég mæli fyrir munn margra kvikmyndahúsagesta, sem sáu umrædda kvikmynd, þegar ég segi, að „textunin”, sem boðið var upp á var út i hött, og i engu samræmi við texta myndarinnar. Það hlýtur að vera krafa okkar fjölmörgu unnenda kvikmynda, að umræddur þýðandi taki sig verulega á I starfi og hætti með öllu að „skálda” texta við kvik- myndir, — ellegar hreinlega leggi þennan starfa sinn niður. bað er ekki endalaust hægt aö bjóöa okkur upp á svona vinnubrögð! Mig langar til að geta þess hér að lokum, að daginn eftir að ég sá „Tangóinn” fór ég að sjá kvikmyndina „Last Picture Show”, sem Stjörnubió hefur sýnt að undanförnu, og þar var „textunin” mjög vel gerð og þeim, sem að henni stóðu, til sæmdar. í þeirri mynd var einnig talsvert klúrt og gróft oröbragð, en þar var rétta texta myndarinnar komið til skila á Islenzkunni, — enda hlýtur það að vera verk þýðandans — og ekkert annað. Þýðandi þeirrar myndar leit ekkiá sig sem sjálfskipaðan sið- ferðispostula. G.S. Seljum í dag: 74 Scout II V 8 sjálfskipt- ur meö vökvastýri. 74 Chevrolet Blazer V 8 sjálfskiptur með vökva- stýri. 74 Chevrolet Nova 74 Toyota Corolla 74 Citroen D.S. super 5 73 Chevrolet Malibu 73 Chevrolet Chevelle 73 Chevrolet Nova sjálf- skiptur 73 Mercury Comet sjálf- skiptur 73 Pontiac Le Mans coupé 73 Saab 96 73 Toyota Celica 72 Ford Cortina XL 72 Chevcolet Blazer V 8 sjálfskiptur 72 Chevrolet Chevelle sjálf skiptur 71 Opel Caravan 71 Vauxhall viva 71 Chevrolet Nova 70 Chevrolet Malibu V 8 2ja dyra '69 Chevrolet Nova sjálf- skiptur j|S[I]| BÆNDUR: Póstleggið svör við fyrir febrúarlok Munið að skrifa greinilega nafn og heimilisfang. Vekjum athygli bænda sérstaklega á því að notfæra sér fyrirspurnaformið til tímanlegrar pöntunar d nauðsynlegum varahlutum fyrir næsta sumar. Athugið að óvenjulegir erfiðleikar eru d innflutningsverzlun núna Oft er þörf - en nú er nauðsyn Sambana islenzkra samvinnufelaga VÉLADEILD Armold o Reykjav.k sirru 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.