Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 14. febrúar 1975 I i m ■ ííÉ Skíðaparadís í Hlíðarfjalli: Leikvangur fyrir alla fjölskylduna Sííí: . ■:•:•:•:•: m m ■ m ll ■ II ■ Ungir Akureyringar bíðu þess með óþreyju að fá að reyna nýju tog- brautina. þrjár togbrautir og ein stólalyfta til afnota fyrir unnendur skíðaíþróttarinnar Eiws og sjá má, var skiðafólkið dreift um allar brekkur og marg- ir renndu sér niöur að hótelinu til að fá sér hressingu. Ekki voru allir á skiðum I Hllðarfjalli þennan fagra sunnudag, margir gengu sér til heilsubótar upp brattar brekk- urnar I stað þess að nota lyfturnar. I Hliðarfjalli við Akureyri er sannkölluð skiðaparadis. Hið nýtizkulega og þægilega hótel býður gestum sinum upp á gott húsnæði og veitingar, og hægt er að leika sér á skiðum frá morgini til kvölds — en lyfturnar eru flest- ar upplýstar á kvöldin. Þarna eru að jafnaði þrjár togbrautir I gangi og auk þess stór stólalyfta fyrir skiðafólk. Það eru ekki ýkja mörg ár siðan, að skiðafólk varð að ganga upp hinar bröttu brekkur i Hliðarfjalli til að geta rennt sér niður og tók þetta oft langan tima. Stundum var þó hægt að fá snjóbila á beltum til að draga skiðafólkið upp, en nú orðið er unnt að fara helmingi fleiri ferðir á dag og framfarir og fram- kvæmdir ifjallinu hafa veriö með ólikindum siðustu árin. Skiðahótelið býður skólastjórum skóla að koma með nemendur sina i skiðaferðir. Nemendum er siðan gefin kostur á að dvelja i nokkra daga i hótelinu og æfa sig á skiðum, og geta þeir fengið skiðakennslu, ef þeir vilja. Það eru ekki aöeins skólar á Akureyri sem stunda skiðaiþróttina á hverjum vetri, heldur koma hópar nemenda frá ýmsum skól- um, viðs vegar að af landinu, t.d. frá Varmahlíð, Blönduósi, Húsa- vik, Höfn i Hornafirði, Reykjavik og Garðarhreppi. Námskeið i skiðakennslu fyrir fólk á öllum aldri eru haldin á hverjum vetri i Hliðafjalli, og má i þvi sambandi geta þess, að sjö skiðakennarar starfa þar við kennslu i vetur. Mjög fjölsótt er á námskeið'i þessi og komast þar færriaðen vilja. 1 vikuni byrjuðu ný námskeið, og voru þátttakend- ur um áttatíu talsins,allt frá sex ára aldri. tvar Sigmundsson, hinn lands- kunni skiðamaður, er hótelstjóri skiðahótelsins. Sagði hann að mikill annatimi væri nú i fjallinu. Unglingaskiðamót væru um hverja helgi, og hópar skóla- fólks fylltu öll svefnrými hóltelsins, og væri allt fullbókað fram að páskum. Mörg stærri mót verða haldin i vetur, og má t.d. nefna, að punktamót unglinga verður haldið 15.-16. febrúar i alpagreinum. Þann 22. febrúar verður Akureyrarmót unglinga i stórsvigi og svórsvig karla og kvenna verður 1. marz. Unglingameistaramót Islands verður svo haldið dagana 27.-30. marz, i alpagreinum. Gistiherbergi i hótelinu taka 22 manns i gistingu og 60-70 manns komast með góðu móti i svefnpokapláss. tvar sagði, að mesti f jöldi sem gist hefði hótelið i einu væru 120 manns, og var þá þröngt á þingi. Fastráðnir starfs- menn hótelsins eru ellefu talsins en um helgar og þegar stórmót eru, er bætt við starfsliði. Þrir menn vinna á vöktum viö lyíturn- ar. Siðastliðinn sunnudag var ný togbraut vigð i ofanverðu Hliðar- fjalli, þar sem kallað er Strompur. Gamla brautin, sem sem þarna var fyrir, var flutt neðar i fjallið. Þessi nýja tog- braut er um þúsund metra yfir sjávarmáli og er um fimm hundruð metra löng, sagði tvar. Brautin er austurisk, að gerðinni Doppermayer. Ekki er hægt að segja ákveðið um kostnaðarverð hennar, en það er nú komið upp i sex milljónir. Viðstaddir vigslu togbrautar- innar voru fulltrúar bæjar- stjórnar Akureyrar og framámenn skiðaiþrótta á staðn- um. Þar tóku m.a. til máls Knútur Otterstedt rafveitustjóri, sem er formaður iþróttaráðs Akureyrar. Ivar Sigmundsson hótelstjóri hélteinnig Stutta ræðu, en siðan var togbrautin sett i gagn og tekin formlega i notkun. Fyrstir til að nota hana, voru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.