Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 14. febrúar 1975 TÍMINN 9 r Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Ilelgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við l.indargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323— auglýsingasimi 18523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Hliðarrdð- stafanir Það þarf ekki að taka fram, að gengislækkun er alltaf neyðarúrræði, sem gripið er til i þeim til- gangi að afstýra öðru verra. Þetta gildir ekki siður um þá gengisfellingu, sem nú hefur verið ákveðin, en hinar fyrri. Með gengisfellingunni nú er þess vænzt, að komið hafi verið i veg fyrir stöðvun út- gerðarinnar og óhæfilega gjaldeyriseyðslu. En þótt þetta tvennt kunni að hafa náðst, er vandinn allur engan veginn leystur. Það er sérstakur óhugur i mörgum i sambandi við gengisfellingar, vegna þeirrar reynslu, sem fékkst af gengisfellingunum 1967 og 1968. Þeim fylgdi þá stórfellt atvinnuleysi og mikil kjara- skerðing hjá láglaunafólki. Þetta er þó ekki rétt að skrifa að öllu leyti á reikning gengisfellinganna sjálfra, heldur að sumu leyti á reikning rangra hliðarráðstafana, og áð öðru leyti á reikning hliðarráðstafana, sem ekki voru gerðar. Þannig má t.d. rekja hið mikla atvinnuleysi, sem oft rikti á þessu timabili, að mjög verulegu leyti til alltof mikils samdráttar i opinberum framkvæmdum, of mikils samdráttar i útlánum fjárfestingarsjóð- anna, og of mikillar takmörkunar á rekstrarlánum til iðnaðarins og fleiri atvinnugreina. Það voru þessar óheppilegu samdráttaraðgerðir, sem voru gerðar samhliða gengisfellingunum, sem áttu verulegan þátt i hinu mikla atvinnuleysi um- ræddra ára, landflóttanum og vaxandi vantrú á framtið lands og þjóðar. Hin óbærilega kjara- skerðing hjá láglaunastéttunum stafaði svo að verulegu leyti af þvi, að nauðsynlegar hliðarráð- stafanir höfðu ekki verið gerðar til að tryggja kjör þeirra. Af hinni bitru reynslu þessara ára er vissu- lega hægt að læra margt um það, hvað beri að var- ast og hvað beri að gera i sambandi við gengisfell- ingar. Það er yfirlýst stefna núverandi rikisstjórnar, að hún telji það meginverkefni sitt i efnahagsmál- unum að tryggja atvinnuöryggið og hlut þeirra, sem minnst bera úr býtum. Við þetta tvennt munu þær hliðarráðstafanir, sem nú eru undirbúnar i framhaldi af gengisfellingunni, fyrst og fremst miðast. Þessar ráðstafanir verður að vanda vel og reynt að tryggja sem bezt, að þær nái umræddum tilgangi. Það ætti að vera til mikils stuðnings i þessum efnum, að verkalýðshreyfingin hefur lýst yfir þvi, að hún hafi þetta tvennt einnig efst á blaði. Meginkrafa hennar er að atvinnuöryggið verði tryggt, en þar næst að hlutur láglaunastétt- anna verði tryggður sem bezt. Allir munu sammála um, að nauðsynlegt sé að halda opinberum útgjöldum sem mest i hófi. Nauðsynlegt er að gæta þar sparnaðar og hag- sýni, eins og frekast er unnt. En sá sparnaður sem dregur úr atvinnuörygginu og leiðir til atvinnu- leysis, er of dýru verði keyptur. Þeir sem muna eftir atvinnuleysinu á heimskreppuárunum og ár- unum 1967—1969, gera sér þetta áreiðanlega ljóst. Dómarnir um núverandi stjórn munu áreiðanlega fara mjög eftir þvi, hvernig henni tekst að tryggja atvinnuöryggið á þeim miklu erfiðleikatimum, sem nú eru. ERLENT YFIRLIT Hagstæður spádómur varð Heath að falli Thatcher hafði heppnina með sér EFTIR hin sögulegu úrslit, sem urðu i fyrstu umferð for- mannskjörsins hjá brezka t- haldsflokknum, fól stórblaðið Sunday Times nokkrum blaðamönnum sinum að kynna sér sem gerst alla málavexti, m.a. með trúnað- arviðræðum við ýmsa þing- menn og aðra forustumenn flokksins. Niðurstaða þessar- ar könnunar varð sú, að mis- tök hjá helztu aðstoðarmönn- um Heaths hefðu verið ein helzta orsök þess, hvernig fór. Þeir töldu sig hafa komizt að raun um það siðustu dagana fyrir kosningarnar, að Heath væri að vinna á, og myndi jafnvel ná kosningu strax i fyrstu umferðinni, en til þess þurfti hann ekki aðeins að fá meirihluta greiddra atkvæða, heldur einnig 15% fleiri at- kvæði en næsthæsti keppinaut- ur hans. Það var ákveðið af Heath og umræddum aðstoð- armönnum hans, að þessu skyldi haldið vandlega leyndu, þvi að það gæti haft óheppileg áhrif, ef það bærist út. En ein- hver eöa einhverjir i trúnað- armannahópnum virðast hafa brotið þagnarheitið, þvi að sama daginn og kosið var, birtist sú spá i öllum morgun- blöðunum, að Heath myndi sennilega ná kosningu i fyrstu umferð. Aðrar heimildir telja, að raunverilega hafi enginn af trúnaðarmönnum Heaths brugðizt, heldur hafi fylgis- menn Margaret Thatchers komið þessari spá á framfæri, enda hagnaðurinn af spánni allur hennar. Þannig var nefnilega háttað, að margir þingmenn vildu hvorki Heath né Thatcher sem formann flokksins, og hugðust þvi beita atkvæði sinu þannig að óhjá kvæmilegt reyndist að kjósa á ný. Fyrirætlun þeirra var ým- ist sú að skila auðu eða að kjósa þriðja frambjóðandann, Fraser, þvi að hann hafði enga möguleika til að ná kosningu, en atkvæði, sem féllu á hann, báru vott um andstöðu gegn Thatcher og Heath. Þegar þessir menn lásu spána um sigurmöguleika Heaths I dagblöðunum, urðu þeir óðir og uppvægir. Sam- kvæmt frásögn Sunday Times komu sextán þeirra saman i þinghúsinu um morguninn, en þeir voru allir búnir að ákveða að skila auðu i fyrstu kosning- unni. Nú voru hinsvegar góð ráð dýr, og eina leiðin til að koma i veg fyrir sigur Heaths virtist sú, að kjósa Thatcher i þeirri von, að Heath fengi ekki 15% fleiri atkvæði en hún, jafnvel þótt hann næði hrein- um meirihluta. Allir þessir sextán þingmenn ákváðu þvi að kjósa Thatcher þótt þeir væru henni siður en svo fylgj- andi. Sunday Times segir, að svipað hafi gilt um jafnmarga þingmenn aðra. Spáin um sig- ur Heaths tryggði Thatcher þannig 30 atkvæði og sneri hlutunum þannig við, að hún fékk 11 atkvæðum fleira en Heath, en hefði ella feng- ið um 20 atkvæði færra. (Hún fékk 130 atkv. en Heath 119). Þetta tryggði Thatcher jafn- framt svo mikið forskot, að eftir það var ekki hægt að koma i veg fyrir endanlegan sigur hennar. Rangur spá- dómur, ásamt hinni furðulegu 15% reglu, tryggði henni þannig sigurinn. HIÐ þekkta vikurit, The Eco- Margaret Thatcher og fyrr- verandi leiðtogi hennar, sem hún hefur nú leikið grálega. nomist, sem einnig kynnti sér málavexti, kemst að sömu niðurstöðu og blaðamennirnir hjá Sunday Times. The Eco- nomist segir, að siðdegis á kosningadaginn hafi um 30 þingmenn, sem annaðhvort ætluðu að skila auðu eða kjósa Fraser, ákveðið að kjósa Thatcher til þess að koma i veg fyrir sigur Heaths, þvi að eina leiðin til þess virtist sú, aö koma i veg fyrir að hann fengi 15% fleiri atkvæði en Thatcher. Það mun sennilega eiga eftir að verða mikið umræðu- efni, hvernig spáin um sigur Heaths komst i dagblöðin dag- inn, sem kosib var. Var orsök- in sú, að einhver af trúnaðar- mönnum Heaths hafði ekki reynzt nógu þagmælskur, eða voru slyngir fylgismenn That- cher hér að verki? Jafnframt mun það verða umræðuefni, hversvegna fylgismenn Heaths gerðust jafn bjartsýnir undir lokin og raun varð á? Voru ef til vill fylgismenn Thatcher hér að verki, sökum þess að þeim var 1 jós., að helzta ráðið til að afla nenni fylgis var að hræða með þvi, að Heath væri að sigra, og helzta ráðið gegn þvi væri að kjósa Thatcher, svo að Heath félli vegna 15%-reglunnar? EF LITIÐ er yfir sögu þessa sérstæða formannskjörs, virð- ist það einkennandi, að hjá Heath og Whitelaw rekur hvert óhappið annað, eins og það, sem lýst er hér að fram- an, en Thatcher hefur heppn- ina meðsér frá upphafi. Rangt er t.d. að segja, að hún hafi verið frambjoðandi hægri armsins i flokknum, þótt hún hafi fylgt honum að vissu leyti, en að öðru leyti ekki. Thatcher greip tækifærið, þegar enginn af leiðtogum hægri armsins þorði i framboð og horfur voru á, að Heath fengi engan skæðan keppi- naut. Þá ákvað hún sjálf að fara I framboð, og hægri arm- urinn átti ekki annars kost en að styðja hana, en án nokkurr- ar ánægju i upphafi. I fyrstu naut hún stuðnings aðeins fá- menns hóps, sem var aðallega skipaður mönnum, er höfðu starfað á einn eða annan hátt hjá fjölmiðlum, og voru meira á móti Heath af persónulegum ástæöum en málefnalegum. Þeir studdu ekki Thatcher fyrst og fremst vegna skoðana hennar, heldur vegna þess að hún er sérstakur og eftirtekt- arverður persónuleiki, og Bretar hafa löngum viljað lúta leiösögn slikra manna. Eftir að Thatcher hóf svo baráttuna opinberlega fyrir framboði sinu, reyndist hún fullnægja vel kröfum þeirra, sem krefj- ast mikils persónuleika af for- ingjum sinum. Þrek hennar virtist einnig óbilandi, þvi að hún sinnti þingstörfum jafnt og áður og varð þvi skelegg- ari, sem nær dró úrslitunum. Siðastliðinn laugardag flutti hún t.d. ræðu á fundi ungra i- haldsmanna, sem höfðu flestir verið fylgjandi Heath og harmað fall hans. Viðstaddir blaöamenn segja, að með ræð- unni hafi Thatcher unnið hugi fundarmanna. Svo vel féll fundarmönnum skeleggur málflutningur hennar. Af hálfu andstæðinga hennar mun sigur hennar verða túlk- aður sem hægri sveifla og hon- um likt við sigur Goldwaters i Bandarikjunum á sinum tima. Þetta er þó ekki rétt, þvi að lit- ill munur er gerandi á ihalds- mennsku Heaths og That- chers. Thatcher hefur oft sýnt, að hún er fljót að læra og finnur vel, hvaðan vindur- inn blæs. Tvimælalaust er hún mun slyngari og meiri per- sónuleiki en Goldwater. A þessu stigi er að sjálfsögðu erfitt að spá þvi, hvernig henni muni farnast, en ólikleg spá er þaö ekki, að hún geti átt eftir að reynast Wilson skæður keppinautur, en Wilson stjórn- ar sennilega enn sundurlaus- ari flokki en hún. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.