Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.02.1975, Blaðsíða 17
Föstudagur 14. febrúar 1975 TÍMINN 17 Þeir sötra teið sitt! DVÖL Guðgeirs Leifssonar og Atla Þórs Héöinssonar hjá Morton hefur vakið athygli I Skotlandi. Hér á myndinni, sem birtist i skozku blaði, sjást þeir félagar ásamt framkvæmdastjóra Morton, Dananum Erik Sörensen, þar sem þeir eru að fá sér te-sopa á heimili Sörensen. Ósk Skaga- manna rætist Þeir fó Bikar- og íslandsmeistara KR í heimsókn í bikarkeppninni í körfuknattleik Bikar- og íslandsmeistarar KR i körfuknattleik drógust á móti Skagamönnum i fyrstu umferð bikarkeppninnar í körfuknattleik. Þetta er I fyrsta skipti sem Akur- nesingar taka þátt i keppni i körfuknattleik og byrja þeir sinn feril á heimavelli, þegar þeir mæta KR-ingum. KR-ingar eru ákveðnir, að leika leikinn upp á Skaga, þrátt fyrir að völlurinn þar sé ekki iöglegur. Það má ★ ★ Áheit Njarðvíkurliðið fær um 200 þús. kr. fyrir að sigra ÍR Mikill áhugi rikir nú meðal Njarðvikinga á leik UMF-Njarð- vikur og 1R i 1. deildar keppninni i körfuknattleik, sem fer fram i iþróttahúsinu i Njarðvikum á morgun. Körfuknattleiksáhuga- menn í Njarðvíkum hafa heitið Njarðvikurliöinu tæplega 200 þús. krónum, ef því tekst að sigra toppliðið i deildinni. — 1R. — SOS. ★ ★ Sýknaður Hinn fjórtán ára gamli ,,Bev” Williams, sem var sakaður um að hafa stungið 18 ára gamlan pilt, Kevin Olsson, til bana með hnif i ágúst sl. hefur verið sýknaður af ákærunni. Eins og kom fram hér á slðunni I ágúst, átti morðið sér stað, þegar ólæti brutust út á knattspyrnukappleik. — SOS. ★ ★ Liverpool fékk skell Leikmenn Liverpool-liðsins fengu heldur betur skell á St. James Park i Newcastle á miövikudags- kvöldið. Leikmenn Newcastle, með Malcolm MacDonald i farar broddi tóku „Rauða herinn” al- gjörlega I bakariið og unnu stór- sigur, 4:1. Newcastle-liðiö byrjaði meö miklum látum, og þaö leið ekki á löngu unz „gamla brýnið”, John Tudor var búinn að senda knöttinn I mark Liverpool. Og leikmenn Newcastle gáfu ekki eftir, þeir skoruðu tvö önnur mörk — fyrst Stewart Barrow- clough og MacDonald stuttu siðar og staðan var orðin 3:0 eftir að- eins 25 min. Brian Hall minnkaði muninn i 3:1 en „Super-Mac” svaraði fyrir heimamenn — 4:1. — SOS. segja, að Skagamönnum hafi nú orðið að ósk sinni, þvi að þeir hafa lengi haft áhuga á að fá islands- meistarana I heimsókn upp á Skaga. Það stóð til að KR-ingar færu þangað fyrr I vetur, en ekki gat að þvi orðið, þar sem KR-ing- ar höfðu I svo mörgu aðsnúast þá. Einn stórleikur verður I fyrstu umferðinni I bikarkeppninni — leikur Vals og IR, en annars litur drátturinn þannig út: Fram — Þór frá Akureyri, UMSG — Keflavik, UMF-Njarð- vikur — Breiðablik, Valur — ÍR, Snæfell — Ármann, Haukar — KR (B), Borgarnes — ÍS og Akranes — KR. —SOS 'Gunnar Einarsson...* Sýndi allar sínar góðu hliðar Gunnar er efstur á blaði! yfir leikmenn, sem Göppingen hefur óhuga d að fó í sínar raðir, segir v-þýzka blaðið ,,Die Welt" GÖPPINGEN-LIÐINU, sem Geir Hallsteinsson lék með sl. keppnistimabil með góðum árangri, hefur ekki gengið vel I vetur I v-þýzka handknatt- leiknum. Það er nú i sjötta sæti i suöur-deildinni. Við rák- umst á það i þýzka stórblaðinu „Die Welt” fyrir stuttu, að mikil óánægja rikti nú á meðal leikmannanna. Blaðið sagði, að allt benti nú til að miklar mannabreytingar stæðu til hjá liöinu og sagði blaðið að is- lenzki landsliðsmaðurinn Gunnar Einarsson væri efstur á blaði fyrir þá leikmenn, sem Göppingen hefði áhuga á að fá I sfnar raðir. — „Ég er staðráðin að fara til V-Þýzkalands og leika með Göppingen-liðinu, sagði Gunn- ar, er við höfðum samband viöhann I gær. Ég mun skrifa undir samninga við Göpping- en hér heima um páskana, en þá kemur framkvæmdastjóri Göppingen, Burkadsmaier, hingaö með samninginn, sem hljóðar upp á, að ég leiki meö Göppingen-liðinu næsta keppnistimabil 1975-1976”. — Ert þú búinn að ná þér eftir meiðslin, sem þú hefur Þessi mynd birtist i v-þýzka handknattleiksblaðinu „Deutsche Handballwoche”, þegar blaöiö tilkynnti fyrir stuttu að Gunnar myndi leika með Göppingen. átt við að striða? — Nei, þrátt fyrir það, að ég átti ágætan leik gegn Gróttu, er ég ekki nógu ánægður. Ég hef litið getað æft mig sjálfur upp á siðkastið, þar sem ég er að lesa undir stúdentspróf. — Útbýrö þú sjálfur æfinga- prógram fyrir þig? — Já, það er ekki nóg að æfa eingöngu með félagsliði. Ef maður ætlar sér að ná árangri, þá verður að byggja upp sitt eigiö æfingaprógram og hlaupa úti á milli æfinga hjá félagsliöinu. — SOS GUNNAR EINARSSON er greinilega á góðri leið með að ná sér eftir meiðslin, sem hann hefur átt við að striða að undanförnu. Hann sýndi allar sinar gömlu, góðu hliðar I leiknum gegn Gróttu á miðvikudagskvöldið og skoraöi 7 gullfalleg mörk. FH-Iiðið undir stjórn bræðranna Geirs og Arnar Hallsteinssonar, átti ekki i erfið- leikum með Gróttu. Leikur Gróttuliðsins var hvorki fugl né fiskur. FH lék óþvingað og vann góðan sigur 29:22 eftir að hafa haft yfir I hálfleik 15:7. FH-ingar byrjuðu af fullum krafti, og komust i 10:2 eftir 17 min. Þá var Viðar Simonarson tekinn út af og við það dofnaði yfir leik FH, og Grótta minnkaði muninn i 11:6. En FH-ingar tóku aftur við sér og staðan varð 15:7 i hálfleik. Birgir Finnbogason var i marki FH-liðsins i fyrri hálfleikn- um og varði hann mjög vel. — þegar FH-liðið vann auðveldan sigur yfir Gróttu Þegar séð var að FH myndi vinna auðveldan sigur, leyfðu þeir Geir og örn, öllum leikmönn- um liðsins að spreyta sig i siðari hálfleiknum, og var sigurinn þó aldrei i hættu, eins og lokatölurn- ar — 29:22 fyrir FH — gefa til kynna. Gunnar Einarsson var bezti maður FH-liðsins og hann var jafnframt drýgstur við að skora mörkin. — Fyrir FH skoraði Gunnar 7, Ölafur 5, Arni 5, Þórarinn 4, Viðar 3, Guðmundur Arni 2, Sæmundur, örn og Jón Gestureitthver. GRóTTA:Björn 8 (4 viti), Halldór 6, Arni 3, Georg 2, Magnús og Kristmundur eitt hvor. Einar var í miklum ham Þegar Víkingar lögðu Hauka að velli ★ Hvað gera Víkingar gegn Val í bikarkeppninni í kvöld? t der Mann, der in der Saison 1975/ sch Auf Göppingen Tore werfen solU rsson, 20 Jahre alt, zehnfaeH^fií 5þieTefi”*,Pf"*TSrr'Mannsch Einar Magnússon var i miklum ham, þegar Vikingar lögöu Hauka aö velli (22:18) á miðviku- dagskvöldið i Iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Einar skoraði mörg falleg mörk með sinum frægu þrumuskotum, og alls sendi hann knöttinn 9 sinnum I netið hjá Haukum. Með þessum sigri eru Vikingar komnir upp I annað sætið I deildinni, og þeir verða með i baráttunni um tslands- meistaratitilinn. Leikur liðanna var mjög jafn framan af, og höfðu Haukar frumkvæðið, þar til Vlkingum tókst aö komast yfir (13:12) á 6. min. slðari hálfleiksins, með marki frá Stefáni Halldórssyni. Höröur Sigmarsson jafnaði þá (13:13) úr vitakasti, en Víkingarn ir svöruöu með þremur mörkum I röð — 16:13. Haukar minnkuðu muninn I 16:15 um miðjan hálf- leikinn, og þegar staðan var þannig, misnotuðu þeir vltakast. Eftir það tóku Víkingar leikinn I sínar hendur og komust I 22:17, en Hörður Sigmarsson skoraði slð- asta mark leiksins óbeint úr aukakasti — 22:18. Mörk Vlkings skoruöu Einar 9 (2 vlti), Skarphéðinn 3, Stefán 3 (1 víti), Jón 2, Sigfús 2, Ólafur, Páll og Þorbergur eitt hver. HAUKAR: Hörður 9 (2 viti), Arnór 2, Ólafur 2 (2 viti), Stefán 2, Hilmar 2 og Ingimar eitt. í kvöld verður Vikingsliöið i sviösljósinu, en þá mætir þaö Valsmönnum I bikarkeppninni I Laugardalshöllinni kl. 20.15. Þá leika Armenningar gegn Hauk- um. — SOS. STAÐAN Valur 10 7 0 3 202-169 14 Víkingur 9 6 1 2 180-161 13 FH 9 6 0 3 192-179 12 Fram 10 5 2 3 191-188 12 Ilaukar 10 5 0 5 188-182 10 Armann 10 5 0 5 168-179 10 Grótta 10 1 2 7 205-233 4 ÍR 10 1 1 8 181-216 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.