Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 14. febrúar 1975 Megrunarbylting eða ekki? Megrunaraðferðin getur verið hættuleg — segir i bandarísku læknatímariti (^for^ai'ijntadnn MEDIGAL LETTER <***• FB-Reykjavík. Offitan veldur mörgum manninum hugar- angri, og glöddust þvi margir fyrir nokkru, er ný megrunar- aðferð birtist i blaði hér fyrir skömmu. Þrir velþekktir menn voru fengnir til þess að gera til- raun með þessa aðferð, og tókst þeim að ná af sér samanlagt 18.5 kg á þremur vikum. Nú hef- ur Timanum borizt grein úr timaritinu The Medical Letter, sem gefið er út I New York, og er þar rætt um þessa sérstöku megrunaraðferð, og sérstak- lega tekið fram, að hún geti ver- ið hættuleg t.d. ófrískum kon- um. 1 The Medical Letter segir, að megrunarbylting dr. Atkins, sem byggist á þvi, að fólk spari mjög við sig kolvetni i þeim til- gangi að léttast, sé hvorki ný né byltingarkennd. Árið 1863 mun W. Banting hafa bent á svipaða aðferð til megrunar, og siðar hafa ýmsir aðrir kynnt þessa aðferð. Megrunaraðferð dr. Atkins byggist á þvi að fólk einskorði sig við að borða kjöt, fisk, egg, fitur og osta. Einnig má borða krydd, sykurlaust, og sykur- lausa drykki. Ekki má drekka mjólk, og af tvennu illu er betra að drekka rjóma en mjólk, þvi rjóminn inniheldur minna magn kolvetna heldur en mjólkin sjálf. t greininni í The Medical Lett- er segir, að niðurstöður tveggja sérfræðinga, sem kannað hafi þessa aðferð, komi fram, að þeir, sem halda sig að fyrirskip- uðu mataræði, auki ekki með þvi neyzlu sfna á eggjahvitum og fitu í sama hlutfalli og þeir minnka annað fæði, og þess vegna stafi megrunin fyrst og fremst af þvi, að þrátt fyrir allt fækki hitaeiningunum i mat þeirra. Annars er þess að geta, að hitaeiningar eiga engu máli að skipta I aðferð Atkins, og get- ur fólk borðað allt upp í 5000 hitaeiningar á dag, af „réttu fæði”, og horazt samt. Þá segir einnig i greininni, að ófriskar konur ættu að sneiða hjá aðferð- um Atkins, þvi þær geti haft skaðleg áhrif á fóstrið. Timinn sneri sér til Sigurðar Þ. Guðmundssonar læknis, sér- fræðings i efnaskiptum, og spurði hann álits á þessari megrunaraðferð. Hann sagði: — Eins og greinin i Medical Letter ber með sér, er aðferð Atkins ekkert nýtt. Fyrir 20-30 árum var danska vikuritið Hjemmet með ámóta kenningu, en aðeins einfaldari, um að „með fedt kan fedt fordrives.” — Þegar þess háttar mataræðisaðferð orkar til megrunar hjá þeim, sem henni fylgir, hlýtur það að vera vegna þess að aðferðin tryggir hitaein- ingatekju, sem að tiltölu er jafnaðarlega minni en sú, sem hann eða hún notaði sér áður til „Itroðslu.” — Hraustir, velfeitir einstak- lingar, þola upp að vissu marki hvaða megrunaraðferð sem er, jafnvel algert svelti, ef séð er fyrir snefilefnum. — Alhæfing dr. Atkins á þvi ekki við og getur verið hættuleg I tilvikum, þegar svo er ekki farið, og þar á ég ekki aðeins við vanfærar konur eða vanheila, á hvers kyns lyfjameðferð, heldur lika þá einstaklinga, sem eygja i þessari aðferð lausnina á að losna við minni háttar ofþyngd, fólks, er er innan við 10% ofan kjörþyngdar sinnar. on Drujf.s and Thorapoulics f 4 r 1V3 Puhlishcd hy 1 Iil* Mcdical Lcttci, Inc., 56 Harrisón Streel, Ncvv Rodielle, N. Y. 10801 Vol. 15, No. 10 (Issue 374) May 11, 1973 DR. ATKINS' DIET REVOLUTION "Dr. Atkins' Diet Revolution, The High Calorie Way to Stay Thin Forever" (New YorkrMcKay, 1972) promotes a low-carbohydrate diet for weight reduction. The Atkins diet is not new or revolutionary; it is similar to one described by W. Banting as far back as 186 3 and advocated recently in "The Drinking Man's Diet" (G. Jameson and E. Williams, San FranciscotCameron, 1964) and "Calories Don't Count" (H. Taller, New YorkrSimon and Schuster, 1961). The diet advocated by Atkins at first excludes virtually all carbohydrate and later permits a grad- Qq, ^ no tz101"6 than 40 Gm per day. It is a diet designed to produce ÍB kctömiria to be monitored by the patient with a dip- aflce5r^A'47t/jc °na °und °°eh i it °ns afe. y b. e eff ‘■'•ícted intake of calories de- CÍJVe in r saturated fats and B°fne „ Pati°nt8 4 ’n the At- the cÖ cholesterox . kins book are that ov^ ^ still lose weight; that on sucn a diet mao, e ~^tkins and breath as ketones and other incompletely oxiu.. stimulates secretion of a "fat mobilizing hormone;" that tnc .. readily converted to carbohydrate, thereby keeping the blood sugar , even level." Atkins describes carbohydrate as a "poison" and sugar as an "antinutrient." He also subscribes to the belief that reactive hypoglycemia is widespread and generally undiagnosed in the United States. Atkins gives no references to stud- ies establishing the long-term effectiveness and safety of his diet. EVALUATION - J. Yudkin and C. W. Carey (Lancet, 2:939, 1960) showed that obese subjects whose dietary carbohydrate intake is rieidlv restrictpH eí r\o+ 1 n rrppcp f h c. -V 4- ----------- Hér sést hluti af greininni I The Medical Letter, þar sem fjallað er um megrunarbyltingu dr. Atkins. 1 niðuriagsorðum greinarinnar segir, að þrátt fyrir það að aðferðin kunni að bera árangur I sumum tilfeilum, sé hún óheilbrigð, ótrygg og jafnvægislaus. FF Beini fleygt fyrir hund” um sjónvarpsútsendingar til Austfirðinga Harður árekstur á Ártúnshöfða SJ-Reykjavik. Harður árekstur varð I iðnaðarhverfinu á Artúns- höföa I gærmorgun. Tveir fólks- bilar voru að mætast á mótum Funhöfða og Dverghöfða og var annar að taka vinstri beygju. Okumenn bifreiðanna voru hvorugir i öryggisbeltum. Hlutu þeir roluverð meiðsli, sem þó voru ekki talin alvarleg. Afbrotum hraðfjölgar í Færeyjum SVO að segja hvers konar afbrot jukust stórlega í Færeyjum árið 1974, frá þvi, sem áður var. Alls komu þúsund brotamál tii kasta löggæzlumanna, og einn brota- mannanna hefur brotið samtals 150 lagaákvæði. Brotamálin 1974 voru nálega fjögur hundruð fleiri en árið áð- ur. Innbrot voru 250 á móti 110 ár- ið 1973, skemmdarverk 152 á móti 111, og sekir um ölvun við akstur reyndust 107 á móti 79 fyrra árið. Brotizt inn í Naust og ófengi stolið SJ-Reykja vik. Aðfaranótt fimmtudags var brotizt inn i veit- ingahúsið Naustið við Vesturgötu og stolið þaðan 12 flöskum af áfengi, genever og vodka. Þjófarnir brutu gler i kýrauga á norðurhlið veitingasalar og kom- ust þar inn. — Greinarkorn Eins og komið hefur fram i fréttum undanfarna daga og vikur, eru Austfirðingar óánægðir með útsendingar sjón- varpsins allar götur frá þvi út- sendingar Ganheiðarstöðvar hófust, þótt fyrst hafi keyrt um þverbak I vetur. Er nú svo kom- ið, • að langlundargeði flestra Austfirðinga er ofboðið, og neita þeir nú að greiða afnotagjaid sjónvarpsins þetta ár. (Sumir þó ekki nema helminginn. Fer það eftir þvi, hvernig þeir lita á málin.) Hafa nokkrar byggðir þegar sent frá sér mótmælaer- indi og veröa þær væntanlega fleiri og þá ekki sizt eftir að fólk hefur lesið mjög svo merkilegt viðtal við Gunnar nokkurn Vagnsson, en það birtist í Timanum 30. jan. s.l. Mun varla nokkrum manni þykja mikið, að Austfirðingar ætli að neita að greiða afnotagjöldin, þótt ákvörðun sú, væri einungis tek- in með tilliti til þess rembings, er maður sá lætur þar I ljós. I pistli þessum lætur G.V. að þvi liggja, að truflanir sjón- varpssendanna séu alls ekki Rikisútvarpinu að kenna, held- ur séu þar aðrar utanaðkom- andi orsakir að verki, svo sem : rafmagnsbilanir, snjóflóð, slæmir vegir o.s.frv. Þá spyr ég: Eru þær orsakir Aust- firðingum að kenna? Nei, það tel ég ekki. Hitt mun rétt, að alltaf geta bilanir orðið dag og dag, og sætta menn sig gjarnan við það. En þegar útsendingar eru gallaðar ár eftir ár, þá er fleira sem um er að kenna en G.V. lætur uppi. Það gobbaðist lika upp úr þeim góða manni, að „dreifikerfið hefur reynzt veik- ara en við héldum að það væri.” Er það Austfirðingum að kenna? Nei, sannleikurinn birtist raunar i áðurritaðri setningu, þarkemur G.V. að kjarna máls- ins, og hefði hann raunar engu þurft þar við að bæta, nema —• að litill áhugi virðist vera fyrir þvi, að gera það þannig úr garði, að það þoli islenzkt veðurfar. Þetta er ekki i fyrsta skipti, sem Austfirðingar kvaria Það hefur einfaldlega ekki verið hlustað á þá. Þegar svo gengur i áraraðir, er engin furða, þótt þolinmæðin bresti. Þvi verður ekki i móti mælt, að Austfirðingar hafa sýnt þolinmæði, bæði nú og áður. I mörg ár, áður en sjónvarpið kom til sögunnar, bjuggum við Austfirðingar við afleit útvarps- skilyrði, og eru þau vist fyrir hendi sums staðar enn. Þá kvörtuðum við ár eftir ár, en ekkert var gert fyrr en menn neituðu að greiða afnotagjöld. Við sjáum þvi ekki fram á ann- að ráð vænna en endurtaka slikt. Við sættum okkur ekki lengur við að greiða gallaða þjónustu fullu verði. Nú mun það viðtekin regla og er raunar i lögum, að ekki skuli greiða gallaða vöru, eða menn fá a.m.k. afslátt á henni. Hvað erhér á ferðinni annað en gölluð vara? Hvort hún er gölluð af þessari eða hinni orsökinni, geta neytendur ekki að gert. Seljandi verður að taka þá ábyrgð á sig að koma henni gallalausri á markað, að öðrum kosti fær hann ekki greiðslu fyrir. En það sjónarmið virðist ekki rikja hjá G.V., enda er hann dæmigerður þröngsýnismaður valdaklikunnar við Faxaflóa, ef marka á orð hans og þær hug- myndir, sem að baki þeirra liggja. Hann segir, að Rikisút- varpið eigi fullan rétt til að krefjast fulls afnotagjalds af Austfirðingum. Þeir hafi tekið vissa áhættu, þegar þeir keyptu sin sjónvarpstæki. Hefur fólk heyrt annan eins hroka! Ég spyr þvi: Tók Rikis- útvarpið enga áhættu, þegar það burðaðist við að setja upp sjónvarpssenda á landsbyggð- inni! Það er engu likara en það hafi verið gert af hjartagæsku við dreifbýlið, en ekki til þess, að það sæti við sama borð og „suðvesturhornið.” Þetta við- horf G.V. er eins og þegar beini er fleygt fyrir flækingshund. Þarna heyrir landsbyggðarfólk- ið, hvaða augum „þjónustuaðil- ar” rikisins lita á það. Takk fyr- ir! Meira að segja, er ekki ann- að að heyra, en raunar ættu Austfirðingar að greiða hærra afnotagjald, þangað til mein- semdir útsendingartólanna eru læknaðar. Þetta eru lýðræðis- legar hugmyndir, ekki satt. Svo kórónar þessi mæti maður allt meö þvi að láta hafa eftir sér: „Við höfum hvergi skuld- bundið okkur til að koma dag- skránni til notenda útvarps og sjónvarps.” Ég held, að flesta reki i rogastans. Til hvers er þessi stofnun? Það væri vissu- lega gaman að fá svör við þvi. ’ (Annars gæti maður haldið að þetta væri prentvilla.) Ég held að kominn sé timi til, að hið háa Alþingi fari að setja greinagóð lög um hlutverk og skyldur Rikisútvarpsins, ef þetta er rétt. Það þarf enginn að láta sér til hugar koma, að slikur hroki breyti afstöðu okkar Aust- firðinga. Hann hlýtur vitaskuld að þjappa okkur betur saman til sóknar fyrir viðunandi sjón- varpsskilyrðum. Og þá ber að hafa það i huga, að enn er ekki komið sjónvarp til allra Aust- firðinga, eins og lofað var að yrði komið 1972. Það hafa kannski einhverjir gott af að hugleiða það. Nú er vitað mál, að Rikisút- varpiðerfjárvana, enda er fjár- öflunarkerfi þess meingallað. Engin glóra er i þvi að láta að- eins þá, er útvarps- og sjón- varpstæki kaupa, greiða afnota- gjöld. Margir fleiri njóta góðs af þessari þjónustu. Það á þvi auð- vitað að láta alla, sem náð hafa a.m.k. kosningaaldri greiða visst gjald, burt séð frá þvi, hvort þeir eiga tæki eða ekki. Það eiga engir að njóta forrétt- inda I sliku. En samt sem áður verður að hafa það hugfast, að efnið verður að komast’ galla- laust til skila. Breiðdalsvik á kyndilmessu 1975. Guðjón Sveinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.