Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 11
Föstudagur 14. febrúar 1975 TÍMINN 11 wte'*. nokkrir ungir Akureyringar, sem létu draga sig upp þessa fimm hundruð metra og renndu sér siðan niður i hlykkjum og beygj- um, af mikilli leikni. Þennan dag var skinandi verður, glampandi sólskin og logn. tvar áætlaði að um eitt þúsund til tólf hundruð manns væru i fjallinu þennan dag, eða um 10% af bæjarbúum. Þarna var fólk á öllum aldri, ungir og gamlir, renna sér á skiöum. Hjón voru með börn sin, stærri börnin á skiðum, en þau litlu voru dregin á þotum og allir notuðu lyfturnar. Mörgum skiöaunnendum finnst nokkuð dýrt að nota lyfturnar, en Hermann ‘ Stefánsson, fram- kvæmdastjóri iþróttaráðs, sagði að i athugun væri hvort ekki yrði unnt að lækka verðið, svo að allir aðilar yröu ánægðir. Hægt er aðkaupa árskort, sem gildir fyrir allar lyfturnar, á fimm þúsund krónur. Dagskort fyrir fullorðna kosta sex hundruð krónur, en þrjú hundruð fyrir börn. Það getur þvi verið dýrt fyrir fjögurra manna fjölskyldu að fara á skiði og nota lyfturnar i einn dag. En fólk setur þetta yfirleitt ekki fyrir sig, enda varla hægt að hugsa sér betri skemmtun i góðu veðri en að renna sér á skiðum i Hliðarf jalli. •0r Þessi litlá hnáta heitir Elva Káradóttir, og var ásamt foreldrum sinum að renna sér á skiðum. Knútur Otterstedt forniaður iþrótta- ráðs Akureyrar flutti ræðu við vigslu nýju togbrautarinnar. ■; í:. > 'i r • \ m P I w ■ m f|i m KÍÍÍÍ :•:•:•:•:•: S; ilf II II ííííí fif: ffff: ::::::: ■ m Ivar Sigmundsson sagði að lokum að bæjarstjórn Akureyrar ætti miklar þakkir skildar fyrir að veita þann stuðning sem nauðsynlegur var til að hægt yrði að koma upp hinni nýju togbraut, auk þess skilnings og áhuga sem þeir hefðu sýnt vetrariþróttamið- stöðinnii Hliðarfjalli. tvar Sigmundsson hótelstjóri, vigði nýju togbrautina i Hliðarfjalli. Hjdlmar R.Bdrðarson, siglingamdlastjóri: Upphaf gúmmíbjörg- unarbáta á íslenzkum skipum I fróðlegu viðtali við Auðun Auðunsson skipstjóra i Timan- um 1. febr. 1975 virðist mega skilja það svo, að eftir að togar- inn FYLKIR fórst árið 1956, og viðtal var haft i útvarpi við Auð- un Auðunsson skipstjóra, hafi „Alþingi afgreitt löggjöf um gúmbjörgunarbáta alveg á met- tima”. Þarna virðast hafa skolazt til nokkur atriði i timasetningu, og reyndar lika staðreyndum, að þvi er bezt verður séð, sem ég tel rétt að leiðrétta vegna siðari tima. 1 viðtalinu við Auðun Auðuns- son skipstjóra segir svo orðrétt: „Alþingi setti lög um gúmbáta. — Um þetta leyti var mikið rætt um gúmbjörgunarbáta, sem siðan eru komnir I hvert skip með ágætum árangri. Það var haft viðtal við mig i útvarpið, þar sem ég lýsti skoðun minni á trébátunum og þeim yfirburð- um, sem ég taldi og tel gúmbát- ana hafa. Þetta varð til þess ásamt öðru að alþingi afgreiddi löggjöf um gúmbjörgunarbáta alveg á mettima, og er það ein- hver áhrifamesta löggjöf, sem sett hefur verið til þess að koma I veg fyrir manntjón á sjó”. Upphafið á notkun gúmmi- björgunarbáta á islenzkum fiskiskipum verður um 5 árum áður en togarinn FYLKIR ferst. Það var árið 1951 að Vest- mannaeyingar óskuðu eftir þvi við fyrirrennara minn,Ólaf Th. Sveinsson skipaskoðunarstjóra, aðmega nota gúmmibjörgunar- báta I stað fastra báta á fiski- skipum sinum. Þetta voru upp- haflega gúmmibátar ætlaðir fyrir flugvélar. Að athuguðu máli tók Ólafur Th. Sveinsson á sig þá miklu ábyrgð aö leyfa notkun þessara gúmmibáta, fyrsttil reynslu. Til þessa þurfti ekki að setja nein lög, og með þvi að meta gúmmibátana sem jafngildi fastra bjargbáta, gat ólafur heimilað notkun þeirra án reglugerðabreytingar. Hann varð þá fyrir hörðum ádeilum á opinberum vettvangi fyrir að hafa samþykkt notkun þessara „togleðurshy lkja” sem björgunartækja, eins og gúmmibátarnir vorunefndir þá. Það leið ekki á löngu þar til þessir gúmmlbjörgunarbátar á Vestmannaeyjaskipunum fóru að sanna gildi sitt. Á þeim björguðust fljótlega menn við aöstæöur, þar sem illmögulegt hefði verið að bjargazt á venju- legum trébátum. Þegar Veiga VE-291 fórst. 12. april 1952, björguðust 6 menn. Þegar Guðrún VE-163 fórst 27. febr. 1953, björguðust 4 menn. Þá bjargaðist öll áhöfnin, þegar Glaður VE-270 fórst 11. april 1954, og sömuleiðis öll áhöfnin, 7 menn, þegar Halkion VE-27 sökk við Vestmannaeyjar 15. okt. 1955. Þessir fyrstu gúmmi- björgunarbátar, sem notaðir voru fyrstu árin i Vestmanna- eyjum, eru nú löngu orðnir úr- eltir að gerð til, þvi þróun gúmmibátanna hefur verið ör hin siðari ár, og nú hefur mörgum hundruðum mannslifa verið bjargað við strendur Is- lands á gúmmibátum. Það er ánægjuleg staðreynd, að þótt framleiösla gúmmibáta hafi aldrei verið hafin hér á landi, þá hafa Islendingar, og i upphafi fyrst og fremst Vest- mannaeyingar, átt drjúgan þátt i þróun og endurbótum á gúmmibjörgunarbátunum. Hingað hefur verið sótt marg- háttuð reynsla, og margarkröfur um endurbætur, sem gerðar hafa verið af okkar hálfu til framleiðenda gúmmibátanna erlendis, hafa siðar orðið fyrir- mynd að allri framleiðslu verk- smiðjanna. A mörgum alþjóðafundum erlendis hafa gúmmibátar, gerð þeirra og notkun verið rædd, t.d. hafa Kaupmannahafnar-sam- þykktarlöndin svonefndu, en það eru öll Norðurlönd, látið þetta mál oftsinnis til sin taka. Einn Þrándur i Götu almennrar notkunar gúmmibáta var lengi vel sá, að i alþjóðasamþykkt um öryggi mannslifa á hafinu frá 1948 var beinlinis tekið fram, að bjargtæki, sem hefðu fleytigetu vegna þess að þau voru blásin uppmeð-lofti, skyldu ekki viður- kennd. 1 islenzkum reglum, sem gefnar voru út 20. janúar 1953, er fyrsta heimild til notkunar á gúmmibjörgunarbátum i stað fastra skipsbáta, og þá miðað við fiskiskip, sem eru 30-200 rúmlestir og stunda veiðar við strendur Islands, en þar segir m.a., að á þessum skipum skuli vera „Skipsbátur eða skipsbát- ar handa öllum á skipinu. Siglingamálaráðuneytið getur leyft, að nota megi striga- gúmmibát, af þeirri gerð, sem skipaeftirlitið viðurkennir”. Þessar reglur voru settar sam- kvæmt lögum nr. 68 frá 5. júni 1947. Alþingi þurfti þvi ekki aö afgreiða löggjöf um gúmmi- björgunarbáta eftir að FYLKIR fórst 1956, enda veit ég ekki til að nein lög hafi verið sett um þaö efni á árinu 1956 né 1957. Þann 14. janúar 1957, tóku gildi fyrstu islenzkar reglur, þar sem þess er krafizt, aö islenzk skip skuli búin gúmmi- björgunarbátum. Núgildandi reglur um þetta efni eru frá 28. febrúar 1962, en. þá voru veru- lega auknar kröfur um stærð og fjölda gúmmibjörgunarbáta á islenzkum skipum og um gerð þessara tækja og búnað þeirra. Siðan kom viðauki við þessar reglur árið 1969, aðallega meö auknar kröfur um gúmmibáta á minni skipum. Þetta er I stuttu máli upphafiö að notkun gúmmibáta á islenzk- um skipum. Að sjálfsögöu var slysiö, þegar FYLKIR fórst, og sú erfiða aðstaða, sem þar kom i ljós við sjósetningu föstu trébát- anna, mjög mikilsverð reynsla og hefur eflaust sannfært marga þeirra, sem ennþá höfðu vantrú á gúmmibátunum, um að þeir gætu lika hentað stærri islenzk- um fiskiskipum. Segja má þvi að þessi reynsla hafi stuðlað að endurskoðun reglnanna 1957. Staðreyndin er hins vegar sú, að engin sérstök lög voru sett um gúmmíbáta eftir FYLKIS- slysið 1956, og að notkun gúmmibáta á islenzkum fiski- skipum hófst i Vestmannaeyj- um 5 árum áður en FYLKIR fórst. Reykjavik, 5. febrúar 1975.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.