Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 14
14 TíMINN Föstudagur 14. febrúar 1975 hann sá eini, sem var eftir hjá henni, fannst henni. Hon- um svipaði mikið til Jóhanns, það sá hún nú. Hann saug upp í nef iðog þerraði augun meðóhreinni hendinni. ,,Það er skrítið, hvernig einn hverfur af öðrum — Eiríkur fyrst, og svo pabbi eftir stuttan tíma", sagði hann. „Já". ,,Nú er pabbi áreiðanlega sæll". „ Já". „Ég skrifaði Einari, mamma". „Jæja. Þú varst vænn að gera það". „Mamma! Ég ætla að fara út í kirkjugarð í kvöld og láta ný blóm á leiðin, ef þú vilt koma með mér. Það eru þau ókjörin af Maríuvöndum á Nýenginu og syðri haginn er eins og snjóbreiða yfir að líta, það er svo mikið af hvítum anemónum". ,, Ég er dálítið þreytt, en ég held samt, að ég hef ði gott af því að koma undir bert loft". Þau fóru nú út í kirkjugarðinn og létu blóm á leiðin. Það var orðið áliðið er þau héldu heimleiðis. Sólin var gengin undir, og blómin lutu höfði, og döggin lagði sinn svala hjúp yf ir jörðina. Trén voru orðin alllaufguð, en þó var ferskleiki vorsins enn ósnortinn. Katrín var þreytt og átti erfitt með að fylgja jafn skreflöngum manni og syni sínum. Hann reyndi að ganga eins hægt og hann gat, en var þó hvað eftir annað kominn langt á undan henni áður en hann vissi af. Þá nam hann staðar og beið. „Halt þú áfram, Gústaf", sagði hún loks. „Þú þarft ekki að biða eftir mér. Ég veit ekki, hvað er að mér í kvöld, að ég skuli vera svona ónýt að ganga. Ég er eitt- hvað svo undarlega máttlaus í fótunum. Það er líklega af þvi, hve illa ég hef sof ið síðustu næturnar". „Mér liggur ekkert á. Blessuð vertu ekki að leggja neitt að þér", sagði Gústaf. Katrín var ekki orðin eins þrekmikil og hún hafði ver- ið. Það var ekki einvörðungu af sinnuleysi, að hún klæddi sig ekki strax á morgnana, heldur bylti sér í rúminu, unz Gústaf snaraði sér fram úr og fór í f jósið og mjólkaði kúna. Hún var máttfarin og einhvern veginn eins og öll lurkum lamin. Allt hringsnerist fyrir augunum á henni, þegar hún settist upp f yrst á morgnana. En þegar Norð- kvist fór f ram á það við hana, að hún hjálpaði vinnufólki hans, sem var að aka mykju á akrana, til þess að moka upp í vagnana, þá gerði hún það samt. Hún stóð daglangt með vinnukonum Norðkvists í haugunum sunnan undir f jósveggnum, þar sem sólarhitinn var mestur. Norðkvist hafði marga vagna i takinu 7 einu, svo að vinnan gekk með flughraða. Vinnumennirnir þurftu ekki annað en renna tómu vögnunum upp að haugnum og spenna hest- ana fyrir aðra, sem búið var að moka í. Katrín fann, að henni veittist þessi vinna erf iðari nú en áður. Hún svitn- aði og mæddist og varð að taka af sér skýluna og fara úr treyjunni. En golan, sem næddi gegnum gisinn baðmull- arkjólinn, var svöl, þrátt f yrir sólskinið. Morguninn eftir fann hún til dálítilla eymsla i hálsinum. En þau hurf u, er hún hafði drukkið morgunkaffið. Hún fór því til vinn- unnar og gaf þessu engan gaum að sinni. Vinnunni var hætt venju f remur snemma þennan dag, því að þetta var á laugardegi. Þegar heim kom, fór Katrin að þrífa þar til. Útivinnan hafði hrifið hana úr doðanum, svo að hún sá það betur nú en áður, hve margt var komið í vanhirðu. Hún opnaði allar dyr og glugga, bar strábreiðurnar útog hristi úr þeim rykiðog þvoði allt háttog lágt. Þegar hún hafði lokið því, fór hún til skógar í þeim erindum aðsækja lim til þess að leggja á dyrahell- una. En það var svo þreytandi að ganga yfir mosabeðjurn- ar uppi á ásnum, að hún varð að setjast á stein til þess að hvíla sig. Og nú fyrst fann hún, hve dauðþreytt hún var eftir erf iði dagsins. Henni varð litið niður á keltu sína, og þá sá hún, að hnén nötruðu innan undir kjólgopanum. Henni flaug í hug, hve óstyrkur Jóhann hafði verið síð- ustu misserin. Hún hafði jafnvel séð á honum feigðar- mörkin, þegar þau voru innlyksa á hólmanum forðum. En hann hafði raunar aldrei hlotið fulla lífsorku — aldrei. Og honum hafði alltaf verið að hraka og hraka og hraka f rá því, að hún sá hann í fyrsta skipti. Hún reif sig upp úr þessum hugsunum og hélt áfram göngunni. Það hlaut að vera orðið áliðið kvölds, því að hún sá varla niður fyrir tærnár og hrasaði hvað eftir annað um steina og runna. En sólin var nú samt sem áð- ur á lofti i vestri. Æ, hún varð að f lýta sér heim. En hvað hafði hún eiginlega verið að fara? Hún reyndi að rif ja það upp. — Nei, hún gat ekki munað það. Hún var svo dauðþreytt, að hún varð að leggjast niður. „Mamma!" „M a m m a !" „Mamma! Hvers vegna liggur þú hérna? Hvers vegna kemurðu ekki heim?" HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R HIL jlO iWilBI I FÖSTUDAGUR 14. febrúar 7.00 Morgutuitvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl 7.15 Og 9.05. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan : „Himinn og jörö” eftir Carlo Coccioli. Séra Jón Bjarman les þýðingu sina (9). 15.00 Miðdegistónleikar: Frönsk tónlist. John Ogdon, leikur: „Gaspard de la Nuit”, svltu fyrir píanó eftir Ravel. Nedda Casei söng- kona og Sinfóniuhljómsveit- in I Prag flytja „Poéme de l’amor et de la Mer” eftir Chausson, Martin Turnovsky stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 titvarpssaga barnanna: „1 föður staö” eftir Kerstfn Thorvall Falk Olga Guðrún Arnadóttir les þýöingu slna (2). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréítaauki. Til- kynningar. 19.35 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Kem m er t ón lis t. Strengjakvartett nr. 77 I C- dúr „Keisarakvartettinn” op. 76 nr. 3 eftir Joseph Haydn. Saulesco-kvartett- inn leikur. 20.30 Fjármaður af lffi og sál. Frásögn Jóns Björnssonar rithöfundar af skaftféllsk- um bónda. Dagur Brynjúlfsson les. 21.50 Sónata f f-moll „Appassi- onata” op. 57 eftir Ludwig van Beethoven. Artur Rubinstein leikur á píanó. 21.30 titvarpssagan: „Klaka- höllin” eftir Tarjei Vesaas. Hannes Pétursson þýddi. Kristln Anna Þórarinsdóttir leikkona les (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Lestur Passfu- sálma (17). 22.25 Húsnæðis og byggingar- mál. Ólafur Jensson talar við Ernu Ragnarsdóttur innahússhönnuð. 22.40 Afangar.Tónlistarþáttur I umsjá Ásmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. BIBHI ■ Föstudagur 14. febrúar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.35 Lifandi veröld Breskur fræöslumyndaflokkur um samhengið I rlki náttúrunnar. 4. þáttur. Lffiö f regnskóginum Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.00 Kastljós Fréttaskýringa- þáttur. Umsjonarmaður Guðjón Einarsson. 21.50 Töframaðurinn. Nýr bandarlskur sakamála- myndaflokkur. 1. þáttur. Hvar er Mary Rose? Þýðandi Kristmann Eiðsson. Aöalpersóna myndaflokksins, Anthony, er töframaður að atvinnu. Hann hefur mikla þörf fyrir að hjálpa þeim, sem ratað hafa I einhverjar ógöngur, og fyrir bragðið flækist hann sffellt I alls konar sakamál. Aðalhlutverkið I myndaflokknum leikur Bill Bexby. 23.00 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.